Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988
15
besta í samskiptum sínum við þessa
aðila án þess að gangast þeim á
hönd.
Staðreynd er, að þegar Island
hefur verið viðskiptalega háð Norð-
urlöndunum hefur þjóðinni vegnað
illa afkomulega. Þessar þjóðir
kaupa ekki helstu afurðir lands-
manna sem nokkru nemur, né
greiða sambærilegt verð og aðrar
þjóðir. Sagan staðfestir þetta. Þeg-
ar íslendingar tóku sjálfir upp bein
viðskipti við Engilsaxa, Breta, og
síðar Bandaríkjamenn, fór þeim að
vegna betur.
Viðskiptaleg tengsl við þessar
þjóðir skipta ísland miklu máli.
Hvort enn nánari tengsl við þær
s.s. í gegnum eignaraðild þegna
þessara ríkja í landi og fyrirtækjum
skili landsmönnum meira efnalega
í aðra hönd er matsatriði. Höfundur
þessarar greinar telur að í þeim
efnum eigi að fara mjög varlega.
Verðmætasta eignin
Verðmætasta eign landsmanna
er landið sjálft, gögn þess og gæði.
íslensk menning hvílir á fornri arf-
leifð, tungu og listum, sem eru
mjög sérstæðar. í gegnum aldirnar
hefur þróast mjög sterkur þjóðlegur
stofn á íslandi, sem í einangrun og
harðbýli hefur tileinkað sér sterka
sjálfsbjargarviðleitni, en er eins og
eyjabúum er tamt tortrygginn
gagnvart utan að komandi áhrifum.
Þrátt fyrir það hefur þjóðin mikla
aðlögunarhæfileika í því sem skipt-
ir máli um aðlögun að tæknilegum
framförum sem hafa þýðingu fyrir
betri efnalega afkomu.
Margir erlendir aðilar, sem hafa
átt náin samskipti við Islendinga,
dást að dugnaði fólksins, 240.000
manns, við að byggja upp nútíma-
legt samfélag í þessu stóra landi. Á
vissum sviðum s.s. sjávarútvegi,
fískiðnaði, hótel- og veitingahúsa-
rekstri eru íslendingar meðal
fremstu þjóða. Þá er þjóðin óvenju-
lega vel upplýst og menntuð miðað
við ýmsar hinar íjölmennari s.s.
iðnríkin, þótt ísland vegna smæðar
sinnar geti aldrei keppt við þær á
mörgum sviðum af skiljanlegum
ástæðum.
Erfítt er að sjálfsögðu að segja
nákvæmlega til um það, hvar draga
skuli strikið milli íslands annars
vegar og annarra ríkja hins vegar.
Það er enn. erfíðara í dag, heldur
en fyrir 30—40 árum og mun vænt-
anlega verða enn erfíðara í fram-
tíðinni.
Að tryggja friðinn
Fólksfjölgunin og gjöreyðingar-
vopnin krefjast endurmats á fyrri
*
1
!
!
gildum. Meginmarkmið mannkyns-
ins, fólksins, hefur verið og mun
ætíð vera það að tryggja friðinn.
Einstaklingurinn vill fá tækifæri til
að þroskast og takast á við lífið í
samræmi við getu- og hæfíleika.
Hann vill fá að starfa í friði að já-
kvæðri uppbyggingu eigin um-
hverfís og þeirrar heildar sem hann
lifír í.
Friður og framfarir verða ekki í
hinum fjölmenna heimi framtíðar-
innar, en spár eru um það, að íbúa-
tala jarðarinnar verði farin að nálg-
ast 7.000 milljónir árið 2000, nema
þjóðir heims vinni saman — færist
nær hver annarri. Nauðsynlegar
framfarir í tækni og vísindum til
að mæta fæðuþörf þessara milljarða
verða ekki nema þjóðimar starfí
enn meira saman. Menntun og
fræðsla krefst samræmingar, ef
þjóðum heims eiga að nýtast hinar
miklu framfarir. Þannig er unnt að
fjalla um flest öll svið mannlegra
samskipta.
Einangrun eða takmarkalaus
sérhyggja og þjóðernishroki falla
ekki inn í framtíðarsýn mannkyns-
ins. En það þýðir ekki það sama,
að sérhver einstaklingur sem þjóðir
verði ekki að skoða eigin stöðu í
þrengri merkingu þess orðs, og
gera sér sem bezta grein fyrir stöðu
sinni og möguleikum við breyttar
aðstæður.
