Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B 89. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Utför Khatils Wazirs Útför Khalils Wazirs, háttsetts herforingja innan Frelsissamtaka Palestínu, fer fram í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Hér sjást Palestínumenn í borginni bera kistu hins látna. Wazir var myrtur á laugardag í Túnis og er talið fullvíst að ísraelar hafí staðið á bak við morðið. Sjá fréttir á bls. 35. Skelfilegt ástand í farþegaþotunni frá Kuwait: Óþefur um borð vegna rotnandi ávaxtafarms Algeirsborg, Reuter. FARÞEGUM kúvæsku þotunnar í Algeirsborg hefur nú verið haldið í gislingu á þriðju viku og hafa menn áhyggjur af andlegri og líkamlegri liðan gíslanna eftir eldraunina. Aðbúnaður gislanna Reuter Iran: Hóta grimmilegnm hefndaraðgerðum Washington, Reuter. RONALD Reagan, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að staðan á Persaflóa hefði róast eftír átök Bandaríkjanna og Irans á mánudag en bandarískt herlið væri enn í viðbragðsstöðu. Forsetinn sagðist vonast til að ekki þyrftí að koma tíl frekari hernaðaríhlutunar Banda- ríkjamanna. íranir hafa hótað grimmilegum hefndum fyrir árásir Bandarikjanna á irönsk skip og olíuborpalla. Á mánudag urðu hörðustu átök milli Bandaríkjanna og írans á Persaflóa sem um getur. Banda- ríkjamenn ollu þá tjóni á 6 írönskum skipum. Leit stendur enn yfir að bandarískri þyrlu sem saknað er og taka níu skip þátt í leitinni. íran- ir segjast hafa skotið niður þyrluna, með tveimur mönnum um borð, en Bandaríkjamenn hafa ekki staðfest það. íranir segjast einnig hafa sökkt bandarísku herskipi á mánudag en Bandaríkjamenn hafa neitab því að svo sé. Sam Nunn, öldungadeildarþing- maður demókrata, hefur hvatt til þess að stefna forsetans varðandi Persaflóa verði endurskoðuð. Nunn sagðist styðja þá ákvörðun forset- ans að hefna tundurduflalagna ír- ana en sagðist óttast að sú stefna að vemda' kúvæsk oliuskip leiddi til þess að Bandaríkjamenn virtust hliðhollir írökum. Hann lagði til að Bandaríkin og bandalagsríki þeirra skiptu Persflóa niður í afmörkuð svæði og hvert ríki sæi um vemdun fijálsra skipaflutninga á einu slíku. í bréfi frá Ali Akbar Velayati, utanríkisráðherra írans, til Perez de Cuellars, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, er grimmileg- um hefndum hótað fyrir árásir Bandaríkjamanna á írönsk skot- mörk. Stjómmálasérfræðingar bú- ast við því að bandamenn Banda- ríkjanna eigi eftir að verða fyrir barðinu á hefndaraðgerðum írana frekar en Bandaríkin sjálf. Kuwait er einkum nefnt í því sambandi. í gær var hart barist á Faw- skaga. Talsmaður Bandaríkja- stjómar segist hafa heimildir fyrir því að írakar hafi náð fótfestu á skaganum. Þar hafa verjð bæki- stöðvar fyrir eldflaugar írana en þeim hefur meðal annars verið skot- ið á skotmörk í Kuwait. Sjá ennfremur fréttir á 32 og leiðara á miðopnu. bls. fer versnandi og í gær báðu flug- ræningjarnir um fyf gegn maga- kveisu, án þess að skýra frá þvi hvort þau væru ætluð gíslunum eða flugræningjunum. Mikil ólykt er sögð í þotunni, meðal annars vegna þess að þotan hafi ekki verið affermd, og í henni séu ávextir og grænmetí. í miðvikudagsútgáfu dagblaðsins al-Watan, sem gefið er út í Kuwa- it, segir Issa Mohamed al-Mazidi, innanríkisráðherra Kuwaits, að stjómin búist við lausn flugráns- málsins „á hverri stundu ef ekkert óvænt kemur fyrir“. Hann vildi ekki greina nánar frá gangi mála en þakkaði stjóm Alsírs fyrir sátta- tilraunir í málinu, í gær bað einn gíslanna um að gengið yrði að kröfum ræningjanna tii þess að bjarga lífi um það bil 30 gísla um borð. Rödd Anwar al- Sabah, frænku furstans af Xuwait var styrk, þrátt fyrir að ástandið um borð sé skelfilegt. Hún bað fyr- ir