Morgunblaðið - 20.04.1988, Síða 24

Morgunblaðið - 20.04.1988, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDÁGUR 20. APRÍL 1988 Þróunarátak í fiskiðnaði Fiskiðnaðurinn á íslandi stendur frammi fyrir miklum og marghátt- uðum vanda. Annars vegar er efna- hagsstefna stjómvalda, sem mjög þrengir að útflutningsfyrirtækjum. Hins vegar hefur hægt á tækniþró- un í hefðbundnum fiskvinnslufyrir- tækjum, stöðnun orðið í framleiðni og launakjör og vinnuumhverfí fólksins sem vinnur í þessari undir- stöðu þjóðarbúsins er lakari en ger- ist hjá ýmsum öðrum starfsstéttum. Bolmagn fyrirtækjanna til að leggja umtalsvert af mörkum í þróunar- starfsemi er lítið og tími stjómenda fer að miklu leyti í að bjarga málum fyrir hom vegna bágrar rekstrar- stöðu. Breytt samkeppnisstaða Á meðan þetta ástand ríkir hjá fískvinnslustöðvum í landi eiga sér stað miklar breytingar á aðstæðum hérlendis og erlendis. Tæknibreyt- ingar hafa orðið og eru fyrirsjáan- legar í útgerð með aukinni vinnslu og frystingu um borð. Fiskmarkað- ir hafa byijað starfsemi og ýta undir sérhæfíngu í vinnslu. Útflutn- ingur á óunnum físki hefur farið vaxandi og sú hætt blasir við að erlendir keppinautar geti byggt upp vinnslu hjá sér úr íslensku hráefni. Hér er á ferðinni vítahringur, sem lífsnauðsynlegt er fyrir íslend- inga að bijótast út úr og það snert- ir hag landsbyggðarinnar meira en nokkuð annað. Um þessi efni hefur margt verið sagt og mikið ritað að undanfömu, en minna verið um samræmdar aðgerðir til að taka á vandamálinu. Niðurstöður frá Rannsókn- aráði Á vegum Rannsóknaráðs ríkisins hafa frá 1985 unnið tveir starfs- hópar að álitsgerðum um þróunar- horfur í sjávarútvegi og nauðsyn- legar tæknibreytingar í fiskvinnsíu. Hópar þessir skiluðu niðurstöðum sínum á árinu 1987. Eftir umræður í Rannsóknaráði um þessi álit sam- þykkti ráðið 29. júní 1987 ályktun um tæknibreytingar í fiskvinnslu. Kjaminn í ályktun Rannsókna- ráðs, sem m.a. fíilltrúar allra þing- flokka í ráðinu greiddu atkvæði, er að leggja til við ríkisstjómina að á næstu þrem árum verði varið 60 milljónum króna á ári af opin- berri hálfu til aðstoðar við tækni- þróun í fiskvinnslu. Fjármagni þessu yrði veitt til rannsókna- og þróunarverkefna á vegum Rann- sóknasjóðs og Fiskimálasjóðs. Reiknað var með að á móti þessum opinbera stuðningi kæmi eigið fé „Því hef ég flutt á Al- þingi þingsályktunartil- lögu þess efnis að ríkis- stjórnin beiti sér frá miðju þessu ári fyrir tækniþróunarátaki í f iskiðnaði, er miðist við þriggja ára tímabil. A þessu tímabili verði a.m.k. varið 90 milljón- um króna á verðlagi ársins 1988 til verkefna á þessu sviði gegn þvi að útflytjendur sjávar- afurða greiði samsvar- andi upphæð.“ frá fyrirtækjum sem næmi a.m.k. 120 milljónum króna á tímabilinu. Tillaga á Alþingi um stuðning Því miður var ekki tekið tillit til þessarar tillögu Rannsóknaráðs við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1988. Samt verður að gera ráð fyrir að Alþingi og ríkisstjóm geri sér ljósan þann mikla grundvallarvanda sem er til staðar í fískiðnaði. Því hef ég flutt á Alþingi þingsályktunartil- lögu þess efnis að ríkissijómin beiti sér frá miðju þessu ári fyr- ir tækniþróunarátaki í fiskiðn- aði, er miðist við þriggja ára tímabil. Á þessu tímabili verði a.m.k. varið 90 milljónum króna á verðlagi ársins 1988 til verk- efna á þessu sviði gegn þvi að útflytjendur sjávarafurða greiði samsyarandi upphæð. Fjármagninu verði varið til verk- efna, sem ákveðið yrði að styðja á vegum Rannsóknasjóðs og þá í sam- ráði við samtök útflytjenda sjávar- afurða. Mikið í húfi fyrir sjávarút- veginn Ástæða er til að ætla, að vilji sé til þess hjá útflytjendum sjávaraf- urða að styðja við þróunarátakið með þessum hætti. Ljóst er að hags- munaaðilar í sjávarútvegi eiga mik- ið undir því komið að hér takist vel til í framtíðinni og því er ekki óeðli- legt að skilyrða fjárveitingu af ríkis- ins hálfu með þessum hætti. Vissulega væri réttmætt, að ríkið legði fram mun hærri upphæð en hér um ræðir til þróunar tækni- Hjörleifur Guttormsson breytinga í sjávarútvegi. Þar sem ríkisstjóm og meirihluti á Alþingi treystu sér hins vegar ekki til að standa í slíku við fjárlagagerð 1988 fíef ég miðað tillöguna við lægri upphæð gegn skuldbindandi greiðslum á móti frá sjávarútvegs- aðilum. Samþykki Alþingi tillöguna á ríkisstjómin auðvelt með að veita strax nokkm fjármagni til Rann- sóknasjóðs í tækniþróunarátakið auk þess sem stefna væri mörkuð til næstu ára um áframhaldandi stuðning. Höfundur er aJþingismaður Al- þýðubandalags fyrir Austurlands- kjördæmi. Kaupum stærri þyrlu eftir Kristfönu Sigriði Vagnsdóttur Ekki alls fyrir löngu strandaði Hrafn Sveinbjamarson í Hófsnesi við Grindavík, mannbjörg varð og öll þjóðin andaði léttar yfir giftu- samlegri björgun. Enn einu sinni á hið mikilvæga verkefni rétt á sér, að þyrla sé keypt, sem bjarg- ar heilli skipshöfn í einni ferð, enginn bíði. f>ess vegna tek ég nú upp úr skúffu þetta pár mitt og set það endurbætt hér á blað, freista þess að ýta við þjóðinni allri um sameig- inlegt átak um þessa brýnu nauð- syn. Örfáir, alltof fáir, hafa látið í sér heyra um svo þarfan hlut sem þennan. Ég er svolítið hissa hve sjómenn eru daufir í þessu efni, og þó ekki, því undirtektir þeirra, sem í landi una sér, eru vægast sagt forkastanlegar. Ekki eru betri undirtektir þeirra sem ráðstafa auðnum sem sjómennimir afla, þó að hafaldan háa reynist þeim stundum of kröpp. Allir vita samt hversu hlutverk þeirra í íjáröflun landsmönnum til handa er mikil- vægt, af hveiju sjá þá ekki allir þörfína þeim til handa í öryggis- málum sömu augum? Mér finnst framgangur ríkisvaldsins til há- borinnar skammar í þessu máli. Ef allir þingmenn, ráðherrar og aðrir, sem með peningavaldið fara nú í dag, sætu inni í brennandi húsi, ætli þeir vildu ekki láta bjarga öllum sem fljótast út. Hver af þeim myndi bjóðast til að bíða eftir hjálpinni, sem kæmi svo kannski aldrei? Ef slys ber að höndum á skipi sem er á hafí úti, strandað við land f háskabrimi, eða eitthvað þessu líkt, eigum við ekki að sjá til þess að mönnunum berist skjót og góð björgun, öllum sem einum manni? Enginn þyrfti að bíða í óvissu eftir næstu ferð, ekki er víst að tími gefíst til að koma aft- ur. Að aldrei þyrfti skipstjóri að velja á milli manna sinna, hver á að fara fyrstur. Nemendur úr Stýrimannaskó- lanum voru með undirskriftalista til að kanna viðhorf fólks til þessa málefnis (þyrla í fyrirrúmi). Mis- jafnar voru undirtektir sem menn þessir fengu, sumir neituðu alfarið að festa nafn sitt á svona blað, spurðu hvort þau öryggistæki sem þeir hefðu dygðu ekki, þar með taldir gúmmíbátar. Aðrir sögðu með aumkunarbrodd í röddinni: Hvar á að taka peningana? Það eru engir peningar til. Þröngsýni þetta. Fýrir hvaða pening eru hall- imar í höfuðborginni okkar reist- ar? Risastórar verslunarhallir sem spannað gætu yfír landspildu heill- ar bújarðar, reiðhallir, ráðhús, leiklistarhöll, hljómlistarhöll og lengi má áfram telja. Ef þessar hallir eru ekki byggðar að mestu leyti fyrir þá peninga sem fást úr greipum hafsins, hvaðan eru þeir þá fengnir? Ég horfði og hlustaði á tónlist- arþátt í sjónvarpinu 9.1., sumt var gott, annað la-la. Birgir ísleifur Gunnarsson tók þar til máls af mikilli fágun og fór mörgum og fogrum orðum um þörf okkar iandsmanna til að eignast hljóm- leikahöll svo tónlistarunnendur gætu nú látið lagið óma Ijúflega í eyrum allra landsmanna. Það er mikið rétt, að gaman er „Væri nú ekki mögn- leiki að nýta eitthvað af þessu sem hin ráð- villta stjórn hefur yfir að ráða til kaupa á þessu lífsnauðsynlega björgunartæki sem þyrlan er. Ég beiidi líka á að eitthvað af mill- jörðunum sem hann Davíð Oddsson á að ráðstafa í mikilfengleg- ar byggingar Reykjavíkurborgar mætti nota í þetta verk- efni.“ að hlusta á góða tónlist. Það hefur samt ekki verið létt að hlusta á sorgarlög flutt I útvarpi eftir skips- tapa, þar sem allir, sem um borð voru, höfðu horfíð í hafíð. Ég minnist þess þegar Þormóður fórst. Er ekki möguleiki að reyna að komast hjá því að svo verði og kannski gætum við kennt okkur sjálfum um ef svo færi að ekki væri rétt björgunartæki fyrir hendi. Þess vegna tel ég brýnt verkefni fyrir þá sem með pen- ingavaldið fara, að þessi umtalaða þyrla verði keypt og að þeir skilji að það þolir enga bið. Birgir ísleifur Gunnarsson tók svo til orða: Gæti ekki verið stolt ykkar sem leggið peninga í tónlist- arhöllina að geta sagt: „Þetta er minn stóll, ég lagði þessa miklu peninga í höllina." Gæti ekki líka verið stolt hvers íslendings að vita til þess að þeir hefðu með sameig- inlegu átaki lyft þessu Grettistaki, látið drauminn rætast, veitt þeim sem á hafíð sækja besta öryggi sem völ er á og þeir eiga skilið? Þeir eiga líka þá kröfu á hendur okkar að þeim sé veitt þetta. Hvemig yrði afkoma okkar sem sækjum allan okkar auð i frysti- húsin, ef enginn veiddi fískinn? Ég held að loka mætti þinghúsi okkar íslendinga og þingmenn, ráðherrar og jafnvel forseti myndu þurfa að lifa við svipað harðæri og Fjalla-Eyvindur og Halla þekktu best, þá yrði ekki hægt að senda út í beinni útsendingu svipmyndir úr jólaboðum forseta sem hann heldur árlega fyrir þing- heim, svo að allir landsmenn sjái nú hvað hann býr við mikla reisn. Hver borgar? Betra væri nú ef sem flestir landsmenn gætu státað af svona dýrindiskrásum, þeir verða bara að láta sér nægja að slefa yfír hinni ljúfu sýn og herða ólina, Steingrímsólina, fastar. Borða gijón. Það eru mörg óþarfa út- gjöld sem við sjáum sem emm á lægsta plani, sem teljast ekki til þjóðartekna, heldur hitt; nægir að nefna eitt af mörgum sem eru veislur og önnur útgjöld sem að þingheimi lúta auk forseta vors. Utanlandsferðir hans (hennar) mættu vera færri eða þá að háttv- irtur forseti kostaði þær sjálfur (sjálf). Ekki eru launin svo lág og ekki pínir hann (hana) skattbyrðin. Væri nú ekki möguleiki að nýta eitthvað af þessu sem hin ráðvillta stjóm hefur yfir að ráða til kaupa á þessu lífsnauðsynlega björgun- artæki sem þyrlan er. Ég bendi líka á að eitthvað af milljörðunum sem hann Davíð Oddsson á að ráðstafa í mikilfenglegar bygging- ar Reykjavíkurborgar mætti nota í þetta verkefni. Hér með skora ég á alla kvenþjóðina í heild, mæður, konur, unnustur, systur og dætur, að sækja fast að þing- heimi og ríkisvaldi, láta heyra í sér, krefjast þess að fyrmefndir aðilar fái það öryggi sem best er völ á, bætt verði úr brýnni þörf eins fljótt og auðið er. Ennþá eitt óhappið á hafí úti sem fer þó betur en orð fá lýst. Togarinn Þorsteinn verður fyrir löskun í miklum ís og stórsjó, trol- lið fer í skrúfuna, ísinn gerir gat á skipið. Kallað er á þyrlu land- helgisgæslunnar, hún látin flytja 4 af áhöfnínni til ísafjarðar, hinir um borð fullir ótta, komumst við í Iand eða ekki? Hvað gerist svo þegar þeir komast til hafnar. Fréttamenn ryðjast að þessum mönnum með mjög svo nærgöng- ular spumingar sem bera í sér þá niðurlægjandi meiningu: Hvemig leið ykkur? Vomð þið hræddir? Voruð þið í lífshættu? Er ekki mál að þessu linni og sjómennimir fái hið eina björgun- artæki sem þyrlan er? Höfundur er fiskvinnslukona t Hraðfrystih úsi Dýrfirðinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.