Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁPkÍL 1988 Bæjarstjórn Ólafsvíkur: Krefst jöfnunar hús- hitunarkostnaðar Ahersla lögð á atvinnuöryggi Alyktað um kjara-, atvinnu- og verkmenntunarmál Selfoui. Verkalýðshreyfingin verður að beita afli samtakamáttarins og knýja á um pólitíska lausn & þeim félagslegu vandamálum sem blasa við svo sem almannatryggingtun, atvinnuleysistryggingum, lifeyrissjóðum og úrbótum i húsnæðismálum. Á þetta er lögð áhersla i kjaramálaályktun 8. þings Landssambands iðnverkafólks sem haldið var á Selfossi á föstudag og laugardag. Bent er á að samningamir í mars gerðu varla meira en halda í horfinu og folk þyrfti að búa sig undir harða baráttu fyrir auknum kaupmætti og félagslegu öryggi. Einnig að fráleitt sé að kenna láglaunafólki um við- skiptahallann og verðbólguna. „Gengisfelling sem ekki er bætt í kaupi eykur enn á ójöfnuðinn og verður ekki þoluð. Þingið heitir á heildarsamtökin að vera viðbúin því að beita afli sínu til vamar lífskjömm launafólks ef að þeim verður vegið," ægir í kjaramálaályktuninni. Bent er á að reynslan af gerð fastlauna- samninganna á sfðasta ári sýni að hægt sé að hafa beint og traust sam- band við vinnustaðina og slíkt vinnu- lag geti vel farið saman við það að verkalýðshreyfingin sé samstiga við gerð samninga. í ályktun um atvinnumál er því beint til stjómvalda að takmarka vaxtafrelsi og starfsemi fjármagns- markaðarins. Það stefni atvinnuör- yggi í hættu og efnahag landsins í rúst þegar fjármagnskostnaður fyrir- tækja 8é orðinn hærri en launakostn- aður. Bent er á að til þess að íslenskur iðnaður geti verið samkeppnisfær við erlendan verði iðnrekendur að bæta skipulag á vinnustað, auka starfs- menntun, atvinnulýðrseði og stjóma af meiri skynsemi. Samstillt átak geti eitt.bætt hag iðnaðarins. Sijómvöldum er bent á að styðja meira en gert er við nýja atvinnuupp- byggingu á landsbyggðinni og fólks- flóttann þaðan verði að stöðva með öflugu átaki í iðnaði. Þá em stjóm- völd og sveitarfélög hvött til að tryggja atvinnuöryggi starfsfólks í fata- og veQariðnaði. Tilmælum er beint til stjómvalda að beita aðgerð- um til vemdar íslenskum fataiðnaði. Loks eru landsmenn hvattir til að kaupa álenskar iðnaðarvörur. í ályktun um kjaramál kvenna segir að konur njóti ekki launaskriðs til jaftis við karla og kannanir sýni að konur séu langtum launalægri en karlar f sambærilegum störfum. Kon- ur verði að gera kröfur til að fá störf sín metin til jafns við karla. í verkmenntunarmálum lítur Landssamband iðnverkafólks á upp- byggingu starfsmenntunar sem nauðsynlegt skref að þvf marki að íslenskur iðnaður byggist á nýjustu tækni og verkþekkingu og geti boðið starf8mönnum sfnum margvísleg og eftirsóknarverð störf og tryggt þeim góða afkomu. Að öðrum kosti blasi við sú hætta að dauð hönd stöðnunar leggist yfir íslenskan iðnað. Bent er á að frumkvæði að verk- menntunarmálum verði að koma frá samtökum vinnumarkaðarins. Rfkis- valdið þurfi að veita nauðsynlegum flármunum til þessa málaflokks og vinna þurfi að því að byggja upp ijöl- breytta menntunarkosti f verk- smiðjuiðnaði sem hluta af verk- menntunarkerfinu í landinu. Sig. Jóns. BURT MtB RYÐ 06 TÆRINGU! Ryð og tæring eru víða alvarleg vandamál. WONDER er öflug vörn gegn þessum skað- völdum. Það er allt í senn: ryöhreinsir, ryðvörn og grunnur undir málningu. WONDER fjarlægir ryð án þess að skemma heila málningu, plast eða gúmmí. WONDER veldur efnabreytingum í ryði og myndar varnarfilmu yfir flötinn sem borið er á. Þannig stöðvast frekari ryðmyndun. WONDER getur verkað sem grunnur undir málningu. Það kemur t. d. í staðinn fyrir sand- blástur, hreinsar málminn vel og dyggilega og tryggir mjög göða viðloðun málningar. WONDER hentar hvar sem er, t. d. í vélsmiðj- um, skipasmíðastöðvum, til viðhalds vinnuvéla og á húsþök. WONDER fæst í 1 gallons brúsum og 19 lítra plastfötum. Leitið nánari upplýsinga hjá rekstrarvöru- deild okkar. Mótmælir misrétti á lífskjörum lands byggðar og höfuðborgarsvæðis Bæjarstjórn Ólafsvíkur hefur sent frá sér ályktun þar sem hún átelur harðlega ríkisstjórn íslands og Alþingi fyrir að láta viðgangast það misrétti sem sé á lífskjörum landsbyggðarinnar og Stór- Reykjavíkursvæðisins. Vísar bæj- arstjóm í upplýsingar Byggða- stofnunar þess efnis að mjög alvar- lega horfi með þróun byggðar í landinu. Þá segir f ályktuninni að algjör jöfnun húshitunarkostnaðar um land allt sé skýlaus krafa. í ályktuninni lýsir bæjarstjómin yfir miklum áhyggjum vegna til- færslu fjármuna frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins, sem haldi uppi betri lífskjömm á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Það lýsi sér í framkvæmdaþenslu og launaskriði, m.a. vegna rangrar gengisskráningar þess fjármagns sem sjávarútvegurinn afli þjóðarbúinu. Bæjarstjómin telur að þó húshitun- artaxtar Landsvirkjunar hafi verið lækkaðir nýlega, sé þar hvergi nærri nógu langt gengið og algjör jöfnun húshitunarkostnaðar um land allt sé skýlaus krafa. Bendir bæjarstjómin á að atvinnuvegum landsmanna sé mismunað með orkukostnaði. Álvers- og jámblendiverksmiðjur þurfi aðeins að greiða brot af þeim raforkukostn- aði sem fiskvinnslufyrirtækjum og fleirum sé gert að greiða. Bæjarstjómin mótmælir harðlega niðurskurði stjómvalda á framlagi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Þetta sé til viðbótar þeirri skerðingu sem hafi átt sér stað við gerð síðustu fjárlaga. Tekur bæjarstjómin undir kröfu full- trúaráðs Sambands fslenskra sveitar- félaga um að framlag til Jöfnunar- sjóðsins verði hækkað á þessu ári vegna erfiðrar stöðu margja sveitar- félaga. Hún sé m.a. tilkomin vegna skerðingar á framlagi tii sjóðsins og lögboðinnar lækkunar á álagingar- hlutfalli útsvars á þessu ári. Hvetur bæjarstjóm stjómvöld til að hefja nú þegar markvissar úrbæt- ur vegna. ótiyggs ástands í byggða- og atvinnumálum þjóðarinnar og skorar á sveitarstjómir í dreifbýlinu að taka höndum saman til vamar hagsmuna byggðanna. Morgunblaðið/Sigurður Jóns&on Úr vélasal mjólkurbúsins, Baldur Bjarnason mjólkurfræðingur við eina skilvinduna. asiaco hf Vesturgötu 2 Pósthólf 826 121 Reykjavík Simi (91) 26733 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Úr vinnslusalnum þar sem Létt og laggott er framleitt. Pökkunarvélin lengst til hægri. ar þar mest um mikla hækkun verð- miðlunargjalda sem hækkuðu um 98,3% og vom samtals 75,2 milljónir króna. S^óm Mjólkurbús Flóamanna er þannig skipuð: Eggert Ólafsson, Þor- valdseyri, Magnús Sigurðsson, Birt- ingaholti, Hörður Sigurgrímsson, Holti, Páll Lýðsson, Litlu-Sandvík og Snorri Þorvaldsson, Akurey. Birgir Guðmundsson tók við starfi mjólkur- bússtjóra 3. júlí á síðasta ári þegar Grétar Símonarson lét af störfum eftir að hafa gegnt starfinu frá 15. apríl 1953. - Sig. Jóns. 18,75% en rekstrargjöld um 18,92%. 68,84% rekstrargjalda fara til bænda fyrir innlagða mjólk en ef umfram- mjólkin er reiknuð með nema greiðsl- ur fyrir innlagða mjólk 71,5% af rekstrargjöldum. Greiðslur til bænda hækkuðu um 16%. Sjóðagjöld hækk- uðu verulega eða um 78,3% og mun- i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.