Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988
25
Borgarfj örður:
Nýjung í ræktun græðl-
inga fyrir skjólbelti
UMRÆÐA um nýjar búgreinar
hefur fylgt í kjölfarið á offram-
leiðslu í hefðbundnum búgrein-
um. Garðyrkjubændur hafa
ekki farið varhiuta af offram-
leiðslu garðávaxta, svo sem nýj-
ustu dæmin sanna með kartöfl-
ur og áður tómata og gúrkur.
Það er því eðlilegt, að gróður-
húsa- og garðyrkjubændur ieiti
sem viðast fyrir sér til þess að
styrkja starfsgrundvöll og af-
komu sína betur en verið hefur.
Einn af þessum bændum er
Bemhard Jóhannesson í Sól-
byrgi í Reykholtsdal. Hefur
hann hafið ræktun á græðling-
um til sölu, og er þetta nýjung
í starfi garðyrkjubænda.
Bemhard setti niður græðlinga
í nokkuð stórt flæmi hjá sér. Þessa
græðlinga segir hann, að selja
megi mun ódýrar en hingað til
hefur verið, þegar menn eru að
koma upp skjólbeltum hjá sér, svo
sem í kringum sumarbústaði og
annað í þá veruna.
Þessir græðlingar eru settir nið-
ur í gegnum svart plast, sem lagt
er ofan á jörðina, eftir að hún
hefur verið stungin upp. Eru græð-
lingamir settir með hæfílegu milli-
bili niður í gegnum plastið. Plastið
gegnir tvíþættu hlutverki. Annars
vegar heldur það rakanum í jarð-
veginum og jafnframt hitar það
úpp jarðveginn og vamar því, að
gras kaffæri græðlingana á meðan
þeir em að komast upp úr jörðinni.
Að ári liðnu er plastið fjarlægt
og em plöntumar þá orðnar um
hálfur metri á hæð og eiga að
bjarga sér úr því. Þannig geta
menn sagt, að þeir hafí ræktað
plöntumar sjálfír og slíkt er alltaf
skemmtilegra að geta sagt.
Þessi aðferð sparar bæði tíma
og peninga, og það er einmitt það
sem þarf til þess að skjólbelti verði
almenningseign. Ætlar Bemhard
að selja fólki græðlinga og plast.
Jafnframt fylgja leiðbeiningar
með, hvemig bezt sé að standa
að verkinu. Verða margs konar
víðitegundir í boði.
Tilraunareitur hefur verið aust-
ur á Lágafelli hjá Magnúsi Finn-
bogasyni og sagði Bemhard, að
hann hefði gefízt vel, þar sem
græðlingum hefði verið stungið í
gegnum plast. Með þessari aðferð
væri komið í veg fyrir að gras yxi
upp yfír plöntumar og kæfði þær.
Hingað til hafa þær farið á kaf í
grasi og sinu. Með því að stinga
þeim svona í plast er búið að fyrir-
byggja það, og því spara menn sér
peninga með því að plöntumar
drepast ekki í grasi og þurfa auk
þess ekki að reyta gras.
Það em e.t.v. ekki allir, sem
gera sér grein fyrir því, að á árinu
1985 var gerð breyting á jarðrækt-
arlögum, þar sem ákveðið var, að
skjólbelti á bújörðum skyldu njóta
styrks, sem má nema allt að 75%
af kostnaði við plöntukaup og 50%
af kostnaði við nauðsynlegar girð-
ingar. Skilyrði fyrir framlagi er
þó, að verkið sé unnið í samræmi
við áætlun, sem héraðsráðunautur
og ráðunautur Skógræktar ríkis-
ins í skjólbeltaræktun hafa gert
og Skógrækt ríkisins samþykkt.
Þess vegna geta bændur, sem em
að velta búháttabreytingum fyrir
sér hafið tijárækt með skjólbelt-
um. Margir halda, að skógrækt
og tijárækt sé eitt og hið sama.
EHjMjUBIX
UOSRITUNARVELAR
En þama er munur á milli. Rækt-
un tijáa í minni þyrpingum og
skjólbeltum telst tijárækt.
Skjólbeltaræktun hefur áhrif á
jarðvegshita til hitahækkunar,
sem getur numið allt að tveimur
gráðum. Þessi skjól- og hitaáhrif
hafa aukið uppskem nytjaplantna
margfalt, draga úr upphitunar-
kostnaði íbúðarhúsa og veita bú-
smala skjól í hrakviðmm. Ávinn-
ingurinn er mikill í hvívetna, hvar
sem litið er á.
Bemhard Jóhannesson á græðl-
ingaakrinum. Svart plast er yfir
öllu og græðlingarnir standa upp
úr, tilbúnir til þess að fara í eitt-
hvert skjólbeltið í vor, þegar
klaka leysir úr jörð.
Morjfunblaðið/Pétur Þorsteinsson
NÝR VERSLUNARMATI
GEFUR ÞÉR KOST Á AÐ KAUPA
BANDARÍSKAR GÆÐAVÖRUR
Á ALGJÖRU BOTNVERÐI!
Nú eru neytendur óspart hvattir til aö gera verðsamanburð og hagstæð innkaup.
Sölusýningin „Vorleikur ’88“ á 3ju hæð Kringlunnar er markviss og róttæk aðgerð
sem sannar að með hagstæðum innkaupsaðferðum, lítilli yfirbyggingu og hóflegri
álagningu er hægt að bjóða bandarískar gæðavörur á algjöru botnverði. Ef þú
kemur í Kringluna fyrir n.k. laugardag getur þú valið þá vörn sem þú vilt kaupa.
Við gerum við þig kaupsamning, pöntum vöruna beint frá framleiðanda og
afhendum þér hana fyrir 31. maí n.k.
Engin útborgun. Þú getur dreift afborgunum á allt að 11 mánuði.
GARÐHÚSGÖGN SLÁTTUVÉLAR
VFSA
Fjölbreytt úrval garðhúsgagna úr
rauðviði. Einstaklega falleg
viðartegund sem vex aðeins í Kaliforníu.
Hvernig væri að lífga upp á garðhúsið,
sumarbústaðinn eða veröndina?
4 gerðir bensínsláttuvéla. Ódrepandi hörkutól
sem létta þér verkin við að halda
snyrtilegum. Viðhalds- og
varahlutaþjónusta á íslandi.
GASGRILL
Eldamennskan verður einföld og hreinleg.
6 gerðir, vönduð vara á einstæðu verði.
*Verð frá
^Aabnujlousí
Sendum í póstkröfu
Símar: 686337 og 686204
*M.v. gengi 15. mars 1988.
OPNUNARTIMAR:
Miðvikudagur 20. april kl. 10 - 22
Fimmtudagur 21. april (Lokað)
Föstudagur 22. apríl kl. 10-22
Laugardagur 23. april kl. 10 - 22
Verð frá
REIÐHJOL
Yfir 20 gerðir af reiðhjólum sem sum hver hafa
aldrei sést á íslandi. BMX reiðhjól með TURBO
gír, fjallareiðhjól o.fl. Viðhalds- og viðgerðar-
þjónusta á íslandi.
*Verð frá
FELLIHYSI
5 gerðir af stórglæsilegum felli-
hýsum á sterkri grind. Sannkallaðir
sumarbústaðir á hjólum. Viðhalds- og
varahlutaþjónusta á íslandi.
*Verð frá
í Kringlunni 16,- 23. apríl —
ÞETTA TILBOÐ STENDUR AÐEINS TIL 23. APRÍL!