Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÍ), MIÐVIKUDAGUR 20. APRtL 1988 Greenpeace í Lúxemborg; Ferðaskrifstofur hvattar til að sneiða hjá Flugleiðum Áhrifin óijós, því þegar var orðið erfitt að selja ferðirn- ar að sögn talsmanna ferðaskrifstofa Zilrich, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðaing. GREENPEACE í Lúxemborg sendi 35 ferðaskrifstofum þar í landi bréf nú um helgina og hvatti þær til að sneiða hjá viðskiptum við Flugleiðir vegna hvalveiði- stefnu Islendinga. Starfsmenn tveggja skrifstofa, sem Morgun- biaðið hafði samband við, sögðu að það væri þegar erfitt að selja Lúxemborgurum ferðir yfir Norð- ur-Atlantshafið með Flugleiðum hvað sem liði hvalveiðistefnu ís- lendinga. Framkvæmdastjóri Sotour sagði að Flugleiðir byðu ekki lengur lægstu fargjöldin til Bandarfkjanna og sölumaður hjá Transeurope sagði að flugvéla- kostur Flugleiða væri ekki sam- keppnisfær við vélakost annarra flugfélaga. Greenpeace vakti athygli á baráttu sinni gegn hvalveiðum íslendinga með því að blása upp 16 metra lang- an hval á þaki flugstöðvarinnar í Lúxemborg á laugardag. Roger Spautz, starfsmaður samtakanna, sagðist vera ánægður með frásagnir af uppákomunni í flölmiðlum í gær. „Við blésum hvalinn upp um 11- leytið og lögreglan kom strax á yett- vang. Við áttum stuttan fund með henni og sögðumst ætla að vera þama fram eftir degi. Hún hótaði að Ijarlægja okkur méð valdi en hætti við þegar við bentum á að það myndi aðeins velq'a meiri athygli í fjölmiðlum en friðsamlegar mót- mælaaðgerðir okkar." Kjósa breiðþotur Starfsmenn ferðaskrifstofanna sögðu að aukin athygli á hvalveiði- stefnu íslendinga gæti hugsanlega haft áhrif á viðskipti Flugléiða í framtíðinni. „En ég mun ekki láta áskorun Greenpeace um viðskipta- bann á Flugleiðir hafa áhrif á mitt starf," sagði Decker hjá Trans- europe. „Eg sé ekki að Flugleiðir hafi neitt með hvalveiðar að gera.“ Hún sagði að sér reyndist erfitt að selja ferðir með Flugleiðum til Bandaríkjanna af því að farþegar kjósa heldur að fljúga með breið- þotum annarra flugfélaga frá Frank- furt eða London en DC-8-vélum Flugleiða. Goerens hjá Sotour sagði að það væri erfítt að dæma um áhrif baráttu Greenpeace gegn Flugleiðum af því að flugfélagið byði ekki lengur bestu kjörin yfir hafíð og vélakostur- inn væri orðinn gamall. „Það væri fróðlegt að sjá áhrif baráttunnar ef samkeppnisstaða Flugleiða væri betri." VEÐUR Heimild: Veöurstofa islands (Byggl á veðurspá kl. 16.15 í gær) í DAG kl. 12.00: VEÐURHORFUR í DAG, 20.4. 88 YFIRLIT í gær: Gert var ráð fyrir stormi á suðaustur- og suður- djúpi. Yfir Grænlandi er 1035 mb. hæð, en 980 mb iægð um 1000 km vestur af Irlandi, hreyfist lítið. Frostlaust verður syðst á landinu yfir hádaginn, en annars frost víöast 2—7stig. SPÁ: Á morgun Iftur út fyrir norðaustan- og austanátt, víðast golu. Smáél verða við austurströndina en annars úrkomulaust og yfir- leitt léttskýjað. Hiti 2—5° yfir hádaginn sunnanlands, en nálægt frostmarki fyrir norðan. Talsvert næturfrost víða um land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG:Austanátt og áfram kalt, en þó frostlaust að deginum syðra. Él austanlands og við suðurströndina, en þurrt og bjart vestanlands og í innsveitum fyr- ir noröan. TÁKN: O Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir V Él — Þoka = Þokumóða * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ’ , ’ Súld OO Mistur —|- . Skafrenningur Þrumuveður vn - VEÐUR VÍÐA UM HE\M kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hHI veður Akureyri +2 skýjað Reykjavík 1 létlakýjað Bergen 6 rigning Helalnki 8 iéttskýjað ian Mayen +6 léttskýjað Kaupmannah. 