Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20.,APRÍL1988 VERKFOLL VERSLUNARMANNA YFIRVOFANDI Fjölmiðlar og sjúkrastofnanir fá undanþágu Anna Halla Jóhannesdóttir, Stefán Daníelsson og með átta ára dóttur sina, Jóhönnu. Sigrún Jóhannsdóttir og dóttir hennar með viku nauðsynjar fyrir fjögurra manna fjölskyldu, hund og kött. Gí furlegar annir í matvöruverslunum MIKLAR annir voru í matvöru- verslunum á Reykjavíkursvæð- inu í gær. Er blaðamenn litu við í Kringlunni seinnipartinnf gær var gífurlegur fjöldi fólks og greinilegt að flestir keyptu mikið magn af nauðsynjavörum. Al- gengt var að sjá hjón með þrjár eða fjórar fullar innkaupakörf- ur. Karl West verslunarstjóri hjá Hagkaupi sagði að gífurlegar annir hefðu verið í versluninni á mánudag og þriðjudag en kvaðst búast við að fyrst mundi keyra úr hófi í dag. „Við eigum ennþá til allar vöruteg- undir og hér verður unnið fram á nótt við að fylla í hillur." Verslanir í Kringlunni hafa að jafnaði verið opnar til klukkan 19 á miðvikudög- um og sagði Karl West að engar formlegar athugasemdir hafí verið gerðar við það, þótt heyrst hafí að VR hyggist ganga fram í því að stórmarkaðir loki klukkan 18.30 í dag. „Við munum reyna að halda hér opnu til klukkan 19 ef okkur verður það fært en eftir það er verkfallið skollið á hvað okkur varð- ar,“ sagði Karl. Hann kvaðst ekki reikna með löngu verkfalli. „Ég keypti ýmsar nauðsynjar fyrir rúmlega tíu þúsund krónur," sagði Sigrún Jóhannsdóttir, sem ásamt dóttur sinni var á leið út úr Kringlunni með tvær fullar inn- kaupakörfur. Sigrún er með fjóra í heimili. Hún kvaðst ekki eiga von á löngu verkfalli. „Það mætti segja mér að það yrði tæp vika," sagði hún. Reikna með löngu verkf alli „Ég reikna með löngu verkfalli," sagði Anna Halla Jóhannesdóttir. Hún sagði að eftir fréttum að dæma væru samningar ekki í sjónmáli í verslunarmannadeilunni og því væri vissara að hafa varann á og kaupa inn nauðsynjar eftir því sem fjár- hagurinn leyfði. STARFSMONNUM á fjölmiðl- um var veitt undanþága frá verkfaUi VR á fundi verkfalls- stjórnar VR í hádeginu í gær. Munú því dagblöðin halda áfram að koma út þrátt fyrir verkfall. Pétur A. Maack hjá VR sagði að félagið teldi rnikil- vægt að upplýsingum væri miðl- að til félagsmanna og alls al- mennings ef til verkfalls kæmi. Þá var nokkrum sjúkrastofnun- um einnig veitt undanþága, en apótekunum ekki. Meðal þeirra heilbrigðisstofnana sem fá undanþágu frá verkfallinu eru Elli- og hjúkrunarheimilið Grund, Læknasetrið, og sjúkrahót- elið Hótel Lind. Beiðni frá Apótek- arafélagi íslands um að hafa apó- tekin opin var hins vegar hafnað. Ástæðan fyrir því er sú, að sögn Péturs A. Maack, að verkfallið stöðvar ekki nætur- og helgidaga- vörslu apótekanna, sem lyfjafræð- ingar og apótekarar sjá um, og því getur nauðsynleg lyfjaafgreiðsla farið fram þrátt fyrir verkfallið. Mikill fjöldi umsókna um undan- þágu frá verkfallinu liggur enn fyrir hjá VR, en að sögn Péturs Á. Maack er verkfallsstjómin „mjög íhaldssöm“ á veitingu und- anþága. Try ggingaf élög; Símsvari tek- ur við bíla- tryggingum „VIÐ lokum á föstudaginn," sagði Sigurður Einarsson starfs- mannastjóri Tryggingamiðstöðv- arinnar. „Langflestir starfsmenn okkar eru í VR.“ Sigurður sagð- ist þó búast við að flest trygg- ingafélögin hefðu símsvara á línum fyrir bílasölur og -umboð í gangi og þar verði því hægt að kaupa tryggingar fyrir notaða bOa fyrst um sinn. „Þangað til kassettumar em búnar ætti að vera hægt að hringja inn bílatryggingar hjá mörgum fé- lögum," sagði Sigurður Einarsson. „En ég á ekki von á að hægt verði að halda þeim gangandi, ef verk- fall dregst á langinn, án þess að það verði túlkað sem verkfallsbrot." Innanlands- og millilanda- flug stöðvast nær alveg Flugleiðir stöðvast - óljóst með Arnarflug Svana Guðjónsdóttir og Anna Pétursdóttir. Vona að verkfallið skili einhveiju „ÉG vona að þetta verkfall skUi okkur einhverju," sagði Svana Guðjónsdóttir starfsmaður i mat- vörudeUd Hagkaups. „Auðvitað viljum við ekki fara í verkfaU en launin og sérstaklega vinn- utiminn er ekki fólki bjóðandi,'* sagði Anna Pétursdóttir. „Við viljum skikkanlegan vinnutima og þokkaleg laun." „Það getur enginn sagt að 42 þúsund í lágmarkslaun sé ósann- gjamt. Álagið í þessum stórmörk- uðum er ofboðslegt," sagði Svana. Þær sögðust halda að verkfallið myndi segja til sín strax eftir helgi og ekki eiga von á að það standi lengi. reiknuðu með að byija að vinna aftur á miðvikudag, fimmtu- dag. Þótt ég muni ekki eftir svona gffurlegri ös hér áður, hvorki fyrir jól né páska, þá er ég viss um að fólk verður farið að vanta nauðsynj- ar strax eftir helgi,“ sagði Anna og Svana tók undir það. Innanlandsflug Flugleiða leggst alveg niður á föstudag, ef tU boðaðs verkfalis VR kemur og millUandaflug félagsins mun leggjast niður á mánudag, en þá leggja verslunarmenn á Suður- nesjum niður vinnu ef ekki hefur samist. Arnarflug hefur sótt um undanþágu til VR, en ekki er víst að flug á vegum félagsins leggist algjörlega niður strax þó Mj ólkursamsalan: Pantanir afgreiddar áföstudag Mjólkursamsalan mun í kvöld taka við pöntunum frá þeim verslunum sem opnar verða i verkfalli verslunarmanna og verður reynt að afgreiða pantan- ir á föstudag. Að lokinni af- greiðslu pantana mun dreifing mjólkurvara stöðvast. 60-70 af 220 starfsmönnum fyr- irtækisins eru í VR. Guðlaugur Björgvinsson forstjóri Mjólkursam- sölunnar sagði í gær að sér væri ekki kunnugt um að VR hafí borist beiðnir um undanþágur vegna mjólkurdreifíngar til sjúkrastofn- ana og bamafjölskyldna. Að sögn hans hafa heilbrigðisyfirvöld venju- lega forgöngu um slíkar undan- þágubeiðnir. Guðlaugur sagði að meðan á verkfalli stendur muni Mjólkursam- salan keggja áherslu á að beina mjólk frá viðskiptamönnum sínum til annarra mjólkurbúa, til dæmis í Borgamesi eða Selfossi, til að forða hráefni frá skemmdum. að hún fáist ekki. Nokkur minni flugfélög munu halda uppi áætl- unarflugi á meðan á verkfallinu stendur og einnig verður hægt að fljúga með Ieiguflugi. Mikill meirihluti skrifstofumanna hjá Flugleiðum er í VR og mun því starfsemi félagsins önnur en flug einnig liggja niðri að stórum hluta. Hjá Amarflugi fengust þær upplýs- ingar að enn væri ekki ljóst hvort flug félagsins stöðvaðist alveg vegna verkfallana. Amarflug hefur sent beiðni um undanþágu til VR, en henni hefur ekki verið svarað enn. Kristinn Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri Amarflugs, sagði aðspurður að engar sérviðræður stæðu yfir á vegum Amarflugs, en Amarflug væri ekki í VSÍ og hugs- anlegt væri að gerðir yrðu sérsamn- ingar við starfsmenn félagsins ef öll önnur ráð þryti. Allt áætlunarflug leggst niður hjá Flugfélagi Norðurlands á föstu- daginn, en neyðar- og sjúkraflugi verður sinnt áfram, auk þess sem hægt verður að fljúga með leigu- flugi. Flugfélag Austurlands mun fljúga til Reylq'avíkur og á milli staða á Austurlandi, en það flug verður líklega á leiguflugsgmnni og farpantanir verða að fara fram beint í gegnum skrifstofu félagsins á Egilsstöðum. Flugfélagið Emir á ísafírði mun fjölga mjög ferðum sínum ef til verkfálls kemur og fljúga ijórum sinnum á dag til Reykjavíkur i stað þrisvar á viku áður. Auk þess mun flugfélagið fljúga á milli staða á Vestfjörðum. Fjölskyldiifyrirtæki í fullum rekstri REKSTUR fjölmargra verslana mun lítið sem ekkert raskast nema verkfall verslunarmanna dragist á langinn. Ein þeirra er Sunnukjör f Skaftahlfð. Verslun- in er f eigu fimm systkina og móður þeirra og standa einungis 3 f fjölmennu starfsliði utan fjöl- skyldunnar. Sigriður Einarsdóttir, ein eigend- anna, sagði að mikið hafí borið á að fólk hamstri hvers kyns vörur en sagðist halda að ekki mundi bera á vöruskorti að ráði, fyrstu vikuna að minnsta kosti. „Við fáum vonandi stóra mjólkursendingu á föstudag og margar af minni heild- sölum verða opnar í verkfallinu þannig að ég held að þótt vöru- merkjum fækki í hillunum ættum við að geta boðið flestar vöruteg- undir," sagði Sigríður. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sigríður Einarsdóttir í Sunnu- kjör.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.