Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 27 Morgunblaðið/Ólafur H. Torfason Tæknistjóri Mjólkursamsölunnar í kynnisferð um fyrirtækið með hópi bænda. Frá vinstri: Engilbert Hannesson, Bakka, Einar Þor- steinsson, Sólheimahjáleigu, Pétur Sigurðsson, tæknistjóri MS, Sig- urður Jónsson, Kastalabrekku, Hörður Sigurgrímsson, Holti og Ólaf- ur Þór Ólafsson, Valdastöðum. Aðalfundur Mjólkursamsölunnar; Ovæntar sveif 1- ur geta leitt til mjólkurskorts STJÓRNENDUR Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík hafa áhyggjur vegna þess að fullvirðisréttur mjólkursamlaganna á sölusvæði samsölunnar dugar ekki miklu lengur til að fullnægja þeim markaði sem Mjólkursamsölunni er ætlað að annast. Kom þetta fram á aðalfundi Mjólkursamsöl- unnar sem nýlega var haldinn í Reykjavík. Ástæðan er minnkandi framleiðsluréttur á svæðinu, fjölgun íbúa og söluaukning á mjólkurafurðum. Er nú svo kom- ið, að óvæntar sveiflur f mjólkur- framleiðslu vegna árferðis eða annars geta mjög fljótt leitt til mjólkurskorts á dreifingarsvæði samsölunnar. Bjartsýni kom fram af hálfu for- ráðamanna fyrirtækisins hvað varð- aði marga liði í rekstrinum. Þau fjár- hagslegu vandamál sem stafa af fjárfestingum í nýbyggingum og tæknibúnaði er að vísu talsverð enn- þá, en aukning á neyslu mjólkurvara og jákvætt viðhorf neytenda til Mjólkursamsölunnar eru fyrirtækinu mikilvæg. Endurskoðandi Mjólkursamsöl- unnar, Amór Eggertsson, segir í athugasemdum sínum með ársreikn- ingi, að staða fyrirtækisins hafí ger- breyst til hins betra frá síðasta ári. Auk söluaukningar hefur fjármagns- kostnaður verið lægri en áætlað var. Almennt er staða mjólkuriðnað- arins að styrkjast, óarðbær útflutn- ingur minnkar og meiri jöfnuður er í mjólkurinnleggi eftir árstímum. Niðurstöðutölur á rekstrarreikn- ingi Mjólkursamsölunnar 1987 eru sem hér segir: Rekstrartekjur voru 2.118.884 krónur, en rekstrargjöld 2.080.263 krónur. Veltuíjármunir á efnahagsreikn- ingi 1987 eru 608.872 krónur en fastafjármunir alls 1.447.202 kr. Eignir alls eru bókfærðar 2.084.074 kr. Skammtímaskuldir Mjólkursam- sölunnar eru rúmar 460 milljónir króna en langtímaskuldir tæpar 517 milljónir, mestmegnis erlend lán. Eigið fé 31. desember 1987 var 1.104.076 krónur. 1987 var fyrsta heila árið sem Mjólkursamsalan starfaði í nýjum húsakynnum að Bitruháli í Reykjavík. í erlendum fagtímaritum hafa nú birst margar greinar með lofsamlegum ummælum um tækni- legar lausnir og skipulag fyrirtækis- ins. Verkefni þess eiga sér enga hlið- stæðu hérlendis: Mjólkursamsalan dreifír daglega um 150 tonnum af vörum í verslanir og sér um sölu á meira en 300 vörutegundum. Tekist hefur að auka geymsluþol ýmissa vörutegunda talsvert, og munar þar mestu um sífellt betra hráefni frá bændum, tæknibúnað stöðvarinnar og öflugt dreifíngarkerfí. Talsverðar breytingar hafa orðið á neyslumynstrinu: Sala á léttmjólk, kókómjólk og undanrennu jókst um rúma milljón lítra 1987, sala á ijómaskyri og smámáli jókst um 60 tonn og sala jógúrts um 62 tonn. í samræmi við þróun undanfarinna ára dró úr sölu á nýmjólk, súrmjólk og skyri. Einna athyglisverðast er þó aukn- ingin á ijómaneyslu landsmanna, en talið er að veitingastaðir sem sér- hæfa sig í nýtísku matargerðarlist, ásamt uppskriftarbæklingum MS og matargerðamámskeiðum í fjölmiðl- um hafí aukið vinsældir ijómans við matreiðslu. Af öðrum söluvörum má nefna að nokkur aukning var á sölu Emm Ess ís, en heildarsala á Samsölu- brauðum drógst lítils háttar saman. í skoðanakönnun Hagvangs í des- ember 1987 kom fram að neytendur eru mjög ánægðir með vörur og þjónustu Mjólkursamsölunnar. Alls höfðu 83,1% jákvæða afstöðu til fyr- irtækisins og var það í efsta sæti þeirra fyrirtækja sem spurt var um. Aðalfundinn sóttu 16 fulltrúar fyrir hönd Mjólkurbús Flóamanna, Mjólkursamlagsins í Borgamesi, Mjólkursamlags Kjalamesþings og Mjólkursamlagsins í Búðardal. Úr stjóm átti að ganga Gunnar Guð- bjartsson, Hjarðarfelli, en hann var endurkosinn til 3 ára. Aðrir stjómar- menn Mjólkursamsölunnar eru Magnús Sigurðsson, Birtingaholti, formaður, Vífill Búason, Ferstiklu, Sigvaldi Guðmundsson, Kvisthaga og Snorri Þorvaldsson, Akurey. For- stjóri Mjólkursamsölunnar er Guð- laugur Björgvinsson. (Úr fréttatilkynningu) ' BERGEP 3 xí viki FLUGLEIÐIR -fyrírþíg- * 1 Arshátíð Grikklandsvina Grikklandsvinafélagið Hellas efnir til aðalfundar og árshátíðar í Naustinu síðasta vetrardag, miðvikudaginn 20. april. Aðal- fundurinn verður haldinn í Geirsbúð við hliðina á Naustinu og hefst kl. 19.30. Strax að aðal- fundi loknum eða kl. 20.30 hefst síðan árshátíðin i sjálfu Naust- inu. Boðið verður uppá tvíréttaða gríska máltíð, en skemmtikraftar verða Sif Ragnhildardóttir, sem syngur söngva eftir Mikis Þeódór- akis á grísku og íslensku við undir- leik þriggja manna hljómsveitar, og Láms Sveinsson og þijár dætur hans sem leika á trompet lög eftir Þeódórakis. Ræðumaður kvöldsins verður Thor Vilhjálmsson rithöf- undur og verðlaunahafí Norður- landaráðs, sem verður nýkominn heim úr langri utanlandsreisu. Allir vinir og velunnarar Grikklands eru velkomnir á árshátíðina segir í fréttatilkynningu. Fimm dögum eftir árshátíðina verður efnt til fyrstu grísku kvik- myndavikunnar á íslandi í Regn- boganum við Hverfísgötu. Verða þar sýndar tólf valdar kvikmyndir, sem allar eru búnar enskum þýðing- artextum. Kvikmyndavikan hefst mánudaginn 25. apríl og stendur næstu sex daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 89. tölublað (20.04.1988)
https://timarit.is/issue/121768

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

89. tölublað (20.04.1988)

Aðgerðir: