Morgunblaðið - 20.04.1988, Side 40

Morgunblaðið - 20.04.1988, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 Mývatnssveit: Sungið í Skjólbrekku Mývatnssveit KIRKJUKÓR Reykjahlíðarsóknar hélt söngskemmtun í Skjólbrekku síðastliðið mánudagskvöld. Stjómandi var Jón Ámi Sigfús- son, undirleik annaðist Ragnar Þorgrímsson, og einsöngvarar voru Ásmundur Kristjánsson og Margrét Bóasdóttir. Á söngskránni voru 16 lög eftir innlenda og erlenda höf- unda. Meðal lagahöfunda voru Frið- rik A. Friðriksson, Öm Friðriksson, Sigurður Sigurjónsson, Friðrik Jóns- son, Sigfús Hallgrímsson og Elísabet Jónsdóttir. Söngnum var frábærlega vel tek- ið. Varð kórinn og einsöngvarar að endurtaka mörg lög, ennfremur syngja aukalög. Aðsókn var mjög góð. Áformað er að kórinn syngi á HÚsavík fyrsta sumardag. Þá er einnig gert ráð fyrir að syngja á fleiri stöðum síðar. Þess má geta að Kirkjukór Reykjahlíðarsóknar á 80 ára afmæli á þessu ári. Fyrir- hugað er að minnast þeirra merku tímamóta síðar á árinu. Kristián. Morgunblaðið/Albert Kemp OBLIÐAR VIÐTOKUR Þegar vorar, koma farfuglamir og fylla loftin, flögrandi og syngjandi í tilhugalífinu. En, stund- um fá þeir óblíðar viðtökur. Vetur konungur brýst um í fjörbrotunum og sendir okkur illviðr- ishret. Það gerðist einmitt um siðustu helgi að einn vorboðinn mátti lúta í lægra haldi fyrir þeirri kuldatíð sera gekk yfir Austurland með kulda og hríðarbyljum. Þessi skógarþröstur komst ekki lengra, hann hafði sest á grein í garði fréttaritara Morgunblaðsins á Fáskrúðs- firði á sunnudaginn. Fréttaritarinn, Albert Kemp tók mynd af honum þar sem hann hmdi heldur kuldalegur. Skömmu sfðar tók Albert eftir þvi að fuglinn hafði ekki bært á sér. Þegar hann hugaði nánar að, kom í ljós að fuglinn hafði gefist upp gegn kuldanum og var dauður. Von- andi hafa þetta verið síðustu fjörbrot vetrarins og fuglamir fái að lifa þetta sumarið til enda. Skeifukeppni bændaskólanna: Svefneyjamál: Hólar í dag, Hvann- eyri á laugardag SKEIFUKEPPNI bændaskól- anna á Hólum og Hvanneyri verða haldnar nú i vikunni. Keppnin á Hólum fer fram i dag og byrjar dagskráin 13.30. A dagskrá verður auk skeifu- keppninnar, gæðingakeppni þar sem nemendur og staðar- menn leiða saman hesta sína. Þá verður keppt f boðreið að venju og heyrst hefur að einnig verði á dagskránni einhver óvænt uppákoma Hvanneyringar halda sína keppni á laugardag og byijar dag- skráin klukkan tíu með gæðinga- keppni en Skeifukeppnin hefst klukkan 13.30. Sú nýbreytni var tekin upp á Hólum að nemendum var leyft að koma með reiðfær hross til þátt- töku í skeifukeppninni og var gerð úttekt á hrossunum í upp- hafí tamningar. A Hvanneyri var hinsvegar notast við gamla fyrir- komulagið það er að segja að ekki mátti vera búið að fara á bak trippunum þegar þau komu á staðinn til tamningar. Dómsatriði eru þau sömu og verið hefur að því undanskildu að Hólamenn hafa fellt skeiðið út. Morgunblaðið veitir að venju sig- urvegara keppninnar Morgun- DÓMARI við embætti bæjarfógeta í Hafnarfirði, sem farið hefur með svokallað Svefneyjamál, úrskurð- aði í gær að hann viki sæti i mál- inu. Veijandi sakbomings í málinu lagði i síðustu viku fram kröfu um að dómarinn viki sæti, þar sem hann hefði tjáð sig of mikið um málið í fjölmiðlum og af ummælum hans væri ljóst að hann hefði myndað sér skoðun á því. Á þetta féllst dómar- inn, Guðmundur L. Jóhannesson, ekki. Hins vegar taldi hann rétt að víkja sæti, þar sem hann gæti átt aðild að málinu síðar. Vitnaði hann Enn brennur sina í Reykjavík EKKERT lát virðist ætla að verða á sinubrunum i Reykjavík. Slökkviliðið var kallað oft út i gær og liðsmenn þess hafa af því áhyggjur að þeir séu bundnir við slík störf ef eldur blossar upp annars staðar. í gær voru sinubrunar í Foss- vogi, inn við Holtaveg og á hæðinni við Veðurstofu íslands. Þá var slökkviliðið einnig kallað í Kopavog- inn, þar sem sinubruni var í Fífu- hvammslandi. Þar var eldurinn kominn mjög nærri tijágróðri. í öllum tilfellum höfðu böm og ungl- ingar kveikt eldana. Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði að eldurinn hefði breiðst mjög hratt út, enda jörð alauð. Til allrar hamingju hefði verið logn í gær, annars hefði getað farið verr. Ástæða er til að benda foreldrum enn á að brýna fyrir bömum sínum að kveikja ekki sinuelda. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Að stíga á bak trippinu er eitt dómsatriði Skeifurkeppninnar en hér gerir einn Hólasveina sig líklegan til að fara á bak trippi sínu. blaðsskeifuna og Félag Tamn- faxi veitir bikar fyrir bestu hirð- ingamanna veitir viðurkenningu ingu en verðlaunahafinn er valinn fyrir bestu ásetu. Tímaritið Eið- í leynilegri kosningu nemenda. til þess, að í viðtali í sjónvarpi hefðu maeður bama, sem hlut eiga að máli, látið falla ærumeiðandi og móðgandi ummæli um sig sem settan bæjarfóg- eta. Konumar væm aðilar að málinu sem forráðamenn bamanna og þar sem krafíst væri skaðabóta gæti sú staða hugsanlega komið upp að hann þyrfti að dæma þeim bætur, en ætti jafnframt kröfu á hendur þeim vegna ummælanna. Tók dómarinn þann kost að víkja sæti strax, þar sem þessi staða gæti komið upp. Líklegt er að dómsmálaráðuneytið skipi sérstakan setudómara til að fara með málið. Sá möguleiki er einn- ig fyrir hendi að annar sjálfstæður héraðsdómari við embætti bæjarfóg- eta í Hafnarfirði verði látinn taka við málinu, en sá kostur þykir þó ólíklegri. Borgardómur: Ríkíð sýknað af kröf- um fanga sem slasaðist DÓMUR er fallinn í Borgardómi í máli sem fyrrum fangi á Litla- Hrauni höfðaði gegn dómsmála- ráðherra og fjármálaráðherra, vegna slyss er hann varð fyrir í steypuskála vinnuhælisins. Dóm- arinn komst að þeirri niðurstöðu, að stefnu skyldu sýknaðir, en maðurinn hafði krafist 13 milljón króna bóta. Málavextir voru þeir, að í apríl 1977 var maðurinn að störfum í steypuskálanum ásamt tveimur öðr- um fongum. Annar samfanga hans klifraði upp á bita, sem lá þvert yfir steypuskálann og sveiflaði sér upp á hann í kaðli, sem hékk niður úr bitanum. Maðurinn fór á eftir honum, en þegar hann hékk með fætur um bitann og hélt í kaðalinn með höndunum gaf festan í kaðlin- um sig, svo maðurinn féll niður á steinssteypt gólfíð og hálsbrotnaði. Mæna hans skaddaðist þannig að hann er metinn 100% öryrki. Maðurinn hélt því m.a. fram fyr- ir dómi, að orsök slyssins mætti rekja til þess, að samfangi hans hafí orðið valdur að slysinu með því að spyma í kaðalinn þannig að hann losnaði. Þá hafi aðbúnaði á vinnustað verið ábótabant og það að kaðallinn var á bitanum, illa fest- ur, hafí verið slysagildra sem starfs- mönnum vinnuhælisins hafí borið að íjarlægja. Það að það var ekki gert yrði að meta stefndu til sakar. Þá hafí það verið vangá að fangam- ir hafí verið látnir einir á vinnustað sínum og eftirlitslausir. Af hálfu stefndu var því m.a. haldið fram, að sú fullyrðing að samfangi mannsins hafí valdið slys- inu væri með öllu ósönnuð. Jafnvel þótt svo kynni að vera bakaði það stefndu enga bótaskyldu, þar sem ekki yrði haldið fram, að sá fangi hafí verið hættulegur samföngum sínum og þurft sérstakrar gæslu. Þá var því mótmælt að aðbúnaði á vinnustað hafí verið ábótavant. Vinnuhælið gæti ekki talist venju- legur vinnustaður; aðbúnaður allur miðaði við fangavistina, en ekki við djarfa leiki fanganna. Ættu reglur um vinnuslys og vinnustaði ekki við. Það að maðurinn hafí verið að leika sér í kaðlinum hafí verið alger- lega óviðkomandi vinnu hans. Dómarinn komst að þeirri niður- stöðu, að jafnvel þó svo kynni að vera, að samfangi mannsins hafí valdið því að kaðallinn losnaði, yrði ekki á það fallist að stefndu bæru ábyrgð á slysinu. Engin ástæða hafí verið til að ætla að sá fangi væri samföngum sínum hættulegur og því hafí starfsmönnum hælisins ekki borið að hafa sérstakar gætur á honum frekar en öðrum föngum. Ljóst væri að fangamir hafí gert sér grein fyrir að þeim var leikur sá er þeir stunduðu ekki heimill og hættan sem stafað gæti af slíkum leik mætti vera öllum ljós. Leikur þessi hafí ekki verið í neinum eðli- legum tengslum við störf mannanna og kaðallinn hafí ekki verið notaður við framkvæmd starfanna. Það, að kaðalinn var til staðar, væri ekki til þess fallið að baka stefndu bóta- skyldu frekar en tilvist annarra hluta, sem eru á vinnustöðum og geta verið hættulegir ef eðlilegrar varúðar er ekki gætt. Ekki yrði fallist á að fangavörðum og verk- stjórum hafí borið að standa yfir öllum föngunum og fylgjast með verkum þeirra umfram það sem gert hafí verið. Samkvæmt þessu voru stefndu, dómsmálaráðherra fyrir hönd ráðu- neytsins og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, sýknaðir af öllum kröfum mannsins. Málskostnaður var látinn niður falla. Dóminn kvað upp Allan Vagn Magnússon, borg- ardómari. Dómaríákvað að víkja sæti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.