Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 Matthildur Bjömsdóttir skrifar frá Ástralíu PÁSKAR UM HAUST Þegar til kom varð þetta hin myndarlegasta ganga. Líklega ér það skrýtin tilfínning fyrir íslendinga sem nú horfa stíft til himins bíðandi eftir vorinu, björtum nóttum og ferðalögum, að hugsa til þess að það sé að hausta hinum megin á hnettinum og dag- inn að stytta. Páskar tilheyra vorinu á Islandi' og ungar og fleira tengt þeim er alltaf sett í samband við vorið. í Ástralíu eru páskar að hausti og það fer lítið fyrir ungum á og í kring um páskaeggin, enginn stór- markaður hefur lifandi unga. Hér hafa verslanir verið fullar af tóm- um páskaeggjum og páskakanín- um. Með tómum eggjum á ég við að það er ekkert innan í eggjunum, ekki einu sinni málsháttur. Hann sem var alltaf megin ástæðan fyr- ir því að maður keypti þau, ásamt sælgætinu innan í. Næst hugsa ég að ég biðji um páskaegg frá fslandi. Hér eru líka alls staðar heitir krosshleifar sem Ástralir borða um páska, sérstak- lega á föstudaginn langa. Það eru einskonar kryddrúnnstykki með rúsínum sem kross er skorinn í að ofan og fylltur með einhveiju hvítu, osti eða einhveiju öðru. Þetta er síðan borðað með viðeigandi hug- arfari. íslendingar hafa fímm daga frí um páska en Ástralir aðeins §óra. Þó virðist ekki mikið frí hjá sumum því „Deliar" eru flestir opnir, og á föstudaginn langa voru matsölu- staðir og fataverslanir opnar í gamla miðbænum, Glenelg. . Maður varð ekkert var við þessa „Föstudagsins langa" stemmingu, þar sem Bach er ríkjandi í útvarp- inu og þess gætt að enginn gleymi hvað frelsarinn gekk í gegn um vegna synda hinna breysku manna. Það er enn auðveldara að gleyma slíkum staðreyndum hér undir bláum himni geislandi sólar og nóg af hvítri strönd til að leika sér á. Samt hefðu Ástralir ekki síður en íslendingar gott af að lifa við slíka áminningu einu sinni á ári. Tæplega er hægt að segja að það sé haustlegt að öðru leyti en það dimmir fyrr eða upp úr sex á köldin. Og hitastig verður mann- eslqulegra með einstaka undan- tekningum þó. Það eru aðeins inn- flutt evrópsk tré sem skipta litum og eru lauflaus um tíma. Þau ás- trölsku eru stöðugt að endumýja sig árið um kring. Páskaútilega Mitt í ailri haustblíðunni tóku fjölmargir tjöld sín og hjólhýsi og héldu á vit náttúrunnar. Sumir fór og veðjuðu á hesta á Oakbank-veðreiðunum hér í Suð- ur-Ástralíu, en þær veðreiðar hafa sérstöðu. Það eru einu veðreiðam- ar þar sem hestar gera ýmsar æfíngar eins og að stökkva yfír hindranir og fleira þess háttar. Fólk tekur með sér heimilisút- búnaðinn og býr sér til mat og lætur fara vel um sig á meðan það fylgist spennt með hestinum sínum. Þeir sem voru latari létu sér nægja að fara niður að höfn og sjá litlu seglskipin sem nú ætla að heimsækja hveija höfn svo þjóð- in geti öll litið þau augum. Ekki gátu allir séð þau í Sydney. Ástralir virðast biðraðaglaðir menn. Við hvert þessara skipa var löng biðröð til að komast um borð og trúíega hafa margir farið í fímm til sex biðraðir til að geta séð öll skipin að innan. Páskamir liðu og það var komið að því að kanna niðurstöður um- ferðarmenningarinnar eins og einnig er gert á íslandi. í heild kostaði páskahelgin þjóðina sextán mannslíf en Suður-Ástralía stærði sig af