Morgunblaðið - 14.04.1988, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.04.1988, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 Ýsuafli 50% meiri en á síðasta ári Þorskafli minni, en heildaraf linn 128.000 tonnum meiri AFLI allra helztu nytjafiska okk- ar nema þorsks í marz varð meiri en í sama mánuði í fyrra. Heild- araflinn i mánuðinum varð þvi 26.000 tonnum meiri en í fyrra. Fyrstu þrjá mánuði ársins varð aflinn samtals 793.069 tonn, en var á sama tima í fyrra 665.016. Aukningin liggur fyrst og fremst í loðnu, en ýsuafli hefur einnig aukizt verulega. Þorskaflinn er hins vegar heidur minni. í marzmánuði jókst þorskafli tog- ara úr 14.504 tonnum árið áður í 20.031, Ufsaafli er svipaður en tals- verð auking varð í karfa og ýsu. Heildarafli togaranna jókst um tæp 10.000 tonn. Þorskafli báta féll úr 37.692 tonnum í 30.261, steinbfts- afli jókst mikið en afli annarra botn- fisktegunda var svipaður. Loðnuafli varð nú 153.748 tonn á móti 134.708 í fyrra. Heildarafli bátanna jókst því um 16.000 tonn. Heildar- þorskafli í marz nú varð 52.920 tonn en 54.380 í fyrra. Ýsuafli er nær tvöfalt meiri 4.998 á móti 2.673, af ufsa fengust nú 9.220 en 8.872 í fyrra, af karfa 9.814 á móti 7.260 og af steinbít 2.750 á móti 1.452. Rækjuafli nú er rúmum 500 tonnum meiri. Fyrstu þijá mánuði ársins jókst afli togara frá fyrra ári um 8.500 tonn fór úr 81.998 í 94.533. Þorsk- afli jókst um rúm 3.000 tonn, ýsu- afli um 3.400 tonn og karfaafli um 4.000 tonn. Bátaaflinn varð nú 693.001 tonn á móti 578.256 og liggur munurinn nánast allur í loðnu. Þorskafli varð 10.500 tonn- um minni, ýsuafli jókst nokkuð, ufsaafli var minni en steinbítsafli jókst taisvert. Af loðnu öfluðust þetta tímabíl nú 604.765 tonn á móti 484.626 í fyrra. Heildaraflinn þennan tíma varð 793.069 tonn, þar af 604.765 loðna á móti 665.016 tonnum, þar af loðnu 484.626 í fyrra. Þorskafli nú varð 109.670 tonn á móti 116.669. Ýsu afli varð 12.014 á móti 8.038 eða nær 50% meiri, ufsaafli er held- ur minni, en meiri af karfa og steinbít. Rækjuafli jókst um tæp 700 tonn. VEÐURHORFUR í DAG, 14.4. 88 YFIRLIT f gær: Búist er við stormi á Vestfjörðum, norðvestur og norðaustur um. Yfir Grænlandi er 1032 mb hæð en 1003 mb lægð yfir Suðausturlandi þokast austnorðaustur. Hiti breytist lítiö. SPÁ: Austan og norðaustan stinningskaldi eða allhvasst og allvíða snjókoma á Norður- og Austurlandi, en norðan og norövestan kaldi á Suður- og Vesturlandi. Rigning eða slydda verður á Aust- fjörðum og Suöausturlandi, en þurrt að mestu á Vestur- og Suð- vesturlandi. Hiti um eða rétt yfir frostmarki norðanlands en 2—4 stiga hiti syðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG og LAUGARDAG: Austan og norðaustan átt og hiti nálægt frostmarki. Él við norður- og austurströndina, annars þurrt. Léttskýjað veröur víða á Vestur- og Suðvesturiandi. TAKNi Heiðskírt '•■li Léttskýjað A •ö Hálfskýjað m Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrírnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j o Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur [~<^ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Mti veöur Akursyri 1 snjókoma Reykjavík 3 lóttskýjað Bsrgen 3 hálfskýjað Helsinki 2 snjóél Jan Mayen +10 léttskýjað Kaupmannah. 8 léttskýjað Narssansuaq +7 léttskýjað Nuuk +6 akýjað Osló 6 hálfskýjað Stokkhólmur 6 léttskýjað Þórshöfn 2 slydda 'Aigarva 20 hátfskýjað Amstsrdam 8 skýjað Aþena vantar Barcelona 18 léttskýjað Bertfn 7 skýjað Chlcago 2 skýjað Feneyjar 13 þokumóða Frankfurt 8 skýjað Glasgow 10 skýjað Hamborg 7 úrkoma grennd Laa Palmas 2Hóttský{að London 10 léttskýjað Los Angeles 16 alskýjað Lúxemborg 6 ekýjað Madrfd 18 skýjað Malaga 25 skýjað MaHorca 22 léttskýjað Montreal 1 léttskýjað New York vantar París 10 léttakýjað Róm 17 hálfskýjað Vín 12 rfgnlng Washfngton Wlnnipeg 4 +8 léttskýjað skýjað Nefnd sem fjallar um verðtryggingu: Ahrif óbeinna skatta á lánskjara- vísitölu skoðuð MEÐAL atriða, sem nýskipaðri endurskoðunarnefnd um verð- tryggingu er ætlað að kanna, er hversu æskileg verðtrygging er á skammtímalánum, áhrif óbeinna skatta á lánskjaravísi- tölu og samsetning