Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 66
MÓRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 66 Ast er ... að vita að riddara- mennskan er ekki fyrir bí. TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved 01986 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVÍSI Heitt vatn í lækinn á ný Til Velvakanda. Ég á margar góðar minningar frá heitalæknum í Oskjuhlíð og vil koma því á framfæri við borgaryfir- völd að þau láti hleypa heitu vatni í lækinn á ný þegar hlýna tekur í veðri. Það hefur líka verið draumur margra að gengið yrði þannig frá skolpræsum við Fossvog og í Kópa- vogi að óhreinindi berist ekki inn í Nauthólsvík. Þetta yrðu að vísu nokkuð dýrar framkvæmdir en ef þetta yrði gert ættum við líka að- gang að góðum baðstað í nágrenni borgarinnar. Ég held að þessar framkvæmdir yrðu mun betur þegnar af borgarbúum heldur en fyrirhugað veitingahús sem á að hringsnúast ofan á hitaveitugeymunum. Við höfum nóg af veitingahúsum en okkur vantar baðstað við sjóinn. Jóhann Of lítil umfjöll- im um fimleika Kæri Velvakandi. Ég hef tekið eftir því hve fimleik- ar fá litla umfjöllun i Ríkissjón- varpinu, jafnt sem öðrum fjölmiðl- um. Til dæmis var aðeins sýnt frá íslandsmeistaramótinu í um einn klukkutíma og dætur mínar sem báðar stunda þessa íþrótt voru að vonum mjög óánægðar. Bjami Fel- ixson kom einnig oft með tilkynn- ingar um úrslit í körfubolta og ann- að slíkt inn á milli. Hvem langar til að vita um úrslit einhverra leikja í annari deild í ensku knattspym- unni eða í einhveijum leikjum í fyrstu- eða annari deild í hand- bolta? Það er skömm að því að horfa uppá það næstum hvem ein- asta dag, einhveija menn eltandi bolta og reyna að skora, en þegar það tekst kyssast þeir og láta eins og óðir séu. Þetta býður sjónvarpið uppá og það gerir eins mikið og það getur til þess að við, fólkið sem borgar fyrir allt þetta, þurfum að horfa uppá þessi skrípalæti. Þeir fella einnig niður skemmtilega dag- skrárliði til að koma þessu að. G.S. Víkverji skrifar að urðu áheyrendum og aðdá- endum Pólýfónkórsins mikil vonbrigði, þegar fella varð niður fýrirhugaða 30 ára afmælistónleika kórsins skömmu eftir páska, vegna veikinda stjómandans, Ingólfs Guð- brandssonar. Tónleikar kórsins hafa verið fastur og veigamikill þáttur í menningarlífi þjóðarinnar í þijá áratugi og að þessu sinni var söngskrá óvenjulega spennandi og skemmtileg. Nú hefur það komið fram, að hugsanlegt sé, að tónleikar Pólýfón- kórsins fari fram, ef hægt verði að finna þeim stað í dagskrá Listahát- íðar í sumar. Víkveiji vill eindregið hvetja forráðamenn Listahátíðar til þess að stuðla að því, að svo megi verða. Það mundi setja mikinn svip á þessa listahátíð, ef Pólýfónkórinn tæki þátt í henni á þennan hátt. Ingólfur Guðbrandsson hefur frá stofnun Pólýfónkórsins verið burð- arásinn í starfi hans á fleiri en einn veg. Það er orðið tímabært, að fieiri komi þar við sögu og að leið verði fundin til þess að skapa Pólýfón- kómum fjárhagslegan grundvöll, þannig að þessi merki kóri geti haldið áfram að starfa óhindrað. XXX Fyrir nokkrum dögum birtist í brezku blaði óvenjuleg frétt. Þar var skýrt frá því, að áhrifa- mesti verkalýðsleiðtogi Svía, Stig Malm, hefði lýst því yflr fyrir skömnmu, að verkalýðsfélögin hefðu haft sigur í viðskiptum sínum við vinnuveitendur að þessu sinni, en að sá sigur gæti leitt til efna- hagslegra erfiðleika síðar á þessu ári og því næsta. Stig Malm skýrði frá því á blaða- mannafundi, að hann hefði aldrei orðið fyrir því áður, að upphafleg kröfugerð verkalýðsfélaganna, hefði orðið niðurstaða samninga. Hins vegar taldi hann hættu á, að þessir samningar mundu leiða til aukinnar verðbólgu á næsta vetri. Hafa menn heyrt íslenzka verka- lýðsforingja lýsa áhyggjum af þessu tagi?! XXX Fyrir nokkrum vikum var skýrt frá hugmyndum um að byggja yflr Austurstræti að hluta a.m.k. Þetta er góð hugmynd. Gatan er svo þröng, að það á að vera auð- veit að byggja yflr hana og það sama á raunar við um Laugaveg- inn. Verði þessari hugmynd hrint í framkvæmd gjörbreytist aðstaða gamla miðbæjarins í samkeppni við Kringluna og væntanlega nýja verzlunarmiðstöð í Kópavogi. Raun- ar sýnist Víkveija, að fasteignaeig- endur við Austurstræti og Lauga- veg ættu að taka höndum saman um þessar framkvæmdir. Það er engin ástæða til að Reykjavíkur- borg eiga þar hlut að máli, nema að því er varðar nauðsynieg bygg- ingarlejrfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.