því að ekkert mannslíf giat- aðist og engin stórslys urðu hjá þeim þessa helgi. Uppskera af ýmsu itagi Á haustin hafa þeir sem hafa haft betur í samkeppni við skordýr geta státað af góðri uppskem garðávaxta, en það hefur oft þýtt að þeir hafa orðið að fara út í garð á hveijum degi til að útrýma skordýrum sem einnig þykja þeSs- ar plöntur gómsætar á bragðið. Þá eru settar niður plöntur sem íslendingar gróðursetja í sínum görðum á sumrin, eins og blóm- kál, hvítkál, salati, gulrófum og fleiru, Sumir §etja út litríkar plönt- ur sem ekki em hrifnar af ás- trölsku sumri en líkar haustið og veturinn þeim mun betur, rétt eins og sumu fólki. Fimmtugasti Alþjóða- dagur kvenna Nú í ár héldu konur heims upp á fimmtugasta Alþjóðadag kvenna. Ekki dreg ég í efa að konur á ís- landi hafa haldið þann dag í heiðri eins og vera ber. Undirrituð fór í göngu sem haldin var hér í Adela- ide þann fímmta mars og lagði af stað frá torgi Viktoríu drottningar. Ekki var nú útlitið gott þegar ég kom, og um tíma leit út fyrir að þetta yrði einskonar sauma- klúbbsganga. En smám saman fjölgaði og þegar gangan að lokum lagði af stað eftir ræðuhöld var hún orðin allmyndarleg, en þó ekki stærri en sumar þeirra sem íslensk- ar konur hafa stofnað til eins og t.d. hin ógleymanlega ganga árið 1975. • Þessi ganga lagði síðan undir sig þungar umferðargötur og gekk sem leið lá niður í garð sem heitir Rymill Park. í forsvari þessarar göngu í þetta skipti voru frum- byggjakonur með fána sinn sem er svartur og rauður með gulri sól í miðju. Þær töluðu og fíæddu okkur um erfíða stöðu frumbyggja. Til að leggja áherslu á málstað sinn létu þær fólk fara í einskonar leik. Þær höfðu útbúið kort af Ástralíu úr borðum og þar voru þær sjálfar. En fyrir utan Ástralíu höfðu þær sett upp fána með nöfn- um ýmissa landa heims þar sem innflytjendur komu frá og vildu að fólk fyndi sitt upprunalega land, færi til þess og viðurkenndi þar með að þeir væru ekki raunveru- legir Ástralir. Þegar fólk hafði síðan gert það þá buðu þær öllum hópnum til Ástralíu. Undirrituð varð fyrir vonbrigð- um með að þær gleymdu að gera ráð fyrir norðurlöndum og fleiri löndum svo að ég varð að búa til minn eigin fána, enda eini íslend- ingurinn á þessu mannamóti. En margt var til skemmtunar og bráðhressar konur sameinuðust í andanum við ýmiskonar verkefni á þann hátt og með því andrúms- lofti sem þessi sameiginlegu mál- efni kvenna allstaðar kalla fram. Kvennahreyfing hér er einskonar hulduhreyfing Það var ánægjulegt að sjá og hitta allar þessar konur á einum stað því nokkuð er erfítt að koma auga á kvennahreyfínguna hér. Margar skrifstofur og verslanir þar sem málefni kvenna eru efst á baugi eru dreifðar um alla borg. Það þarf að fara í einskonar ran- sóknalögregluleik til að fínna alla þessa staði, og kvennahreyfíngin sem slík fær mjög litla athýgli í §ölmiðlum hér. Hins vegar hafa margar konur náð langt. Yfírbragð slíkra hluta er þó öðruvísi í borg svo margra kynflokka og þjóðar- brota. Sumar þjóðir hafa mjög íhaldssamt viðhorf til hlutverk kvenna. Nýlega var gerð könnun á við- horfí til ofbeldis og talar hún sínu máli um ýmislegt í stöðu kvenna hér. Viðhorf til ofbeldis í könnun sem gerð var kom í ljós að fímmta hveijum, eða 20% Ástrala, fannst allt