Morgunblaðið - 20.04.1988, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988
21
lengd til Akureyrar og Reykjavíkur.
Eða hvers eiga Húsvíkingar og
Þingeyingar yfírleitt að gjalda ef
þeir þyrftu að sækja dómþing til
Akureyrar? Gert er ráð fyrir 3—6
dómurum á Akureyri. Væri ekki
betra að þeir héldu sínum þremur
dómurum og hinir 3 dreifðust á
. aðrar byggðir Norðurlands?
Hvemig fer t.d. ef maður er
handtekinn og settur í gæsluvarð-
hald og lögregla álítur nauðsynlegt
vegna rannsóknar málsins að halda
honum lengur en sólarhring? Sam-
kvæmt gildandi lögum má ekki
hafa neinn lengur má ekki hafa
neinn lengur í haldi án dómsúr-
skurðar, þ.e. úrskurðar þar sem
forsendur beiðnarinnar eru vegnar
og metnar og niðurstaða samkvæmt
því. Nú er ekki alltaf sól og sumar
þegar rannsókn mála hefst. Komið
hefír fyrir að stórhríð geisaði þá
stundina. Hvemig á að sækja dóm-
arann? A kannski að fara svolítið í
kringum lögin og senda beiðni
gegnum tölvukerfíð og fá þannig
úrskurð eða bara að sleppa mannin-
um svolitla stund og handtaka hann
aftur svo öllum lagaákvæðum sé
fullnægt? Eða hreint út sagt ætlar
löggjafinn að koma málum þannig
fyrir, að lögin neyði yfírvöld til
mannréttindabrota? Handtekinn
maður á sinn rétt. Hann er ekki
' sekur fyrr en dómur er genginn,
jafnvel þótt við „vitum" að hann
hafi brotið lögin. Mönnum er yfír-
leitt ekki stungið inn fyrir umferð-
aryfírsjónir nema til þess að lofa
þeim að sofa úr sér vímuna, ef því
er til að dreifa. Ef þeir em settir í
gæsluvarðhald, er oftast um alvar-
legra brot að ræða en hjá Akur-
eyringnum, sem ók á 68 km hraða
þar sem hann mátti aka á 50 km,
þ.e. innanbæjar. Hann viðurkenndi
brotið en vildi ekki greiða smásekt,
eins og við öll eða flest gemm, ef
okkur verður á að gefa aðeins of
mikið inn. Hann leitaði „réttar" síns
og fann lögmann sem vildi sýna
fáfróðum löndum sínum að útlend-
ingar hegðuðu sér ekki svona
„sveitalega“ að dæma mann til þess
að greiða sekt fyrir brot, sem hann
hefír þegar viðurkennt.
En „utanstefnur viljum vér engar
hafa“. Ég er lögfræðingur í starfí
hjá ríkinu. Sem slíkur ber mér sam-
kvæmt íslenskum lögum að greiða
stéttarfélagsgjald til félags lög-
fræðinga í ríkisþjónustu. Það félag
hefír ekkert með mín kjör að gera,
en lögin segja þetta og meðan lögin
em svona, ber að hlýða þeim. Ef
ég man rétt, leituðu tveir breskir
verkamenn til mannréttindadóm-
stólsins með þá spumingu hvort
þeir þyrftu nauðsynlega að vera í
stéttarfélagi og greiða þar félags-
gjöld, ef þeir ættu að fá vinnu í
landi sínu. Mannréttindadómstóll-
inn komst að þeirri niðurstöðu að
svo væri ekki. Sem frjálsir borgarar
í frjálsu landi væri slík krafa ekki
samrýmanleg almennum mannrétt-
indum. Ef til vill verður þetta næsta
baráttumál þessa hugumprúða
hæstaréttarlögmanns.
Að lokum þetta. Við eigum að
vinna að bættu réttarfari á öllum
sviðum stig af stigi, m.a. með meira
sjálfstæði dómstóla og tíma að búa
sómasamlega að þeim, bæði hvað
launakjör dómara snertir og allan
ytri aðbúnað. Líka á þeim sviðum,
sem nú er hvað mest áberandi, að
gengið er miskunnarlaust að þeim
tiltölulega fáu einstaklingum, sem
ekki kunna fótum sínum forráð í
efnahagslegu tilliti og þeir rúnir inn
að skyrtunni, svo margir eiga sér
ekki viðreisnar von. En þetta verður
ekki gert með því að færa þessa
þjónustu frá fólkinu til fárra staða
á landinu og um þetta snýst deilan.
Hún er ekki um „bætta“ dómskip-
an, öll viljum við góða dómstóla,
heldur um hvort byggja eigi nokkra
fáa fílabeinstuma í landinu, svo
sauðsvartur almúginn lúti valdinu
í auðmýkt eða hvort þjónustan sé
hjá fólkinu sjálfu, í bæ og byggð
svo viðkomandi yfírvöld, dóms og
stjómsýslu, hafí ákveðið aðhald af
skoðunum almennings sem fæst
m.a. með því að dvelja meðal fjöld-
ans og skynja vilja hans og lífsvið-
horf.
Höfundur er sýslumaður á
Blönduósi.
, Sértílboð: Helgarverð frá kr. 21.147,-
i Vikuverð frá kr. 34.116,-
3 Innifalið í verði: Flug, gisting og morgunverður.
Hótelmöguleikar: Y-HOTEL, BAILEYS, GRAFTON,
KENILWORTH, METROPOL, CLIFTON FORD,
GLOUCESTER OG MÖRG FLEIRI.
Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum
Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum.
* Gildistími til 15. maí 1988.
** Gildistími til 31. október 1988.
Bæði verðin miðast við einstakling í tveggja manna herbergi á Y-Hótelinu
P.S. LONDON er allt sem þér dettur í hug!
FLUGLEIDIR
-fyrír þíg-
Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og í Kringlunni. Upplýsingasími 25 100.
FERDASKRIFSTOFAN
InmosTbDiN SQÖQ dttO(VtM( POLARIS
Aðalstræti 9, Sími: 28133 Suðumðtu 7. V _ VSími: 624040 Hallveigarstig 1, Stmi: 28388 Kirkjutorgi4 Sími622 011
Konica
UBIX
UÓSRITUNARVÉLAR