Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 39 Blómaskeið húmanískra greina á næsta leiti — segir Arnór Benónýsson nýráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar ARNÓR Benónýsson tekur form- lega við starfi leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar þann 1. maí nk. af Pétri Einarssyni, sem gegnt hefur þvi hlutverki síðustu tvö árin. Pétur er á leið suður, en vill ekkert láta uppi um hvað hann hyggst fyrir — það eru ýmis járn í eldinum, eins og hann sjálfur orðar það. Eftir tveggja ára veru á Akureyri segist Pétur vera þess fullviss að Leikfélag Akureyrar sé ekkert aukaleikhús heldur hafi það fyrir löngu sann- að tilverurétt sinn. Því væri afar mikilvægt að búa því sömu að- stöðu og leikhúsum á höfuð- borgarsvæðinu. Amór var einn fjögurra umsækj- enda um leikhússtjórastöðuna og er ráðinn til þriggja ára. Hann sótti menntun sína í Leiklistarskóla ís- lands og hefur undanfarið verið fastráðinn leikari hjá Þjóðleikhús- inu. Hann gegnir formennsku í Félagi íslenskra leikara, sem hann verður nú að láta af, þar sem leik- hússtjóri getur ekki verið forsvars- maður stéttarfélags. Þá var Amór á síðasta ári kosinn forseti Banda- lags íslenskra listamanna. „Þetta er í þriðja sinn sem staða leik- hússtjóra á Akureyri er auglýst sem ég hef hugleitt að sækja um en vissulega hefur mig skort reynslu þar til nú. Ég hef engar áhyggjur af því að mér muni ekki líka vistin hér fyrir norðan. Ég hef búið lengst af ævi minnar fyrir norðan og hef síður en svo skotið rótum fyrir sunnan. í huga mínum tengist leik- hús á Akureyri jafnvægi í byggð landsins, þætti sem mjög oft gleym- ist í allri umfjöllun. Komin er viður- kenning á því að hér skuli vera leik- hús og að lista- og menningarlíf skuli dreifast á landsbyggðina. Ég hefði ömgglega ekki sóst eftir starfi sem þessu fyndist mér það ekki ögrandi. Leikhús og fjölmiðlar eiga það sammerkt að skapa sjálfstætt mannlíf. Málið snýst um hvort byggja eigið landið allt eða einung- is suðvesturhomið," sagði Amór meðal annars á blaðamannafundi er haldinn var fyrir skömmu í til- efni leikhússtjóraskiptanna. Menningarlegt sjálf stæði „Ég tel ykkur ijölmiðlamennina fulltrúa sama fyrirbæris. Af hverju eru blaðaútgefendur að keppast við að gefa út blað á Akureyri, senda út útvarps- og sjónvarpsefni? Fjöl- miðlar og leikhús þekkja baráttuna fyrir sjálfstæði, en fólksfæðin gerir það að verkum að á íslandi verður menning ekki rekin nema í formi opinberra styrkja og án þeirra mun menningarlegt sjálfstæði okkar hverfa á bak sólu. Þá þarf leik- húsið að ná að skilgreina sig innan eigin samfélags. Ekki er nægilegt að hafa sjónvarpsmiðilinn sem fær- ir okkur inn í stofu hinar ýmsu uppfærslur utan úr heimi. Við þurf- um á leikhúsinu jafnframt að halda — leikhúsi sem hjálpar okkur í bar- áttunni um menningar- og efna- hagslegt sjálfstæði," sagði Amór. Hann sagði að oft reyndist erfitt að fá gott fólk til starfa úti á landi. Hinsvegar virtist mikill áhugi ríkja fyrir sunnan á starfi LA og menn- ingarpostular þar fylgdust grannt með gangi mála norðan heiða. Oft hugsuðu sunnanmenn um LA sem samkeppnisleikfélag. „Reykvíking- ar koma í auknum mæli norður til að sjá sýningar, en mun fleiri Norð- lendingar sækja þó ennþá suður í menninguna," sagði Amór. Talandi um byggðamál og atvinnuleikhús sagðist Pétur hafa því miður orðið var við að sunnanmenn litu atvinnu- leikhús hjá sér öðrum augum en atvinnuleikhús fyrir norðan þó svo að markmiðin væm nákvæmlega þau sömu. „Ég vissi til dæmis um einn ágætan leikstjóra sem fór með verk sitt í leikhús í Reykjavík þar sem hann fékk að vita að verkið hans myndi örugglega falla betur í kramið hjá „sveitamönnunum" á landsbyggðinni heldur en hjá höfuð- borgarbúunum." Samstaða þjónustu- aðila nauðsynleg- Amór telur framtíðarmöguleika Akureyrarbæjar liggja á menning- ar- og listasviði auk íþrótta- og útivistarsviða. „Bærinn á alla möguleika á því að heita ferða- mannabær á vetuma líkt og á sumr- in. Hlíðarfjall og Sjallinn em ekki einu kostimir heldur er fjölmargt annað hægt að gera hér fyrir ferða- manninn. Aðeins þarf samstöðu á meðal þjónustuaðila í bænum," sagði nýi leikhússtjórinn. Leikhúsrekstur á Akureyri kallar augljóslega á sama fasta kostnað og leikhús t.d. í Reykjavík. Hinsveg- ar nýtur LA ekki sömu opinberra styrkja og atvinnuleikhús sunnan- lands. „Við megum vissulega vera mjög ánægðir með þann þríhliða samning sem gerður var í ágúst sl. á 125 ára afmæli Akureyrarbæjar. í samningnum hafa bærinn, ríkið og leikhúsið tekið höndum saman þannig að ákveðinn styrkur frá ríkinu er skilgreindur og fylgir þró- un meðallauna hjá Þjóðleikhúsinu. Akureyrarbær leggur jafnháa upp- hæð fram og á móti lofar leikfélag- ið hallalausum rekstri, að sögn Pét- urs og hann bætti því við að það stefndi í mjög gott ár hjá LA hvað aðsókn varðar. Maður er manns gaman Amór sagðist álíta að blómlegt tímabil leikhússins væri í nánd og bæri að þakka fjölmiðlabyltingunni björgunina. „Maður er og verður ávallt manns gaman og fólk vill halda áfram að blanda geði hvert við annað. Að því leytinu munu fjöl- miðlamir breyta stöðu leikhússins. Morgunblaðið/RÞB Arnór Benónýsson leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. f upphafi varð leikhúsið til vegna þess að það átti erindi við sam- félagið. Listin á að víkka sjóndeild- arhring fólks — hún á að leyfa ein- staklingnum að staðsetja sig um leið og hún á að vera skemmtileg. Okkur íslendingum er nú orðið mjög tamt að sérgreina hlutina í stað þess að setja þá í heildarsam- hengi. Listsköpun á þó ekki við þennan sama vanda að etja og við hin — hraðann." Hann sagðist staðfastlega trúa því að blómaskeið húmanískra greina væri að renna upp. „Efnis- hyggjan hefur leitt okkur út í ver- öld nútímans og nú er svo komið að við þurfum að horfast í augu við skuggalegar staðreyndir sam- tímans. Listin ein getur bjargað okkur. Stjómmálamenn em að átta sig á gildi menningar og bera hinir svokölluðu M- dagar þess vitni. Akureyrarbær mun ömgglega fínna fyrir því ef starfsemi leikfélagsins leggst niður. Það yrði ekki aðeins niðurlæging fyrir bæinn heldur fyr- ir landsbyggðina alla.“ Pétur vildi fara sér hægt í að gefa nýráðnum leikhússtjóranum holl ráð, en fullvissaði viðstadda um að hér væri á ferð prúður maður, sem þyrði að segja sína meiningu og myndi það veganesti ömgglega nýtast Amóri í nýju og krefjandi starfi. Bergur Lárusson kaupmaður látinn Bergur Lárusson kaupmaður í M.H. Lyngdal á Akureyri lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri sl. sunnudag, 17. apríl, 68 ára að aldri. Bergur fæddist að Tjöm á Skaga í Austur-Húnavatnssýslu þann 28. mars árið 1920, sonur hjónanna Lámsar Frímannssonar og Ámínu Ámadóttur. Tíu ára gamall fluttist hann ásamt foreldmm til Dalvíkur og bjó þar til ársins 1959. Á Dalvík stundaði Bergur sjósókn ásamt því að reka eigin útgerð. Þá flutti hann til Skagastrandar ásamt konu sinni, Ástu Tryggvadóttur, sem lifír mann sinn, og syni, Gísla. Þar var Bergur framkvæmdastjóri Hólaness til árs- ins 1963 er_ fjölskyldan fluttist til Akureyrar. Árið 