Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 26
Morgunblaðiö/Ámi Sæberg Rattan Kotwal, forstjóri Lund- únadeildar Ferðaskrifstofu ind- verska ríkisins. Indlandsferðir: Morgunbiaðið/Ámi Sæberg Vyay Sujan, forstjóri India Dream Holidays. Strandlengja Indlands er i nokkru frábrugðin þeim sólarströndum sem íslendingar eiga helst að venj- ast. Frá Goa-ströndinni. Á skíðum í Himalaya eða þjóðhátíð í Nýju-Delhi INDVERSKUR ferðamannaiðnað- ur er ung og ört vaxandi atvinnu- grein. Undanfarin ár hafa ind- versk stjórnvöld lagt kapp á að laða ferðamenn til þessa fagra og fjöhnenna iands, sem er þó oftar getið i tengslum við fátœkt og róstur. Hér á landi vorú nýlega staddir tveir indverskir ferða- málafrömuðir til að kynna íslend- ingum hvað Indland hefur upp á að bjóða og er fjölbreytnin líklega meiri en margan grunar; allt frá skíðaferðum til Kasmir til dvalar á sólarströnd i suðurhluta lands- ins. Morgunblaðið ræddi stuttlega við þá Rattan Kotwal, forstjóra Lundúnadeildar Ferðaskrifstofu Indverska rikisins og Vijay Sujan, forstjóra India Dream Holidays í London. Fjöldi ferðamanna til Indlands var um ein milljón á siðasta ári og gera yfirvöld ferðamála sér vonir um 15-20% aukningu á þessu ári. En þá eru að vísu ekki taldir með ferða- menn frá nágrannalöndunum, t.d. Pakistan. „Þetta þykir ekki mikill Qöldi ferðamanna til lands sem telur 800 milljónir íbúa en sé málið athug- að nánar kemur í ljós að meðalfjöldi gistinátta á mann er einn sá hæsti í heimi, 26 nætur,“ segir Rattan Kot- wal. Ferðamennimir koma aðallega frá Bretlandi og Bandaríkjunum en fast á hæla þeim koma þjóðir á megin- landi Evrópu. Nokkrir hópar Íslend- inga hafa einnig farið og eru áætlað- ar ferðir á þessu ári, t.d. ferð Heims- reisuklúbbs Útsýnar. Aðspurður sagði Rattan ferðamenn ekki í neinni hættu þó að róstur væru t.d. í Punjab-héraði. Ferðamenn væru flarri þeim svæðum og hann vissi ekki til þess að neinn þeirra hefði lent í vandræðum vegna óeirða. Þvert á móti nyti fólk dvalarinnar í fallegu landi hjá gestrisnum íbúum. Járnbrautakerfið það stærsta i Asíu „Fjölbreytnin er nánast óendan- leg,“ segir Rattan þegar hann er innt- ur eftir þvf hvað ferðamönnum bjóð- ist. „Fólk getur stundað fjallaklifur, skoðað dýralífíð, sem er mjög fjöl- skrúðugt, sólað sig á baðströndum og kynnst menningu okkar, sem á sér einna lengsta sögu í veröldinni, 4-5000 ára gömul. Mannlífíð er fjöl- skrúðugt og tilvalið að fylgjast með hátíðahöldum, t.d. þjóðhátíðinni sem er 26. janúar. í sömu ferð getur ferða- langur skoðað fom hof og hallir, tígrisdýr og basara, kynnst hinni vfðfrægu indversku matargerðarlist, klifrað í HimalayaQallgarðinum, farið í eyðimerkurferðir á kameldýrum og þar sem loftslag er alltaf milt. Hallir og fagrar minjar væri of lang mál að telja en þó mætti nefna Taj Mah- al, Höll vindanna og Fílahellana hjá Bombay. Hvað varðaði hentugan ferðatíma sagði hann best að ferðast að vetri til um sléttumar á láglendinu þar sem margar stærstu borganna væru staðsettar og til strandarinnar þar sem loftslagið væri alltaf tempr- að. A sumrin væri hægt að ferðast um hálendið þar sem ekki væri eins heitt, t.d: Himalaya. Gullni þríhyrningurinn Ferðaskrifstofan India Dream Holidays hefur starfað undanfarin átta ár í London en er einnig með útibú víðs vegar um Indland. Vijay Sujan forstjóri sagðist hafa hitt full- trúa einna 4 ferðaskrifstofa sem allar hefðu lýst yfír áhuga á samstarfi þó að ekkert hefði enn verið samið. Hann sagði ferðir skrifstofunnar skiljanlega miðast fyrst og fremst við þá ferðamenn sem hefðu aldrei kom- ið til Indlands. „Mjög margir við- skiptavina okkar ferðast um svokall- aðan „Gullna þríhyming" í norðvest- ur hluta landsins. Þá er flogið til Nýju Delhi, þaðan til Agra og síðan til Jaipur, þaðan sem flogið er til baka til Delhi. Þessi ferð tekur yfír- leitt 9 daga og þá fer fólk gjaman til strandarinnar. Við bjóðum einnig upp á lengri og skemmri ferðir um allt landið, til dæmis skíða- og golf- ferðir til Kasmír, en þar er sá golf- völlur sem er hæst yfír sjávarmáli. Vijay sagði litlum vandkvæðum bundið að ferðast um á eigin vegum í Indlandi þar sem fólkið væri vin- gjamlegt og að enska væri töluð víða. Enda ferðaðist margt ungt fólk á Indrail-bus korti um landið í lengri eða skemmri tíma. Víst er að Indland er nýstárlegur áningarstaður þar sem möguleikar ferðalangsins eru nánast ótæmandi. gist á lúxushótelum á baðströndum. Við leggjum áherslu á að ferðamenn fái nasaþef af landi og þjóð er það ferðast um.“ Rattan segir auðvelt að ferðast innanlands, þéttriðið flugnet flugfél- aganna Indian Airlines og Vayudoot Airlines tengi allar stærri borgir Ind- lands og jámbrautarkerfíð sé það stærsta í Asíu. „Hægt er að fá svo- kölluð Indrail-bus kort, sem veita ótakmarkaðar ferðir með lestum, í loftkældum klefum ef vill, í ákveðinn tíma, t.d. 2 eða 3 vikur. Þá er hægt að kaupa 8 daga ferð með gamaldags lúxuslest sem kallast „Höll á hjólum". Víðs vegar um Indland eru 53 þjóð- garðar og 247 friðlönd þar sem hægt að virða fyrir sér dýralíf og náttúru landsins. Til Himalaya á sumrin Að sögn Rattans eru Goa- og Kov- alamstrendumar á suð-vestur hom- inu og Kasmír-héraðið í norðurhlut- anum vinsælustu ferðamannastaðim- ir, bæði meðal Indveija og erlendra ferðamanna. Þá nefndi hann Anda- man-eyjamar undan austurströndinni Mannlíf Indlands skrúðugt. Höll vindanna S Jaipur er ein óteljandi minnismerkja Indlands. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 89. tölublað (20.04.1988)
https://timarit.is/issue/121768

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

89. tölublað (20.04.1988)

Aðgerðir: