Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 ,,, 67 Ovísindalega af stað farið — nokkur orð um skrif Ara Tryggvasonar Til Velvakanda. Fimmtudaginn 14. apríl skrifar Ari nokkur Tryggvason enn eina greinina um „söfnuði" Nýalssinna í Morgunblaðið. Virðist eins og Ari og félagar hans séu þeir einu sem reynt hafa að afla sér fróðleiks um tilgang lífsins með því að sitja mið- ilsfundi. Það er nú svo. Vona bara og bið að leit þeirra eftir sannleik- anum verði þeim ekki meira áhuga- efni en sannleikurinn sjálfur. Greinar þessar tvær (Mbl. 22. mars og 14. apríl) virðast vera skrif- aðar til að sanna ágæti tilraunafé- lagsins, sem Ari stýrir (og hefur jafnvel tölvuvætt!), en jafnframt til að draga fram vanmátt og tilgangs- leysi hinna félaganna, Félags Ný- alssinna og Félags áhugamanna um stjömulíffræði. Talsverðrar reiði gætir i þessum skrifum Ara og er það mjög svo óvísindalega af stað farið. Svona skrif hafa oft gagnverkandi áhrif og valda því að margir lesendur taka ekki mark á því sem skrifað er. Það er því augljóst að Ari hefur ekki kynnt sér nógu vel sögu Fé- lags Nýalssinna í gegnum árin og þá miklu vinnu, peningaútlát og hið óeigingjama brautryðjendastarf, sem þar átti sér stað. Eg efast þess vegna stórlega um að Ari Tryggva- son sé með þessum greinum sínum að skrifa í anda dr. Helga Péturs, sem hvatti fyrst og fremst til sam- stillingar manna á meðal, til að hið góða og guðlega fengi sigrað í heiminum. Til Velvakanda. Ég á nýlegan bíl sem er ljós á lit. Meðan hálka var í vetur hafði ég vart undan að tjömhreinsa bflinn og tilgangslaust var að þvo hann nema ausa fyrst yfir hann tjöru- hreinsiefni. Nú þegar ekki hefír Kvennafn á Kvenna- listann Til Velvakanda. Allmikið er skrifað um Kvenna- listann þessa daga og hið stóraukna fylgi hans. Ég hef ekkert á móti þeim flokki en sé heldur ekkert við hann. Einn ljóður er þó að minnsta kosti á ráði hans, það er að þessi kvennaflokkur fer í buxur og karl- kennir sig. Flokkurinn ætti að heita kvennafni, og yrði hann þá fyrstur íslenskra flokka til að bera kven- nafn. Mér hefur dottið í hug nafnið Kvennalínan og tel það frábært. En hvort sem það verður nú tekið upp eða ekki vona ég að konumar karlkenni ekki flokkinn sinn mikið lengur. Einar Ýmislegt sem Ari skrifar í þess- um greinum sínum hefði hann mátt segja á betra og skýrara máli, en hvers vegna er ég að „ströggla" gegn því (svo ég noti nú eitt af orðum hans), mér gæti sjálfri orðið eitthvað á í notkun þessa kraft- mikla og fagra tungumáls okkar. En áður en Ari skrifar fleiri greinar í blöð væri ekki úr vegi að benda honum á að kynna sér enn betur rit dr. Helga. Þar mun hann sjá greinar um hin margvíslegustu málefni, því ekkert virðist dr. Helga hafa verið óviðkomandi — og á íslensku eins og hún hefur verið fegurst rituð. P.S. Til fjölmiðla Fyrirsögn í grein Ara 22. mars sl. hljóðar þannig; „Hvers vegna hefur þessi þögn ríkt um dr. Helga Péturs?" Ja, hvers vegna? Það er von að þessi ungi maður spyiji. Hinn virti blaðamaður og mann- vinur, Ámi heitinn Óla, reyndi mik- ið til að koma skoðunum dr. Helga á framfæri. Hann ræddi ég við um þessi mál oftar en einu sinni. Samt sagði hann að lengri tími þyrfti að líða þar til mannkynið væri nógu þroskað til að meðtaka svo mikil- fenglegan, en þó svo einfaldan sannleik. Ég er ekki frá því að ég sé á sama máli. Heyrt hefi ég að Kristur hafí haldið að Guðsríki væri í nánd á hans dögum. Síðan em liðin 2000 ár hartnær. Varlega verður að staðhæfa að eitt og ann- að um tilgang lífsins sé það eina sanna og rétta, allir hafa sinn eigin verið hálka í nokkum tíma og ekk- ert salt borið á götumar, get ég þvegið bflinn með köldu vatni og þarf ekki að nota tjöruhreinsiefni eða olíueyði. Sýnir þetta ekki hr. gatnamálastjóri, að þér voruð á hálum ís þegar þér staðhæfðuð að það væm nagladekkin sem spændu upp malbikið? Er það ekki einmitt saltið illræmda sem er að eyði- leggja götumar? Bíleigandi máta að klífa fjallið, sumir fara hratt, aðrir skríða jafnvel, en kom- ast á tindinn samt. En kæm blaðamenn, einhvers staðar verður að byija og væri ekki úr vegi að blaðamenn „ættleiddu" Nýalana, helguðu því ritsafni einn dálk í blöðum sínum svona einu sinni til tvisvar í viku og kynntu almenningi fræði dr. Helga og ann- að fróðlegt og skemmtilegt, sem í bókum hans er. Ekki væri minni akkur í því fýrir unga blaðamenn og aðra íjölmiðlamenn að kynnast hinu fagra máli, sem þessi fjölhæfí hugsuður skrifaði á. Birting fyrstu greinar dr. Helga þyrfti ekki að vera löng. Hann skrif- aði urmul af stuttum og hnitmiðuð- um greinum, greinum sem maður vill helst lesa aftur til að skilja bet- ur. Hér fylgir hniðmiðuð setning: „Það sem þúsundir miljóna hafa haldið vera líf í andaheimi eða goðheimi, er lífíð á öðrum hnött- um. Þessi hugsun, sem segja má með svo fáum orðum, verður upphaf meiri breytinga til batn- aðar á högum mannkyns, en orðið hafa um allar aldir áður.“ Oft hefír samtíðin — segir spek- ingur einn — talið þeim mönnum helst ofaukið í mannlegu félagi, sem eftiröldin sá, að einmitt höfðu unn- ið að hinu nýtasta verki. í von um að við sem nú lifum séum „eftiröldin" í þetta sinn. Hulda Valdimarsdóttir Ritchie Skrif ið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til fostudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða aðríýlgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski naftileyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Leikfélag Öngulsstaðahrepps; Menning'arafr ek í strjálbýlinu Til Velvakanda. Fyrir nokkru var ég á ferð norð- anlands, þar slæddist ég inn á leik- sýningu, þar sem Leikfélag Önguls- staðahrepps sýndi Mýs og menn eftir Steinbeck. Ég féll f stafí yfír þessari sýn- ingu, bæði frammistöðu þeirra sem með burðarhlutverkin fóru, en ekki síður heildarsvip verksins. Það fer ekki á milli mála, þegar áhúgaleik- félög ráðast í stórvirki eins og það, að sýna leikrit á borð við Mýs og menn, og ná jafn góðum árangri og raun varð á þama, þá hefur leik- sljórinn unnið þrekvirki. Leikstjóri þessarar sýningar, Skúli Gautason er eftir leikskránni að dæma ungur maður. Það er mikið gleðiefni þegar ungt fólk kemur fram og sýnir jafn ótvíræða hæfíleika. Þökk fyrir dirfskuna Leikfélag Öngulsstaðahrepps. Til hamingju Skúli Gautason. Ferðamaður Er það ekkí saltið sem skemmir malbikið? Frábær sjónvarpsþáttur Til Velvakanda. Bestu þakkir til Ríkissjónvarps- ins og Arna Johnsen sem sá um þáttinn „Undir kinnum Eyjaflalla" fyrir alveg frábæran þátt um eina af mörgum perlum íslenskrar nátt- úru. Sjónvarpsáhorfandinn verður ósjálfrátt óbeinn þátttakandi í ferðalaginu, sem strax í upphafí ferðar leiðir hann á vit fegurðar og andstæðna í íslenskri náttúru. Og síðan var endað í Þórsmörk, þess- arijaradís ferðamannsins. A meðan slíkir þættir verða í sjónvarpinu, svo og þættir Ómars Ragnarssonar og Gísla Sigurgeirs, þarf RÚF ekki að óttast samkeppni annara fjölmiðla. Sjónvarpsáhorfandi Innilegustu þakkir flyt ég öllum þeim, sem glöddu mig á 90 ára afmœli mínu þann 9. apríl si, meÖ heimsóknum, gjöfum og skeytum. GuÖ blessi ykkur öll. Anna S. Hafdal. TURB0 BACKUP afritunarf orritið Glugginn auglýsir Full búð af nýjum sumarvörum. Glugginn, Laugavegi 40 (Kúnsthúsinu). RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS URR LJÓS Ef um nýtt húsnæði er að ræða, skulum við gera ráð fyrir því að rafverktakinn hafi skilað verki sínu þannig, að hann hafi lokað öllum dósum, sett krók í loftdósir til að hengja Ijósin á, tekið vírana í gegn um lokið og sett á þá tengi eins og sést á myndinni. Ef ekki er gengið frá dósum á þennan hátt, er nauðsynlegt að fagmaður annist frágang a.m.k. að þessu þrepi. (Krókur er að sjálfsögðu óþarfur ef Ijósafesting er fyrirhuguð með öðrum hætti). Þessu næst er að útbúa lampasnúruna, ef lampinn á að hanga frá lofti. Komið togfestu fyrir á snúrunni og stillið hæðina. Klippið af það sem umfram er. Afeinangrið taugaendana og snúið upp á þræðina, losið upp á tengjunum á virunum, sem koma út úr dósinni, stingið endunum í og herðið að. Ef þrír þræðir koma út úr dósinn er einn þeirra gulgrænn og ætlaður til jarðtengingar. Ef ekki er gert ráð fyrir því að lampinn sé jarðtengdur, er þessi vír látinn eiga sig. Annars þarf að gæta þess vand- lega að hann sé tengdur á réttan stað. Ef taka þarf lampann lengra út á loftið, þarf snúran að vera lengri sem því nemur, og þá þarf togfestan að vera þannig, að hægt sé að skrúfa hana upp i loftið, eða festa á krök þar sem lampinn á að hanga. Á lampanum á að vera merking, sem segir til um gerð og hámarksstærð peru. Þegar settir eru upp Ijóskastarar, hvort heldur er í loft eða á veggi, gefið þá gaum að tákni, sem sýnir minnstu fjar- lægð sem kastarinn má vera frá brennanlegu efni, oft 0,5 eða 0,8 m.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.