Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 19 Isafjörður; Vel heppnaðir „akkordion“-tón- leikar Hrólfs Vagnssonar ísafirði. HRÓLFUR Vagnsson tónlistar- maður frá Bolungarvfk hefur lagt stund á „akkordion“-nám i Hanno- ver í Þýskalandi síðan 1981. „Ak- kordeon** er líklega betur þekkt á íslandi sem takkaharmoníka. Okkur íslendingum er líklega flestum tamast að líta á harmon- ikkuna sem afþreyingarhyóðfæri, besta til brúks á sveitaböllum. Það var því veruleg eftirvænting með- al tónlistarunnenda á ísafirði þeg- ar Hrólfur hélt tónleika í sal Grunnskóla ísafjarðar nú fyrir skömmu ásamt kennara sfnum, Elsbeth Moser, og Christu Esch- mann þverflautuleikara. Á efnisskránni voru verk eftir Bach, Mozart, Soler, Tiensuu, Kapr, de la Motte, Debussy, Lundquist, Böéllermann og Jakobi. Klassísk verk eftir gömlu meistarana og núlif- andi tónskáld. Hrólfur og Christa Eschmann hófu hljómleikana með samleik á „ak- kordion" og flautu. Þau léku Sonate H-moll eftir J.S. Bach. Leikurinn var yfirvegaður og tæknilega góður, en virtist skorta tilfinningu. Síðan tók Elsbeth Moser við með Andante fiir eine Walze eftir W.A. Mozart og þar með höfðu tónleikamir náð fluginu. Leikur hennar var afar góður og vald hennar yfir þessu sérstaka hljóð- færi með ólíkindum. Hrólfur kynnti síðan lftillega tón- skáldið Jukka Tiensuu (1942), finnskt tónskáld sem samdi tón- verkið Aufschwung fyrir „akkordi- on“, lófa og mannsrödd árið 1977. Flutningur Hrólfs á verkinu undir- strikaði rækilega að hann hefur náð afburða tökum á hljóðfærinu og þekkir vel möguleika þess og kosti. Christa Eschmann flutti Syrinx eftir Claude Debussy við mikil fagnaðar- læti sem sýndi að tilfinningahitann, sem vantaði í fyrsta verkið, skorti líklega frekar af sviðsskrekk en hæfileikaleysi. Þetta voru fjórðu og síðustu hljóm- leikar þeirra á íslandi, áður höfðu þau íeikið í Reykjavík, á Akureyri og í Bolungarvík. I stuttu spjalli eftir hljómleikana sögðu þau að „akkordi- on“ væri orðið þekkt og viðurkennt hljóðfæri til túlkunar sfgildrar hljóm- Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Listamennimir f.v.: Elsbeth Moser sem leikur á „akkordion", Christa Eschmann á þverflautu og Vagn Hrólfsson á „akkordion". listar víða á meginlandinu og sóst eftir að fá „akkordíonista" til hljóm- leikahalds. Það hefði því komið þeim nokkuð á óvart hversu fámennir tón- leikamir á íslandi hefðu verið, en um 50 manns 'sóttu hveija hljóm- leika. Þau væru ánægð með undir- tektir þeirra sem komu. Hrólfur Vagnsson er eini íslendingurinn sem lokið hefur kennaranámi f „akkordi- on“-leik. Hann stundar nú fram- haldsnám í Hannover og áætlar að ljúka einleikaraprófi þar á næsta ári. Úlfar FISIÉTIIMRSÍHINN FRÁ PHIUPSop . .UM TÆKNILEGA FULLKOMNUN / ap-farsímatólinu er: 16stafa lárétturskjárog 20stórir hnappar meö innbyggöri lýsingu. 100 númera minni sem getur samanstaöiö afalltaö 22 tölustöfum. Langlínulæsing sem eingöngu eropnanleg meö 4 stafa leyninúmeri. - Rafhlaöa ap -farsimans endist i allt aö 2 daga miöaö viö eölilega notkun. . *UM TÍMASPARNAÐ Sem viöbót á farsímann frá PHILIPS-ap er simsvari sem geymir allt aö 9 númer sem hringt var úr. Meö einum hnappi kallaröu síöan upp númerin. . .UM AUKK> ÖRTGGI / þessu bráöfallega og sterka simtóli erhátalari og hljóö- nemi. Þaö gerir þér kleift aö tala og hlusta akandi MEÐ BÁÐAR HENDUR Á STÝRI, sem stóreykur öryggi þitt og annarra i um- feröinni. Símtóliö liggur í lárétíri stööu sem gerir aflestur af skjánum auöveldari og greinilegri. . .UM HAGKVÆMNIOG ÞÆGINDI Á gjaldmælinum á skjánum má sjá skrefyfirstandandi símtals og heildarnotkun. Blikkandi Ijós sýnir ef hringt hefur veriö í simann án þess aö svaraö hafi veriö. Innbyggt „minnisblaö ‘' gerir þér kleift aö skrá hjá þér simanúmer meöan á simtali stendur og kalla þaö siöan upp. Fislétti ffarsíminn ffrá PHILIPS-ap er aðeins 4,3 kg. og svarar kröfum nútímaþjóðfélags á lofti, láði sem legi. -•'v v'<',v Verð kr. 125.726.- Stgr. verð kr. IIW» PHIUPS Söluaðilar utan Reykjavíkur: • Ralborg, Grindavík* Aöalrás, Akranesi • Kaupfélag Borgfirdinga, Borgarnesi • Bókav. P. Stefánssonar, Húsavik* Nesvideo, Neskaupstaö. . , HeWgggWM 0 Akurvík, Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.