kveðju til ættingja sinna og sagði að sér og systur sinni, sem einnig er um borð, liði vel. Bróðir hennar sem einnig er í hópi gíslanna flutti svipaða bón í fyrradag og var á honum að heyra að heilsa hans væri að bresta. Háttsettur starfsmaður flugvall- arins í Algeirsborg sagði í samtali við fréttamann Reuters að mikil ólykt væri í farþegaþotunni. „Hvorki farmur né farangur hefur verið tekinn úr flugvélinni. í henni gætu verið ávextir," sagði starfs- maðurinn. Framkvæmdastjóri kúv- æska flugfélagsins í Thailandi sagði við fréttamenn að í farminum væri grænmeti frá Ástralíu. Eftir að hafa beðið um lyfjahylki vegna magaverkja opnuðu flugræn- ingjamir hurð í farþegarými þot- unnar og loftlúgu í flugstjómar- klefa til að hleypa inn fersku lofti. Þeir báðu einnig um að salemi yrðu hreinsuð rækilega, sérstaklega í miðhluta þotunnar. Læknir sem hafði farið um borð í þotuna á fimmtudag sagði að gíslamir sem hann hefði sannsakað væru alvar- lega veikir. Sérfræðingar segjast einnig hafa áhyggjur af andlegri Forkosningar í New York: Dukakis sigurvegari New York, Reuter. MICHAEL Dukakis, ríkisstjóri í Massachusetts, vann í gær sig- ur í forkosningum demókrata í New York-fylki. Samkvæmt tölvuspám sjónvarpsstöðva, sem ætíð hafa þótt mjög ábyggilegar, fékk Dukakis allt að 10% meira fylgi en helstí keppinautur hans, Jesse Jack- son. Lestína rak Albert Gore. Stjómmálaskýrendur segja að sigur Michaels Dukakis tryggi honum útnefningu flokks síns fyr- ir forsetakosningamar í nóvemb- er. Búist er við að óákveðnir leið- togar demókrata fylki sér nú að baki Dukakis. Nýjar skoðana- kannanir benda til að Dukakis muni treysta stöðu sína enn frek- ar í forkosningum í Pennsylvaniu og Ohio á næstu vikum. líðan gíslanna eftir svo . langa gíslingu. Þeir segja að margir þeirra 70 manna sem sleppt hafl verið .úr þotunni í Mashhad í íran og á Kýp- ur gætu átt í sálrænum erfíðleikum í mörg ár eftir gíslinguna. Kúvæsk stjómvöld hafa neitað að ganga að kröfum mannræningj- anna um að 17 hryðjuverkamönn- um verði sleppt úr kúvæskum fang- elsum. Viðræður við flugræningj- ana hófust að nýju í gær eftir sólar- hrings hlé. Sáttasemjari fór um borð í þotuna eftir að hafa beðið um fund með ræningjunum. Danmörk: Schliiter boðar til kosninga Kaupmannahöfn. Frá N. J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. POUL Schlliter, forsætisráð- herra Danmerkur, boðaði i gær tíl þingkosninga þann 10. maí næstkomandi. Er ástæðan sú, að stjórnin vill ekki sætta sig við þingsályktunartíllögu, sem sam- þykkt var í síðustu viku, og seg- ir, að hún stofni í voða aðild Dana að Atlantshafsbandalag- inu. Tillagan var þess efnis, að skip- herrum á herskip- um NATO-ríkj- anna skuli tilkynnt bréflega, að kjam- orkuvopn megi ekki vera innan danskrar lögsögu á friðartímum, en hingað til hafa Danir haft sama hátt á og Norðmenn.' Þeir hafa kynnt erlendum ríkisstjómum stefnu sína en ganga ekki eftir henni gagnvart einstökum skipum. Bandalagsríki Dana hafa brugð- ist hart við samþykktinni og segja Bretar, að hér eftir verði ekki unnt að halda flotaæfíngar á dönsku hafsvæði en þær eru nauðsynlegar ef unnt á að vera að koma Dönum til hjálpar á stríðstímum. Þá hefur George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagt, að vamar- samstarfið við Dani verði nú mikl- um annmörkum háð. Schluter lagði áherslu á, að í þessum kosningum væri kosið um vamarmál, í fyrsta sinn frá árinu 1949, þegar Danir gengu í Atlants- hafsbandalagið. Sjá „Danir kjósa um ..." á bls. 34. Poul Schlttter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 89. tölublað (20.04.1988)
https://timarit.is/issue/121768

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

89. tölublað (20.04.1988)

Aðgerðir: