Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988
Stjarnan sendi út úr
hjarta Stykkishólms
Stykkishólmi.
MIKIÐ var um að vera í félags-
heimilinu f Stykkishólmi laugar-
daginn 9. april síðastliðinn. Jör-
undur Guðmundsson skemmti-
kraftur kom með miklu föruneyti
á vegiun útvarpsstöðvarinnar
Stjöraunnar til að taka upp þátt-
inn „í hjarta Stykkishólms", sem
var með ívafi spurningakeppni.
Starfsmenn Skipavíkur hf. og
sjúkrahússins tóku þátt í spuminga-
keppninni og fór svo að Skipavíkur-
menn urðu að lúta í lægra haldi
fyrir konunum á sjúkrahúsinu. Var
húsið þéttskipað og þættinum vel
tekið af bæjarbúum. Á boðstólum
voru veitingar, enda stóð þetta yfir
í á_ þriðju klukkustund.
í þættinum ræddi Jörundur við
Arna Helgason, fréttaritara Morg-
unblaðsins, og Hönnu Maríu Sig-
geirsdóttur, lyfsala.
Arai
Morgunblaðið/Ámi Helgaaon
Jörundur Guðmundsson
Sumarkaffi 1 félags-
heimilinu Seltjamaniesi
KVENFÉLAGIÐ Seltjöra heldur
sina árlegu kaffisölu í félags-
heimilinu á Seltjarnaraesi á
morgun, sumardaginn fyrsta.
Húsið verður opnað kl. 14.30.
Á þessu 20. starfsári hefur félag-
ið látið mjög til sín taka meðal
bæjarbúa. Meðal annars héldu fé-
lagskonur jólatrésskemmtun fyrir
böm að venju og buðu eldri bæj-
arbúum í dagsferð að Keldum á
Rangárvöllum. Þá hefur kvenfélag-
ið styrkt björgunarsveitina Albert
og keypt kirkjuklukku í Seltjamar-
neskirkju.
Selkórinn á Seltjamamesi mun
koma og syngja nokkur lög fyrir
kaffigesti. Stjómandi er Friðrik V.
Stefánsson.
Ágóði af kaffisölunni rennur til
kaupa á bijóstamjaltavél fyrir
Heilsugæslustöðina á Seltjamar-
nesi og til kaupa á stólum í Seltjam-
ameskirkju.
(Fréttatilkynninff)
raðauglýsingar — radauglýsingar — raðauglýsingar
tilkynningar
Tilkynning frá Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur
Verslunar- og skrifstofufólk, sýnum sam-
stöðu í komandi verkfalli, sem hefst á mið-
nætti aðfaranótt föstudagsins 22. apríl.
Mætið því til verkfallsvörslu á föstudags-
morguninn í Húsi verslunarinnar, 9. hæð.
Hringið í síma 687100 og látið skrá ykkur til
verkfallsvörslu.
Mikilvægt er að algjör samstaða ríki í þessum
aðgerðum.
Stöndum saman í kjarabaráttunni.
Síminn er 687100.
*• Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur.
Verkfallsstjórn.
Sjúkraliðar
Aðalfundur sjúkraliðafélagsins, sem halda
átti 23. apríl sí., verðurfrestað um óákveðinn
tíma.
Stjórnin
atvinnuhúsnæði
Félagasamtök
Félagasamtök óska eftir að kaupa eða taka
á leigu til langs tíma 1000-2000 fm hús-
næði miðsvæðis í borginni.
Tilboð merkt: „Félagasamtök - 3709“ leggist
inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. þessa
mánaðar.
Til sölu glæsilegt
atvinnuhúsnæði ca 400
fm á 3. hæð (penthouse)
Húsnæðið er í glæsilegu nýju húsi vestan
Elliðaáa. Hentar vel fyrir t.d. skrifstofur eða
félagasamtök. Góð lofthæð. Fallegt útsýni.
Til afhendingar nú þegar, tilbúið undir tré-
verk. Allt frágengið að utan.
Atvinnuhúsnæði íAustur-
boginni 2400 fm til leigu
1. hæð: 1000 fm með stórum innkeyrsludyr-
um. Lofthæð 4,30 m.
2. hæð: 400 fm skrifstofuhúsnæði.
Kjallari 1000 fm með stórri innkeyrslu. Loft-
hæð 3,80 m.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 27.
apríl merkt: „Atvinnuhúsnæði - 4955“.
Skrifstofuhúsnæði
Höfum til leigu 236 fm skrifstofuhúsnæði.
Góð bílastæði. Laust strax.
Upplýsingar gefur Guðni Jónsson í síma
46600 á daginn og í síma 689221 á kvöldin.
Huginn, FUS,
Garðabæ, heldur
Hrafnaþing
Ungir sjálfstæðismenn í Garðabæ ætla að
kveðja Vetur konung á viðeigandi hátt mið-
vikudagskvöldið 20. apríl, siöasta vetrardag
kl. 20.00.
Hrafnaþing er nýjung í starfi félagsins, þar
sem málefnastarfi og skemmtun er hrært
saman i góðan kokkteil. Gestir Hrafnaþinga
munu ávallt vera ungir og umfram allt
hressir sjálfstæðismenn, sem eru að gera
góða hluti. Það verður Jón Snæhólm, for-
maður Týs í Kópavogi, sem ríður á vaðið.
Dagskráin verður óformleg.
Allir góðir menn velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Munið okkar sivinsælu léttu veitingar.
iHátiðanefnd Hugins.
Verzlunar- og
iðnaðarhúsnæði
Húseignin Auðbrekka 3-5, í hjarta Kópa-
vogs, er til leigu. Götuhæðin er 626 m2 .
Kjörið verzlunarhúsnæði. Jarðhæð er einnig
626 un2 iðnaðar- eða verzlunarhúsnæði.
Neðsta hæð er 260 m2iðnaðar- eða geymslu-
húsnæði. Vörulyfta gengur á milli allra hæða.
Innkeyrsludyr á öllum hæðum. Stór lóð að
norðan og austan við húsið. Leigist í einu
lagi eða hver hæð fyrir sig.
Upplýsingar í síma 41601 eða á staðnum.
Fiskþurrkun - húsnæði
60-120 m2húsnæði óskast fyrir fiskþurrkun
í Reykjavík eða nágrenni.
Upplýsingar leggist inn á auglýsingadeild
Mbl. merktar: „Fiskþurrkun - 6664“.
Selfoss
Baráttumál á vettvangi kvenna
Kjördæmisráð Sjálfstæöisflokksins á Suð-
urlandi boðar til opinnar ráðstefnu um bar-
áttumál á vettvangi kvenna. Ráöstefnan
verður í Hótel Selfossi laugardaginn "23.
april nk. kl. 13.30.
Framsögumenn:
Drífa Hjartardóttir, bóndi Keldum.
Hanna María Pétursdóttir, Skálholti.
Arndís Jónsdóttir, Selfossi.
Helga Jónsdóttir, Vestmannaeyjum.
María Ingvadóttir, Reykjavík.
Inga Jóna Þórðardóttir, Reykjavík.
Aö loknum framsöguræðum vera almenrtar umræður.
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins
á Suðurlandi.
Hafnarfjörður - árshátíð
Árshátíö sjálfstæöisfélaganna í Hafnarfiröi
veröur haldin í Garöaholti föstudaginn 29.
apríl og hefst kl. 19.00. Gestur hátíöarinnar
veröur formaður Sjálfstæöisflokksins Þor-
steinn Pálsson. Fjölbreytt skemmtiatriöi.
Diskótekiö Dísa sér um músík til kl. 02.00.
Aögöngumiöar seldir hjá Siguröi Þorleifs-
syni, Strandgötu-11.
Fram.
Frá sjávarútvegsnefnd
Stjórn málefna-
nefndar Sjálfstæðis-
flokksins um sjávar-
útvegsmál boðar
nefndina til fundar
föstudaginn 22.
apríl í Valhöll kl.
15.30. Dagskrá:
Þirigmál í vetur tengd
sjávarútvegi: Matt-
hias Bjarnason, al-
þingismaður.
Afkoma sjávarút-
vegsins um þessar
mundir: Siguröur Einarsson, útgerðarmaður.
Núgildandi fiskveiðireglur: Guðjón A. Kristjánsson, skipstjóri.
Markmið og áform nefndarinnar: Björn Dagbjartsson, framkvæmda-
stjóri.
Fundarstjóri: Eðvarð Júlíusson, útgerðarmaður.
Allir sjálfstæðismenn sem hafa áhuga á þessum málaflokki eru vel-
komnir á fundinn þó að þeir hafi ekki enn skráð sig i málefnanefndina.
Stjórnin.
Frá viðskipta- og neyt-
endanefnd Sjálfstæðis-
flokksins
Almennur kynning-
arfundur um starf
og verkefni nefndar- '
innar verður haldinn
i Valhöll miðviku-
daginn 20. apríl kl.
20.00.
Dagskrá:
★ Markmið og
skipulag nefndar-
starfsins fram að
næsta lands-
fundi. Framsaga: Steingrímur A. Arason, nefndarformaður.
★ Viðskipta- og neytendamál á Alþingi. Framsaga: Guðmundur H.
Garðarson, alþingismaður.
★ Hringborösumræður.
Allir sem áhuga hafa á að starfa með nefndinni eru velkomnir og
hvattir til að mæta.
Stjórnin.