lánskjaravísi- töiunnar. Nefndin, sem við- skiptaráðherra skipaði í gær, á að Ijúka störfum 15. júní. Birgir Árnason hagfræðingur í viðskiptaráðuneytinu sagði að lán- skjaravfsitala hefði verið í gildi frá 1979, þegar verðtryggi ng var heimiluð með Ólafslögum. A þessu tímabili hefði verið mikið samdrátt- arskeið og mikið uppgangsskeið og ýmsar fullyrðignar væru í gangi um hver þróun verðlags, gengis og launa hefði verið á þessu tímabili. Ifyrsta skrefíð væri að komast að því hvað væri sannast í því. Meðal atriða sem nefndinni er ætlað að kanna eru samkvæmt er- indisbréfí: þróun einstakra verðví- sitalna og samsetning lánskjaraví- sitölu, áhrif verðtryggingar á spamað, verðtrygging fjárskuld- bindinga til skamms tíma, þáttur óbeinna skatta í lánskjaravísitölu, heimildir til að semja um verðtrygg- ingarviðmiðun í lánsviðskiptum og réttarstaða gildandi lánssamninga verði gerðar breytingar á láns- kjaravísitölu. Nefndarmenn eru Bjöm Bjöms- son bankastjóri Alþýðubankans, Birgir Ámason hagfræðingur í við- skiptaráðuneyti, Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður, Magnús Jónsson veðurfræðingur, Ólafur ísleifsson efnahagsráðunautur for- sætisráðherra, Stefán Melsted lög- fræðingur og Yngvi Öm Kristinsson hagfræðingur. Ríkísendurskoðun: Rýmri aðgang- urtil skoðun- ar gagna FRUMVARP, sem gerir ráð fyrir rýmkuðum heimildum til Ríkis- endurskoðunar tíl skoðunar gagna sem snerta greiðslur ríkis- sjóðs til einstaklinga, félaga og stofnana, var flutt á Alþingi í gær. Einnig gerir frumvarpið ráð fyrir að Rfkisendurskoðun fái heimild til að skjóta ágreinings- efnum um skoðunarheimild til sakadóms. Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti Sameinaðs þings er einn flutningsmanna frumvarpsins og sagði hann í framsöguræðu að frum- varpið væri lagt fram eftir ábending- ar Ríkisendurskoðunar í kjölfar deilna um hvort stofnunin gæti rann- sakað sjúkrabókhald Heilsugæslu- stöðvarinnar í Árbæ. Nýr eigandi að Víði Seljabraut Engin verslun rekin í nafni Víðis VERSLUNIN Víðir við Setfa- braut í Breiðholti hefur skipt um eigendur og verður nafni hennar breytt einhvem næstu daga. Þar með hafa bræðurnir Eirikur og Matthías Sigurðssynir, sem á undanförnum árum hafa einnig rekið matvöurverslanir í Austur- stræti, Starmýri og Mjódd, hætt verslanarekstri undir nafni Víðis. Nýr eigandi, Ásgeir Þór Davíðs- son, tók við versluninni við Selja- braut á þriðjudag. Ásgeir rak áður næturgrillið í Reykjavík. Verslunar- stjóri er eftir sem áður Sigurður Teitsson. Fj ölsky lduhátí ð til styrktar hjarta- og lungiiaþeganum Líðan hans nú með ágætum að sögn systur hans Fjölskylduhátíð verður hald- in f Laugardalshöll á sunnudag, 17. aprO, til styrktar Halldóri Halldórssyni hjarta- og lungna- þega. Umsjón með hátfðinni hafa íþróttafélögin Breiðablik, Augnablik og Aðall. Á hátfðinni koma fram ýmsir þekktir tón- listar- og fþróttamenn auk þess sem menn frá Reykjavíkurborg og bæjarstjóm Kópavogs keppa í knattspymu. Gróa Halldórsdóttir, sem er hjá Halldóri bróður sfnum í Lundún- um, sagði j samtali við Morgun- blaðið að líðan Halldórs væri ágæt nú eftir bakslag á miðvikudag fyrir páska. Hann stundaði sfnar æfíngar og færi auk þess tvisvar í viku í skoðun. Auk foreldra Halldórs dvelst yfirleitt eitt systk- ina hans hjá þeim. Gróa sagði að fjölskyldan gerði sér vonir um að koma heim í maí en of snemmt væri að segja nokkuð ákveðið um það. Meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram á hátfðinni f Laug- ardalshöll eru Valgeir Guðjónsson og Bjartmar Guðlaugsson. Þá keppir Breiðablik við úrval 1. deildar leikmanna f handknattleik í sfðasta stórleik vetrarins. Meðal þeirra sem keppa eru Einar Þor- varðarson, Júlíus Jónasson, Héð- inn Gilsson, Þorgiis Óttar Mathi- esen, Sigurður Gunnarsson og Kristján Sigmundsson, sem mun leika sinn sfðasta leik. Leikmenn munu síðan keppa í vítakeppni um titilinn vítaskytta 1. deildar 1988. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hefur gefíð eftir leigu á Laugardalshöllinni og allir þeir sem koma ffarn gefa vinnu sfna. Hátfðin hefat kl. 15.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.