Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 37
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988
37
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
BjörnJóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Neisti
í púðurtunnu
Styrjöldin milli írans og ír-
aks hefur staðið svo lengi,
að hún er í raun hætt að vera
daglegt fréttaefni. Tugir ef
ekki hundruð þúsunda manna
hafa fallið. Síðustu vikur hefur
einkum vakið athygli að
stríðsaðilar senda banvæn
flugskeyti á milli höfuðborga
hvors annars og írakar hafa
gerst sekir um það glæpsam-
lega athæfí að beita eiturgasi
gegn saklausum borgurum. Á
mánudag tók stríðið óvænta
stefnu, þegar bandarísk her-
skip háðu harðar sjóorrustur
við írani, réðust á tvo íranska
borpalla og minntu írani á að
valdbeitingu þeirra eða hótun-
um um hana yrði svarað í sömu
mynt. „Þeim verður hegnt,“
sagði Ronald Reagan, Banda-
ríkjaforseti, um Irani. Hinar
harkalegu aðgerðir bandaríska
flotans voru svar við því að
Iranir hafa lagt tundurdufl á
siglingaleiðir á Persaflóa.
Persaflói hefur oft verið
kallaður púðurtunna eins og
raunar allt svæðið frá Miðjarð-
arhafí til flóans, þar sem átök
í einni eða annarri mynd hafa
verið háð um langt árabil.
Raunar væri nær að kenna fló-
ann við olíu heldur en púður,
þar sem olíulindimar við hann
og olíuhafnimar valda því að
átök írana og íraka hafa áhrif
á alla þróun heimsmála.
Bandaríkjamenn og þjóðir
Vestur-Evrópu ákváðu að
senda herskip til Persáflóa á
síðasta ári til að vemda olíu-
flutningaskip. Þau vom orðin
næsta vinsæl skotmörk í lang-
vinnu stríði írana og íraka. í
október sl. gerðu bandarísk
herskip sprengjuárás á íransk-
an borpall eftir að íranir höfðu
ráðist á kúvæskt olíuskip, sem
naut vemdar Bandaríkja-
manna. Síðan hefur bandaríski
flotinn og flotar annarra fjar-
lægra rílcja ekki látið verulega
að sér kveða með beitingu
vopna á Persaflóa fyrr en nú.
Irakar réðust inn í íran
1980, en á árinu 1979 var ír-
anskeisara bolað frá völdum
af Khomeini og hans mönnum,
sem stjómast af trúarofsa. ír-
akar væntu þess að þeir gætu
auðveldlega náð hemaðarleg-
um markmiðum sínum vegna
tómarúmsins, sem mjmdaðist
í íran við brottför keisarans.
íranir hafa á hinn bóginn sýnt,
að þeir standa fastir fyrir og
ekkert bendir til þess að
Khomeini og klerkamir séu að
missa tökin á stjóm landsins.
Leynilega vopnasalan til írans
og laumuleg viðskipti við
kontra-skæmliða eru erfíðustu
málin sem Reagan hefur glímt
við og enn er ekki séð fyrir
endann á því til hvers hemað-
arleg stigmögnun í samskipt-
um Irana ogBandaríkjamanna
á Persaflóa kann að leiða.
Þegar dregin er upp dökk
mynd af framtíðinni og því sem
helst er talið hættulegt heims-
friðnum er jafnan litið til
Persaflóa. Telja margir að
neisti í þeirri púðurtunnu
kunni að leiða til heimsbáls,
sem erfítt verði að slökkva.
Enginn sér enn fyrir endann á
átökunum þama en þess verð-
ur að vænta, að hinir stríðandi
aðilar geri sér grein fyrir því
hve hættan er mikil og hagi
framgöngu sinni í samræmi
við það. Mestu skiptir auðvitað
að öllum tiltækum ráðum sé
beitt til þess að koma á friði
milli nágrannaþjóðanna.
Margir fréttaskýrendur
hafa orðið til þess að tengja
saman aukna spennu á Persa-
flóa, hið hryllilega rán á kúv-
æsku þotunni, róstumar á her-
teknu svæðunum í ísrael og
launmorð ísraela á Khalil al-
Wazir, herstjóra PLO og
manninum sem var hægri hönd
Yassers Arafats. í Kuwait er
því haldið fram, að íranir
standi á bak við flugránið.
Bókstafstrúarmenn í anda
Khomeinis setja æ sterkari
svip á þjóðlífíð alls staðar í
löndum múhameðstrúarmanna
og á það jafnt við um herteknu
svæðin í ísrael sem aðra staði
þar sem arabar búa. í öllum
löndum múhameðstrúarmanna
hafa ráðamenn vaxandi
áhyggjur af því, hvemig við
þessum trúarofsa á að bregð-
ast. Ef grimmd flugræningj-
anna, sem enn eru með 31
mann í gíslingu á flugvellinum
í Algeirsborg, er til marks um
þann hug sem býr að baki öll-
um þessum átökum, er fyllsta
ástæða til kvíða um að ekki
takist auðveldlega að binda
enda á blóðbaðið í þessum
langhrjáða heimshluta.
Er hættan á alnæmissmiti
minni en áður var talið?
ALLT frá því alnæmisins varð
fyrst vart meðal kynhverfra
karlmanna og eiturlyfjaneyt-
enda, sem sprauta sig í æð, hafa
læknar og talsmenn heilsugæsl-
unnar talið, að sjúkdómurinn
gæti hvenær sem er orðið að
faraldri meðal alls almennings.
Upplýsingar frá Afríku þar sem
alnæmið átti trúlega upptök sín
snemma á síðasta áratug gefa
líka ástæðu til að óttast hið
versta: í stórborgum sumra
Afríkuríkjanna hafa 10% karla
og kvenna með eðlilega kyn-
hneigð tekið sjúkdóminn.
í Bandaríkjunum hefur þessi
þróun samt ekki átt sér stað og
vegna þess telja jafnvel sumir, að
hættan sé liðin hjá. í janúarhefti
kvennatímaritsins Cosmopolitans
sagði t.d. dr. Robert Gould, lækn-
ir í New York, að „það er næstum
engin hætta á að smitast af al-
næmi við venjulegar samfarir", en
alnæmissérfræðingar hafa brugð-
ist mjög ókvæða við þeirri yfirlýs-
ingu.
Er áhættan einn á móti
milljón
Hver er þá smithættan fyrir
fólk, sem hefur eðlilega kynhneigð
og neytir ekki eiturlyfja, og er
yfirleitt hætta á, að sjúkdómurinn
breiðist út utan áhættuhópanna?
Allt síðasta ár hafa tölfræðingar
og farsóttafræðingar verið að
kanna.þetta og niðurstöðurnar eru
þær, að fyrir allan almenning hafi
smithættan verið orðum aukin.
Hefur það verið reiknað út, að
hættan á að sýkjast vegna skyndi-
kynna af konu eða karli sé einn á
móti milljón (er þá átt við eðlilega
kynhneigt fólk, sem notar ekki
eiturlyf). Til samanburðar má
nefna, að einn af hvetjum 700.000
Bandaríkjamönnum getur búist
við að lenda í höndum hryðju-
verkamanna á ferðalagi erlendis.
Líkumar á að drukkna eru einn á
móti 37.000 og að deyja í um-
ferðarslysi einn á móti 5.300.
F átækrahverfin eru smit-
hreiður
Áður en menn varpa öndinni
léttara er þó vert að athuga þetta:
Fyrir suma hópa eðlilega kyn-
hneigðs fólks í Bandaríkjunum er
smithættan mikil og vaxandi. Á
þetta við um blökkumenn og fólk
af suður-amerískum uppruna,
Þrjár aðferðir í baráttunni við alnæmisueiruna
BÓLUEFNI (Fyrsta aðferð)
Bóluefni er yfírleitt gert úr dauðri eða veiklaðri veiru en vegna þess hve hættulegt er að nota
sjálfa alnæmisveiruna reyna sumir visindamenn að fara krókaleiðir að markinu:
1. Alnasmís-
veirunní er
sprautað
í rnús.
3. Mólefnunum er sprautað i aðra
mús. Þar verða til enn önnur mót-
2. Músm framleiðír mót- 4. Lykillaga mótefnin
efni með ,.lás“, sem á eru siðan notuð
við Jykil" veiíunnar. sem bóluefni.