óráð að opna landið erlendum aðil-
um með aðild að EB eða öðrum
ríkjasamsteypum. Undir niðri eru
EB-ríkin mjög ósamstæð. Í stjórn-
málum geta Evrópumenn verið
mjög hverflyndir, svo sem sagan
sannar. Það hentar ekki íslenzku
eðli eða lundarfari að eiga hags-
muni sína undir slíku stjómarfari.
íslendingar vilja stöðugleika sam-
fara miklu frelsi til athafna. Skipu-
lagshyggja gömlu nýlenduveldanna
er íslendingum ekki að skapi. Aðild
íslands að EB myndi í reynd þýða
það að landið yrði hjálenda þessara
gömlu ríkja, sem bera takmarkaða
virðingu fyrir smáríkjum. Miklar
pólitískar sviptingar vinstri og
hægri flokkanna í Evrópu setja leið-
togum þeirra takmörk í auðsýnd
umburðarlyndis gagnvart hinum
smáa. Þetta er staðreynd. ísland
getur aldrei sameinast slíkri ríkja-
heild. Hugsanlegur efnahagslegur
ávinningur er smáræði borið saman
við þau þjóðarverðmæti, sem fórnað
yrði með aðild. að EB.
Norðurlöndin
Norðurlöndin eru ágæt að vissu
marki, þ.e. þar til kemur að efnaleg-
um atriðum. í almennum menning-
ar- og félagslegum atriðum er gott
að eiga samleið með Norður-
landabúum. I þeim efnum eru Norð-
urlöndin tillitssöm, enda kostar það
tiltölulega lítið. Öðru máli gegnir í
viðskipta- og fjármálum. Þar er
ekkert til skiptanna. Norðmenn og
Svíar eru þekktir fyrir allt annað
en það að gefa eitthvað í viðskipt-
um. Danir hafa hins vegar oft sýnt
og sannað, að þeir hafa skilning á
högfum annarra, og eru reiðubúnir
til að láta samstarfsaðila njóta
ávaxtanna að fullu. Þrátt fyrir allt
hafa Danir reynst íslendingum vel,
en í samræmi við ríkjandi aðstæður
og hugarfar, reyndu þeir auðvitað
að hagnast á aðstöðu sinni á meðan
þeir réðu ríkjum á íslandi. — Of
náið efnahagslegt samstarf eða
samruni íslands við Norðurlöndin
mun ekki styrkja stöðu þjóðarinnar.
Bandaríkin
ísland hefur átt ágætt samstarf
við Bandaríki Norður-Ameríku á
ýmsum sviðum, sérstaklega í ör-
yggis-, vamar- og viðskiptamálum.
Bandaríkjamenn hafa sýnt vilja til
að tryggja íslendingum hagstæða
samninga á mikilvægum sviðum án
nokkurra óaðgengilegra skilyrða. Á
viðskiptasviðinu eru miklir ónýttir
möguleikar í Bandaríkjunum. Is-
land og Bandaríkin eiga gagn-
kvæmra hagsmuna að gæta á mjög
mikilvægu sviði, sem tengir þessar
þjóðir þeim böndum að óþarft er
að gangast öðrum þjóðum á hönd
með þeim hætti sem EB eða Banda-
ríkin krefjast, ef ísland óskaði aðild-
ar að þessum ríkjasamsteypum.
Sérsamningar
og náið samstarf
ísland á að rækta vel tengsl sín
við Norðurlöndin, Vestur-Evrópu
og Bandaríkin með svipuðum hætti
og gert hefur verið á liðnum áratug-
um. Eftir því sem kringumstæður
kreíjast verður að leita sérsamninga
eða taka upp nánara samstarf við
erlenda aðila.
Ákvarðanir í utanríkismálum
mega ekki tengjast stundarhags-
munum eða tilfinningasemi. I þess-
um efnum verður yfirvegun og köld
raunhyggja að ráða. Gjörðir samn-
ingar við önnur ríki verða ekki ógilt-
ir eins og hendi sé veifað.
Þess vegna veltur á miklu að
íslendingar geri sér góða grein fyr-
ir stöðu sinni í framtíðinni með sér-
stöku tilliti til hinnar miklu sam-
steypuþróunar ríkja í fáar en stórar
heildir. Fyrir íslendinga gildir í
þessum efnum hið forna spakmæli:
„Flýttu þér hægt.“
Höfundur er einn af alþingis-
mönnum Sjálfstæðisflokks fyrir
Reykja víkurkjördæmi.
Að þekkja landið
Þótt ísland sé gott og gjöfult
land á ákveðnum sviðum, býður það
ekki upp á ótakmarkaða möguleika.
