Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 72
r- ••
Nýtt
numer
692500
■J
SJÓVÁ
tvgnitlilftfrUÞ
~
Sparispðsvextir
tóreiKni
meö
SAMVINI
ÍSLANDS HR
Kl
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR.
Vopnafjörður:
Tveir menn lét-
ust af skotsárum
Ovíst hvort tengsl eru á milli dauðaþeirra
TVEIR menn fundust látnir
af skotsárum á Vopnafirði í
gær. Annar þeirra fannst á
Islendingur hand-
tekinn í Osló:
Eftirlýstur
fyrir rjár-
málabrot
ÍSLENSKUR maður var hand-
tekinn f Osló í Noregi á föstudag.
Yfirvöld hér á landi lýstu eftir
honum í desember og bíða hans
tvær ákærur fyrir þjófnað og
skjalafals. Þá er Rannsóknarlög-
regla ríkisins að rannsaka önnur
tvö mál, sem snúast um skjalafals
og þjófnað.
Maðurinn, sem er 24 ára gamall,
hefur verið í Osló síðan í nóvember
'á síðasta ári og meðal annars unnið
þar í byggingarvinnu. Búist er við
að maðurinn verði sendur til íslands
í vikunni.
Fjármálabrot mannsins eru af
ýmsu tagi. í einu málinu er t.d. tal-
ið að maðurinn hafí svikið út hátt á
þriðja hundrað þúsund krónur. Onn-
ur flalla um misferli með tékka-og
greiðslukort.
vinnustað sínum og hagla-
byssa við hlið hans. Skömmu
siðar fannst hinn maðurinn
og hafði hann verið skotinn
með haglabyssu í brjóstið.
Óvíst er hvort tengsl eru á
milli atburðanna, en Rann-
sóknarlögregla ríkisins vinn-
ur að rannsókn málsins.
Um hádegið í gær fannst mað-
ur, 45 ára gamall, látinn á vinnu-
stað sínum. Við hlið hans var
haglabyssa og telur lögregla allt
benda til að hann hafi Svipt sig
Hfi. Skömmu síðar fannst 33 ára
maður látinn að heimili sínu, bæ
utan við Vopnafjörð. Hann hafði
verið skotinn með haglabyssu í
bijóstið. Óvíst er hvort sama vopn-
ið banaði honum og þeim er fyrr
fannst.
Sýslumaðurinn í Norður-Múla-
sýslu, Sigurður Helgason, óskaði
eftir aðstoð Rannsóknarlögreglu
ríkisins um kl. 17 í gær. Starfs-
menn Rannsóknarlögreglunnar
komu flugleiðis til Vopnafjarðar
um kl. 22 í gærkvöldi og voru við
rannsókn næstu tvær klukku-
stundir. Um miðnættið sagði Sig-
urður Helgason að málið væri ekki
upplýst og rannsókn væri á frum-
stigi.
Lík mannanna voru flutt til
Reylqavíkur í gærkvöldi.
SA FYRSTIIFJÖRÐINN
Morgunblaðið/Eínar Falur
Haukar tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í körfuknatt-
leik í gær með sigri á Njarðvíkingum, 91:92, í æsispenn-
andi tvíframlengdum úrslitaleik i Njarðvík. íslandsmeist-
aratitillinn í körfuknattleik er því kominn til Hafnfar-
fiarðar í fyrsta sinn í sögunni. A myndinni fagna þeir
sigri Reynir Kristjánsson sem skoraði sigurkörfuna,
Pálmar Sigurðsson, þjálfari og besti leikmaður liðsins
og Henning Henningsson sem einnig lék mjög vel.
Sjá frásögn og myndir á iþróttasíðum.
Magnús L. Sveinsson formaður VR:
Oumflýjanlegt að
komi til verkfalls
FUNDUR hefur verið boðaður í
deilu félaga verslunarmanna og
vinnuveitenda hjá ríkissáttasemj-
ara á morgun, fimmtudag,
klukkan þijú. Magnús L. Sveins-
son, formaður VR, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkvöldi
að hann hefði ekki heyrt neitt
nýtt frá vinnuveitendum og því
*"»*teldi hann óumflýjanlegt að
verkfall verslunarmanna komi til
framkvæmda á föstudag. For-
sætisráðherra kallaði fulltrúa
deiluaðila á sinn fund í gær og
skýrðu þeir honum frá stöðu
mála.
aðeins hafa verið veittar undanþág-
ur til fjölmiðla og sjúkrastofnana.
Miklar annir voru í flestum mat-
vöruverslunum á höfuðborgarsvæð-
inu í gær og í dag er síðasti virki
dagur fyrir boðað verkfall. Að sögn
kaupmanna og verslunarfólks var
áberandi fólk keypti matvöru og
nauðsynjar fyrir tugi þúsunda. Að
sögn starfsmanna á bensínstöðum
bar nokkuð á að fólk hamstraði
bensín, en slíkt er ekki einungis
áhættusamt heldur einnig óþarfi að
sögn starfsmanna olíufélaga þar
sem ekkert bendir til að verkfallið
muni hamla sölu eða dreifingu á
eldsneyti.
Sjá fréttir og viðtöl á bls. 30
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verslunarfólk með áralanga
starfsreynslu sagðist ekki muna
eftir meiri önnum í matvöru-
verslun í Reykjavík en voru í
gær.
Víst að frjósi saman vetur og sumar:
Líkur á að hlýni um helgina
Flest bendir nú til að VR og sex
önnur félög verslunarmanna hefji
verkfall á föstudag og §ögur önnur
félög fylgi í kjölfarið í næstu viku.
Sambandsstjóm VSÍ mun koma
saman til fiindar um stöðu mála
og hugsanlegar aðgerðir í dag
klukkan 11.
Komi til verkfalls mun verslun
og þjónustustarfsemi lamast, nema
að því marki sem eigendur fyrir-
tækja og íjölskyldur þeirra geta
haldið uppi starfsemi. Innanlands-
flug stöðvast að mestu leyti á föstu-
dag og millilandaflug á mánudag.
Fjöldi undanþágubeiðna hefur
borist til verkfallsstjómar VR, en
KULDAKASTIÐ að undanfömu
hefur nú staðið i einar 2-3 vik-
ur. Hjá Veðurstofunni fengust
þær upplýsingar að nokkrar
líkur væru á að veður færi að
hlýna um helgina og að heldur
slakaði á kuldaklónni þangað
til. Að sögn búnaðarmálastjóra
mun kuldakastið tefja fyrir vor-
verkum þar sem jörð er auð en
ekki skaða gróður.
„Kuldar sem þessi eru frekar
óvenjulegir á þessum árstíma,
fljótt á litið virðist þó aprílmánuður
1951 verri. Svipaður kuldi var
einnig árið 1983 auk nokkurra
apríimánaða á fimmta og sjötta
áratugnum," sagði Magnús Jóns-
son veðurfræðingur.
í Reykjavik hefur verið að með-
altali um U/2 stigs frost fyrstu 18
daga mánaðarins. Frostið hefur
farið í 20 stig á nóttu í innsveitum
norðanlands, sunnanlands hefur
það farið í 10 stig. Á daginn hefur
frost verið frá 5 stigum og hlýnað
allt upp í 3 stiga hita. Ennþá er
frost víðast hvar norðanlands.
Magnús sagði víst að vetur og
sumar frysu saman og sagði hann
það vita á gott sumar.
Jónas Jónsson búnaðarmála-
stjóri sagði kuldakastið fyrst og
fremst koma niður á bændum sem
hygðu á komrækt. Þeir væru flest-
ir á Suðurlandi, þar sem jörð væri
auð og frost því dýpra í jörð. Því
yrðu tafir á að hægt yrði að vinna
jörð og sá og einnig væri hugsan-
legt að frostið kæmi niður á kart-
öflubændum.
Jónas sagði ekki ástæðu til að
ætla að kuldinn ylli skaða á gróðri
þar sem kuldakastið kom ekki í
kjölfar hlýindaskeiðs. Taldi hann
ólíklegt að kuldinn hefði mikil áhrif
á vorverk norðanlands og austan
þar sem jörð væri hulinn snjó og
gæti komið nokkuð vel undan vetri.
A
Ovenju marg-
ir þreyta sam-
ræmd próf
RÚMLEGA 4.300 nemendur 9.
bekkjar f rúmlega 100 grunnskól-
um þreyta samræmd próf dagana
25. til 28. apríl næstkomandi. Er
sá fjöldi nokkuð yfir meðallagi og
mun fleiri taka prófið nú en í
fyrra.
Að sögn Hrólfs Kjartanssonar,
deildarstjóra Skólaþróunardeildar
menntamálaráðuneytisins, tóku um
3.800 nemendur samræmd próf í
fyrra en að jafnaði taka um 4.000
9. bekkingar samræmd próf.
Prófin hefjast ýmist kl. 8 eða 9
og standa í 2V2 tíma. Á mánudag
25. verður prófað í dönsku, þriðjudag
í íslensku, miðvikudag í stærðfræði
og fimmtudag í ensku. Menntamála-
ráðuneytið áskilur sér þijár vikur til
að fara yfir prófin og skila úrlausn-
um.
Forsætisráð-
herra hitt-
ir Reagan
ÞORSTEINN Pálsson forsætis-
ráðherra hefur þegið boð Ronalds
Reagans Bandaríkjaforseta um að
koma f opinbera heimsókn til
Bandaríkjanna. Hefur heimsóknin
verið ákveðin 16. maí.
Tilkynning um heimsóknina var
send út samtímis frá forsætisráðu-
neytinu og Hvíta húsinu í Washing-
ton.