TALBEITAN (Önnur aðferð)
Alnæmisveiran notar iykilinn til að finna þær frumur, sem hún kemur sér fyrir i:
1. Lykillmn passar i lásinn á 2. Unnt ætti að vera að sprauta fólk með
yfirborði frumunnar, á hinum LYKILL H fölskum nemum, sem bundið gætu
svokölluðu nemum. H veirumar og komið i veg fyrír, að þær
1. Þegar veiran er sest að í 2. „Andkonum” - efnis- 3. „Andkonin” rjúfa starf-
Irumunni tekur hún við stjórn- ögnum úr DNA-kjarnasýru - semina. koma i veg fyrir fjöl-
ínniogsértilþess, að fruman er þá sprautað mn. földunina og stoðva útbreiðslu
fjölfaldar erfðaefm veirunnar. veírunnar i líkamanum.
Heimild: U S.NEWS & World Report. 29.02.88
Leitin að leyndar-
dómi alnæmisins
MEÐ bóluefni tókst mönnum að
ráða niðurlögum bóiusóttarinn-
ar og með ýmsum lyfjum að
vinna bug á berklunum.
Læknavísindin eru að mörgu
leyti vel vopnum búin en hingað
til hafa þau samt ekki getað
lagt til neitt, sem bítur á alnæm-
isveiruna.
Unnið er að rannsóknum á al-
næmisveirunni víða um heim og
nú eru að vakna vonir um, að með
því að kanna vel innri gerð og
starfsemi veirunnar og ónæmi-
skerfísins verði hægt að ráðast
gegn henni með nýjum og róttæk-
um ráðum. Til að verjast veirusýk-
ingu hafa menn iöngum treyst
mest á bólusetningu en það hefur
reynst miklu erfiðara en nokkum
óraði fyrir að búa til bóluefni gegn
alnæmi. Af þeim sökum beina
menn nú sjónum sínum að sam-
eindabyggingu veirunnar og að
háttum hennar yfirleitt.
Atferli veirunnar kannað
í leitinni að Akkillesarhæl veir-
unnar eru vísindamenn að kanna
hvemig hún kemst inn í frumur
líkamans, hvemig hún fer að því
að stjóma starfsemi þeirra og
hvemig arfberar veirunnar fara
að því að endurgera sjálfa sig.
Hafa þessar rannsóknir meðal
annars leitt til þess, að fundist
hefur efni, sem kemur í veg fyrir,
að veirunni fíölgi, og annað, sem
getur villt um fyrir veirunni og
tælt hana frá eiginlegu skot-
marki, frumum líkamans.
Mikilvægi þeirra rannsókna,
sem nú fara fram, snertir ekki
alnæmisveiruna eina. Sú vitneskja,
sem vísindamenn eru að afla sér
um veirur og ónæmiskerfi líka-
mans, gæti ekki aðeins orðið upp-
haf að nýjum aðferðum í barát-
tunni við erfíða veirusjúkdóma
eins og herpes og venjulegt kvef,
heldur einnig í glímunni við
krabbameinið.
Veiran blekkt
Að villa um fyrir alnæmisveir-
unni er aðferð, sem nú er mikið
rannsökuð. Við athuganir hefur
komið í ljós, að veiran ræðst gegn
ónæmiskerfinu með því að bindast
ákveðnu eggjahvítuefni á yfírborði
Við rannsóknir á
alnæmisveirunni
víða um heim
hafa vísindamenn
það að leiðarljósi,
að nauðsynlegl sé
að þekkja óvininn
sem best og í ljós
hefur komið, að
hún á sér sínar
veiku hliðar. Að
þeim meðal ann-
ars verður atlag-
an gerð
hvítu blóðkomanna og vegna þess
hafa menn látið sér koma til hug-
ar að nota þetta eggjahvítuefni —
án frumnanna að sjálfsögðu — sem
agn og leiða veiruna þannig á villi-
götur. Komið hefur í ljós, að í
unga fólkið aðallega, sem býr í
fátækrahverfum stórborganna.
Sums staðar hafa 1,2% íbúanna í
þessum hverfum reynst smituð og
af 4.000 manns, sem komu á tvær
kynsjúkdómadeildir í Baltimore,
reyndust 5% smituð. Helmingur
karlmannanna og þriðjungur
kvennanna kváðust hvorki vera
kynhverf né nota eiturlyf en var-
legra þykir að treysta þeim yfirlýs-
ingum ekki um of.
