Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 Urtur með sumarkaffi Skátafélagið Kópar var stofn- að árið 1946 og er eitt elsta æsku- lýðsfélag Kópavogs. Skátastarf- semi hefur ávallt verið mikil í bænum og notið skilnings og vin- sælda hjá bæjarbúum jafnt ung- um sem öldnum. í Kópum starfar mömmuskáta- sveitin Urtur. Þetta er hópur skáta- mæðra, sem vinnur að því að efla og styðja það starf sem unnið er í skátafélaginu og hjálparsveitinni. Mikilvægur þáttur í ijáröflunar- starfi Urtanna er kaffísalan, sem haldin er fyrsta sumardag ár hvert. Að vanda verður kaffísalan haldin í Félagsheimilinu í Kópavogi 2. hæð og hefst kl. 3 á morgun. Einnig verða skátamir með kaffísölu í Digranesi á meðan á skemmtiatrið- um sumardagsins fyrsta stendur. Símar 35408 og 83033 AF ERLENDUM VETTVANGI Rajiv Ghandi; eftir GABRIELE venzky Óhagganlegur því ekki er annarra kosta völ RAJIV Ghandi, forsætisráðherra Indlands, hefur ekki tekist ætlunarverk sitt. Vonirnar sem hann vakti eru brostnar. Það vekur spurninguna um hvort nokkuð geti komið Indlandi til bjargar. íbúum næstfjölmennasta rikis jarðarinnar fjölgar ört þrátt fyrir að nú þegar sé ekki nóg handa þeim að bíta og brenna. Gabriele Venzky, fréttaritari vikuritsins Die Zeit í Nýju Delhí, kennir íhaldssemi Indveija um hvernig komið er. að land er vandfundið þar sem menn fara í verkfall með jafn glöðu geði og á Indlandi. „Verkfall," segir hraðboðinn með hýrri há þegar hann kemur tíu dögum of seint með skilaboðin og bætir við: „Ótakmarkað." í engu öðru landi er kvartað jafn mikið yfír alls kyns misrétti og enska orðið „grievances" er orðið að samheiti fyrir alla mögu- lega óánægju og jafnframt eitt mest notaða orðið í daglegu tali. Hvergi í heiminum fara jafn margir vinnudagar til spillis vegna verkfalla. Það var engin furða að stjómarherramir rifu hár sitt og skegg þegar stjómarandstaðan boðaði til allsheijarverkfalls í mars. Herinn var í viðbragðsstöðu og öllum mögulegum áróðursvél- um beitt gegn verkfallinu; sem dæmi má nefna að vinsæll dægur- lagaþáttur í kvöldútvarpinu var öðru hveiju rofínn til að koma að þijátíu sekúndna löngum yfírlýs- ingum frá stjóminni um hversu fánýtt verkfallið væri. Stjómin bjóst við hinu versta. Ekki var lengra síðan en í desember að vinstrisinnuð stjómarandstaða safnaði milljón manns saman í Nýju-Delhí, einstæður viðburður í sögu landsins. Stuttu síðar kom hálf milljón manna saman með hægri sinnaða stjómarandstæð- inga í fylkingarbijósti. í bæði skiptin og einnig þegar boðað var til allsheijarverkfallsins var kjör- orðið: Niður með Rajiv Ghandi! Mannkynsfrelsari eða stigamaður En allsheijarverkfallið fór út um þúfur. Og enginn var jafn hissa og stjómin. Skýringin er sú að jafnvel meðal hinna verkfalls- glöðu Indveija er torvelt að hrinda allsheijarverkfalli í framkvæmd sem ætlað er að fella stjóm sem kosin hefur verið með miklum meirihluta atkvæða í löglegum kosningum. Af þessu má þó ekki draga þá ályktun líkt og stjómin gerði að Rajiv Ghandi væri sérlega vinsæll leiðtogi. Fáir stjómarleið- togar hafa mátt þola jafn hraðan vinsældamissi og Ghandi. Fyrir þremur árum minnti hann á mannkynsfrelsara. Nú er svo komið að jafnvel bændumir í hans eigin kjördæmi kalla hann stiga- mann. Samt sem áður, ef kosið yrði nú myndi Ghandi vinna glæstan sigur, a.m.k. bendir nýjasta skoð- anakönnunin til þess. Staðreyndin er nefnilega sú að Indveijar eiga ekki annarra kosta völ en halda í yngsta sprotann af meiði Ne- hm-Ghandi-ættarinnar. Rajiv Ghandi sló í gegn hjá 800 milljón löndum sínum með bylt- ingarkenndu loforði um að vísa veginn til framtíðar. Hann lofaði sælli dögum hér og nú en ekki handan endurholdgunar. Fram- koma hans var önnur en hjá þekktari stjómmálamönnum. Hann virtist búa yfír heilbrigðri skynsemi, sjá hlutina í víðu sam- Rajiv Ghandi, óhagganlegur vegna þess að ekki er annarra kosta völ. hengi án ótta við gamlar valda- stofnanir. Hann lofaði að vinna fyrir opnum tjöldum. Hann var örugglega sá eini sem gat bjargað ættjörð sinni frá heiftarlegum inn- anlandsátökum, pólitísku gjald- þroti og efnahagslegri örbirgð. En hulunni var brátt svipt frá augum Ghandis. Hann hafði lofað all rækilega upp í ermina á sér. Honum hafði yfírsést að ekki er hægt að bylta 3.500 ára gamalli sögu á einni nóttu. Hann hafði gleymt að Indveijar búa við íhaldssömustu þjóðfélagsskipan og rótgrónasta verðmætamat í heiminum. Hann náði ekki tökum á kerfínu heldur hékk brátt sjálfur í þéttriðnu neti þess. Þess vegna er svo komið á fyrri hluta ársins 1988 að indverska stjómin er full- komlega ráðþrota og stefnulaus. Rajiv Ghandi fer úr einni krepp- unni í aðra: Punjab, Assam, vax- andi skuldir, þurrkar og stórveld- isduld eins og gagnvart Sri Lanka. En hann er þó ekki eins mikið í skotlínunni og þegar hann, sak- aður um spillingu í tengslum við sænsk vopn og þýska kafbáta, glataði ímyndinni sem hreinskipt- inn maður. Fyrrverandi fjármála- ráðherra, Viswanath Pratap Singh, er nú ímynd heiðarleikans í indverskum stjómmálum. Þetta gæti reynst afdrifaríkt fyrir Rajiv Ghandi. En enn afdrifaríkara kann að verða að virðingin fyrir móður hans Indiru vex jafnt og þétt eftir dáuða hennar. Og við hana stenst hann engan veginn samanburð. Byltingar er þörf Margir eru famir að spá því að kosningum verði flýtt áður en afleiðingar verstu þurrka aldar- innar verða komnir í ljós. Afdrif forsætisráðherrans em ekki síður en örlög Indlands undir veðrinu komin. Sá sem einu sinni kemst til valda á Indlandi lætur þau ekki baráttulaust af hendi aftur. Það sannast á stéttaskiptingunni í landinu. Ekkert gæti breytt þessu nema bylting. Og skynsemisbylt- ing Rajivs Ghandis var allt of smátæk. Sívaxandi átök milli trú- flokka og þjóðflokka kosta mannslíf nær daglega. Þetta er upphafíð að stéttastríði eins og í Gujarat og Bihar. Þessar róstur em merki um byltingarafl sem býr í samfélaginu og sýna gífur- lega óánægju. Fátækt, ofíjölgun, hungur, óþrifnaður og niðumíðsla em ekki innantóm orð heldur raunvem- leikinn á Indlandi. Það Indland sem telur 150 milljón manna milli- stétt, með smart uppum og neyslubijáluðum unglingum, landið sem smíðar eigin eldflaugar og sendir gervitungl út í himin- geiminn er fyrir löngu búið að slíta sig frá Indlandi hinna 600.000 þorpa, landinu þar sem nútíminn hefíir vart haldið innreið sína. Á meðan önnur Asíulönd hafa tileinkað sér framfarir og auðgast á þvi búa Indveijar enn við ein- angmn miðaldasamfélagsins. Jafnvel Pakistönum og íbúum Sri Lanka gengur betur en nágrann- anum stóra. Árlegar þjóðartekjur á mann em 330 dalir í Kína en 165 dalir á Indlandi. í Kína er auðugasta fólkið í sveitinni, þökk sé árangursríkri blöndu land- búnaðar og iðnaðar tengdum landbúnaði. Á Indlandi em bænd- umir fátækastir allra. Stjómin hælir sér af 23 milljón- um tonna hveitis sem betur fer em til reiðu þegar uppskeran brestur í kjölfar þurrkanna. Skýr- ingin á þessum birgðum er ekki sú að um offramleiðslu sé að ræða heldur eiga milljónir manna ekki fyrir mat. Lifað frá degi til dags Er óhjákvæmilegt að eyðimörk og þurrkur eti landið upp til agna á meðan mannfólkið fellir sein- ustu trén? Á það virkilega fyrir þjóðinni að liggja að tvöfaldast á þijátíu ára fresti? Með sama áframhaldi verða Indveijar einn milljarður um aldamótin, Einni kynslóð síðar verða tveir milljarð- ar í landi sem ekki getur einu sinni brauðfætt 800 milljónir. Þrátt fyrir að trúarbrögðin vísi til þess sem handan er, hafa Indveijar þann hrikalega eiginleika að lifa frá degi til dags. Þegar vatnsyfír- borðið í bmnnunum fer að minnka eins og gerist á hveiju ári þá er ekki dregið úr vatnsnotkuninni. Heldur segja menn: „Það þarf vatn á akurinn hjá mér. Mér er nokk sama hvort eitthvað verður eftir af drykkjarvatni handa þér.“ Forsætisráðherrann hefði ef til vill litlu getað breytt hvort eð var. Nú situr hann í fílabeinstumi umkringdur valdagráðugum mönnum sem kallaðir em „örygg- isvörðurinn". Hugmyndaríku mennimir sem stóðu upphaflega við hlið Rajivs em löngu á brott flæmdir. Þetta ástand er slæmt fyrir Indland en verra er að annarra kosta er ekki völ. Aðrir menn em ekki í sjónmáli til að taka við völdum. Heimild: Die Zeit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 89. tölublað (20.04.1988)
https://timarit.is/issue/121768

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

89. tölublað (20.04.1988)

Aðgerðir: