Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÐAGUR 20. APRÍL 1988
17
Omamuri
Erlendar baakur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Richard McGÍlI: Omamuri
Útg. Heinemann 1988.
Oneitanlega þarf að taka nokkur
tilhlaup, áður en ráðizt er í að lesa
þessa bók, þó ekki væri nema vegna
lengdarinnar, sem er rösklega sjö
hundruð blaðsíður í stóru broti.
Lesandi er f Japan á seinni hluta
nftjánu aldar. Bandaríkjamaðurinn
Napier og Japaninn Hosokawa
ákveða að stofna silkifyrirtæki og
það gengur fyrstu áratugina svo
ijómandi vel, að næsta kynslóð
Napiera og Hosokawa, sem tekur
við er því komin vel í álnir. Tvær
fyrstu kynslóðir' Napieranna eiga
það sameiginlegt, að karlmennimir
eru harðsvíraðir og tilfínningalausir
menn, þeir ná sér í eiginkonur til
Bandaríkjanna til að þær fæði þeim
syni, svo að ættarveldinu verði ekki
ógnað.
En það bregður svo við að þriðja
R 1 C H A R D M c G I L L
Kápumynd
kynslóðin er öllu þekkilegri. Eða
að minnsta kosti manneskjulegri.
Douglas Napier festir ást á jap-
önsku stúlkunni Natsu, en það er
óhugsandi, að þau geti fengið að
eigast, svo mikil er andúð Japana
á að blahda blóði við útlendinga,
að slíkt samband væri dauðadæmt
og þau útskúfuð úr þjóðfélaginu,
að ekki sé nú minnzt á ættarveldið,
sem skiptir langmestu máli í huga
föður Douglasar.
Douglas er neyddur til að yfír-
gefa ástvinuna og það er ekki fyrr
en löngu sfðar, að hann kemst á
snoðir um, að faðir hans hefur
skrökvað að honum og beitt verstu
brögðum. Þá er Douglas hins vegar
giftur Angelu, amrískri stúlku og
MEÐ STERKAN KARAKTER!
Bílarnir frá Citroén hafa karakter, enda hafa þeir alltaí verið
á undan sinni samtíð og mótað sinn eigin stíl.
Þetta hefur kannski aldrei verið eins áberandi og nú þegar
engu er líkara en að meirihluti nýrra bíla á markaðnum sé, að meira
eða minna leyti, byggður á sömu útlitsteikningunni.
En sterkur karakter og sérstaða Citroén byggist ekki aðeins á
stílfegurð bílanna, framleiðendur þeirra hafa ekki síður verið
afgerandi brautryðjendur á tæknisviðinu.
Frönsk fegurð og tœkni fyrir íslenskar
aðstœður
Citroén á sérstakt erindi til fslendinga því helstu kostir hans
umfram aðra bíla eru einmitt þeir sömu -og henta íslenskum
aðstæðum einna best, - allt árið.
Vökvaijöðrun
Þú hefur ekki kynnst fjöðrun í bíl fyrr en þú hefur uppgötvað
vökvafjöðrun Citroén. Það segir sína sögu að Rolls Royce fær afnot
af henni, með leyfi frá Citroén.
Mýktin er alveg einstök.
Hœðarstilling og framhjóladrif
Citroén heldur alltaf sömu hæð frá vegi, burtséð frá
hléðslu. Þú getur einnig hækkað og lækkað bílinn
eftir þörfum. Þegar við bætast
framhjóladrifið og vökva-
fjöðrunin geturðu
verið viss um að
hann bregst þér
hvorki í snjó eða á
grýttum og holóttum vegum.
Sannaðu til, Citroén líður áfram mjúklega og áreynslulítið í
hvaða færð og veðri sem er.
Stílfegurð og sparneytni
Hönnun Citroén, þar sem straumlínulagið er áberandi, er ekki aðeins
spuming um fegurð heldur líka eldsneytisspcu-nað.
Loftmótstaðan er í aigem lágmarki og því hefur Citroén ætíð
verið með sparneytnustu bílum í öllum stærðarflokkum og sigrað
margar sparaksturskeppnir með glæsibrag..
Öryggi
Það er að sjálfsögðu fleira sem stuðlar að öryggi en öryggisbelti eða
stálgrind utan um bflstjórann.
. Öryggi allra vegfarenda hefur alltaf verið ofarlega í hugum
hönnuða Citroén og því hafa þeir lagt allt kapp á alhliða
aksturseiginleika bílsins.
Það er öryggisþáttur númer eitt.
Tækninýjungarnar hjá Citroén stuðla því alltaf að auknu öryggi f
umferðinni og em öðmm til fyrirmyndar.
Nokkur dæmi: Citroén kom fyrstur með framhjóladrifið árið 1934,
tannstangarstýrið árið 1936, vökvafjöðrunina og diskahemla árið
1955.
Árið 1974 hlaut bfllinn sérstök verðlaun (ýrir öryggisbúnað og
árið 1984 var ABS hemlakerfið tekið í notkun og svo má t. d. nefna
að það er lítil hætta á ferðum þótt hvellspringi á Citroén því bílnum
má aka á þrem dekkjum, - ótrúlegt en satt.
Ending
Útkoman úr sænskri könnun á endingu bíla, sem fram fór árið 1985,
var sú að Citroén var einn af þrem endingarbestu bílunum.
Það em ekki ónýt meðmæli.
Belgíska þreytuprófið
Nýleg belgísk tilraun sýndi fram á að ökumenn Citroén BX og CX
gátu ekið samfleytt í 10 klst. án þess að sýna þreytumerki (sama
gátu ökumenn Rolls Royce gert), á meðan ökumenn margra
annarra viðurkenndra bifreiðategunda vom útkeyrðir eftir aðeins
2-3 klst. akstur.
Þessi útkoma kemur þeim ekki á óvart sem
hafa kynnst vökvafjöðruninni óviðjafnanlegu,
fádæma góðum sætunum, handhægum
stjórntækjunum, öllu rýminu og alhliða
aksturseiginleikum bílsins.
Citroén er hámark þæginda í akstri.
Verð og greiðslukjör
Það hefur aldrei verið eins auðvelt að eignast nýjan Citroén og
einmitt nú.
Bæði verð og greiðslukjör em frábær:
Citroen AX 3ja dyra: frá kr. 367.000.-
Citroen AX 5 dyra: frá kr. 387.000.-
Citroen BX: frá kr. 539.000.-
1) Aðeins 25% útborgun og eftirstöðvar á 30 mánuðum.
2) 50% útborgun og eftirstöðvar á 12 mánuðum. Með vöxtum
án verðtryggingar.
G/obust
Lágmúla 5, sími 681555
ágætri og þau eignast soninn Max,
augnasteinn foreldranna.
Þegar þau hjón snúa heim til
Japans rennur loks ljós upp fyrir
Douglas - og var tími til kominn.
Natsu hefur alið honum soninn
Paul og flölskylda hennar hefur
afneitað henni. Sonurinn er fyrirlit-
inn og hrakinn og þó að hann sýni
snemma að hann er vel af guði
gerður, er alls staðar bmgðið fyrir
hann fæti, vegna fyrirlitningar Jap-
ana á ógeðfelldum k}mblendingum.
Þó svo að silkiframleiðslan sé
farin að dragast saman er nú svo
komið, að nýr markaður er innan
seilingar. Uppgangur Þjóðveija er
að hefjast og þeir þurfa vandaðar
fallhlífar og þær er hvergi að fá
betri en hjá Napier/Hosakawa fyr-
irtækinu. Douglas lízt að vísu ekki
á aðfarir nazista, en vill lengi vel
ekki trúa hvert stefnir. Vinahjón
þeirra Angelu, Heinz og Inge - sem
reynist vera af gyðingaættum- era
milliliðir fyrirtækisins í Þýzkalandi,
þótt það mælist afleitlega fyrir hjá
yfirstjóminni, þegar það kemst upp,
að Inge er með gyðingablóð f æðum.
Natsu og Douglas höfðu tekið
upp samskipti á ný, syninum Paul
til ólýsanlegs angurs, því að hann
telur föður sinn undirrót allra þján-
inga mæðginanna og getur aldrei
litið hann nema hatursaugum.
Aram saman eiga þau með sér ljúfa
fundi, Natsu og Douglas og þó reyn-
ir hann í leiðinni að vera sæmilega
góður eiginmaður Angelu og ágæt-
ur faðir drengsins Max.
Þriðja kynslóð Hosokawa hefur
eignast son Kimitake og dótturina
Shizue. Fallhlífarframleiðslan
gengur ágætlega, Paul tekst að
komast að sem blaðamaður og er
meðal annars sendur til Kína að
fylgjast með stríði Japana og
Kínveija og hann snýr aftur kalinn
á hjarta. Og til að bæta gráu ofan
á svart verða þau svo ástfangin
Max og Shizue og þar með er sag-
an að endurtaka sig. Þótt tími hafí
liðið, hefur afstaða Japana til blóð-
blöndunar ekki breytzt og því er
óhugsandi, að þau geti fengið að
eigasL
Það yrði of. langt mál að rekja
söguþráðinn alla leið f þessari miklu
bók, en margt á enn eftir að ger-
ast, þegar hér er komið. Sagan er
sögð af ótrúlega mikilli þekkingu á
þeim tíma sem hún gerist á, spann-
ar um sjötíu ár. Lýsing höfundar á
framandlegum - fyrir mig að
minnsta kosti - hugsunarhætti Jap-
ana, bæði hvað varðar blóðblöndun
við útlendinga, framgöngu þeirra í
stríðinu við Kínveija og að
ógleymdri tilfinningu þeirra fyrir,
hvað er heiður og hvað er sómi-
virðist mjög sannfærandi og vel
gerð. Á stundum er engu líkara en
höfundur láti hrífast með af öllu
saman og það veikir frásögnina á
stöku stað.
En það er í þessari bók einhver
innilegur og skfr seiður, sem heldur
manni við efnið þessar sjö hundrað
síður
Örstutt er sfðan bókin kom út í
London og hún er dýr innbundin.
En verður ugglaust send fljótlega
á markað í kilju.
Fyrirlestrar
um boðefni
DR. GUÐJÓN Elvar Theodórs-
son, dósent við Karólinska
sjúkrahúsið í Stokkhólmi, er
væntanlegur hingað til lands I
boði Meinefna-, blóðmeina- og
meinalffeðlisfræðafélags ís-
lands, MBM.
Dr. Guðjón mun halda tvo fyrir-
lestra, hinn fyrri þriðjudaginn 26.
apríl kl. 12.15 í fyrirlestrasal á jarð-
hæð í G-álmu Borgarspftalans og
fjallar hann um peptíðboðefni —
hlutverk þeirra f sjúkdómsmyndun
og klfnfska notkun mælinga. Sfðari
fyrirlesturinn verður föstudaginn
29. aprfl kl. 13 f fundarsal Hjúkr-
unarkvennaskólans, Landspftalan-
um og nefnist fyrirlesturinn: Peptíð-
boðefíii; lífefna- og lífeðlisfræðileg-
ur fjölbreytileiki með sérstöku tilliti
tíl Takkikinina og Neuropeptids Y.
(Ur fréttatílkynningu)
r