í lagi þó að eiginmaður beitti konu sína líkam- legu ofbeldi, ef hún stæði sig ekki í stykkinu sem eiginkona. Og sumt af því sem flokkast undir líkamlegt ofbeldi sáu sextán prósent ekki einu sinni sem ofbeldi heldur eðli- legan hlut, eins og að stjaka við henni eða hrinda. Það sem var næstum enn óhugnanlegra í þessu var að 17% kvenna fannst réttlæt- anlegt að menn þeirra beittu þær ofbeldi, ef þær væru ekki nógu góðar eiginkonur. Um það bil 6% þessa hóps taldi það réttlætanlegt að í sumum til- fellum væri notuð væri vopn til að hóta með eða nota. Flestir sögðu ennfremur að þeir litu á heimilisofbeldi sem einkamál og að þeir myndu ekki gera neitt þó þeir sæju nágranna beita slíku. Aftur á móti myndu þeir strax skerast í leikinn ef þeir sæju af veist væri að fólki úti á götu. Helmingur fólksins sagðist vita til ofbeldis á heimiium. Það væri fróðlegt að vita hvem- ig slík könnun kæmi út á íslandi. Lítil saga úr sjónvarpi Á einni stöðinni hér er kona ein, mjög litríkur persónuleiki, veður- fréttamaður en ekki veðurfræðing- ur. Svo vildi til að hún var að fara að gifta sig (eina ferðina enn, í þriðja skiptið). í tíu daga töldu áhorfendur stöðvarinnar dagana til brúðkaups með henni þar sem hún sagði frá því í lok veðurfregn- anna og lýsti spenningi sínum eins og bam sem telur dagana til jóla. Þegar svo kom að því að hún las síðustu veðurfrétt fyrir brúð- kaup komu aðrir fréttamenn með blóm og kampavín og kysstu hana í bak og fyrir í beinni útsendingu á eftir fréttatímanum. Hugljúft, fínnst ykkur ekki. Monika hefur veríð þýdd I GREIN sem birtist i Lesbók Morgunblaðsins R aprfl sl. og fjallaði um Jónas Guðlaugsson skáld er þess getið að skáldsagan Monika eftir Jónas hafi ekki ver- ið þýdd & islensku. Þetta er ekki rétt. Júníus H. Kristinsson sagnfræð- ingur þýddi skáldsöguna Moniku eftir Jónas Guðlaugsson og var hún lesin sem framhaldssaga { ríkisút- varpinu haustið 1979. Rafmagnseftirlit ríkisins: Eldur í djúpsteik- ingarpotti — hvað á að gera? Nokkuð oft kviknar í eld- húsum, þegar djúpsteiking fer fram, einkum í opnum pottum á rafmagnshellu. Djúpsteiking- arpottar með sjálfvirkum hita- stilli eru hættuminni, en sjálf- virkur rofí getur bilað. Besta vömin gegn hættu er að hafa gát á pottinum meðan steik- ing fer fram. Þar að auki er hyggi- legt að hafa við höndina tæki til að slökkva feitis- og olíuelda, ef illa fer. Eldvamaeftirlit Reykjavíkur- borgar ráðleggur að hafa eld- vamateppi í hverri fbúð. Teppin eru lögð yfír eldinn og kæfa hann. Þessi teppi fást í handhægum umbúðum, ásamt notkunarleið- beiningum. Auk teppisins er sjálf- sagt að hafa a.m.k. eitt hand- slökkvitæki nærtækt. Það sem best hentar við feitis- og olfuelda er kolsýru-handslökkvitæki. Reynið aldrei að slökkva feitis- eða olfuelda með vatni. Það örvar eldinn. Á markaðnum eru einnig HAL- ON handslökkvitæki ogduft-tæki. HALON er mjög öflugt til að slökkva alla elda, en sfður er mælt með notkun þess, vegna eit- urefna, sem slökkvitækin inni- halda. Um þetta efni eru skiptar skoðanir. Duft er einnig mjög öflugt slökkviefni, en það vill setjast í kekki í tækjunum og við notkun dreifíst það mjög um og sest f hveija smugu í húsinu. Hentar því betur t.d. á verkstæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.