Líffræðilegir þröskuldar
Við rannsóknir hefur það sýnt
sig, að það eru ýmsir líffræðilegir
þröskuldar í vegi hröðu alnæmis-
smiti. Við athugun á 80 hjónum
og hjónaleysum, sem höfðu sam-
farir þótt annað væri smitað, kom
í ljós, að aðeins 12 höfðu smitast
eftir rúmlega hálft þriðja ár eða
31 mánuð. Sumir höfðu ekki sýkst
þótt engrar varúðar væri gætt en
dæmi var líka um konu, sem hafði
smitast eftir einar samfarir við'
sýktan eiginmann sinn.
Ekki er vitað hvemig á því
stendur, að fólk er misnæmt fyrir
sýkingu en sumir telja, að aðrar
veirusýkingar, t.d. sár á kynfær-
um vegna annarra kynsjúkdóma,
geti auðveldað smit. Er þetta talið
meginskýringin á mikilli útbreiðslu
alnæmis í Afríku.
Kæruleysi unga fólksins
Óttinn við alnæmið hefur valdið
því, að kynhverfir karlmenn fara
nú varlegar en áður og hefur áður
kunnum kynsjúkdómum fækkað
mjög mikið meðal þeirra. Það á
hins vegar ekki við um ungt fólk
með eðlilega kynhneigð. Meðal
þess fjölgar kynsjúkdómatilféllun-
um með ári hveiju og jafnvel sára-
sóttin, sem um tíma var talin heyra
sögunni til, er að sækja í sig veðr-
ið. Fjölgaði tilfellunum um 30% á
síðasta ári og hafa ekki verið fleiri
síðan 1950.
Árlega sýkjast 20 milljónir
Bandaríkjamanna af kynsjúk-
dómum og næstum helmingurinn
er fólk undir 25 ára aldri.
„Á þessum aldri er fólk hvað
athafnasamast í ástamálunum en
það hagar sér oft eins og væri það
ódauðlegt. Það er ekki létt verk
að fá þennan aldurshóp til að fara
varlega," segir C. Everett Koop,
bandaríski landlæknirinn, en eðli-
legar varúðarráðstafanir geta
kveðið á um lif éða dauða milljóna
manna jafnvel þótt alnæmisveiran
breiðist hægt út.
„Það er einfaldlega rangt að
segja fólki, að áhættan sé engin,“
segir dr. Harold Jaffe, starfsmaður
Sjúkdómaeftirlitsins. „Gallinn er
sá, að fólk vill ýmist vaða í ökkla
eða eyra: „Já, sjúkdómurinn fer
yfír landið eins og logi yfir akur
- hleypið ekki dætrum ykkar út
úr húsi“ eða „Nei, allt er í stakasta
lagi og áhættan engin.“ Ætli sann-
leikurinn sé ekki einhvers staðar
þama mitt á milli.“
rannsóknastofunni a.m.k. virkar
þetta eins og til er ætlast. Virðist
þessi aðferð ekki hafa neinar
aukaverkanir í för með sér í til-
raunadýrum, nagdýrum og öpum,
og eru nú nokkur fyrirtæki tilbúin
til að gera tilraunir á mönnum.
Á stemmd að ósi með „and-
konum“
Hugsanlega er unnt að uppræta
alnæmisveiruna jafnvel þótt henni
takist að komast inn í líkams-
frumu. Veiran vinnur þannig, að
hún kemur sínum eigin genum eða
konum fyrir í frumunni og tekur
um leið við þeirri erfðafræðilegu
stjómun, sem þar fer fram. Konin
sjá síðan til þess, að fruman fíöl-
faldar veimna með þau að fyrir-
mynd. Á ýmsum rannsóknastof-
um, t.d í Worcester-stofnuninni í
Massachusetts í Bandaríkjunum,
er verið að reyna að rjúfa þessa
fjölföldun. Þar hafa fundist efni,
svokölluð „andkon“, sem tengjast
konum veirunnar á mikilvægum
stöðum og koma í veg fyrir fíöl-
földunina. Við tilraunir hafa and-
konin reynst eins og til stóð gegn
fjarskyldum ættingja alnæmisvei-
rannar, veiru, sem leggst á
hænsni, og einnig alnæmisveir-
unni sjálfri á tilraunastofu. Til-
raunir á dýmm hefjast nú á þessu
ári og gætu jafnvel hafíst á mönn-
um á næsta ári.
