Morgunblaðið - 20.04.1988, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 20.04.1988, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 V estur-Þýskaland; Dæmdur í 13 ára fang- elsi fyrir mannrán Dtisseldorf, Reuter. HÆSTIRÉTTUR DUsseldorf dæmdi í gær Líbanan Abbas Ali Hamadi sekan um að hafa skipulagt mannrán á tveimur vestur-þýskum kaupsýslumönn- um í Beirút i janúar á síðasta ári. Hann var dæmdur í 13 ára fangelsi og fékk þyngri dóm en ákæruvaldið hafði krafist. Hamadi var dæmdur sekur um mannrán og tilraun til að þvinga vestur-þýsk stjómvöld. Manriræn- ingjamir höfðu krafist þess að bróðir Hamadis, Mohamed Ali Hamadi, yrði látinn laus úr fang- elsi, en hann er sakaður um að flugrán og morð. Saksóknarinn hafði krafíst ell- efu og hálfs árs fangelsisdóms yfír Hamadi, en Hamadi var hins vegar dæmdur í þrettán ára fang- elsi. Mjög sjaldgæft er í Vestur- Þýskalandi að dómar séu þyngri en ákæruvaldið krefst. Verður Bretland útilokað frá þátt- töku í OL í Seoul? St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frfmannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. STJÓRN Alþjóða fijálsíþrótta- ríkisborgararétt fyrir fjórum árum Reuter Abbas Ali var í gær dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa skipulagt mannrán í Beirút. sambandsins (IAAF) lýsti því yfir siðastliðinn laugardag, að breska fijálsíþróttasambandið ætti að banna Zolu Budd að taka þátt í alþjóðlegri keppni næstu tólf mánuði, ella tæki IAAF málið fyrir aftur. Zola Budd er fædd og upp alin í Suður-Afríku. Hún fékk breskan Danir kjósa um stefnuna í kjamorkuvopnamálum Árósum. Frá Axel Pihl-Andersen, Reportagesfruppen. í ANNAÐ sinn á átta mánuðum ganga danskir kjósendur að kjör- borðinu, að þessu sinni þann 10. mai nk. Laust eftir hádegi í fyrra- dag steig Poul Schliiter forsætisráðherra í ræðustól í þjóðþinginu og boðaði það, sem allir áttu von á, nýjar kosningar vegna ágrein- ingsins um stefnu Dana i kjarnorkuvopnamálum. „Ríkisstjómin er einhuga um að boða til þessara kosninga og vill með þeim standa vörð um þá stefnu, sem tryggir aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu," sagði Schluter og boðaði sjálfum sér trúr til kosninga með stuttum fyrirvara. Opinberlega með tilliti til efna- hagslífsins og stöðugleikans í landinu en vafalaust einnig vegna þess, að fastaráð NATOS situr nú á rökstólum og forsætisráðherrann vill láta það koma skýrt fram, að það er hann, sem ákveður kosning- amar, ekki bandamenn Dana inn- an bandalagsins. Óvenjulegar kosningar Kosningamar nú eru óvenjuleg- ar að því leyti, að þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1929, að kosið er um vamarmál. Síðan borgaralega fjórflokkastjómin með Schluter í fararbroddi kom til valda árið 1982 hefur hún 23 sinnum lent í minni- hluta á þingi í utanríkismálum. Er ástæðan sú, að Radikale Vens- Vantar teppiá stigaganginn ? yy Þegar velja skal teppi á stigahús, er ekki nóg að teppið sé bara mjúkt og áferðarfallegt,það verðurað vera hljóðeinangrandi og auðvelt í þrifum, - teppi sem er brunaþolið og teppi sem mun þola hinn ótrúlegasta yfirgang um ókomin ár. ** yy Þessi teppi eru til og þú fœrð þau hjá okkur, sérhönnuð teppi á stigahús og skrifstofurM .hjáokkur nágœðin[gegrf' Teppaland * Dúkaland Grensásvegi 13 - Símar 83577 - 83430 tre, sem jafnan styður stjómina, snýst alltaf á sveif með jafnaðar- mönnum Sósíalíska þjóðarflokkn- um í þessum efnum. Þingsályktunartillagan um stefnuna í kjamorkuvopnamálum, sem samþykkt var í síðustu viku, var hins vegar dropinn, sem fyllti mælinn. „Við höfum orðið að sætta okkur við margar þingsályktanir, sem smám saman hafa verið að færa okkur fjær bandamönnum okkar, en þessu munum við ekki kyngja,“ sagði Schluter í ræðu sinni í þjóðþinginu. Kjarnorkuvopnamálin Með þingsályktunartillögunni er stjóminni gert skylt að skýra yfír- mönnum á herskipum bandalags- ríkjanna frá því bréflega, að kjam- orkuvopn séu bönnuð i danskri lög- sögu á friðartímum. Það er hins vegar stefna NATO-ríkjanna að gefa engar upplýsingar um hvort slík vopn eru um borð í einstökum skipum og Bretar og Bandaríkja- menn segja, að nú sé ekki lengur unnt að efna til flotaæfinga á dönsku hafsvæði. Bretar og Bandaríkjamenn hafa brugðist mjög harkalega við sam- þykktinni en Svend Auken, form- aður Jafnaðarmannaflokksins, heldur því fram, að ríkisstjómin hafí pantað þessi viðbrögð. Hafa jafnaðarmenn nú þegar hafíð kosn- ingabaráttuna og ætla að heyja hana undir slagorðinu „Danir ráða sér sjálfír". Kosningabaráttan nú einkennist ekki síst af brigslyrðum þeirra Schliiters og Aukens. Saka þeir hvor annan um að ljúga til um símtal, sem þeir áttu daginn áður en þingsályktunartillagan var sam- þykkt. Segir Schluter, að Auken hafí fallist á, að þingsályktunartil- laga stjómarinnar yrði tekin fyrir fyrst og hefði hún þá verið sam- þykkt því að radikalar voru sam- mála báðum tillögunum. Tillaga stjómarinnar var sam- hljóða afstöðu Norðmanna en hún er sú að skýra erlendum ríkis- stjómum frá stefnunni í lcjamorku- vopnamálum en fylgja henni ekki eftir um borð í skipunum. Það hefur raunar einnig haft áhrif á ákvörðunina um kosningar, að síðasta misserið hefur mikií óeining verið innan stjómarinnar og hún hefur ekki verið í stakk búin til að fást við þá miklu erfíð- leika, sem steðja að í efnahagsmál- og keppti á Ólympíuleikunum í Los Angeles fyrir Bretland. Þá töldu ýmsir, að hún hefði fengið ríkis- borgararétt óeðlilega hratt til að hún gæti keppt fyrir Bretland á leikunum. Alla tíð síðan hefur hún verið skotspónn þeirra, sem vilja þrýsta á stjómvöld í Suður-Afríku með því að banna íþróttamönnum það- an að taka þátt í alþjóðlegum mótum. Hún var sökuð um að hafa tekið þátt í víðavangshlaupi í Bragpan í Suður-Afríku á síðasta ári. Hún neitaði því, en sagðist hafa verið viðstödd mótið og verið í hlaupabúningi. Stjóm alþjóðasam- bandsins breytti þá skilgreiningu sinni á því, hvað það væri að taka þátt í móti — að vera viðstaddur keppni mætti skilja sem þátttöku, og sagði, að Budd hefði brotið gegn anda reglnanna um bann á Suður-Afríku. Hótunin um að taka málið upp aftur er skilin þannig, að Bretlandi yrði vísað úr sambandinu um tíma og íþróttamenn þaðan útilokaðir frá alþjóðlegri keppni, ef ekki yrði orðið við tilmælum alþjóðasam- bandsins. Það þýddi, að Bretar tækju ekki þátt í Olympíuleikunum í Seoul á þessu ári. Stjóm breska fijálsíþróttasam- bandsins heldur fund um þetta mál um næstu helgi. Þessi ákvörðun hefur vakið margvísleg viðbrögð breskra frjálsíþróttamanna. Tveir breskir hlauparar, sem unnu sér þátttöku- rétt á leikunum með frammistöðu sinni í maraþonhlaupi í Lundúna- borg á sunnudag, sögðust vera reiðubúnir til að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum til að styðja Zolu Budd. Aðrir telja það óréttlætan- legt að fóma þátttöku allra Breta fyrir einn einstakling. Einnig telja ýmsir, að Budd beri sjálf ábyrgð á því, hvemig málum er nú komið með óvarlegu framferði sínu. Henni hafí mátt vera ljóst, að and- stæðingar hennar notuðu hvert einasta tækifæri til að klekkja á henni. Harðstjórn Stalíns; Voru hátt í 50 milljónir manna beitt- arkúgunum? Moskvu, Reuter. SOVÉSKUR fræðimaður heldur þvi fram í grein í sovéska viku- blaðinu Nedelya, sem birtist í síðustu viku, að á milli 38 og 50 miljjónir manna hefðu orðið fyr- ir barðinu á kúgunum Jósefs Staiíns, fyrrum leiðtoga Sov- étríkjanna. I greininni, sem Igor Bestuz- hevlada ritaði, segir að 19 til 25 milljónir smábænda hefðu látist eða „hálflátist" þegar jarðir voru þjóð- nýttar á fyrri hluta fjórða áratugar- ins. Hann bætti við að í það minnsta jafnmargir hefðu verið drepnir eða beittir harðræði í pólitískum hreins- unum Stalíns á árunum 1935 til 1953. Auk þess hefðu milljónir manna látist úr hungri í þorpum í Sovétríkjunum. Vestrænir sérfræðingar hafa haldið því fram að 20 milljónir manna hafí látist í hreinsunum Stalíns, en sovéskir sagnfræðingar hafa hingað til fullyrt að sú tala sé of há.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.