Morgunblaðið - 20.04.1988, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.04.1988, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 Um aðbúnað, starfsréttindi og heilsufar ellilífeyris- þega á Reykjavíkursvæðinu eftir Ólaf Ólafsson Samkvæmt niðurstöðum hóp- rannsóknar Hjartavemdar á árun- um 1979—1984 er félagslegur að- búnaður og heilsufar 998 karla og kvenna á aldrinum 67—74 (úrtak úr þjóðskrá) sem hér segir: Þátttaka var 70% <12 ). Störf Yfír 50% karla og kvenna starf- aði 40 klst. eða lengur á viku (aðal- vinna). Tæp 20% karla hafa einhver mannaforráð. Innan við 10% karla og kvenna em fjarverandi frá vinnu lengur en V2 mánuð vegna veikinda á ári sem em svipaðar fjarvistir og meðal 47—66 ára fólks. Vinnutimi er misjafn (1.2.) Hlutfall 67—73 ára karla og 68—74 ára kvenna er starfa 40 klst. eða lengur á viku á höfuð- borgarsvæðinu í aðalvinnu á ámn- um 1979-1984 O-2-). Vinnutími er misjafn eftir starfs- stéttum. Vemlegur munur er á vinnutíma háskólamenntaðra, skrif- stofu-, verslunar-, póst- og lög- reglumanna og annarra. Hér býr að baki m.a. mikill munur á lífeyris- sjóðaréttindum. Vinnutími skrifstofu- og verslun- armanna er stystur meðal kvenna. Heilsufar V4 hluti karla og kvenna er „und- ir reglulegu lækniseftirliti" sem er svipað meðal 50—66 ára fólks. Lyflaneysla helst nokkuð óbreytt meðal karla og kvenna 47—66 ára en meðal kvenna 67—73 ára eykst neysla taugaróandi lyfja um 35% og svefnlyfja um 8%. Meðal karla eykst neysla tauga- róandi um 50% á þessum aldri. Athyglisvert er að neysla taugaró- andi og svefnlyfja eykst mjög eftir að fólk kemst á ellilaunaaldur. Nærtækasta skýringin er að fólkið þjáist af vanlíðan og leiða. Að öðm leyti er heilsufar karla og kvenna allsæmilegt. Hæfni fólks til starfa í atvinnulífínu hafa orðið miklar breytingar frá því sem áður var. Dregið hefur úr þungum og erfíðum störfum vegna meiri vélvæðingar. í þess stað hafa komið störf er krefj- ast langrar reynslu, verk- og fag- menntunar. Almenn menntun vinn- andi fólks er einnig meiri en áður. „Vinnugeta" eldra fólks helst því lengur en áður. Fyrirtækin hafa því ekki sömu þörf fyrir að „yngja upp“ sem áður. Oft á tíðum er það því sóun að láta 67 ára gamalt fólk hverfa úr starfí. Núverandi ellilífeyrisreglur draga úr möguléikum atvinnulífsins að notfæra sér hæfni eldra fólks. Vilji fólks til starfa Komið hefur fram að vinnuþátt- taka eldra fólks er tvö-þrefalt meiri hér á landi en á öðmm Norðurlönd- um enda ríkir ekki atvinnuleysi hér á landi <3-4 ). Flest eldra fólk hættir launa- vinnu „af illri nauðsyn" en ekki að eigin ósk <8J. Er það mun hærra hlutfall en t.d. í Danmörku, þar sem aðeins 25% af ellilífeyrisþegum óska eftir því að hefja vinnu aftur. Ellilífeyrisþegar em oft einstæð- ingar og staðreynd er að tveir kom- ast betur af en einn. Margir veigra sér einnig við að hverfa úr vinnu vegna ótta við ein- angmn, sakna vinnufélaga, til- breytingar og þeirrar lífsfyllingar sem starfið gefur — enda af kyn- slóð sem sjaldan féll verk úr hendi. Ólafur Ólafsson „Meðferð öldrunar er ekki alger hvíld heldur andleg og líkamleg örv- un og þar af leiðandi eru lög um vinnulok við 67 ára aldur ekki lækn- isfræðilega réttlætan- leg.