Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 Stefnum á tuttugu og fimm ára afmælið Mick Box, gítarleikari Uriah Heep, segir frá Eins og fram hefur komið heldur breska rokksveitin Uriah Heep tvenna tónleika í Hótel íslandi; i kvöld og annað kvöld. Blaðamaður náði tali af gitarleikara og stofnanda hljómsveitar- innar, Mick Box, stuttu áður en hljómsveitin lagði upp til íslands. Mick Box, hvernig er Uriah Heep í dag miðað við þá hljóm- sveit sem gaf út plötur á við Look at Yourself og Demons and Wizards? Það má segja að andinn yfir sveitinni sé hinn sami, enda er metnaður okkar samur: að setja saman lög sem falla í geð almenn- ings og við höfum gaman af að spila. A tónleikadagskrá okkar er mikið af lögum frá árunum 1970 til 1975 en einnig er vitanlega mikið af nýrri lögum og það virð- ist passa vel saman. Það má því segja að eina breytingin sem orð- in er sé vegna aukinnar tækni. Þegar Uriah Heep hóf að taka upp var allt unnnið í fjögurra eða átta rása hljóðverum, en í dag má segja að rásimar séu orðnar eins margar og þú getur hugsað þér, allt upp í sextíu og fjórar. Telur þú hljómsveitina frek- ar tónleikasveit en hljómsveit sem vinnur best í hljóðveri? Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á tónleikaferðir, því okkur finnst gaman að ferðast og kynn- ast fólki um allan heim. Við höld- um tónleika í fjölda landa ár hvert og sem dæmi má nefna að á síðasta ári lékum við í yfir þijátíu löndum og þar á meðal Sovétríkj- unum. Reyndar má segja að það hafí verið söguleg ferð, því Uriah Heep varð fyrst vestrænna rokk- hljómsveita til að halda tónleika þar í landi. Af þessu má marka að við leggjum mikið uppúr tón- leikahaldi, en ekki má þó skilja það sem svo að við séum afhuga hljóðversvinnu því við teljum ekki síður mikilvægt að gera góðar plötur. Á þessu ári förum við í tónleikaferð til Asíu og leikum í Kóreu, Malaysíu og víðar, en við höfum fengið góðar viðtökur víðast hvar þar eystra. Flestar hljómsveitir fara í það sem þær kalla tónleikaferð um heim allan, en láta sér nægja að halda tón- leika í Vestur Evrópu og Banda- ríkjunum, en okkur fínnst það ekki nóg. Við viljum fara um heim allan. Hvaða tíðindi segir þú mér af plötuútgáfu hljómsveitarinn- ar? Við vorum að gera útgáfu- samning fyrir stuttu og daginn eftir að við komum frá íslandi förum við í hljóðver að hljóðblanda tónleikaplötu sem tekin var upp í Sovétríkjunum. í kjölfar þess tök- um við síðan upp plötur í hljóð- veri, en samningurinn hljóðar upp á tvær slíkar plötur á næstu átján mánuðum. Sagan hermir að hljómsveit- in hafi lagt upp laupana 1978. Hvað var þess valdandi? Hljómsveitin lagði aldrei upp laupana, það var bara svo að fjöl- miðlar höfðu meiri áhuga á pönk- inu og nýbylgjunni en okkur. Annað var að við vorum á þeys- ingi um heim allan og því ekki í sviðsljósinu á Bretlandi. Það leiddi svo af sér að útgáfufyrirtæki höfðu ekki áhuga á að gefa út plötur með hljómsveitinni, enda eltast þau ætíð við það sem virð- ist vera í tísku þá stundina. Þú hefur því verið í Uriah Heep í átján ár. Já, og ég er ekkert að gefast upp. Á meðan okkur fínnst enn gaman að semja lög og leika á tónleikum er engin hætta á að við gefumst upp. Eins og er stefn- Rokkkóngsins um við á tuttugu ára afmæli, eða allt eins tuttugu og fímm ára af- mæli sveitarinnar: Hvað með íslandsförina? Við hlökkum mikið til fararinn- ar, enda höfum við ekki komi’ð til Islands áður. Vonandi eigum við þó eftir að koma aftur til íslands ef allt gengur að óskum, enda