Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVKUDAGUR 20. APRlL 1988 Mm FOLK ■ ÁSGEIR Sigurvinsson togn aði á nára í leik Stuttgart og Bochum á laugardaginn. Hann hefur verið í læknis- og sprautu- meðferð síðan. Reiknað er með að Ásgeir verði frá keppni í fjórtán daga. ■ JÓNAS Bjömsson, knatt- spymumaður, sem lék með Sigl- firðingum sl. keppnistímabil, hefur ákveðið að leika aftur með þeim í sumar í 2. deildarkeppninni. Jónas, sem er uppalinn í Fram, skipti yfir í Fram eftir áramót, en er nú hætt- ur við að hætta með KS. Tveir aðrir ungir leikmenn hjá Fram, eru einnig á förum. Pétur Óskarsson til Fylkis og Lúðvik Þorgeirsson til ÍR. ■ ULI Stielike, fyrrum lands- liðsmaður V-Þýskalands og leik- maður með Gladbach og Real Madrid, verður að fara í enn einn hnéuppskurðinn. Hann hefur því ákveðið að leggja skóna á hilluna og hætta að leika með svissneska félaginu Neuchatel Xamax. Þeir sem taldir eru líklegir eru að taka stöðu hans hjá þessu besta félags- liði Sviss, eru Karl-Heinz Förster, sem leikur með Marseille í Frakkl- andi, eða Karl Allgöver, leikmaður Stuttgart. ■ FORSETI Verona á Ítalíu hefur oft látið það uppi, að danski landsliðsmaðurinn Preben Elkjær Larsen, eigi ekki heima í liði sínu. Samningur Preben rennur út í vor. Þá er líklegt að hann verði seldur. Franska félagið Bordeaux hefur sýnt áhuga á að fá þennan mikla markaskorara til sín, til að leika við hlið Clive Allen, sem félagið hefur keypt frá Tottenham. ■ ANDERLECHT er ekki til- búið að selja danska landsliðs- manninn Per Frimann, en aftur á móti getur það farið svo að félagið láni hann til danska félagsins AGF næstu vikumar, eða út þetta keppn- istímabil. Frimann hefur hug á að vera í leikæfingu þegar EM í V- Þyskalandi hefst í sumar. ■ JUVENTUS vinnur nú að því að skipta á leikmanni við Eind- hoven. Félagið er tilbúið að láta Michael Laudrup í skiptum við hollenska landsliðsmanninn Ronald Koeman, sem hefur skorað 21 mark fyrir Eindhoven. Real Madrid og Barcelona hafa einnig augastað á þessum 25 ára leik- manni, sem er samningsbundinn Eindhoven til 1992. ítalska blaðið La Gazetta dello Sport segir a’ð Juventus sé tilbúið að borga Eind- hoven 210 millj. ísl. kr. í skiptamun. ■ MICHAEL Platini, fyrirliði franska landsliðsins sem sigraði í Evrópukeppninni í knattspymu 1984, heftir verið útnefndur sendi- herra knattspymusambands Evr- ópu, UEFA fyrir Evrópukeppnina sem hefst í V-Þýskalandi í júní. Þá mun Platini vera tæknilegur ráðgjafi UEFA. HANDKNATTLEIKUR Slgurður Ounnarsson, sem hér sést f landsleik gegn Dönum, verður illa fjarri góðu gamni er landsliðið leikur f Japan. Sigurður er rífbeins- brotinn SIGURÐUR Gunnarsson, lands- liðsmaður í handknattleik úr Vfkingi, rifbeinsbrotnaði í leik með lögreglulandsliðinu gegn Frökkum. „Þetta tekur þrjár til fjórar vikur að gróa. Ég sé ekki að óg fari f keppnisferð lands- liðsins til Japans," sagði Sig- urður við Morgunblaðið í gœr. að má segja að ég hafí fengið högg á hjartastað," sagði Sig- urður, sem fékk högg frá einum vamarmanni Frakka þegar hann stökk upp í skot gegn þeim. Aðrar stórskyttur landsliðsins sem komast ekki í Japansferðina, em Sigurður Sveinsson, Alfreð Gísla- son, Kristján Arason og Páll ólafs- son, sem leika í V-Þýskalandi. Landsliðið heldur til Japans 26. apríl og kemur heim 7. maf. HANDKNATTLEIKUR Eriendur til Færeyja? Erlendur Hermannsson, sem atriði frágengin. Erlendur á þó þjálfaði 1. deildarlið