“ Bætur alman natry gginga duga ekki vel til framfærslu nema við bestu aðstæður. Stjóm- málamenn verða að gera sér ljóst að þó að ellilífeyrir sé miðaður við lægstu laun ófaglærðs fólks, duga þau laun fáum til framfærslu án yfirborgana og yfírvinnu. Ellilífeyr- isþegar bera því skarðan hlut frá borði. An efa mundi atvinnuþátttaka margra ófaglærðra breytast vem- lega t.d. ef lífeyrisréttindi þeirra væm færð í sama horf og háskóla- menntaðra (tafla 1). Lokaorð: 1. Heilsufar fólks 65—74 ára virð- ist hafa batnað frá því sem áður- var <4-) en helmingur fólks 67—74 ára starfar fullan starfs- dag. 2. Meðferð öldmnar er ekki alger hvíld heldur andleg og líkamleg örvun og þar af leiðandi em lög um vinnulok við 67 ára aldur ekki læknisfræðilega réttlætan- leg. 1 3. Það em mannréttindi að halda óskertum starfsréttindum svo lengi sem hæfni og starfsorka leyfa. Það eru ekki mannrétt- indi að eiga það undir náð atvinnurekenda hvort við- komandi heldur vinnu sinni. 4. Gefa þarf fólki rétt á að sinna hlutastarfi i „fastri vinnu" þegar ellin færist yfir. Nú verður það oft að leita á „lausa- vinnumarkað". Sumir atvinnu- rekendur „leyfa“ þó fólki að starfa áfram. 5. Fólk á að halda áunnum eftir- launaréttindum en eftirlaunaald- ur þarf að vera mun sveigjan- legri en nú er svo að fólk geti hætt störfum að eigin vali, t.d. eftir sextugt fram að sjötíu og fímm ára aldri. 6. Bæta þarf lífeyri fólks svo að það neyðist ekki til að vinna fullan vinnudag lengur en heils- an leyfír. Greinilegt er að munur á lífeyrisréttindum veldur mis- mun á vinnuálagi og því misrétti. Heímildir: 1—2) ólafur ólafsson. Efnahagur, félagslegur aðbúnaöur og heilsufar karla og kvenna ( Reykjavík 1979—1985. Rannsóknarstöð Hjartavemdar 1987. 3) Jón Bjömsson. Atvinnumál aldraðra, rannsókn á vinnugetu og atvinnuerfiðleikum aldraðra í Revkjavík 1974—1975. Handrit. 4) ó. ólafsson, Þ. Halldórsson. Mannréttindi og eftirlaunaaldur. Landlæknisembættið 1986. 5) ó. Ólafsson. Heilsuvemd og lækning. Skýrela til Fjárveitinganefndar, nóv. 1982. Karlar 67—73 ára Konur 68—74 ára fjöldi 502 fjöldi 496 Ófaglærðir 80,1% 53,6% Atvinnurekendur 75,7% 60,0% Iðnaðarmenn 71,8% Skrifst./versl./ 33,3% Póst & síma-/lögreglu-/ og slökkviliðsmenn 61,5% Háskólamenntaðir 32,4% 60,1% Húsmæður — 53,1% Aðrir 11,8% 67,4% Lífeyrissjóð fyrir hvem landsmann eftir Tryggva Helgason Hið svokallaða lífeyrissjóðakerfí er sífellt í fréttum, og svo virðist sem flestir kvarti yfir þessu kerfi, en fáir mæli því bót. Er áberandi hinn sívaxandi fjöldi lesendabréfa í blöðunum, þar sem menn bera upp vandræði sín og óánægju. Einn sgðist hafa greitt í lífeyrissjóð sína tíund af þokkaleg- um launum í 30 ár, en núna þegar komið væri að því að njóta lífeyris úr sjóðnum, þá væri upphæðin sem hann fengi lítil sem engin og alltént mun minni en það sem manninum fannst að hann ætti að bera úr býtum. Ef maðurinn fellur frá fá ekkjan og ung böm eitthvert lítilræði úr sjóðnum, en ef engin er ekkjan eða böm undir vissum aldri, þá stelur lífeyrissjóðurinn öllu sem maðurinn hefur borgað í 30 ár, og erfingjar mannsins fá ekkert í sinn hlut. Og nú er líka svo komið, að ríkis- sjóður er farinn að ásælast lífeyris- sjóðina. Græðgi ríkisvaldsins virðist takmarkalaus og óseðjandi og líkt og sjómennimir gera út á loðnu og sfld, þá er ríkisvaldið farið að gera út á lífeyrissjóðina. í Reykjavík sitja alþingismenn- imir og ráðherramir sem „kasta“ á lifeyrissjóðina um allt land, þing- mennimir „snurpa að“ upp að síðunni' á Reykjavík, og gráðugir ráðherramir „háfa“ síðan upp i ríkiskassann, sjóðaskjóðumar og Seðlabankann. Allt skal til Reykjavíkur og virð- ast flest ráð fundin til þess að draga fé til Reykjavíkur og snuða peninga út úr því fólki sem á heima vítt og breytt um landið. Ein hugmyndin — það er eitt ráðið til viðbótar, til þess að draga fé til Reykjavíkur og snuða lands- byggðina — er sú að steypa öllum lífeyrissjóðum saman í einn sjóð í Reykjávík. Þá fengju Alþingi og ríkisstjóm svo sannarlega sitt draumatæki- færi, sitt „demantskast“, sem gæti hremmt í einu kasti allar „sjóðatorf- ur“ landsmanna. Það er sem maður sjái þá fyrir sér þar sem þeir væru, nánast sem óðir menn, að „háfa silfur fólksins" upp í Qárhirslumar í Reykjavík. En það er ekki víst að gleðin yrði jafn skír eða langvinn, þegar þeir fæm að hrista úr nótinni alla ánetjuðu kolmunnana, það er, alla landsmenn sem fylgdu með í nót- inni til Reykjavíkur, og kannski yrði enginn eftir. Ef þessi hugmynd yrði að veru- leika gæti hún, ef til vill, greitt landsbyggðinni hið endanlega rot- högg. Sem betur fer em þó til aðrar leiðir, önnur ráð, og að mínu mati, miklu betri ráð. Legg ég það til, hér og nú, að hver og einn einstaklingur fái rétt til þess að stofna og eiga sinn eig- inn einkalífeyrissjóð, við hvaða banka eða sparisjóið sem er, og við- komandi óskar. Þetta yrði í formi nokkurs konar sparisjóðsbókar, það er: „Lífeyris- bókar". Þessa lífeyrisbók myndu menn stofíia þegar þeir fá fyrst greidd laun, og yrði lagt inn á bókina á sama hátt og nú er greitt i lífeyris- sjóðina, sem hjá flestum reiknast 4% af launum, auk 6% frá vinnuveit- anda. Menn með sjálfstæðan rekst- ur gætu einnig lagt inn á sína bók eftir vissum reglum, en hámark sett á hversu mikið mætti leggja inn ár hvert. Þessi lífeyrisbók myndi bera hæstu leyfilegu vexti og væri inn- stæðan öll, eða að hluta, baktryggð af ríkissjóði gagnvart gjaldþroti sparísjóðsins eða bankans. (Líkt og nú er í ríkisbönkunum.) Bókareigandinn gæti einungis tekið út úr bókinni eftir að vissum aldri væri náð, eða um slys eða alvarlega sjúkdóma væri að ræða, og þá eftir vissum reglum. Ef bókareigandinn félli frá fyrir aldur fram, þá fengju maki eða ung böm rétt til úttektar úr bókinni eftir sérstökum reglum, en ef ekki væri um eftirlifandi maka að ræða eða böm á framfærslualdri, þá væri öll innistæða bókarinnar laus og myndi greidd erfíngjum, annað- hvort samkvæmt erfðaskrá, ellegar samkvæmt