iangar okkur að skoða landið. Eins og áður sagði leggjum við okkur fram á tónleikum og tón- ieikadagskráin er þverskurður af sögu sveitarinnar með lögum eins og Stealin’ og Easy Living auk nýrri laga. Við höfum einnig í huga að leika tvö eða þrjú lög af þeim sem við tökum upp í sumar. Því vil ég hvetja alla þá sem gam- an hafa af kraftmiklu rokki að koma og hlusta á okkur. Viðtal: Arni Matthíasson ísafjörður: minnst 1 Glaumborg IsafirðL GLAUMBORG í Hnífsdal sem áður var félagsheimili Hnffsdælinga er nú að komast I fullan gang aftur. Ólafur Einarsson, framreiðslu- meistari og Snorri Bogason, mat- reiðslumeistari, hafa tekið húsið á leigu og hyggjast halda þvi úti til samkomuhalds. Undanfarnar tvær helgar hafa þeir boðið gestum sínum upp á stórsýningu h\jóm- sveitarinnar Sjöundar frá Vest- mannaeyjum, „í minningu Elvis Presleys1*. hljómleikunum fyrri helgina, þar sem Botnsheiði tepptist. En samkomulag náðist svo við vegagerðina þegar heiðin tepptist aftur um seinustu helgi að opna sérs- taklega til að Súgfirðingar gætu blót- að goði sínu eins og hinir aðdáendum- ir hér vestra og komist síðan til síns heima aftur eins og sjálfsagt þykir í nútima menningarsamfélögum. - Úlfar Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Pétur Jensson söngvari náði góðri Presley-stemmningu. Óhætt er að segja að stemmningin hafí verið rafmögnuð f húsinu þegar hljómsveitin flutti hvert verðlauna- lagið á fætur öðru fyrir gestina sem flestir voru samtímamenn Presleys og aðdáendur. Ekki tókst að hemja gestina við matarborðið og var því rokkað af innlifun á gólfínu við mús- ik rokkkóngsins. Hljómsveitin Sjöund er allra at- hygli verð. Hún er skipuð 7 mönnum, en auk þeirra eru 5 hljómlistarmenn, sem taka þátt f þessum sýningum. Það sem vekur hvað mesta athygli er ögun og góð sviðsframkoma hljóm- listarfólksins, sem að viðbættum hæfíleikum til að vita hvemig ná á til áheyrenda skapar stemmninguna sem allir skemmtistaðir eru að leita eftir. Hljómsveitin er skipuð atvinnu- mönnum sem ura nokkurra ára skeið hafa verið í fullu starfí hjá Gestgjaf- anum í Vestmannaeyjum. Þar hafa þeir getað æft dagiega, en sfðan skipst á að leika á kvöldin og um helgar. Þeir em búnir að vera með Presl- ey-hljómleikana sfðan f nóvember bæði í Vestmannaeyjum og f Inghóli á Selfossi, þar sem þeir em nú ráðn- ir sem húshljómsveit. Helstu erfíðleikar samkomuhús- anna á ísafirði f dag em samgöngu- málin. Venjulegt þjónustusvæði þeirra er svæðið frá Þingeyri að Djúpi, en vegurinn um Breiðadals- og Botnsifeiðar er þannig að hann getur lokast fyrirvaralaust frá því f september og fram í maí. Þess vegna urðu flöldamargir Súgfírðingar af Innritun hefst mánudaginn 25. apríl í Tónabæ kl. 10:00 - upplýsingar eru veittar í síma 35935 . Nómskeiðið er haldið ( samvinnu íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur Félagsstarfs aldraðra ( Reykjavfk og Félags áhugafólks um (þróttir aldraðra. Hljómsveitin Sjöund leikur lög í minningu Elvis Presleys. Fremst á myndinni eru Pétur Jensson söngvari og Hlöðver Guðnason gítarleik- ari og framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar. Á milli þeirra eru Erna Andreasen og Guðlaug Ólafsdóttir sem sungu bakraddir. Aldraðir - Vornámskeið í leikfimi fyrir aldraða verður haldið í Tónabæ við Skaftahlíð. Tímabil: 25. apríl til 26. maí. Kennt verður mánudaga og fimmtudaga kl. 10:00- 11:00 og 11:00 - 12:00. íþróttakennari: Elísabet Hannesdóttir. Holl hreyfing!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.