Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 Stjörau- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Veikleikar Nautsins Í dag ætla ég að fjalla um Nautsmerkið (20. april—20. maí) og þá sérstaklega um veikleika merkisins. Að sjálf- sögðu er hér einungis um neikvæða möguleika að ræða, það sem fólk í Nautsmerkinu þarf að varast, ekki það sem á við um öll Naut. Sem betur fer höfum við vilja og skyn- semi sem hjálpar okkur að forðast margt af því neikvæða í persónuleika okkar. Þrjóska Eins og flestir vita sem þekkja Nautið þá á það til að vera þrjóskt. í sumum tilvikum er þetta ágætur eiginleiki, því hann gefur ákveðið úthald og leiðir til þess að ekki er gefist upp. 1 þeim tilvikum þegar Nautið er á rangri braut getur þessi eiginleiki hins vegar ver- ið afleitur. Þá á Nautið til að þijóskast við og halda í vit- leysuna, hvað sem það kostar. Það lokar eyrunum fyrir ráð- leggingum annarra og neitar að breyta tiL StöÖnun Nautið er merki sem leitar öryggis og stöðugleika. í sum- um tilvikum getur það leitt til stöðnunar, þess að ekki er breytt til. Þessi stöðugleiki ásamt þijóskunni getur síðan leitt til stífni. Nautið hlustar ekki á aðra og heldur sínum málum til streitu. Þröngsýni Annar mögulegur veikleiki er þröngsýni. Hann á rætur að rekja til hæfileika Nautsins að einbeita sér af krafti að ákveðnum málum. Til að ná árangri á afmörkuðum svið- um þarf að takmarka sig. Þetta getur verið ágætt, en hins vegar þarf að varast að það leiði til þess að tilveru- rétti annarra mála sé afneitað og þröngsýni verði ráðandi. Nautnahyggja Nautið er líkamlegt jarðar- merki. Það fellur því stundum í þá gTyflu að lifa um of fyrir mat og líkamleg þægindi. Nautið á þvi stundum til að vera of jarðbundið, leggja of mikið uppúr skynfærunum og því að eignast dauða hluti. Dulin frekja Nautið er það sem kallað er dulin frekja, þ.e.a.s. það er að öllu jöfnu rólegt og gæf- lynt en undir niðri vill það fara sínu fram. Þetta ásamt þijóskunni skapar oft mann sem er frekur og ósveigjan- legur og gefur aldrei eftir, gefur öðrum sjaldan tækifæri og miðar of margt útfrá sínum eigin þörfum. Eignarhaldssemi Annar löstur sumra Nauta.er eignarhaldssemi og afbrýði- semi. Þetta birtist yfírleitt þegar Nautið er á einhvem hátt óöruggt. Þegar þessi eig- inleiki verður ofaná á Nautið til að vera tortryggið í garð maka og vilja ráða því hvaða fólk makinn umgengst. Þetta þarf ekki að vera áberandi á yfirborðinu en gerist oft eigi að síður samt. Fyrir Nautið sjálft getur þessi afbrýðisemi verið sár og kveljandi. Eignar- haldssemin getur einnig birst í því að Nautið vill ekki lána öðrum eigur sínar. Börn í Nautsmerkinu eru t.d. á varð- bergi þegar dótið þeirra er annars vegar og þvertaka oft fyrir að lána það systkinum sínum. Ekki hjá öllum Eíns og áður var getið er hér verið að draga fram neikvæðu hliðamar. Sém betur fer birt- ast þær ekki í fari allra í merkinu. GARPUR GRETTIR eRETTIf?) pA B> PS'E’lR. EKKERT ) FyRIR (51G AÐ VERA AE> J BBTLA UM - y- ——-— gT| TA / pA6> Þ^PIR HELPOR EKK- \ 1 et2T FyRlK. plG AÐ F'A ) /ee>isKAS r ( NÚ EfZTU KO/V1- . ( INN 'A 1 y MGip y L3?M PAV75 /1-2 ©1985 United Feature Syndicate.lnc, FERDINAND Tirœnr :::::::::: iiiíiiiij liillllii liiliiiiiili SMÁFÓLK ÆVISAGA MÍN Ég er úr mjög stórri fjöl- Þetta er ágætt, nema Ég trúi því ekki að þú haf- skyldu. Við vorum mjög framhaldið. ir fæðzt í hunda-bjálka- fátæk. kofa! Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Easley Blackwood, sem ása- spumingin 4 grönd er kennd við, er enn í fullu fjöri, þótt rúm 50 ár séu liðin síðan hann kynnti ásaspuminguna fyrst á prenti. Hann er nú 85 ára gamall og skrifar enn reglulega þætti í rit bandaríska bridssambandsins. Nýlega skýrði hann frá bragði sem kennt er við breskan spilara frá fyrri tíð, Eward Kempson. Það lítur svona út: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 104 ♦ 65 ♦ D1098 ♦ ÁK754 Austur II ♦ G1098 ♦ 765 ♦ D1032 Suður ♦ ÁK92 ♦ Á72 ♦ ÁG43 ♦ G6 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur ♦ D8753 ♦ KD43 ♦ K2 ♦ 98 Utsþil: spaðaþristur. Sagnhafi á níu slagi ef svíningin í tígli gengur. En hvað er hægt að gera ef vestur á tígul- kóng? Það eru allar horfur á að hann skipti yfir í hjarta og þá vinnst ekki tími til að sækja slag á spaða eða lauf. Tæknilega er vissulega rétt að láta smáan spaða úr borðinu í fyrsta slag. Ut frá spilinu í heild er hins vegar klókt að stinga tíunni upp — gosi og ás. Fara svo inn á blindan á lauf til að svína tígli. Vestur fær á kónginn og er vís með að spila spaða áfram, því hann reiknar með níunni hjá makker! Rétta spilið er reyndar drottningin, ef austur ætti níuna eftir blanka. Við liggur að það sé óhjá- kvæmilegt að falla fyrir þessu bragði. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega mótinu í Wijk aan Zee í Hollandi í janúar kom þessi staða upp t skák þeirra Anatolys Karpovs, fyrrum heimsmeistara, sem hafði hvttt og átti leik, og búlgarska stórmeistarans Kirils Georgievs. Svartur lék aíðast 33. - Bh4-f2? 34. Hxg6! — Bxe3 (Þvingað, því eftir 34. — Bxg6?'35. Rxg6+ er svartur mát 1 næsta leik.) 35. Hxg7 - Hxg7, 36. Hg3! - De7, 37. Hxg7 - Dxg7, 38. Dxg7 - Kxg7, 39. c6 og hvttur vann létt, því þetta frtpeð kostar svart heilan biskup.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.