10 skýjað Narsaarssuaq +4 heiðskfrt Nuuk +1 léttskýjað Osló 7 skýjað Stokkhólmur 6 skýjað Þórshöfn 3 alskýjað Algarve 20 léttskýjað Amsterdam 21 mlstur Aþena vantar Barcelona vantar Bertfn 21 léttskýjað Chicago 1 heiðskfrt Feneyjar 19 þokumóða Frankfurt 23 léttskýjað Glasgow 12 mlstur Hamborg 22 léttskýjað Las Palmas 21 skýjað London 16 mlstur Los Angeles 14 atskýjað Lúxemborg 21 léttskýjað Madrfd 18 ekýjað Malaga 22 skúr Mallorca 20 mlstur Montreal 1 léttskýjaö New York vantar Parft 22 skýjað Róm 18 þokumóða Vfn 20 heiðskfrt Washlngton 7 alskýjað Winnlpeg 46 léttskýjað Dæmigerð sjón á bilastæðum borgarinnar. Númeralaus bifreið hefur verið skilin eftir. Reykjavík: Oskráðar bifreið- ar á víðavangi „Bifreiðum hefur fjölgað gífur- lega mikið og lögreglan hefur hert mjög eftirlit með umskrán- ingu þeirra,“ sagði Ingi Ú. Magn- ússon gatnamálastjóri, en nokkur brögð eru að þvi að bifreiðaeig- endur gamalla bifreiða taki þá af skrá og skilji þær eftir á bifreiða- stæðum og opnum svæðum i borg- inni. Hreinsunardeild borgarinnar hefur beint þeim tilmælum til borgarbúa, að þeir Qarlægi bifreiðamar hið fyrsta. Annars má búast við að hreinsunardeildin taki þær til geymslu um tíma áður en þær fara á sorphaugana. „Það kostar ekki mikið að koma bifreið á haugana en mönnum fínnst þægilegt að skilja hana eftir þar sem hún er komin og láta borgina um að hirða hana," sagði Ingi. Eftir að hreinsunardeildin hefur tekið bifreiðina í sína vörslu er hún auglýst og ef eigandinn gefur sig ekki fram er henni fargað. Dómur í deilu á ísafirði: Lóðæigendur eiga ekki landaukann við Hafnarstræti Hæstiréttur hefur staðfest dóm undirréttar i máli, sem lóðaeig- endur á ísafirði höfðuðu, til að fá úr því skorið hvort þeir ættu tilkall til uppfyllingar út i sjó fram við lóðir þeirra. Dómstólamir komust að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Málavextir eru þeir, að fsaflarðar- kaupstaður lét gera uppfýllingu út í sjó við Hafnarstræti og var Kaup- félagi ísaflarðar úthlutað þar bygg- ingarlóð. Þessu vildu eigendur lóðar- innar nr. 11 við götuna hins vegar ekki una og töldu að þeir ættu til- kall til uppfyllingarinnar. Visuðu þeir til þess, að lóðir þeirra hefðu verið sjávarlóðir og ættu að halda áfram að liggja að sjó. Á móti var því haldið fram að lóðaeigendumir gætu ekki átt tilkall til uppfýllingar- innar, heldur yrði lóð þeirra takmörk- uð við upphaflega útmælingu. í forsendum héraðsdóms, sem Hæstiréttur vísar í, er vitnað til ákvæða um bygginganefnd ísafjarð- ar. Síðan segir að við úthlutun lóð- anna, sem um hafí verið að ræða, hafí stærð þeirra jafnan verið tiltek- in og lega þeirra gefin til kynna. Engin ákvæði sé hins vegar að fínna um að lóðunum ættu að fylgja rétt- indi til flöru eða netalagna. Var því kröfu lóðaeigendanna hafnað. Einn lóðaeigendanna áfrýjaði mál- inu til Hæstaréttar og kraJfðist þess að viðurkennd yrði eignaraðild hans að landaukanum og að lýst yrði ólög- mæt sú ákvörðun ísafjarðarkaup- staðar að úthluta Kaupfélaginu lóð á uppfyllingunni. ísafjarðarkaup- staður krafðist þess að hann yrði sýknaður af þessum kröfum, en til vara, að lóðareigandanum yrði gert að greiða kostnað af gerð landauk- ans. Hæstiréttur staðfesti, sem fyrr sagði, dóm undirréttar og sýknaði því ísafjarðarkaupstað og Kaupfé- lagið af kröfum lóðareigandans. Dóminn kváðu upp hæstaréttardóm- aramir Magnús Thoroddsen, Bene- dikt Blöndal, Guðmundur Jónsson, Hrafn Bragason og Þór Vilhjálms- son. Rafmagnsleysi hijá- ir bíleigendur - segir starfsfólk leigu- og sendibílastöðva LEIGU- og sendibilastöðvar hafa nm langt skeið boðið bílstjórum þá þjónustu að ræsa bifreiðir þeg- ar rafmagnið þrýtur af einhverj- um orsökum. Ljósaskylda allan sólarhringinn hefur aukið eftir- spurn eftir þessari þjónustu til mikilla muna, að mati starfsfólks þeirra stöðva er blaðið leitaði til. Hvert útkall kostar nú 390 krónur samkvæmt gjaldskrá. „Það er geysilega mikið um að menn biðji um startkapla og eftir- spumin virðist sú sama allan dag- inn,“ -sagði Þorbjörg Sigtiyggsdóttir símavörður á leigubílastöðinni Hreyfli þegar blaðamaður innti hana eftir þessu. „Ég held að það fari ekki á milli mála að nýju umferðar- lögin eigi hér mikinn þátt að máli. Við urðum strax vör við að eftir- spumin óx þegar ljósanotkun var gerð að skyldu," sagði Þorbjörg. Á öðrum stöðvum var tekið I sama streng. „Það voru tveir rafmagns- lausir að hringja rétt í þessu. Frostið undanfarið spilar örugglega eitthvað inní, en ég held að aukinni ljósanotk- un sé mest um að kenna hvað þetta hefur aukist," var viðkvæði viðmæ- landa á einni sendibílastöðvanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.