Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988
Frumvarp um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði lagt fram á Alþingi;
Miðstj óniai'valdið fært í
aukniim mæli út í héruðin
- segir Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra
JÓN Sigurðsson dómsmálaráðherra lagði í gær fram á Alþingi stjórnar-
frumvarp til laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði.
Nái frumvarpið fram að ganga, munu sýslumenn ekki lengur hafa á
hendi bæði dómsvald og umboðsvald. Stofnaðir verða átta héraðs-
dómstólar, sem taka við dómsvaldi í héraði, en sýslumenn munu áfram
sjá um innheimtu rikistekna, lögreglustjóm og önnur þau verkefni er
lúta að framkvæmdavaldinu. Jón Sigurðsson hélt blaðamannafund í
gær þar sem hann sagði að gagnrýni, sem fram hefði komið, um að
frumvarpið gerði ráð fyrir að bæirair yrðu sviptir varaarþingi sínu
og stór hluti starfa sýslumanna tekinn af þeim og færður til nokkurra
stórra staða, væri röng. Sýslumönnum yrðu fengin ýmis verkefni, sem
ráðuneyti í Reykjavík hefðu til þessa haft með höndum, miðstjóraar-
valdið væri því fært út i héruðin i auknum mæli með þessu frumvarpi.
Morgunblaðið/Sverrir
Frá blaðamannafundi dómsmálaráðherra í gær. Fremst á myndinni
ér Jón Sigurðsson, en í baksýn eru Björa Friðfinnsson, aðstoðarmað-
ur ráðherra og formaður nefndarinnar sem samdi frumvarpið, og
Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu.
Héraðsdómstólamir munu hafa
fast aðsetur í Reykjavík, Hafnar-
firði, á Selfossi, Egilsstöðum, Akur-
eyri, Sauðárkróki, Isafirði og Borgar-
nesi. Frumvarpið gerir hins vegar ráð
fyrir að dómsmálaráðherra geti með
reglugerð skipt hvetju lögsagnarum-
dæmi í nokkrar þinghár, sem hver
hafi fastan þingstað og þar muni
héraðsdómur halda regluleg dóm-
þing. Héraðsdómari má einnig halda
dómþing annars staðar í umdæmi
sínu, ef það þykir heppilegt til að
upplýsa mál. Lögsagnarumdæmi dó-
manna fylgja lq'ördæmamörkum. Sú
breyting hefur orðið á frumvarpinu
í meðförum dómsmálaráðuneytis og
þingflokka, frá þv! það var fyrst
kynnt, að nú er gert ráð fyrir tveim-
ur dómstólum á Norðurlandi. í fyrri
drögum var aðeins ráðgert að hafa
dómstól á Akureyri.
Núverandi embættismenn
hafa forgang til embætta
Héraðsdómarnir verða mannaðir
með tilfærslu manna frá núverandi
embættum sýslumanna, fógeta og
héraðsdómara og munu núverandi
bæjarfógetar, héraðsdómarar og
sýslumenn hafa forgangsrétt til emb-
ætta við hina nýju héraðsdóma. Þeir
bæjarfógetar og sýslumenn, sem
ekki nota sér þennan forgangsrétt
verða sýslumenn á aðsetursstað
sínum.
Hins vegar kveður frumvarpið á um
að framvegis muni sérstök nefnd
fjalla um hæfni umsækjenda um
embætti héraðsdómara.
Landið mun áfram skiptast í 26
stjómsýsluumdæmi auk Reykjavík-
urumdæmis. í hveiju umdæmi fer
sýslumaður með stjómsýslu ríkisins,
tollstjóm, innheimtu og lögreglu-
stjóm. Aðsetur sýslumanna verða
þau sömu og verið hafa.
„Grandvallaratriði þessa fmm-
varps er auðvitað það að enginn er
dómari í eigin sök, ekki einu sinni
sýslumenn," sagði Jón Sigurðsson
dómsmálaráðherra á blaðamanna-
fundinum í gær. „Þessi samfléttun
valdþáttanna [dómsvalds og umboðs-
valds] hjá embættum sýslumanna
út um land er óvenjuleg og víkur frá
réttarfarshefð í þeim löndum, sem
við viljum láta jafria okkur til.“ Ráð-
herra sagði einnig að sú skipan, sem
ríkt hefði hér á landi, væri ekki í
samræmi við Mannréttindasáttmála
Evrópu.
Dómsmálaráðherra sagði að frum-
varpið hefði fengið jákvæða umsókn
flestra, sem um það hefðu fjallað,
þar á meðal réttarfarsnefnd, Lög-
mannafélagi fslands og Dómarafé-
lagi Reykjavíkur. Sýslumannafélag
íslands mótmælti hins vegar fmm-
varpinu, meðal annars á þeim for-
sendum að vemlegur hluti starfa
sýslumanna og bæjarfógeta verði
fluttur til nokkurra stærri staða og
þar muni þá lögfræðingar einnig
hafa aðsetur sitt, en minni staðir
verði látnir afskiptir og erfitt verði
fyrir íbúa þeirra að reka mál sín
fyrir dómi og fá lögfræðilega ráð-
gjöf. Einnig telur sýslumannafélagið
að hrapað hafi verið að frumvarps-
gerðinni og þekkingargmndvöll og
rannsóknir skorti.