Engir nema landsmenn sjálfir
skynja þetta. I heimi nútímans er
rányrkja mikill vágestur. Ovandaðir
menn fara víða eins og eldur í sinu
og eyða náttúruauðlindum með
skjótum hætti. Þegar allt er nýtt
og landið er orðið eins og sviðin
jörð hverfa þeir af vettvangi, en
eftir situr hnípin þjóð á öskuhaug-
um nútímans, bílhræjum, plast-
húsgögnum, gervimunaði, o.þ.h.,
rúip lífsgrundvellinum.
Island er gjöfult land, en mjög
viðkvæmt. Það krefst góðrar um-
gengni. Hið sama má segja um
auðlindir landsins.
Með nútíma tækni er unnt að
tæma þær á örfáum árum. Gott
dæmi þessa er sjávaraflinn. íslend-
ingar einir vita bezt, hvernig nýta
ber landið, gögn þess og gæði,
þannig að jafnvægi ríki. Með því
nýtist landið betur þeim takmark-
aða fjölda, sem getur búið landið á
grundvelli mannsæmandi lífskjara.
Efnahagsbandalagið
Að mati höfundar væri það því
Kjötneysla íslendinga
jókst um 6 kíló í fyrra
ÍSLENDINGAR neyttu að meðal-
tali 61/4 kílói meira af kjöti á
liðnu ári en árið 1986 samkvæmt
tölum frá Upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins. Um það 68 kíló
af hvers konar lqöti fóru ofan í
hvem landsmann, miðað við 613/4
kíló árið 1986. Fuglakjötsneysla
minnkaði en aukning varð mest
í neyslu nauta- og kindakjöts.
Hlutfallslega jók nautakjöt hlut
sinn mest, úr 10,75 kílóum í 14
kíló á mann en kindakjötsneysla
jókst úr 32,7 kílóum í 36,7 kíló.
Hún hafði þá farið minnkandi allt
frá 1982 er landsmenn átu að með-
altali 46,5 kíló af kindakjöti. Ali-
fuglakjötseysla íslendinga minnk-
aði úr um það bil 7,5 kílóum á
mann 1986 og í 6,4 kfló á mann á
liðnu ári. Kjúklingabændur telja að
þennan samdrátt megi að lang-
mestu leyti rekja til þeirrar umræðu
sem varð um salmonellusýkipgar á
árinu.
íslendingar neyttu að meðaltali
300 grömmum meira af svínakjöti
í fyrra en 1986, neyslan jókst úr
7.8 kílóum í 8,1 kíló. Hrossakjöt
virðist hins vegar vera á hröðu
undanhaldi á kjötmarkaði hérlendis,
að meðaltali borðaði hver maður
2.8 kíló af hrossakjöti í fyrra en
árið 1984 var samsvarandi tala 3,5
kíló.
„í smásjá“ á Klaustri.
Kirkjubæjarklaustri.
LEIKFELAG ungniennaf ólags-
ins Ármanns á Kirkjubæjar-
klaustri frumsýndi síðastliðinn
þriðjudag leikritið í smásjá eftir
Þórunni Sigurðardóttur. Þetta
er annað sinn sem verkið er
flutt, en það var frumflutt á litia
sviðinu í Þjóðleikhúsinu í fyrra.
Þetta er magnþrungið verk, sem
Qallar um ýmsa þætti mannlegs lífs.
Leikritið var sýnt fyrir fullu húsi
og var því mjög vel tekið. Leik-
stjóri er Guðjón Ingi Sigurðsson.
Nú fer leikhópurinn í sýningar-
ferðalag. Á fímmtudag verður sýn-
ing í Leikskálum, síðan í félags-
heimili Kópavogs á fostudag og
laugardag, Hvolsvelli á sunnudag
og Mánagarði á þriðjudag.
Teppi, dúkur, parket 09 flísar,
Teppalandsútsalan er í fullum Nú er einstakt tækifæri því verslun- og gólfdúkabútum. Einnig fyrsta
gangi. Það hefur aldrei verið jafn in er full af útsölu-gólfefnum, s.s. flokks flísar, grásteinn og skífur,
auðvelt að gera eins góð kaup á gólfteppum, stökum teppum, parketafgangar, gólfkorkur og
gólfefnum á stórlækkuðu verði. mottum, dreglum, bútum, teppa- veggdúkur.
Við höfum lækkað verðið um allt afgöngum, gúmmímottum, gólfdúk
að 50% - það munar um minna.
Teppaland • Dúkaland
Það vilja allir spara - nú er tækifærið. _-— -------------- ------------------
Grensásvegi 13, sími 83577 og 83430, Rvík.