Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 26
Morgunblaðiö/Ámi Sæberg
Rattan Kotwal, forstjóri Lund-
únadeildar Ferðaskrifstofu ind-
verska ríkisins.
Indlandsferðir:
Morgunbiaðið/Ámi Sæberg
Vyay Sujan, forstjóri India
Dream Holidays.
Strandlengja Indlands er i nokkru frábrugðin þeim sólarströndum sem íslendingar eiga helst að venj-
ast. Frá Goa-ströndinni.
Á skíðum í Himalaya eða
þjóðhátíð í Nýju-Delhi
INDVERSKUR ferðamannaiðnað-
ur er ung og ört vaxandi atvinnu-
grein. Undanfarin ár hafa ind-
versk stjórnvöld lagt kapp á að
laða ferðamenn til þessa fagra og
fjöhnenna iands, sem er þó oftar
getið i tengslum við fátœkt og
róstur. Hér á landi vorú nýlega
staddir tveir indverskir ferða-
málafrömuðir til að kynna íslend-
ingum hvað Indland hefur upp á
að bjóða og er fjölbreytnin líklega
meiri en margan grunar; allt frá
skíðaferðum til Kasmir til dvalar
á sólarströnd i suðurhluta lands-
ins. Morgunblaðið ræddi stuttlega
við þá Rattan Kotwal, forstjóra
Lundúnadeildar Ferðaskrifstofu
Indverska rikisins og Vijay Sujan,
forstjóra India Dream Holidays í
London.
Fjöldi ferðamanna til Indlands var
um ein milljón á siðasta ári og gera
yfirvöld ferðamála sér vonir um
15-20% aukningu á þessu ári. En þá
eru að vísu ekki taldir með ferða-
menn frá nágrannalöndunum, t.d.
Pakistan. „Þetta þykir ekki mikill
Qöldi ferðamanna til lands sem telur
800 milljónir íbúa en sé málið athug-
að nánar kemur í ljós að meðalfjöldi
gistinátta á mann er einn sá hæsti í
heimi, 26 nætur,“ segir Rattan Kot-
wal.
Ferðamennimir koma aðallega frá
Bretlandi og Bandaríkjunum en fast
á hæla þeim koma þjóðir á megin-
landi Evrópu. Nokkrir hópar Íslend-
inga hafa einnig farið og eru áætlað-
ar ferðir á þessu ári, t.d. ferð Heims-
reisuklúbbs Útsýnar. Aðspurður
sagði Rattan ferðamenn ekki í neinni
hættu þó að róstur væru t.d. í
Punjab-héraði. Ferðamenn væru
flarri þeim svæðum og hann vissi
ekki til þess að neinn þeirra hefði
lent í vandræðum vegna óeirða. Þvert
á móti nyti fólk dvalarinnar í fallegu
landi hjá gestrisnum íbúum.
Járnbrautakerfið það
stærsta i Asíu
„Fjölbreytnin er nánast óendan-
leg,“ segir Rattan þegar hann er innt-
ur eftir þvf hvað ferðamönnum bjóð-
ist. „Fólk getur stundað fjallaklifur,
skoðað dýralífíð, sem er mjög fjöl-
skrúðugt, sólað sig á baðströndum
og kynnst menningu okkar, sem á
sér einna lengsta sögu í veröldinni,
4-5000 ára gömul. Mannlífíð er fjöl-
skrúðugt og tilvalið að fylgjast með
hátíðahöldum, t.d. þjóðhátíðinni sem
er 26. janúar. í sömu ferð getur ferða-
langur skoðað fom hof og hallir,
tígrisdýr og basara, kynnst hinni
vfðfrægu indversku matargerðarlist,
klifrað í HimalayaQallgarðinum, farið
í eyðimerkurferðir á kameldýrum og
þar sem loftslag er alltaf milt. Hallir
og fagrar minjar væri of lang mál
að telja en þó mætti nefna Taj Mah-
al, Höll vindanna og Fílahellana hjá
Bombay. Hvað varðaði hentugan
ferðatíma sagði hann best að ferðast
að vetri til um sléttumar á láglendinu
þar sem margar stærstu borganna
væru staðsettar og til strandarinnar
þar sem loftslagið væri alltaf tempr-
að. A sumrin væri hægt að ferðast
um hálendið þar sem ekki væri eins
heitt, t.d: Himalaya.
Gullni þríhyrningurinn
Ferðaskrifstofan India Dream
Holidays hefur starfað undanfarin
átta ár í London en er einnig með
útibú víðs vegar um Indland. Vijay
Sujan forstjóri sagðist hafa hitt full-
trúa einna 4 ferðaskrifstofa sem allar
hefðu lýst yfír áhuga á samstarfi þó
að ekkert hefði enn verið samið.
Hann sagði ferðir skrifstofunnar
skiljanlega miðast fyrst og fremst við
þá ferðamenn sem hefðu aldrei kom-
ið til Indlands. „Mjög margir við-
skiptavina okkar ferðast um svokall-
aðan „Gullna þríhyming" í norðvest-
ur hluta landsins. Þá er flogið til
Nýju Delhi, þaðan til Agra og síðan
til Jaipur, þaðan sem flogið er til
baka til Delhi. Þessi ferð tekur yfír-
leitt 9 daga og þá fer fólk gjaman
til strandarinnar. Við bjóðum einnig
upp á lengri og skemmri ferðir um
allt landið, til dæmis skíða- og golf-
ferðir til Kasmír, en þar er sá golf-
völlur sem er hæst yfír sjávarmáli.
Vijay sagði litlum vandkvæðum
bundið að ferðast um á eigin vegum
í Indlandi þar sem fólkið væri vin-
gjamlegt og að enska væri töluð víða.
Enda ferðaðist margt ungt fólk á
Indrail-bus korti um landið í lengri
eða skemmri tíma.
Víst er að Indland er nýstárlegur
áningarstaður þar sem möguleikar
ferðalangsins eru nánast ótæmandi.
gist á lúxushótelum á baðströndum.
Við leggjum áherslu á að ferðamenn
fái nasaþef af landi og þjóð er það
ferðast um.“
Rattan segir auðvelt að ferðast
innanlands, þéttriðið flugnet flugfél-
aganna Indian Airlines og Vayudoot
Airlines tengi allar stærri borgir Ind-
lands og jámbrautarkerfíð sé það
stærsta í Asíu. „Hægt er að fá svo-
kölluð Indrail-bus kort, sem veita
ótakmarkaðar ferðir með lestum, í
loftkældum klefum ef vill, í ákveðinn
tíma, t.d. 2 eða 3 vikur. Þá er hægt
að kaupa 8 daga ferð með gamaldags
lúxuslest sem kallast „Höll á hjólum".
Víðs vegar um Indland eru 53 þjóð-
garðar og 247 friðlönd þar sem hægt
að virða fyrir sér dýralíf og náttúru
landsins.
Til Himalaya á sumrin
Að sögn Rattans eru Goa- og Kov-
alamstrendumar á suð-vestur hom-
inu og Kasmír-héraðið í norðurhlut-
anum vinsælustu ferðamannastaðim-
ir, bæði meðal Indveija og erlendra
ferðamanna. Þá nefndi hann Anda-
man-eyjamar undan austurströndinni
Mannlíf Indlands
skrúðugt.
Höll vindanna S Jaipur er ein óteljandi minnismerkja Indlands.
I