Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 og gat krafist 25% hærra gjalds en aðrir leigubílar. Sú hugkvæmni og nýtni sem lýs- ir sér í þessari framkvæmd var ein- kennandi fyrir alla sögu Loftleiða. Fyrstu fjögurra hreyfla milli- landaflugvél sína eignuðust íslend- ingar með þeim hætti að Alfreð Elíasson komst í kynni við fyrrum majór í bandaríska hemum sem átti þess kost að kaupa notaðar herflugvélar á hagstæðu verði. Al- freð hélt þegar utan til að sjá um innréttingu vélarinnar til farþega- flutninga og þann 14. janúar 1947 lenti Hekla á Reykjavíkurflugvelli. Emil Jónsson, þáverandi sam- gönguráðherra, líkti komu hennar við komu Gullfoss gamla á sínum tíma. Þegar Alfreð fór vestur um haf til að fylgjast með smíði Mallard- vélar sem Loftleiðir höfðu keypt til innanlandsflugs, hafði hann spumir af því að Bandaríkjaher ætti geysi- mjkið af Grumman-flugbátum sem fyrrverandi hermenn gætu keypt við lágt verð. Fyfir milligöngu ann- ars majórs í bandaríska hemum keypti Alfreð þijá Grumman-flug- báta fyrir mun lægra verð en Mall- ardinn einn átti að kosta. Éinhveiju sinni var Alfreð á ferð suður með sjó og sá þá glæsilega seglskútu í höfninni í Keflavík. Hann gekk niður bryggjuna til að skoða hana betur og um borð í skútunni var maður nokkur sem hann tók tali. Þetta var enginn annar en Paul-Emilé Victor, hinn heimsfrægi franski heimskauta- könnuður, á leið til Grænlands. Og þama á bryggjunni í Keflavík gerðu þeir Alfreð drög að samningi um að Loftleiðir flyttu birgðir til leið- angurs hans á Grænlandsjökli sumarið eftir. Á mesta erfiðleikatímanum í sögu Loftleiða hleypti Jökulsævin- týrið svokallaða nýju lífí í félagið. Við björgun áhafnarinnar á Geysi varð bandarísk DC-3 skíðaflugvél innlyksa á Vatnajökli og reyndist ekki unnt að bjarga henni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir bandarískra sérfræðinga. Félagamir Alfreð og Kristinn Olsen ákváðu þá að rejma sjálfir að bjarga vélinni, sem var svo til ný og ónotuð. Þeim fannst trúlegt að Bandaríkjamönnunum hefði mislukkast flugtakið vegna þess að ekki fékkst full orka frá hreyflunum í þunna loftinu uppá Bárðarbungu og hugðust freista þess að draga vélina niður af jöklin- um. Eftir mikið þref tókst Loftleiða- mönnum að kaupa vélina af Banda- ríkjaher sem brotajám — og síðan héldu þeir tólf saman upp á Vatna- jökul. Leiðangurinn stóð í heilan mánuð og var hin mesta þrekraun. En markviss undirbúningur skilaði sér. Loftleiðamenn höfðu flogið yfir jökulinn meðan vélin var enn ofan- jarðar og þannig tekist að staðsetja hana nokkum veginn. Þeir þurftu að grafa sjö metra niður á Jökul, en svo kölluðu þeir vélina. Þeim til furðu reyndist hún að mestu óskemmd og eftir að hafa dregið hana að jökulbrún með tveimur jarðýtum og troðið þar flugbraut, gerðu þeir sér lítið fyrir og hófu vélina á loft — og flugu síðan eins og fínir menn sem leið lá til Reykjavíkur. Á Reykjavíkurflug- velli tók múgur og margmenni á móti þeim Alfreð, Kristni og Hrafni Jónssyni, sem einnig var með í för; öll þjóðin hafði fylgst með þessu afreki, sem þykir einstætt í sögu flugmálanna og hefur löngum síðar verið til þess vitnað. Loftleiðamenn seldu Jökul og kom þar góður skild- ingur í kassann á erflðum tíma. Þannig bmgðust Loftleiðamenn við hveijum vanda með snjöllum og óvæntum hætti, og æ ofan í æ fundu þeir lausn sem öðmm yfír- sást. Lágu fargjöldin vom snilldar- bragð. Byltingarkenndar framfarir urðu i smíði flugvéla, en Loftleiða- menn höfðu ekki bolmagn til að fylgja stóm flugfélögunum eftir og urðu að notast við eldri flugvélateg- undir. En með því að bjóða far- þeguir. upp á hægfara, en áreiðan- legt, flug yfír Atlantshaf, og góða þjónustu um borð í vélunum, hugð- ust þeir skapa sér sinn eigin mark- að með allt að 20% lægri fargjöldum en IATA, Alþjóðasamband flugfé- laga, hafði ákveðið sem lágmarks- fargjöld. Hægar en ódýrar — varð slagorð Loftleiða. Og þegar LATA beitti öllum brögðum til þess að reyna að kæfa þessa tilraun í fæð- ingu og flæma Loftleiðir frá öllum helstu löndum í Evrópu, fann félag- ið sér griðland í Lúxemborg. Og lágu fargjöldin slógu í gegn. „Meðan emimir beijast ákaft.um ábatasaman markað Norður-Atl- antshafsflugleiðarinnar er lítill spörfugl með goggfylli af viðskipt- um,“ sagði vikuritið Time. Þegar farþegamir tóku að skipta mörgum tugum þúsunda var Stop- over-áætluninni hmndið af stað og Loftleiðafarþegum boðin ódýr 1—3 daga viðdvöl á íslandi á leið þeirra yfir hafíð. í kjölfarið reisti félagið sér eitt glæsilegasta hótel landsins — og þegar í ljós kom að margir hótelgesta vildu gjaman leigja sér bfl, meðan á dvöl þeirra stæði, stofnuðu Loftleiðir sína eigin bíla- leigu, þá stærstu í landinu. A sjöunda áratugnum endumýj- Uðu Loftleiðamenn flugflota sinn með flugvélategönd sem hét CL-44 og hafði verið smíðuð til vömflutn- inga. Þeir lengdu vélamar til að auka farþegarýmið, en jafnframt til að bæta flugeiginleika þeirra — og fengu síðan leyfí Rolls Royce- verksmiðjanna til að skíra vélamar upp, en þær vom búnar Rolls-Royce skrúfuþotuhreyflum. Það hafði mikið sölulegt gildi að geta auglýst flug yfír Atlantshaf með Rolls- Royce vélum! Þegar vélar þessar vora orðnar úreltar til farþegaflutninga, breyttu Loftleiðamenn þeim aftur til vöm- flutninga og stofnuðu sérstakt vöraflugfélag í Lúxemborg ásamt sænska skipafélaginu Salinas og flugfélaginu Luxair. Þetta var Cargolux sem keypti Rolls-Royce vélar Loftleiða og gerði félaginu þannig kleift að þotuvæðast. Á þessum ámm dróst sala Loft- leiða nokkuð saman í suðurríkjum Bandaríkjanna. Loftleiðamenn bragðu skjótt við, keyptu lítið flug- félag sem hét Intemational Air Bahama og hófu flug milli Nassau og Lúxemborgar. Á þann hátt tókst þeim að koma í veg fyrir að þeirra eigin starfsemi þrengdist og auk þess að opna sér nýjan og ábata- vænlegan markað. í öllum þessum framkvæmdum var Alfreð Elíasson forystumaður. Saga hans er saga Loftleiða. Þegar Alfreð stóð á fimmtugu vora Loftleiðir orðnar stórveldi á íslenskan mælikvarða — með 3,5% hlutdeild í farþegaflutningum yfír Norður-Atlantshaf. Félagið átti dótturfyrirtæki í New York og Lúxemborg; starf- rækti sjálfstætt alþjóðlegt flugfélag á Bahama-eyjum; átti þriðjung í þriðja stærsta vöraflutningaflugfé- lagi heims, Cargolux, fimmtung í glæsihóteli í Lúxemborg, Hotel Aerogolf; — og hér heima rak félag- ið og átti Hótel Loftleiðir og Bíla- leigu Loftleiða, og sá um alla flugaf- greiðslu fyrir íslenska ríkið á Keflavíkurflugvelli. Félagið hafði eigin skrifstofur í 29 borgum út um allan heim og auk þess fjölda sölu- skrifstofa. Starfsmenn Loftleiða vora nálægt 1300 (15—1600 um háannatímann yfír sumarið) og um helmingur þeirra vann á vegum félagsins út um lönd. Höfuðstöðvar félagsins vora í nýrri, glæsilegri skrifstofubyggingu á Reykjavíkur- flugvelli. „Loftleiðir era besta dæmið um það hveiju heilbrigður einkarekstur getur áorkað," sögðu ritstjórar Morgunblaðsins í Reykjavíkurbréfí. „Loftleiðir hafa sannað, að Is- lendingum er ekkert ómögulegt, ef kjarkurinn er nægur og réttum úr- ráeðum beitt á grandvelli þekking- ar, og reynslu," skrifuðu ritstjórar Tímans. „Loftleiðum tekst oft það, sem öllum öðram virðist útilokað, enda oft vitnað til þess hér á landi," sagði Vísir. Og í Alþýðublaðinu brá Vilhjálm- ur S. Vilhjálmsson upp þessari mjmd af Loftleiðum í hinum vin- sæla dálki sínum Hannes á hominu: „Loftleiðir era eitt stæreta ævin- týrið sem geret hefur á íslandi. Á tiltölulega skömmum tíma hefur þetta félag vaxið úr tilraun tveggja ungra flugmanna, sem reyndu að bæta samgöngur milli afskekktra staða í stijálbýlu landi, upp í heims- fyrirtæki, sem flýgur viðstöðulaust milli heimsborga, hefur forystu í því að þjóna almenningi með lágum fargjöldum og hefur vakið á sér athygli og jafnvel furðu fyrir mjmd- arekap og ótrúleg afrek. Öll þjón- usta þessa félags er með miklum mjmdarbrag, ekkert til sparað til þess að það geti öðlast velvild og tiltrú almennings og þó er afkoma þess svo góð að undran sætir. Það byggir, það kaupir ný tæki, það borgar betur en flestir aðrir — og það borgar næstum því þijá millj- ónatugi til opinberra þarfa. Það gekk jafnvel svo langt, að almenn- ingi fannst að of mikið væri á félag- ið lagt. Það sannar þá velvild, sem félagið nýtur, því sjaldan telur al- menningur að stórfjrirtæki greiði of mikið í sameiginlegan sjóð þegn- anna.“ Foretjóri Loftleiða var maður hár vexti, þrekinn um bijóst og herðar, handleggjalangur og hendumar hrammar miklir. Hann var karl- menni, átakamaður og fylginn sér, en ákaflega rólegur og fór orð af gæflyndi hans. Sjálfur kynntist ég honum ekki nema sem sjúklingi, en mér er ógleymanlegt innilegt handtak hans og sú mikla hlýja sem bjó í augum hans. Hann var hlé- drægur maður, hafði sig lítt í frammi á opinberum vettvangi og veitti sjaldan blaðaviðtöl. Einkaritari Alfreðs til margra ára, Áslaug Harðardóttir, lýsir hon- um svo: „Hann var harður hús- bóndi, — en sanngjam. í rauninni fór hann ekki fram á annað við mig og aðra starfsmenn en það sem hann bauð sjálfum sér. Hann var afar samviskusamur við vinnu sína og ég sá hann aldrei sitja auðum höndum. Hann var aldrei í foretjóra- leik, sem kallað er, heldur var hann þama til að vinna og sjá um að rekstur fyrirtækisins gengi vel.“ Einstakur samstarfsandi ríkti í skrifstofum Loftleiða — og hefði svo ekki verið ef foretjórinn hefði ekki haft lag á að laða fram það besta í hveijum og einum. Alfreð var mikill útivistarmaður. Hvenær sem færi gafst frá anna- sömu starfí hvarf hann á vit náttúr- unnar, oft til fjalla eða í veiðiferðir með góðvinum sínum, Kristni Olsen og Hrafni Jónssjmi. í tíu sumur bjó íjölskylda Alfreðs í sumarbústað við Elliðavatn og hugðist hann reisa sér þar íbúðarhús og búa þar árið um kring, þegar hann fékk lóð á óbyggðu Ámamesinu og flutti í sveitina þangað. Þar er prýðilegt naust vestur undir Alfreðshúsi — og ekki leið á löngu uns þeir félag- amir, Kristinn, Hrafn og Alfreð, festu kaup á bátnum Sóma og tóku að gera út á grásleppu og ýsu í frístundum sínum. Hinn 7. febrúar 1947 gekk Al- freð að eiga Kristjönu Millu Thor- steinsson, dóttur hjónanna Sigríðar Hannesdóttur Hafsteiils, ráðherra^ og skálds, og Geire Thoreteinsson útgerðarmanns í Reykjavík, sem var sonur Kristjönu Geiredóttur Zoéga og Th. Thoreteinsson, út- gerðarmanns og kaupmanns. Ifyrsta bam þeirra Alfreðs og Millu dó á unga aldri — en síðan áttu þau sex böm sem öll hafa komist til manns og orðið dugnaðarfólk. Eftir að maður hennar veiktist sett- ist Milla á skólabekk, lauk stúdents- prófí og síðan prófi í viðskiptafræð- um frá Háskóla Islands. Hefur hún látið allmikið að sér kveða á síðustu á síðustu áram, jafnframt því sem hún hefur annast um mann sinn sjúkan, m.a. setið í aðalstjóm Flug- leiða, verið forystukona í Mál- freyju-samtökunum og á siðasta kjörtímabili var hún 1. varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Það dimmdi snöggt í lífi Alfreðs Elíassonar. í ágúst 1971 veiktist hann skjmdilega í skrifstofu sinni, fékk heiftarlegt krampakast og kastaðist í gólfið. Hann var fluttur meðvitundarlaus í sjúkrahús og var til læknismeðferðar næstu vikum- ar, en síðan sendur til Kaupmanna- hafnar þar sem læknar fundu æxli við heilann. Æxlið var numið brott og með sleitulausum æfingum fékk Alfreð aftur mátt í útlimi sína og mætti á ný til vinnu í janúar 1972. Strax fyreta daginn varð hann að hverfa af stjómarfundi vegna þrejrtu og áfalls. Hann var sjúkur maður, 51 árs gamall. Samstarfs- menn hans fundu á honum mikinn mun. Hann var ekki hálfur maður eftir uppskurðinn í Kaupmanna- höfn, sögðu þeir. Á næstu áram smádró af honum, án þess hann Mbl./Ól.K.M. Alfreð S stjórnklefa Grumman-flugbáts við komuna til Reykjavíkurflugvallar frá Bandaríkjunum. 29 gerði sér sjálfur grein fyrir hvereu mjög andlegu atgervi hans hafði hrakað. Hann hélt til alltof lengi, hefði átt að draga sig strax í hlé. Ævintýrið um Loftleiðir var úti á haustdögum 1971. Þá kom ber- lega í ljós hver hafði verið burðar- stólpinn í fyrirtækinu. Eftir að Al- freð veiktist var Loftleiðahópurinn höfuðlaus her. Bókaútgáfan Iðunn hefur gefíð út Alfreðs sögu og Loftleiða (1984). Þar er ævintýrið geymt á bók — en líka sögð sameiningareaga flug- félaganna og það sem á eftir fylgdi, en Alfreð var einn af foretjóram Flugleiða til 1979. Kánnski var Alfreð Elíasson stærstur í veikindum sínum — og er þá djúpt tekið í árinni. Engan mann hef ég vitað bera þungbær veikindi af meira æðraleysi og heimspekilegri ró. Síðasta árið dvaldi hann á Hrafnistu í Hafnar- fírði og þar andaðist hann 12. apríl, 68 ára gamall. _ Jakob F. Ásgeirsson Á spjöldum sögu íslenzkrar þjóð- ar er oftlega getið um ármenn ís- lands. Tilvist þeirrar nafngiftar kom mér í hug, er ég frétti um fráfall Alfreðs Elíassonar. Við lifum á tímum umróts og mikilla umbreytinga í þjóðfélagi okkar. Það sem einkennir þjóðlífíð er hinn mikli hraði og örar brejding- ar er verða á tiltölulega skömmum tíma og menn verða að hafa sig alla við til að skjmja og vera á varð- bergi um innreið og tilkomu þess- ara breytinga í öllum þjóðlífsháttum og þjóðfélagsskipan okkar. Hin öra framþróun á öllum sviðum, tækni- legra- og atvinnulegra framfara tekur nú aðeins brot þeirrar tíma- lengdar sem áður þurfti áratugi eða jafnvel aldir. Alfreð Elíasson var einn af þeim er ég nefni ármenn íslands. Með því er átt við að hann var brautryðj- andi í að byggja upp nýja atvinnu- grein í þjóðfélagi okkar, sem átti eftir að marka mikil spor til breyt- inga og valda umskiptum og bylt- ingu f þjóðlífi okkar. Er þar átt við þátt hans í uppbyggingu sam- gangna í lofti, er hann beitti sér fyrir ungur að áram að loknu námi í Kanada með stofnun Loftleiða hf. ásamt með öðram félögum sínum. Þar var að verki andi ármanna ís- lands og var Alfreð sannur fulltrúi þeirra og hlutverk hans í þessu brautryðj andastarfí mótaðist af djörfung, áræði og hugrekki og ekki hvað síst sem um munaði, að hann var búinn eiginleikum sem bára vott um framsýni og raunsæi. Kynni okkar Alfreðs munu hafa hafist fyrir 1950 og kynntist ég honum í gegnum félaga hans í flug- rekstrinum. Kynni þessi aukast svo síðar, þegar þreifingar verða um kaup á hlutabréfum í Loftleiðum hf. og gerðar era breytingar á stjórn þess félags og nýir aðilar taka við. Er mér þá ofarlega í minni hlut- hafa- og aðalfundur Loftleiða hf., er haldinn var í október 1953 og var ég starfsmáöur þess fundar. Okkur, sem sátum þennan fund, mun seint líða úr minni, hversu afdrifaríkur hann var en þá var skipt um stjóm í félaginu og Alfreð ásamt félögum sínum tóku við for- ystu félagsins, Loftleiða hf., og má segja að vegur þess hafí þá hafist og óx frá því. Vegna þessara mála hófust málaferli, þar sem hinum nýju eigendum félagsins var stefnt. Fyrir tilstuðlan Alfreðs og félaga hans var mér falin málsvöm fyrir hina nýju eigendur Loftleiða hf. fyrir dómstólum og er vert að geta þess hér nú, að þau málaferli fengu farsæla lausn og málstaður hinna nýju manna í stjóm félagsins hlaut staðfestingu dómstóla og innsiglun á lögmæti þeirra aðgerða er vora tilefni málaferlanna, þ.a.a.s. sala á hlutabréfum í félaginu til hinna nýju aðila. Fyrir það traust er Al- freð fól mér, ásamt félögum sínum, sem ungum málflutningsmanni þá, hef ég alltaf verið þakklátur og vildi láta þess getið nú. Alfreð Elíasson verður, þeim er honum kynntust, eftirminnilegur einstaklingur og fyrir margra hluta sakir. Við kynntumst frekar eftir Sjá nánar bls.59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 89. tölublað (20.04.1988)
https://timarit.is/issue/121768

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

89. tölublað (20.04.1988)

Aðgerðir: