Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 MIKIÐ FANNFERGI OG ÓFÆRÐ A AUSTURLANDI Morgunblaðið/Rúnar Mikill anjór er á götum Siglufjarðar og verður margra daga verk að moka honum burt. Helatu götur bæjarins voru færar á laugardag og nú er unnið við að moka aðrar götur. Siglufjörður: Hættulega lágt undir raflínur í hinni miklu fannkomu, sem verið hefur undanfarið á Austurlandi, hefur fjarlægðin á milli yfirborðs snævarins og raflína styst veru- lega á sumum stöðum. Einkum á það við um fjallvegi. A þessum raflínum er 33.000 volta spenna og er lífshættulegt að vera nálægt þeim. Rafveitur ríkisins hafa varað vélsleðamenn og annað ferða- fólk við hættu af þessum sökum. Erling Garðar Jónasson rafveitu- stjóri á Egilsstöðum sagði í samtali við Morgunblaðið, að það væri eink- um á fjallvegum, t.d. Fjarðarheiði, Eskifjarðarheiði, Stuðlaheiði og jafnvel á skíðasvæðum við Odds- skarð, sem hætta væri af raflínum í miklum snjóalögum. Þegar hin mikla fannkoma undanfarið bættist við allmikinn snjó sem var fyrir, er orðið hættulega lágt undir raflín- umar. Erling Garðar sagði, að eink- um væri vélsleðamönnum hætt, en ekki síður hveijum þeim öðrum, sem er á ferli við línumar. Hann sagði að línumar væra lífshættulegar, jafnvel þótt þær væra ekki snertar. Í þurra veðri væri hættulegt að koma nær línum með þessari spennu en um 50 sentimetra. I mjög röku veðri er sú fjarlægð mun meiri. Erling Garðar vildi ítreka, að það er veraleg hætta því sam- fara að koma nærri línunum og hann varaði eindregið við því, að raflínumar verði notaðar sem leið- armerki af óvönum mönnum. Raflínustauramir sjást oft betur en önnur kennileiti í slæmu skyggni, en þá er líka hættan mest af að koma of nærri þeim. Það era eink- um eldri línur, sem hætta stafar af. Nýrri línur era hærri og lagðar eftir að þekking manna á snjóalög- um jókst, því era þær yfírleitt á snjóléttari svæðum að sögn Erlings Garðars. Snjóflóð tók dælu- skúr í Skútudal - margra daga verk að ryðja götur bæjarins "^•SNJÓFLÓÐ féll á laugardag í Skútudal í Siglufirði og tók dæl- uskúr hitaveitunnar með sér. Dælan var við holu, sem ekki er í notkun og þvi verður ekki rösk- un á starfi hitaveitunnar af völd- um snjóflóðsins. Mikill snjór er á götum bæjarins, en fjallshlíð- arnar ofan við bæinn virðast snjó- Iitlar, nema i giljum. Fært var orðið til Siglufjarðar á sunnudag, á mánudag snjóaði aftur, en í gær var þar sól og blíða. Snjóflóðið sem féll í Skútudal eyðilagði dæluskúr hitaveitunnar, en holan sem skúrinn er við var ekki í notkun. Þetta var eini timburskúr- mn, sem hitaveitan hafði þama. Önnur dæluskýli era steypt og þann- ig gerð, að þau geti staðist snjóflóð. Aður hafði fallið snjóflóð á skíðalyft- ur Siglfírðinga og skemmt nokkuð. Engan mann sakaði í þessum snjó- flóðum. Þar sem snjóflóðið féll í Skútudal era ekki miklar manna- ferðir, starfsmenn hitaveitunnar fara þangað daglega, en staldra stutt við vegna snjóflóðahættunnar. Inni í bænum var ekki talin vera mikil snjóflóðahætta, fjallshliðamar ofan bæjarins vora skafnar af snjó eftir hvassviðrið fyrir helgina. Þó er nokkur snjór í giljum innarlega í bænum. Af þeim snjó getur stafað hætta og era t.d. tvö nýleg hús við Suðurgötuna, sem ekki má búa í að vetrarlagi vegna þess. Mikill snjór er á götum bæjarins og verður margra daga verk að moka honum í sjóinn. Aðalgötur eru opnar og unnið að mokstri annarra gatna. Gott færi er til Siglufjarðar og nær enginn snjór á veginum í Skagafírði allt út að Ketilási. í Neðri-Skriðum féll snjóflóð á veginn fyrir helgi og eru þar miklir skaflar, en rutt hefur verið í gegn um þá. I Strákagöngunum hefur verið mikil klakamyndun, héngu voldug grýlu- kerti niður úr lofti ganganna, eink- um í austurhlutanum. í gær voru flugsamgöngur með eðliiegum hætti til Siglufjarðar. Enn er mikill snjór í ijöllum í nágrenni bæjarins. í Jörandarskál og í Fffladölum era feykimiklar hengjur, og gæti að sögn Matthíasar Johannssonar fréttaritara Morgun- blaðsins á Siglufirði, runnið snjóflóð úr þeim hengjum ef hlánar með asa. Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson Snjóflóð féll fyrir helgina á veginn til Siglufjarðar, i Neðri-Skriðum. Myndin er tekin eftir að mokað var í gegn um flóðið og sést hluti þess á myndinni. Morgunblaðið/Magnús Reynir Jónsson Bátur björgunarsveitarinnar í fjörunni fyrir neðan Selstaöi. Um borð eru björgunarsveitarmennimir Hallgrimur Jónsson, Össur Oddsson og Jóhann Grétar Einarsson, einnig var með i förinni Ólaf- ur Friðrik Ólafsson. Seyðisfjörður: Björgunarsveitin í viðbragðsstöðu dag sem nótt Sevðisfirði. Seyðisfirði. Björgunarsvéitin ísólfur á Seyðisfirði var í viðbragðsstöðu Stykkishólmur: Smáfuglar hópast í heimsókn Stykkishólmi. MUNIÐ eftir smáfuglunum sagði vingjarnleg rödd í Ríkisútvarpinu þegar fréttarit- ari var að fá sér morgunsopann einn daginn og varð honum síðan litið út. Það var fjúk og frost og frétta- ritari mundi eftir að hann átti fuglafóður í poka sem ekki hafði þurft að nota í vetur. Tók sig til að stráði því fyrir utan húsið og það var eins og við fuglana bless- aða talað, þeir þustu að og það var ekki lítil ánægja að sjá bless- aða litlu fuglana bera sig eftir björginni. Smáf uglarnir bera sig eftir björginni í Stykkishóimi. Morgunblaðið/Ámi Helgason þennan tvo og hálfan sólarhring, sem hættuástand var vegna snjó- flóða hér undanfarna daga. Á föstudagskvöld, þegar eftir að snjóflóðið féll á fjárhúsin á Sel- stöðum, fóru björgunarsveitar- menn sjóleiðina að Selstöðum til að hjálpa til við að moka kindur upp. Björgunarsveitin sinnti margví- slegum störfum fyrir Almanna- vamanefndina meðan hættuástand varði, svo sem að fara sjóleiðina út með firðinum til að kanna snjóa- lög og snjóflóðahættu báðum megin fjarðar. Þeir hafa farið daglega upp í fjallshlíðar þegar veður hefur leyft og mælt snjóalög fyrir Almanna- varnanefnd í samráði við Veður- stofu íslands. Oft hafa þessar ferð- ir gengið erfíðlega vegna veðurs og tekið allt upp í þrjá til fjóra tíma. Björgunarsveitarmenn tóku einnig að sér að flytja fréttaritara og ljós- myndara Morgunblaðsins út að Sel- stöðum sjóleiðina, þar sem bannað var að fara landleiðina vegna snjó- flóðahættu. Garðár Rúnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.