Andkonin og tálbeitan, sem áð-
ur er á minnst, gætu komið að
góðu gagni í baráttunni gegn öðr-
um veirum. Nú þegar hefur verið
sýnt fram á, að andkonin geta
stöðvað herpes og inflúensu, í til-
raunastofunni að minnsta kosti.
Ensimín gerð óvirk
Önnur leið í þessari baráttu er
að ráðast til atlögu við ensímin,
sem fruman framleiðir að skipan
alnæmisveirunnar, en þau vinna
ýmis verk, sem nauðsynleg em til
að veiran geti náð undir sig frum-
unni og margfaldað sjálfa sig. Á
yfírborði þeirra em svokallaðir
„vasar“ og með því búa til lyf, sem
„fyllti" upp í þá, mætti gera ensím-
in óvirk. Er nú verið að kanna
: lögun einstakra ensíma en að því
búnu verður tölva mötuð á niður-
stöðunum. Tölvan sýnir sameinda-
byggingu ensímsins í þrívídd og
leggur einnig til hvemig „tál-
minn“, efnið, sem gerir ensímið
óvirkt, skuli vera. Ef vel tekst til
gæti hér orðið um að ræða fyrsta
„tölvugerða" lyfíð en miklar vonir
em bundnar við, að slík lyf geti
orðið miklu nákvæmari og haft
minni aukaverkanir.
Erfðafræðilegur rofi
í augum vísindamanna hefur
það þótt hvað furðulegast við al-
næmisveirana, að í sumum getur
hún blundað árum saman en aðrir
falla fyrir henni á skömmum tíma.
Hér eru menn eiginlega að velta
fyrir sér mestu lykilspumingunum
í líffræðinni: Hvemig verst ónæmi-
skerfíð sjúkdómum? Hvemig þró-
ast krabbamein?
Sumir vísindamenn telja, að
jafnvel þótt veiran sé komin inn í
frumuna verði hún ekki virk fyrr
en erfðafræðilegur „rofí“ segir til
um það. Fara nú fram rannsóknir
á þessu en áður hefur komið í ljós,
að í líkama sumra alnæmissjúkl-
inga verður til efni, sem heldur
aftur af veirunni. Er um að ræða
undirtegund af hvítu blóðkomun-
um og hefur verið sýnt fram á það
í tilraunaglasi, að alnæmisveiran
hættir að fjölga sér þegar þessi
blóðkom em nærri og tekur aftur
til við vöxtinn þegar þau em fíar-
lægð. Vegna óttans við aukaverk-
anir er ekki trúlegt, að alnæmis-
sjúklingum verði gefíð þetta efni
ómengað. Sennilegra er, að fundin
verði eftii, sem örvi framleiðslu
sjálfs líkamans á þessum efnum.
Árangurinn af öllu þessu starfí
á enn eftir að koma í ljós en hugs-
anlega er verið að stíga miklu
stærra skref en gert var þegar
mönnum tóks að ná tökum á ýms-
um skelfílegustu farsóttum þess-
arar aldar: Líklega verður hann
bylting í baráttunni við veimr og
krabbamein.
Málin rædd á fundinum hjá sjávarútvegsráðherra í gærmorgun.
Samstarfshópur um stjóm á útflutningi:
Tímabundin stöðv-
un helsta úrræðið
7 segirHalldór
Asgrímsson sjávar-
útvegsráðherra
LÍKLEGT er að gripið verði til
tímabundinna stöðvana til að
stjórna ferskfiskútflutningi til
Bretlands, að sögn Halldórs Ás-
grimssonar sjávarútvegsráð-
herra. Á fundi hans með hags-
munaáðilum í sjávarútvegi, full-
trúum utanríkisráðuneytisins og
Fiskifélags íslands í gær var
ákveðið að skipa samstarfshóp
til ráðgjafar um þennan útflutn-
ing. „Það hefur tekist vel til um
stjórn útflutningsins til Þýska-
lands. Þótt menn vildu gjarnan
sjá meira jafnvægi í þessum
málum án afskipta stjórnvalda
verður ekki auga komið á aðra
leið,“ sagði Halldór.
Ekki er Ijóst hverjir mynda sam-
starfshópin og ræðst það á næstu
dögum. Þá liggur engin ákvörðun
um aðgerðir eftir fundinn, en fjallað
verður um þær næstu daga að sögn
Halldórs. „Hópurinn verður vett-
vangur fyrir samráð á þessu sviði,
þannig að hægt sé að taka á málum
þegar menn þörf á því.
Ég er þeirrar skoðunar að það
eigi að grípa til tímabundinar stöðv-
unar á ferskfiskútflutningi til Bret-
lands. Við þurfum að láta reyna á
hvort að það geti ekki gengið,"
sagði Halldór en kvað erfitt að segja
fyrir um skipulag þessara mála
langt fram í tímann.
Verðfall hefur orðið á frystum
físki á Bretlandsmarkaði undan-
famar vikur þar sem breskar
vinnslustöðvar flaka og frysta
íslenskan fisk og selja hann á lægra
verði en íslendingar.
Áform Verzlunarskólans um viðskiptaháskóla:
Fremur framhalds-
stig en háskólanám
— segirÞórir
Einarsson, forseti
viðskiptadeildar HI
ÞÓRIR Einarsson, deildarfor-
seti í viðskiptadeild Háskóla ís-
lands, segist te(ja að þörf fyrir
viðskiptaháskóla sé fullnægt
með starfsemi viðskiptadeildar-
innar og að það yrði þjóðhagsleg
sóun og tviverknaður að setja á
stofn annan skóla, sem byði upp
á viðskiptanám á háskólastigi,
nær væri að setja á stofn ein-
hvers konar framhaldsdeild.
Forráðamenn Verzlunarskóla
íslands íhuga nú möguleika á
þvi að stofna slíkan háskóla, eins
og fram kom í frétt á baksíðu
Morgunblaðsins siðastliðinn
laugardag.
„Mér fínnst gæta dálítils mis-
skilnings í framsetningu þessa
máls,“ sagði Þórir. „Ég tel að þörf-
inni fyrir viðskiptaháskóla sé sinnt.
Viðskiptaháskóli var raunar stofr-
aður hér árið 1939 en af hag-
kvæmnisástæðum var hann sam-
einaður Háskólanum og úr varð
núverandi viðskiptadeild. Náms-
fyrirkomulagið hér tekur mið af
sambærilegum viðskiptaháskólum
á Norðurlöndum, bæði hvað varðar
námsefni og námstíma, sem er
þijú og hálft til fjögur ár. Ég veit
hvergi til þess að slíkir skólar bjóði
upp á skemmra nám en við, en í
þessum löndum er undirbúningur-
inn fyrir háskólanám svipaður og
hér. Ég held að ef hér kæmi upp
viðskiptaháskóli í svipuðum dúr og
sá, sem við rekum nú þegar, væri
það þjóðhagsleg sóun og tvíverkn-
aður. Það er nógu erfitt fyrir Há-
skólann sjálfan að standa undir
nafni, þótt við dreifum ekki kröft-
unum enn frekar."
Þórir sagði að hann teldi ekki
ástæðu fyrir viðskiptadeildina að
endurskoða lengd námsins, þótt
eitthvað væri um að menn vildu
geta hafið störf í viðskiptalífínu
með styttra nám að baki, náms-
efnið væri hins vegar að sjálfsögðu
í sífelldri endurskoðun. Hann sagð-
ist hins vegar alls ekki vilja útiloka
þann möguleika að þörf gæti verið
fyrir tveggja ára sérhæft við-
skiptanám eins og til dæmis Sam-
vinnuskólinn hygðist nú bjóða, en
hæpið væri að kalla það háskóla-
nám, þar væri fremur um að ræða
framhaldsnám í sérskóla.
„í háskóla eru gerðar ákveðnar
kröfur til námsefnis og kennara,
bæði fræðilega þáttarins og rann-
sóknaþáttarins," sagði Þórir. „Það
þarf að veija miklum tíma í þróun
námsefnis, og menn hrista svona-
lagað ekkert fram úr erminni.
Verzlunarskólinn hefur staðið sig
með ágætum og er vel treystandi
til að veita stutta viðskiptamennt-
un eftir stúdentspróf, þótt hún sé
ekki kennd við háskóla," sagði
Þórir að lokum.