Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 má nánast segja, að þau hafi afsal- að sér þjóðlegu sjálfræði í ákveðn- um málum. Sjálfstæð, einangruð opinber meiriháttar ákvörðunar- taka í peninga-, atvinnumarkaðs-, landbúnaðar- ög viðskiptamálum, er óhugsandi innan EB. Sáttmáli þessara þjóða um mjög náið og víðtækt samstarf innan EB, brýtur gjörsamlega í bága við fyrri hug- myndir manna um sjálfstæði ríkja. Fyrir þá eða þær þjóðir, sem vilja undirgangast slíkt afsal um sjálfs- forræði í hefðbundinni merkingu þess orðs, vegna markmiða um nýjar og árangursríkar leiðir til aukinnar almennrar velmegunar þegnanna er allt gott að segja, ef menn vilja greiða það gjald sem um ræðir. Það er engum vafa bundið, að hinir frjálsu og ótakmörkuðu flutn- ingar fjármagns og vinnuafls innan EB flýta fyrir samruna EB í eitt bandalagsríki. Eðli málsins sam- kvæmt hljóta stærstu og fjölmenn- ustu ríkin að ráða lögum og lofum innan þessarar ríkjasamsteypu. Reynsla liðinna ára hefur staðfest þetta. Staða smáþjóða Hin stóra spuming sem snýr að íslendingum er. Hver er staða okk- ar sem smáríkis á hjara veraldar í þessari þróun? Er unnt að viðhalda og efla sjálfstæði þjóðarinnar í hinni hefðbundnu merkingu eða verðum við að endurmeta það gildismat sem felst þar að baki? Islendingar hafa verið virkir þátt- takendur í víðtæku alþjóðasam- starfi frá stofnun lýðveldisins árið 1944. ísland er aðili að Norður- landaráði, Atlantshafsbandalaginu, Sameinuðu þjóðunum, Fríverslun- arbandalagi Evrópu o.s. frv. Þá taka íslendingar þátt í fjölbreyti- legu alþjóðlegu samstarfi á sviði félags-, menningar-, heilbrigðis-, fjarskipta-, vísindamála o.s. frv. Það er óhætt að fullyrða, að þjóðin hafi verið mjög opin fyrir samskipt- um við aðrar þjóðir án þess að fram- selja nokkurn hluta af sjálfsákvörð- unarrétti sínum sem sjálfstæð þjóð. Umhverfíð hefur hins vegar tekið nokkrum breytingum. Norrænu þjóðimar hafa færst nær hver ann- arri. Vestur-Evrópuríkin stefna í sameiningu — ríkjabandalag — og starfa sem ein ríkjaheild á ákveðn- um sviðum. í austri og vestri eru stórveldin, Bandaríki Norður- Ameríku og Sovétríkin, sem em eðli málsins samkvæmt ríkjasam- bönd. Við þetta bætist starfsemi fjölþjóða fýrirtækja, sem teygja anga sína út um allan heim. Tækni- þróunin og þjónusta ýmissa þessara fýrirtækja er þess eðlis að þau öðl- ast sjálfkrafa ákveðna einkaréttar- aðstöðu, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Nægir í því sambandi að minna á tölvufyrir- tæki, íjarskiptafyrirtæki o.þ.h. Islendingar eins og flestar aðrar þjóðir hafa orðið að beygja sig und- ir þessa þróun og undirgangast þá skilmála sem um ræðir. í því felst ekki afsal stjómarfarlegs sjálfstæð- is, en hins vegar ákveðin erlend áhrif um framkvæmd eða útfærslu tiltekinna mála á takmörkuðu sviði. Áhrif aðildar að EB Aðild að EB myndi hafa í för með sér afsal á einhliða ákvörðun- artöku í veigamiklum málum og skapar jafnframt ákveðinn og jafn- an rétt þegna aðildarríkja á ís- landi. Útlendingar — þegnar EB — öðluðust rétt til að stofna fyrirtæki í hvaða landi sem er innan EB, aðgangur að sameiginlegum auð- lindum sbr. fiskimiðum yrði jafn, ijármagnsflutningar fijálsir, sömu- leiðis atvinnuréttur innan svæðisins o.s.frv. Markmið EB er að tryggja hagkvæma verkaskiptingu og bæta lífskjör. Efnahagslegur ávinningur er meginmarkmið. Önnur atriði eins og hin þjóðemislegu og menningar- legu eru víkjandi. Viðskiptahagsmunir Viðskiptalega skiptir EB miklu máli fyrir ísland. Hið sama má segja um Bandaríkin. Norðurlöndin skipta minna máli viðskiptalega, en hins vegar þeim mun meira félags- og menningarlega. Segja má að til þessa hafi íslendingar notið hins Guðmundur H. Garðarsson reynd, að þjóðir sem telja sig eiga ríkra hagsmuna að gæta hafa á síðustu ámm tengst nánari böndum og í ýmsum ákveðnum tilvikum sameinast eins og á þjóðlegum gmndvelli væri í útfærslu veigamik- illa þátta á sviði atvinnu- og efna- hagsmála. Afsal sjálfstæðis Efnahagsbandalag Evrópu — EB — er dæmigert fyrir þessa þróun. Flest helstu iðnríki Vestur-Evrópu mynda EB. Innan þess hafa ríkin tengst mjög sterkum böndum og Þl 1 RI SLEN QA SEM VALIÐ HAFA MAZDA 323 HUÓTA AÐ HAFA RÉTT FYRIR SÉRM MAZDA 323 hefur jafnan veriö ímynd hins fullkomna fjölskyldubíls því hann býður upp á fullkomnun þeirra þátta, sem skipta mestu máli í slíkum bíl. Hann er fallegur, lipur í akstri, aflmikill, sparneytinn og óvenju rúmgóður. 1988 árgerðin af þessum geysivinsæla bíl er með ýmsum útlitsbreytingum, fjölmörgum tæknileg- um nýjungum og nýrri luxusinnréttingu. MAZDA 323 fæst í yfir 20 gerðum: 3, 4, 5 dyra eða Station. Einn þeirra hentar þér örugglega! MAZDA 323 kostar nú frá aðeins kr. 457.000 (stgr.verA 1.3 LX 3 dyra) (gengisskr. 04.03.88) BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S.68 12 99. SÉIÍ •. . ísland osr Efna- hagsbandalagið eftir Guðmund H. Garðarsson Síðastliðið haust hófst mikil umræða í fjölmiðlum um vernd islenskrar tungu. Tilefnið var m.a. að á Alþingi höfðu farið fram umræður um það, hvort heimila ætti eða láta ótruflað, að unnt er að horfa á útsending- ar erlendra sjónvarpsstöðva, sem ná til íslands í gegnum gervi- hnetti. Málvöndunarmenn töldu, að þar sem ekki væri unnt að texta efni umræddra stöðva, bæri að torvelda móttöku hins erlenda sjónvarpsefnis og koma þar með í veg fyrir hugsanleg neikvæð erlend áhrif á íslenska tungu. Það er skoðun margra að of mik- ið berist þegar af erlendum áhrifum inn í landið, sérstaklega vegna er- lends siónvarpsefnis. Talið var fullkomlega tímabært að staldra við í þessum efnum og kanna hvar Islendingar væru á vegi staddir áður en lengra væri haldið. Styrk staða móðurmálsins var og er forsenda sjálfstæðrar íslenskrar menningar. Um þetta eru allir góðir Islendingar sam- mála. En það eru fleiri og jafn mikilvæg atriði, sem skipta sköpum fyrir sjálfstæði lands og þjóðar. Sameining ríkja A síðustu áratugum hafa sam- skipti þjóða á flest öllum sviðum gjörbreyst. Tækniþróun á sviði fjar- skipta og samgangna hefur þurrkað • út fjarlægðir milli þjóða í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Kjarnorka til friðsamlegrar notkunar hefur gjörbreytt atvinnu- og efnahagslífí hinna háþróuðu iðnríkja. Kjarnork- an, vetnissprengjur, eldflaugarnar og önnur nútíma háþróuð ógnar- vopn hafa sett stórveldum nýjar og áður óþekktar samskiptareglur. Þetta og ótal margt fleira í þróun vísinda og tækni hefur gert það að verkum, að enginn, hvorki þjóð né einstaklingar, býr við einangrun. Ákvarðanir teknar í Hvíta húsinu eða Kreml geta og hafa áhrif um gjörvalla heimsbyggð. Fyrir rúmri hálfri öld eða aðeins einum manns- aldri var þessu öðru vísi varið. Við- horf og gildismat hafa breyst að sama skapi. Ef litið er til stöðu ríkja og sjálf- stæðis þjóða, hefur þróunin verið frá hinu sjálfstæða óháða ríki yfir í stærri heildir, ríkjasambönd eða bandalög. Það á einkum við í at- vinnu-, viðskipta-, og efnahagsmál- um, sem og öryggis- og hermálum. Í sumum tilvikum er erfitt að draga mörk um innbyrðis tengsl þessara þátta í sameiningu eða nánu banda- lagi margra ólíkra þjóða. En eftir sem áður blasir nú við sú stað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.