„Það er stefna þessa frumvarps
að færa heim í héruð ýmis konar
ákvarðanir og málsmeðferð, sem nú
er hér í Reykjavík hjá ráðuneytum
og stofnunum þeirra," sagði ráð-
herra. „Miðstjómarvaldinu verður
dreift út í hémðin í auknum mæli.“
Jón sagðist telja frumvarpið eina
stærstu aðgerð stjómvalda í mörg
ár til þess að snúa við þeirri þróun
að menn þyrftu í síauknum mæli að
sækja alla opinbera þjónustu til
Reykjavíkur.
Ráðherra sagði að sýslumenn yrðu
einnig betur í stakk búnir en áður
að sinna lögfræðiráðgjöf við almenn-
ing er dómstörfunum vásri af þeim
létt. „Þetta fmmvarp verður til rétt-
arbóta fyrir almenning," sagði ráð-
herra. Hann vísaði einnig á bug
þeirri gagnrýni að frumvarpið veitti
dómsmálaráðherra tækifæri til að
skipa flokksmenn sína í hin nýju
embætti, enda væri kveðið á um for-
gangsrétt þeirra manna, er nú sinntu
dóms- og umboðsstörfum. Það væri
líka langt frá því að frumvarpið hefði
verið unnið í einhveijum flýti og til-
lögur um svipaða skipan mála hefðu
lengi legið fyrir, til dæmis hefði til-
lögum nefndar, sem fjallaði um þessi
mál 1914-1916 svipað til þessa frum-
varps.
„Það er líka flarri sanni að verið
sé að svipta bæina vamarþingi sínu,
eins og haldið hefur verið fram. Slíkt
tel ég misskilning eða mislestur á
frumvarpinu," sagði Jón og sagði að
ákvæðin um að dómþinghár yrðu
reglulega á þéttbýlisstöðum tælq'u
af allan vafa um þetta atriði.
Sýslumannsembætti verði
alhliða þjónustumiðstöðvar
Bjöm Friðfinnsson, formaður
nefndarinnar sem samdi frumvarpið,
upplýsti að samkvæmt frumvarpinu
fengju sýslumenn aukið sáttavald,
mættu oftar í opinberum málum sem
fulltrúar ákæruvaldsins, fengju í
hendur veitingar lögskilnaðarleyfa
og vínveitingaleyfa og fæm með til
dæmis fjölskyldumálefni og sveitar-
stjómarmálefni, sem hingað til hefðu
verið í ráðuneytum í höfuðborginni.
„Hugmyndin er að sýslumannsem-
bættin verði alhliða þjónustustofnan-
ir við almenning," sagði Bjöm. Að
sögn Bjöms var full samstaða í
nefndinni um frumvarpið, en í nefnd-
inni sátu meðal annarra tveir sýslu-
menn, þeir Pétur Hafstein og Friðjón
Guðröðarson.
Ráðherra sagði að gert væri ráð
fyrir að kostnaður hins opinbera við
dómskerfið ykist um 30-35 milljónir
króna á ári við gildistöku frumvarps-
ins. Hann sagðist ekki eiga von á
öðm en að það fengi eðlilega með-
ferð á Alþingi, allir stjómarflokkam-
ir hefðu í mörg ár ályktað um nauð-
syn þess að meginatriði frumvarps-
ins, aðskilnaður dómsvalds og um-
boðsvalds, kæmist í framkvæmd.
Hann hefði einnig kappkostað að
kynna framvarpið fyrir stjómarand-
stöðunni.
Margir lagabálkar aðrir verða að
taka breytingum, verði framvarpið
samþykkt. Dómsmálaráðherra
hyggst einnig leggja fram fylgifram-
vörp, sem gera ráð fyrir að þinglýs-
ingar og lögbókandagerðir verði
stjómvaldsaðgerðir og í höndum
sýslumanna, og að sýslunefndir verði
lagðar niður.
HÚN ER KOMIN!
Ijátiö ejkki híipp iír hcndi sleppa.
Eina iermingargjöiin
liiin að notum
sem
Öll börn læra vélritun. Við seljum
alvöru rilvél, ódvra, en mjög :fu 1 lko
hefur flesta kosti. ftillkomir
skrifstoftivélá eiKáuk þess
leiðréttingu heilíá|)rða
og heilla hna með því
að styðja á einn^akka.
Er aðeins 5
Látið shynsemina
ráða við valið.
Tilvalinctækifærisgjöf. Sjálfkjörin
eimili og öll minni fyrirtæki.
Sjálfvirk miðjustilling.
Sjálfvirk undirstrikun.
12 stafir á sekúndu.
^ - Hrað til baka.
Síbylja á öllum tökkum.
Sjálfvirk
endurstáðsetning
eftiF leiðréttingu.
Hálfur til
baka.
BORGARFELL
Skólavörðustíg 23 s* 11372