Þórs frá eftir að fara utan til lokaviðræðna Akureyri í vetur, gæti orðið næsti við forráðamenn félagsins. „Það þjálfari færeysku meistaranna í er því best að fullyrða ekkert um handknattleik, Kyndils frá Þórs- þetta. Maður veit aldrei hvað get- höfn. ur komið upp á,“ sagði Erlendur Forráðamenn Kyndils hafa gert í gær. Erlendi tilboð, og em nánast öll KNATTSPYRNA „Mun ekki hafa, samband við KSI að fyrra bragði“ segir Pétur Pétursson, sem er úti í kuldanum fyrir æfingaleikinn við Ungverja „ÞAÐ kom mér óneitanlega á óvart að lesa um það f Morg- unblaðinu, að ág sé ekki inn í myndinni fyrir landsleikinn gegn Ungverjum f Búdapest. Það hefur enginn hjá Knatt- spyrnusambandinu haft sam- band við mig, til að segja már að ég yrði ekki valinn f lands- liðið. Eg hef hingaðtil lagt hart að mér til að koma í landsleiki. Þvf á óg þetta ekki skiiið,“ sagði Pétur Péturs- son, þegar Morgunblaðið spurði hann um ummœli Siggi Held, landsliðsþjálfara Is- lands, að hann Ifti svo á að Pétur vilji ekki leika með landsliðinu. eld sagði í viðtali við Morg- unblaðið í gær: „Meðan Pét- ur hefur ekki samband við mig kemur hann ekki til greina í lands- liðið.“ „Það er nýtt fyrir mig, að vita, að leikmenn eigi að hafa samband við KSÍ eða landsliðsþjálfara, til að láta vita um að þeir séu tilbún- ir. Ég mun ekki hafa samband við KSÍ að fyrra bragði. Sam- bandsmennimir geta haft sam- band við mig, ef þeir telja að þeir hafi not fyrir krafta mína. Ég mun þá íhuga málið," sagði Pétur. Ástæðan fyrir því að Pétur er kominn út í kuldann, er að hann tók brúðkaupsferð fram yfir landsleik gegn Norðmönnum í Osló sl. haust. Pétur hefur verið einn af lykilmönnum landsliðsins undanfarin ár og mætti oft í landsleiki, þegar hann var at- vinnumaður, þrátt fyrir að þjálfar- ar þeirra félaga sem hann lék með, voru á móti því. «rv Pétur I landsleik. ENGLAND Everton í 2. sæti Everton skaust í 2. sæti ensku 1. deildarinnar í knattspymu með sigri á Coventry, 1:2 á úti- velli í gær. Graeme Sharp og Adrian Heath skomðu mörk Éver- ton á 84. og 86. mínútu leiksins, en áður hafði Cyrille Regis skorað fyrir Coventry. Watford stendur mjög illa f neðsta sæti deildarinnar eftir jafntefli gegn Newcastle, 1:1 og Ports- mouth gerði einnig jafntelfí gegn Wimbledon, 2:2. Þá sigraði Luton Q.P.R. 2:1. Adrlan Heath skoraði sigurmark Everton gegn Coventry. HANDKNATTLEIKUR Yfirlýsing Bogdans kemur mér á óvart - segir Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ „ÞAÐ ER stefna landsliðs- nefndar HSÍ að rœða ekki þjálf- aramál sambandsins fyrren eftir Ólympíuleikana í Seoul,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður Handknattleikssam- bands íslands, er harfn var inntur álits á þeim ummælum Bogdans Kowalczyk, landsliðs- þjálfara, í blaðinu i gær, að hann hefði áhuga á að taka við stjórn U-21 árs landsliðsins eftir leikana í haust — þar eð hann myndi hætta með A-liðið. En ég er auðvitað ánægður með að( Bogdan hafi lýst því yfir að hann hafi áhuga á að starfa hér á landi áfram sem þjálfari og auðvit- að er hann einn þeirra sem til greina koma sem þjálfarar hjá HSÍ. Það hefur verið erfitt að fá atvinnuleyfí fyrir Bogdan hingað til, en ég vona að hann fái slíkt leyfí til að geta starfað hér áfram. Annars verð ég að segja að það kemur mér mjög á óvart að Bogdan skuli vera með þessar yfirlýsingar fyrir Ólympíuleikana," sagði Jón Hjaltalín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.