Morgunblaðið - 14.04.1988, Side 4

Morgunblaðið - 14.04.1988, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 Ýsuafli 50% meiri en á síðasta ári Þorskafli minni, en heildaraf linn 128.000 tonnum meiri AFLI allra helztu nytjafiska okk- ar nema þorsks í marz varð meiri en í sama mánuði í fyrra. Heild- araflinn i mánuðinum varð þvi 26.000 tonnum meiri en í fyrra. Fyrstu þrjá mánuði ársins varð aflinn samtals 793.069 tonn, en var á sama tima í fyrra 665.016. Aukningin liggur fyrst og fremst í loðnu, en ýsuafli hefur einnig aukizt verulega. Þorskaflinn er hins vegar heidur minni. í marzmánuði jókst þorskafli tog- ara úr 14.504 tonnum árið áður í 20.031, Ufsaafli er svipaður en tals- verð auking varð í karfa og ýsu. Heildarafli togaranna jókst um tæp 10.000 tonn. Þorskafli báta féll úr 37.692 tonnum í 30.261, steinbfts- afli jókst mikið en afli annarra botn- fisktegunda var svipaður. Loðnuafli varð nú 153.748 tonn á móti 134.708 í fyrra. Heildarafli bátanna jókst því um 16.000 tonn. Heildar- þorskafli í marz nú varð 52.920 tonn en 54.380 í fyrra. Ýsuafli er nær tvöfalt meiri 4.998 á móti 2.673, af ufsa fengust nú 9.220 en 8.872 í fyrra, af karfa 9.814 á móti 7.260 og af steinbít 2.750 á móti 1.452. Rækjuafli nú er rúmum 500 tonnum meiri. Fyrstu þijá mánuði ársins jókst afli togara frá fyrra ári um 8.500 tonn fór úr 81.998 í 94.533. Þorsk- afli jókst um rúm 3.000 tonn, ýsu- afli um 3.400 tonn og karfaafli um 4.000 tonn. Bátaaflinn varð nú 693.001 tonn á móti 578.256 og liggur munurinn nánast allur í loðnu. Þorskafli varð 10.500 tonn- um minni, ýsuafli jókst nokkuð, ufsaafli var minni en steinbítsafli jókst taisvert. Af loðnu öfluðust þetta tímabíl nú 604.765 tonn á móti 484.626 í fyrra. Heildaraflinn þennan tíma varð 793.069 tonn, þar af 604.765 loðna á móti 665.016 tonnum, þar af loðnu 484.626 í fyrra. Þorskafli nú varð 109.670 tonn á móti 116.669. Ýsu afli varð 12.014 á móti 8.038 eða nær 50% meiri, ufsaafli er held- ur minni, en meiri af karfa og steinbít. Rækjuafli jókst um tæp 700 tonn. VEÐURHORFUR í DAG, 14.4. 88 YFIRLIT f gær: Búist er við stormi á Vestfjörðum, norðvestur og norðaustur um. Yfir Grænlandi er 1032 mb hæð en 1003 mb lægð yfir Suðausturlandi þokast austnorðaustur. Hiti breytist lítiö. SPÁ: Austan og norðaustan stinningskaldi eða allhvasst og allvíða snjókoma á Norður- og Austurlandi, en norðan og norövestan kaldi á Suður- og Vesturlandi. Rigning eða slydda verður á Aust- fjörðum og Suöausturlandi, en þurrt að mestu á Vestur- og Suð- vesturlandi. Hiti um eða rétt yfir frostmarki norðanlands en 2—4 stiga hiti syðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG og LAUGARDAG: Austan og norðaustan átt og hiti nálægt frostmarki. Él við norður- og austurströndina, annars þurrt. Léttskýjað veröur víða á Vestur- og Suðvesturiandi. TAKNi Heiðskírt '•■li Léttskýjað A •ö Hálfskýjað m Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrírnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j o Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur [~<^ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Mti veöur Akursyri 1 snjókoma Reykjavík 3 lóttskýjað Bsrgen 3 hálfskýjað Helsinki 2 snjóél Jan Mayen +10 léttskýjað Kaupmannah. 8 léttskýjað Narssansuaq +7 léttskýjað Nuuk +6 akýjað Osló 6 hálfskýjað Stokkhólmur 6 léttskýjað Þórshöfn 2 slydda 'Aigarva 20 hátfskýjað Amstsrdam 8 skýjað Aþena vantar Barcelona 18 léttskýjað Bertfn 7 skýjað Chlcago 2 skýjað Feneyjar 13 þokumóða Frankfurt 8 skýjað Glasgow 10 skýjað Hamborg 7 úrkoma grennd Laa Palmas 2Hóttský{að London 10 léttskýjað Los Angeles 16 alskýjað Lúxemborg 6 ekýjað Madrfd 18 skýjað Malaga 25 skýjað MaHorca 22 léttskýjað Montreal 1 léttskýjað New York vantar París 10 léttakýjað Róm 17 hálfskýjað Vín 12 rfgnlng Washfngton Wlnnipeg 4 +8 léttskýjað skýjað Nefnd sem fjallar um verðtryggingu: Ahrif óbeinna skatta á lánskjara- vísitölu skoðuð MEÐAL atriða, sem nýskipaðri endurskoðunarnefnd um verð- tryggingu er ætlað að kanna, er hversu æskileg verðtrygging er á skammtímalánum, áhrif óbeinna skatta á lánskjaravísi- tölu og samsetning lánskjaravísi- töiunnar. Nefndin, sem við- skiptaráðherra skipaði í gær, á að Ijúka störfum 15. júní. Birgir Árnason hagfræðingur í viðskiptaráðuneytinu sagði að lán- skjaravfsitala hefði verið í gildi frá 1979, þegar verðtryggi ng var heimiluð með Ólafslögum. A þessu tímabili hefði verið mikið samdrátt- arskeið og mikið uppgangsskeið og ýmsar fullyrðignar væru í gangi um hver þróun verðlags, gengis og launa hefði verið á þessu tímabili. Ifyrsta skrefíð væri að komast að því hvað væri sannast í því. Meðal atriða sem nefndinni er ætlað að kanna eru samkvæmt er- indisbréfí: þróun einstakra verðví- sitalna og samsetning lánskjaraví- sitölu, áhrif verðtryggingar á spamað, verðtrygging fjárskuld- bindinga til skamms tíma, þáttur óbeinna skatta í lánskjaravísitölu, heimildir til að semja um verðtrygg- ingarviðmiðun í lánsviðskiptum og réttarstaða gildandi lánssamninga verði gerðar breytingar á láns- kjaravísitölu. Nefndarmenn eru Bjöm Bjöms- son bankastjóri Alþýðubankans, Birgir Ámason hagfræðingur í við- skiptaráðuneyti, Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður, Magnús Jónsson veðurfræðingur, Ólafur ísleifsson efnahagsráðunautur for- sætisráðherra, Stefán Melsted lög- fræðingur og Yngvi Öm Kristinsson hagfræðingur. Ríkísendurskoðun: Rýmri aðgang- urtil skoðun- ar gagna FRUMVARP, sem gerir ráð fyrir rýmkuðum heimildum til Ríkis- endurskoðunar tíl skoðunar gagna sem snerta greiðslur ríkis- sjóðs til einstaklinga, félaga og stofnana, var flutt á Alþingi í gær. Einnig gerir frumvarpið ráð fyrir að Rfkisendurskoðun fái heimild til að skjóta ágreinings- efnum um skoðunarheimild til sakadóms. Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti Sameinaðs þings er einn flutningsmanna frumvarpsins og sagði hann í framsöguræðu að frum- varpið væri lagt fram eftir ábending- ar Ríkisendurskoðunar í kjölfar deilna um hvort stofnunin gæti rann- sakað sjúkrabókhald Heilsugæslu- stöðvarinnar í Árbæ. Nýr eigandi að Víði Seljabraut Engin verslun rekin í nafni Víðis VERSLUNIN Víðir við Setfa- braut í Breiðholti hefur skipt um eigendur og verður nafni hennar breytt einhvem næstu daga. Þar með hafa bræðurnir Eirikur og Matthías Sigurðssynir, sem á undanförnum árum hafa einnig rekið matvöurverslanir í Austur- stræti, Starmýri og Mjódd, hætt verslanarekstri undir nafni Víðis. Nýr eigandi, Ásgeir Þór Davíðs- son, tók við versluninni við Selja- braut á þriðjudag. Ásgeir rak áður næturgrillið í Reykjavík. Verslunar- stjóri er eftir sem áður Sigurður Teitsson. Fj ölsky lduhátí ð til styrktar hjarta- og lungiiaþeganum Líðan hans nú með ágætum að sögn systur hans Fjölskylduhátíð verður hald- in f Laugardalshöll á sunnudag, 17. aprO, til styrktar Halldóri Halldórssyni hjarta- og lungna- þega. Umsjón með hátfðinni hafa íþróttafélögin Breiðablik, Augnablik og Aðall. Á hátfðinni koma fram ýmsir þekktir tón- listar- og fþróttamenn auk þess sem menn frá Reykjavíkurborg og bæjarstjóm Kópavogs keppa í knattspymu. Gróa Halldórsdóttir, sem er hjá Halldóri bróður sfnum í Lundún- um, sagði j samtali við Morgun- blaðið að líðan Halldórs væri ágæt nú eftir bakslag á miðvikudag fyrir páska. Hann stundaði sfnar æfíngar og færi auk þess tvisvar í viku í skoðun. Auk foreldra Halldórs dvelst yfirleitt eitt systk- ina hans hjá þeim. Gróa sagði að fjölskyldan gerði sér vonir um að koma heim í maí en of snemmt væri að segja nokkuð ákveðið um það. Meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram á hátfðinni f Laug- ardalshöll eru Valgeir Guðjónsson og Bjartmar Guðlaugsson. Þá keppir Breiðablik við úrval 1. deildar leikmanna f handknattleik í sfðasta stórleik vetrarins. Meðal þeirra sem keppa eru Einar Þor- varðarson, Júlíus Jónasson, Héð- inn Gilsson, Þorgiis Óttar Mathi- esen, Sigurður Gunnarsson og Kristján Sigmundsson, sem mun leika sinn sfðasta leik. Leikmenn munu síðan keppa í vítakeppni um titilinn vítaskytta 1. deildar 1988. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hefur gefíð eftir leigu á Laugardalshöllinni og allir þeir sem koma ffarn gefa vinnu sfna. Hátfðin hefat kl. 15.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.