Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 15 Lygarinner enginn þnótur - segir Sigurður Sigurjónsson Þjóðleikhúsið frumsýnir á sumar- daginn fyrsta, gamanleikinn „Lyg- arann" eftir Carlo Goldoni. Leik- húsið hefur fengið til liðs við sig tvo ítali; leikstjórann Giovanni Pampiglione og leikmynda- og bún- ingahönnuðinn Santi Migneco auk þess sem Pólveijinn Stanislaw Rad- wan hefur samið tónlistina. Leikrit- ið er sett upp í hefbundum Commedia dell’arte stíl, með grímum og búningum þessa tíma. Leikurinn gerist i Feneyjum um miðja 18. öld og segir frá kaup- mannssyninum Lelio sem getur ekki látið vera að ljúga hvenær sem tækifæri gefst og þeim flækjum sem slikt hefur i för með sér. Lygalaupurinn Lelio er sonur hins aldna kaupmanns Pantalones. í upphafi leiksins kynnist hann systrunum Rosauru og Beatrice, dætrum dr. Balanzonis. Þær falla þegar fyrir lygum Lelios, sem hann kýs reyndar að kalla snjallar hugd- ettur. Fyrir eiga systurnar sér dygga aðdáendur, þar sem eru aðalsmaðurinn Ottavio og Iækna- neminn feimni, Florindo, sem býr í húsi Balanzonis-fjölskyldunnar. Morgunblaflið/Sverrir Edda Heiðrún Bachman i hlut- verki Columbinu. Einnig koma við sögu trúnaðar- maður Florindos, Brigella; Columb- ina, hin flallhressa þjónustustúlka Rosauru og Beatrice og Arlecchino, þjónn Lelios, en Arlecchino fellir ástarhug til Colombinu. Með hlutverkin fara Amar Jóns- son sem leikur Pantalone, Bessi Bjamason, sem leikur dr. Balanz- oni, Guðný Ragnarsdóttir leikur Rosaum og Vilborg Halldórsdóttir systur hennar Beatrice, Halldór Bjömsson leikur Ottavio, Jóhann Sigurðarson leikur Florindo, Öm Ámason leikur Brighella, Edda Heiðrún Bachman leikur þjónustu- stúlkuna Columbinu, Þórhallur Sig- urðsson leikur Arlecchino og Helga Jónsdóttir leikur sendilinn Zanni og gondólræðara. Sigurður Sigur- jónsson fer svo með hlutverk lygar- ans Lelios. Persónur Goldonis ekki flóknar „Lelio er eins og nafnið gefur til kynna, lygari, sem ferðast í gegnum lífið á lygum,“ segir Sig- urður. „Samt er hann ekki neinn þijótur, heldur saklaus lygari. Hann blekkir sjálfan sig og þrífst á lygunum. En það gera kannski margir aðrir í kringum hann, spumingin er hvort þeir ljúgi ekki líka, þó svo virðist sem þeir segi sannleikann. Vissulega koma ly- gamar honum í koll en hann gefst ekki upp. Persónur Goldonis em ekki mjög flóknar og því þarf ekki langan tíma að skynja þær. Það tekur hins vegar lengri tíma að ná þessum leikstíl og aðalvinnan hefur legið í því. Með þessu er ég ekki að segja að persónumar séu yfirborðs- kenndar en þær gefa ekki tilefni til að sitja lengi yfir þeim. Hvemig hefur gengið að fást við Goldoni? „Þetta em mln fyrstu kynni af honum, áður hef ég kynnst Moliére, sem er á svipuðum nótum. En það er algjörlega nýtt fyrir mér að fást við þessa tegund leiklistar. Þá á ég við þennan Commedia dell’arte stíl, þar sem allt er stílfært og fágað. Okkur hefur gengið nokkuð bærilega að ná tökum á öllu patinu og þar hefur leikstjórinn okkar reýnst okkur betur en eng- inn. Þessi leikmáti sést ekki oft hér og ég held að það sé mjög þrosk- andi fyrir leikara og áhorfendur að kynnast honum. Sú þjálfun sem við höfum fengið hér á ömgglega eftir að skila sér í öðmm verkum. Vinnan hefur verið skemmtileg og tíminn stuttur en erfiður." Aðspurður segir Sigurður sýn- inguna ekki dæmigerða farsasýn- ingu heldur gamanleik. „Ég á ekki von á að áhorfendur standi á önd- inni af hlátri allan tímann, heldur njóti þess að fylgjast með.“ Áhyggjufullir vonbiðlar systranna Rosauru og Beatrice. Lygar LeUos hafa ruglað systuraar i ríminu og þar með ógnað veldi vonbiðlanna. Florindos og Ottavios. Jóhann Signrjónsson sem Florindo og HaUdór Björasson sem Ottavio. Ég kýs að starfa í leikhúsi sem skapar gleði Kaupmaðurinn Pantalone veitir lygalaupnum syni sinum ávítur. Araar Jónsson og Sigurður Siguijónsson i hlutverkum sínum. „Goldoni og átjánda öldin eru i mestu uppáhaldi hjá mér en ég hef einnig gaman af siðari tima verkum eins og DUrrenmatt og frönskum og pólskum nútima- verkum. Ég tek gamanleikina fram yfir önnur verk því ég er of mikill bjartsýnismaður til að geta sett háalvarleg og dram- atísk verk upp svo vel sé. Gol- doni er svo hlýr og mannlegur, eftirlætishöf undar minir eru þeir sem hafa dálæti á mannlegu eðli. Lífið er fullt af vandamál- um og þvi kýs ég að starfa í leik- húsi sem skapar gleði.” Svo far- ast ítalska leikstjóranum Gio- vanni Pampiglione orð en hann hefur á undanföraum tveimur áratugum starfað viðs vegar um heim að uppsetningu leikrita, ýmist sem leikstjóri, leikari og leikmyndahönnuður, auk þess sem hann hefur fengist við kennslu og þýðingar og samið nokkur leikrit. Pampiglione segir Goldoni hafa verið einn af áhrifamestu lista- mönnunum sem voru uppi á Ítalíu á þessum tíma og hafi áhrif hans verið ámóta og áhrif Vivaldi i tón- list. „Mikil gróska var I listalifi Feneyja sem var gríðarmikil hafn- arborg þar sem evrópsk menning blandaðist áhrifum frá Qarlægum löndum. Allir þekkja t.d. sögur af Marco Polo. Goldoni er langstærsta nafnið í ítalskri gamanleikjagerð þó ekki megi vanmeta Gozzi en verk hans voru miklu meira í ætt við fantsíu. Goldoni var mikill lífsnautna- maður og skrifaði endurminningar Giovanni Pampiglione sem eru ákaflega skemmtilegar aflestrar þvi þær eru fullar bjart- sýni og skemmtilegra atvika, þrátt fyrir að margt hafi gengið honum í mót. Hann þekkti leikhúsið eins og lófann á sér. Kona hans og fjöldi vina voru leikararar og hann samdi gjaman með þau í huga. Hann var því i nánum tengslum við leikhúsið. Goldoni skrifaði yfir 100 leikrit og á milli 20 og 30 þeirra eru hrein meistaraverk. Grímurnar og elskendurnir Eitt þeirra er einmitt „Lygarinn" sem er eitt þeirra verka sem allir geta haft ánægju af þvi að horfa á, allt frá bömum til gamalmenna. Hann er dæmigerður fyrir Comme- Þá söng Alecchino bítlalögin - segir Amar Jóns- son um fyrri upp- setningu á Goldoni Arnar Jónsson fer með hlutverk Pantalones í „Lygaranum", en fyrir rúmum tveimur áratugum lék hann aðalhlutverkið í upp- færslu Leikfélags Reykjavikur á „Tveggja þjónn“ sem er einnig eftir Goldoni. Nú er i annað sinn sett upp verk eftir hann og þvi ekki úr vegi að biðja Arnar að segja aðeins frá þeirri upp- færslu, sem var með töluvert öðru sniði en sú uppsetning sem áhorfendur munu sjá nú. „Þetta voru min fyrstu kynni af Goldoni en þá var ég nýlega út- skrifaður úr Leiklistarskóla. Leik- stjórinn var ungur sænskur maður, Kristian Lund að nafni og þetta var á uppgangstímum bftla,“ segir Amar og glottir. „Arlecchino söng bítlalögin og sýningin var afskap- lega óhefðbundin. Við notuðum ekki grímur og ég man að búning- urinn minn var að hluta til hefð- bundinn, tíglóttur Arlecchino-bún- ingur, en í bresku fánalitunum. Allt kom sitt úr hverri áttinni en það er dálitið í anda Goldonis, að krækja sér í áhrif héðan og þaðan. Nú er farið miklu nær uppruna- legri uppsetningu. Goldoni og Goz- zi þróuðu persónumar sem vom alltaf eins, nokkurs konar skissur af fólki. í meðfömm Goldonis er Pantalone til dæmis er orðinn af- skaplega manneskjulegur í bland þó að heilmikið eimi eftir af hinun uppmnalega fésýslumanni. Hann er ekki alveg eins og sá Pantalone sem birtist f „Tveggja þjóni", eðli- seinkennin taka alltaf einhveijum breytingum. Hér er Pantalone hrekklaus gamall maður, sem að visu er fé- sýslumaður, hugsar um sín við- skipti og er vandur að virðingu sinni. En það lifnar í gömlum glæð- um þegar sonurinn fer að spinna UPP lygamar. Hann trúir honum fyrst í stað og endurlifir gamla daga, en snýst öndverður gegn honum þegar hann kemst að lygun- um. Það er mikill og góður skóli að leika Goldoni og afskaplega gagn- legt fyrir okkur að fá að kynnast þessum uppmnalega og ákveðna stíl. Allur skrokkurinn er í raun endurfæddur; líkaminn verður að vera á sffelldu iði allan tímann, því við tölum mikið til með honum. En þrátt fyrir og kannski einmitt vegna grímunnar og hreyfinganna, gefur þetta hlutverk mikla túlkun- armögleika. Það er spennandi fyrir okkur að fást við Goldoni, vonandi er einnig spennandi fyrir áhorfendur að kynnast honum." , dia dell’arte, ungir grímulausir elskendur og eldra fólk og þjónar með grímur. Persónunar em hef- bundnar, auk elskendanna em þjónninn Arlecchino, læknirinn, Brighella, sem er gjaman í gervi kokks, þjónustustúlkan Columbina og húsbóndinn Pantalone. Þessar persónur höfðu dreifst um alla Evrópu og má sjá áhrif þeirra í leikhúsum um álfuna þvera og endilanga, hjá höfundum á borð við Moliére, Shakespeare og Hoff- mann. Þær em alþjóðlegar og kynnin af gamanleikjum þar sem þessar persónur skjóta upp kollin- um em ætið ánægjuleg. Leikendum í hinum hefbundnu itölsku gamanleikjum er yfirleitt skipt í 2 hópa; grímumar og elsk- enduma. Grímumar þurfa að nota líkamann meira þegar þær leika. Fyrir leikara er Goldoni kjörinn til þess að þróa tækni sem leikarar nota ekki þegar þeir leika í annars konar verkum, t.d. Tjekov. Astæðuna fyrir skiptingu milli þeirra sem em með grímur og hinna grimulausu tel ég vera að þeir sem em með grímumar em mun sérstakari persónur en elsk- endumir sem hafa sömu höfuðein- kennin og breytast lítið. Goldoni þróaði ítalska gamanleikinn Áður en Goldoni kom til sögunn- ar var lítið sem ekkert skrifað af gamanleikjum. Höfundar gáfu upp kringumstæður hveiju sinni og síðan spur.nu leikaramir afgang- inn. Goldoni helgaði sig leikhúsinu, hann skrifaði verkin frá orði til orðs og því em verk hans svo dýr- mæt. Hann þróaði ítölsku gaman- leikina, því áður en hann kom til sögunnar vom einu heimildir um leikritin takmarkaðar frásagnir og myndir. Verkum hans má skipta í tvö skeið. Hið fyrra einkennist af hinni hefbundnu notkun grímanna og er „Lygarinn“ í þeim hópi en á hinu sfðara sleppir hann þeim og fer að skrifa nútímalegri leikrit, verk sem fialla meira um hversdaginn þar sem hann dregur upp mynd af Feneyjum þessa tíma.“ Er Pampiglione er inntur eftir það því hvers vegna hann hafi va- lið „Lygarann", segir hann það ekki vera vegna þess að hann sé sérítalskt leikrit heldur vegna þess að það sé sannarlega alþjóðlegt. „Það gladdi mig að komast að því hversu lítill munur var á íslensku_ leikumnum og félögum þeirra. í rauninni er tungumálið eini munurinn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.