Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Háseta
vantar á Geirfugl GK-66 sem er á netaveiðum
frá Grindavík.
Upplýsingar í síma 985-22533 eða í síma
92-68566 á skrifstofutíma.
Fiskanes hf.
Grundarfjörður
Við óskum að ráða röska menn til frystihús-
vinnu. Húsnæði á staðnum.
Nánari upplýsingar gefur Sturla í símum
93-86687 og/eða 93-86698 eftir kl. 19.00.
Trésmiði
eða lagtæka menn vantar til almennrar
trésmíðavinnu, helst vana vélum. Inni- og
útivinna. Góð laun.
Upplýsingar í símum 41070, 21608 og
12381.
Verkamenn
Viljum ráða nú þegar nokkra reglusama og
duglega menn til starfa. Æskilegur aldur
20-35 ára. Einn þarf að hafa rútupróf. Byrj-
unarlaun ca 67.000.- á mánuði.
Umsóknir er greini aldur, fyrri störf o.s.frv.
skilist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 12. eða
15. mars merktar: „Duglegur - 4948“.
MJÓLKUFSAMSALAN
Bitruhálsi 1. pósthólf 635, 121 Reykjavílc
Mjólkursamsalan óskar að ráða starfsmenn
við vöruafgreiðslu. Um framtíðarstörf getur
verið að ræða.
Umsækjendur þyrftu að geta hafið störf fljót-
lega. Mjög góð vinnuaðstaða og mötuneyti
í nýjum húsakynnum á Bitruhálsi 1.
Nánari upplýsingar gefa Þórður eða Bent í
síma 692200.
Matsmaður
- saltfiskur
Saltfiskverkun óskar að ráða matsmann
strax. Góð laun í boði fyrir góðan starfskraft.
Einnig vantar fólk í snyrtingu.
Fiskanaust hf.,
sími 19520.
Klæðskeri
Óskum eftir að ráða klæðskera til starfa sem
fyrst. Æskilegt er að umsækjandi sé útskrif-
aður frá fatadeild Iðnskólans.
Nánari upplýsingar gefa verksmiðjustjóri í
síma 18840 eða starfsmannastjóri Sam-
bandsins í síma 698100, sem jafnframt veita
umsóknum viðtöku.
Snorrabraut 56.
Trésmiðir
— verkamenn
Okkur vantar nokkra trésmiði og verkamenn
til vinnu strax í Reykjavík og Hafnarfirði.
Upplýsingar í síma 652477 í dag frá kl.
13.00-18.00 og á kvöldin í símum 52247 og
651117.
Reisirsf.
Vélstjórar
Vélstjóri óskast til starfa á bv. Þórhall Daní-
elsson SF 71, Hornafirði.
Upplýsingar í símum 97-81818 (skrifstofan)
og 985-23071 (skipið).
Borgeyhf.
Norberto A/S
katering og seiskaber
í Osló óskar eftir að ráða kokk og smur-
brauðsdömu í sumar. Þurfa að geta byrjað
fijótlega.
Ef þú vilt breyta til og vinna á skemmtilegum
stað í Noregi, hafðu þá samband við yfirkokk
staðarins, Þórhall, í síma 2-230485 í Osló.
Barngóð manneskja,
helst fóstra
Foreldrasamtök í Reykjavík eru á höttunum
eftir barngóðri manneskju, helst fóstru, til
starfa á litlu dagheimili.
Frábær aðstaða. Frítt fæði og yndisleg börn.
Allar nánari upplýsingar í síma 16692.
Laus staða
Staða deildarstjóra í Listasafni íslands er
laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá
1. júní næstkomandi.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi
í listasögu. Starfið er einkum fólgið í umsjón
með Ásgrímssafni og rannsóknum á verkum
Ásgríms Jónssonar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og starfsferil, skulu hafa borist menntamála-
ráðuneytinu fyrir 8. apríl næstkomandi.
Menn tamálaráðuneytið,
4. mars 1988.
Skemmtileg störf
í Sundahöfn
Viljum ráða strax í þessi störf:
1. Við akstur og stjórn vörulyftara.
Upplagt fyrir eldklára og glögga ökumenn,
helst með lyftarapróf eða reynslu.
2. Almenn störf á hafnarsvæði.
Almenn vinna við losun, lestun og fleira.
Um er að ræða störf með og án vaktavinnu.
Þeir sem vilja slá til, hringi sem fyrst í síma
689850 og talið við Sólveigu.
Sundahöfn er góður vinnustaður þar sem
hressandi vinnuandi ríkir. Gott mötuneyti.
EIMSKIP
*
Duglegt starfsfólk
óskast
Við viljum ráða laghent og drífandi aðstoðar-
fólk á pappírslager, í bókband og í prentsal.
Hafið samband við verkstjóra milli kl. 16.00
og 18.00 í dag og á mánudag.
Prentsmiðjan Oddi hf.,
Höfðabakka 7, 1 WReykjavík.
Sími83366.
Burstagerðin hf.
óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf:
(A) Sölustarf
Starfssvið: Sala á málningarverkfærum og
öðrum verkfærum, einnig burstum, bús-
áhöldum, hreinlætisvörum o.fl.
Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í
sölustarfi og geti unnið sjálfstætt.
Góð laun í boði fyrir réttan aðila.
(B) Hálft skrifstofustarf
Starfssvið: Símavarsla, útskrift reikninga á
tölvu, almenn afgreiðslu- og skrifstofustörf.
Vinnutími er frá kl. 13.00-17.00.
(C) Sölu- og afgreiðslustarf
Starfssvið: Sölustörf í síma og afgreiðsla
ásamt almennu skrifstofustarfi. Fjölbreytt
starf sem krefst nákvæmni.
Upplýsingar veittar í síma 41930 milli kl.
16.00 og 18.00 næstu þrjá virka daga.
bursia^xserðin
Smiðsbúö 10, Garóabæ. Sáni 41630.
Kaupfélag Árnesinga
Forstöðumaður
Við óskum eftir forstöðumanni nú þegar að
vöruhúsi K.Á., Selfossi. Hér er um að ræða
yfirverslunarstjórastarf og þarf umsækjandi
að hafa verslunarmenntun og reynslu í versl-
unarstjórn ásamt góðum meðmælum.
Nánari upplýsingar gefur Sigurður Kristjáns-
son, kaupfélagsstjóri, í síma 99-1208 og til
hans ber að senda umsóknir fyrir 20. mars nk.
Kaupfélag Árnesinga.
Lausar stöður
Við fangelsin í Reykjavík og Kópavogi, þ.e.
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg, fangelsið,
Síðumúla 28 og fangelsið, Kópavogsbraut 17,
eru lausar til umsóknar eftirtaldar stöður:
2 stöður yfirfangavarða.
1 staða varðstjóra.
2 stöður aðstoðarvarðstjóra og að minnsta
kosti 6 stöður fangavarða.
í framangreindar stöður verður ráðið frá 1.
maí nk.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist dómsmálaráðuneytinu
fyrir 5. apríl nk. Umsækjendur, sem ekki
starfa þegar við fangavörslu, skulu vera á
aldrinum 20-40 ára.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
1. mars 1988.