1961 stofnaði fjöl- skyldan síldarsöltunarstöðina Aust- ursfld hf. á Reyðarfírði. Stöðin var í eigu hennar næstu fjögur árin og bjuggu þau Bergur og Ásta á Reyð- arfírði á sumrin. Bergur stundaði ýmis skrifstofu- störf á Akureyri til ársins 1971, en þá keypti hann skóverslunina M.H. Lyngdal, þar sem hann starfaði allt Bergur Lárusson til dauðadags. Jarðarför Bergs Lár- ussonar verður gerð frá Akureyrar- kirkju þriðjudaginn 26. apríl kl. 13.30. Morgunblaðið/Sigurður Pétur Bjömsson Björg Jónsdóttir klakabrynjuð i Húsavíkurhöfn eftir útileguna. Á útilegu frá Húsavík Húsavík. Það er nýlunda að fiskiskip frá Húsavík fari á fjarlæg mið til neta- veiða og landi aflanum í heimahöfn. Þetta er nú útgerðarfélagið Langanes hf. að gera tilraun með og fór skip þess, Björg Jónsdóttir, fyrir nokkru á Austfjarðamið og kom til Húsavíkur á þriðjudaginn 12. aprfl með 40 tonn eftir þijár og hálfa lögn. Eftir að lagt hefur verið er ekki siglt til hafna eins og vant er á netaveiðum, heldur legið yfir netunum og þau dregin um borð, þegar siglt er heim. Gert er að fiskinum strax og hann ísaður í kassa og kom mjög vel út við lönd- un á Húsavík. Þessi veiði er eðlilega mjög hag- stæð fyrir atvinnulífið á staðnum og vonast Húsvíkingar að framhald verði á slíku. Fréttaritari Islending- ar unnu Norðmenn í dorginu Dorgveiðikeppninni, sem fara átti fram sl. laugardag við Mývatn, var frestað til næsta laugardags sökum ófærðar. Hinsvegar var landskeppnin haldin á sunnudaginn þrátt fyr- ir litla veiði og báru íslendingar sigurorð af Norðmönnum. Ekki veiddust nema sex silung- ar og vann það lið er flest kílóin hafði. Þrettán manna lið íslend- inga bar 4,2 kg úr býtum og tíu manna lið Norðmanna náði að hala 2,7 kg upp úr vatninu. Far- andbikarinn, sem gefínn var í fyrra af norsku ferðaskrifstofunni Gullivers Rejser, kom því í hlut Islendinga annað árið í röð, en slík landskeppni hefur aðeins ver- ið haldin tvisvar sinnum. Byijað var að dorga klukkan 11 og því hætt kl. 15. Björn Bjömsson starfsmaður Ferðamálafélags Mý- vatnssveitar sagðist sjaldan muna eftir svo slakri veiði enda hefði veðurguðinn ekki hlustað á óskir dorgveiðimanna þessa helgi. „Við vildum fá hvassa sunnanátt og asahláku, en því miður fengum við alltof gott veður. Það var logn, sól og átta stiga frost og því eng- in veiði,“ sagði Bjöm. Dorgveiðikeppnin fer fram á næsta laugardag á Mývatni og er von á fjölda keppenda auk gesta. Kvenfélag’ið Hlíf: Arlegur sumar fagn- aður hald- inn á KEA KVENFÉLAGIÐ Hlíf heldur árlegan sumarfagnað sinn á Hótel KEA á morgun, sumar- daginn fyrsta. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Börn úr Tónlistarskólanum á Akur- eyri annast skemmtiatriði og happadrætti fer fram. Allt frá árinu 1972 hafa Hlífar- konur helgað starfsemi sína vexti og viðgangi bamadeildar FSA. Af fádæma þrautseigju og þolin- mæði hafa konumar aflað fjár til tækjakaupa á deildina og hafa gefíð mikinn meirihluta þeirra lækningatækja, sem til em á deildinni auk annars útbúnaðar, sem nauðsynlegur verður að telj- ast til starfseminnar. Að sögn lækna bamadeildarinnar skipta gjafír Hlífarkvenna milljónum króna og vildu þeir ásamt öðm starfsliði koma á framfæri kæm þakklæti fyrir alla velvild í garð deildarinnar. Kvenfélagið hefur aflað fjár til verkefnisins með ýmsum hætti. Seld em minningarkort, bazarar haldnir og árlega hafa verið seld merki fyrir sumardaginn fyrsta auk þess sem konumar sjá um sumarfagnaðina á fyrsta degi sumars ár hvert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.