ákvörðun skiftaráð- anda. Með þessu væri tryggt að þessi hluti launatekna einstaklings rynni til fjölskyldu hans eða lögerfíngja að honum látnum. Sá sem hefði lagt inn á sína lífeyrisbók kr. 4.000 á mánuði, eða 48 þúsund khónur á ári (4%+6%) í 30 ár og fengi 8,5% í vexti ætti núna í bók sinni 6,4 milljónir króna (miðað við verðtryggt fé). Sem sem hefði lagt inn 72 þús- und á ári ætti 9,6 milljónir, og sá sem hefði lagt inn 96 þúsund á ári. ætti nú 12,8 milljónir á sinni bók. Menn geta svo reiknað sjálfír, t.d. miðað við sín eigin laun, hvað þeir gætu huganlega átt í dag f Tryggvi Helgason „Legg ég það til, hér og nú, að hver og einn einstaklingur fái rétt til þess að stofna og eiga sinn eiginn einkalífeyr- issjóð, við hvaða banka eða sparisjóð sem er, og viðkomandi óskar.“ sinni eigin lífeyrisbók. Ef vextir væru einhver önnur tala en 8,5% breyttist útkoman auðvitað í samræmi við það. Sá sem hefði lagt inn 96 þúsund á ári í 30 ár og fengi 10% vexti ætti nú 17,2 milljónir á sinni bók. Ef við höldum áfram að skoða tölur, þá skulum við taka sem dæmi þann sem lagði inn 48 þúsund á ári og á í bók sinni 6.430.000 krón- ur, en er nú kominn á eftirlaun. Hugsum okkur að samkvæmt lögum mætti þessi maður taka út að hámarki 10% úr bókinni fyrsta árið, og síðan sömu upphæð ár hvert. Gerum ráð fyrir að maðurinn ákveði að taka ögn minna, eða kr. 50 þús. á mánuði; samtals kr. 600.000 ár hvert, en afgangur inni- stæðunnar beri áfram sömu vexti, eða 8,5%. Maðurinn fær þá 600 þúsund krónur á ári í 22 ár, en 23. árið tæmdist bókin. Ef hann hins vegar lætur sér nægja að taka út vextina eingöngu, þá fær hann árlega 546.550 krónur svo lengi sem hann lifir, en höfuð- stóllinn, sem helst óbreyttur kr. 6,4 milljónir, rennur þá allur til erfíngj- anna að manninum látnum. Reglur um greiðslur inn á lífeyr- isbækur gætu verið þannig, að í þeim tilfeilum þar sem annað hjóna ynni heimavið en hitt ynni fyrir tekjum útivið, þá mætti vinnuveit- andi skifta greiðslum og greiða inn á bækur beggja hjóna. Þá þyrfti að sjálfsögðu sérstakar reglur um mögulegan flutning fjármuna milli lífeyrisbóka hjóna, í tengslum við hjónaskilnað. Þegar þetta nýja kerfi yrði tekið upp, þá verði heimilt að leggja nið- ur gömlu ífeyrissjóðina. Fé sjóðanna yrði notað til þess að greiða þeim lífeyri sem nú þegar eru komnir á eftirlaun, og einnig til þess að end- urgreiða inná lífeyrisbækur annarra sjóðfélaga, hveijum og einum eftir sinni inneign í sjóðunum. Að lokum yrðu sjóðimir endanlega gerðir upp. Bankamir og sparisjóðimir myndu ávaxta innistæður lífeyris- bókanna, enda em þeir réttu fyrir- tækin til þess, og raunar stofnaðir í þeim tilgangj að ávaxta fjármuni almennings. Þeir myndu lána til hinna ýmsu verkefna, þar með talið til húsnæðiskaupa. Að mínu mati á að leggja niður alla þessa sjóði; húslánasjóði eða hvað þeir nú heita allir saman og einnig leggja niður Húsnæðisstofn- un ríkisins, en þá stofnun tel ég með öllu óþarfa. Höfundur er flugmaður, búsettur á Akureyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.