Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 Morgunblaðið/Bjami Mirjam Ingólfsson sellóleikari á œfíngu með Sinfóníuhljómsveitinni, ásamt stjómandanum Páli P. Pálssyni. Siiifóníuhljómsveit íslands: Fjölskyldutónleikar á sumardaginn fyrsta Á sumardaginn fyrsta heldur Sinfóniuhljómsveit Islands fjöl- skyldutónleika í Háskólabíói og hefjast þeir klukkan 15.00. Þetta eru sannkallaðir fjölskyldutón- leikar, því fimm manna fjöl- •skylda mun leika á tónleikunum. Þau eru hjónin Ketill og Ursúla Ingólfsson, sem leika á píanó, Bera, 12 ára, sem leikur á hörpu, Miijam, 13 ára sellóleikari, og Judith, 14 ára fiðluleikari. Bömin hafa öll leikið á hljóðfæri frá tveggja ára aldri og eldri stúlk- umar tvær eru yngstu nemendur í Curtis Institute of Music í Ffla- delfíu í Bandaríkjunum, þar sem fjölskyidan býr. Stjómandi á þess- um sumartónleikum verður Páll P. Pálsson, fastráðinn stjómandi Sin- fóníuhljómsveitarinnar. A efnisskránni eru þijú verk: Rokokótilbrigði eftir Tsjækovskíj, þar sem Miijam leikur einleik á sellóið, Fiðlukonsert nr. 5 í A-dúr eftir Mozart, þar sem Judith leikur einleik og að lokum Kamival dýr- anna eftir Saint-Saéns fyrir tvö píanó og hljómsveit. Úrsúla og Ket- ill Ingólfsson leika á píanóin og Bera leikur á hörpu í þessu verki. (Úr fréttatilkynningu.) SMAMYND UR STORBORG Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson HÁSKÓLABÍÓ: STÓRBORGIN - “THE BIG CITY“ Leikstjóri Ben Bolt. Handrit Robert Roy Pool, byggt á skáld- sögunni “The Arm“ eftir Clark Howard. Tónlist Michael Melvo- in. Framleiðandi Martin Ranso- hoff. Aðalleikendur Matt Dillon, Diane Lane, Tommy Lee Jones, Bruce Dem, Tom Skerritt, Lee Grant Suzy Amis. Bresk. Rank Film Distributors 1987. Allt að því mikilfenglegt fíaskó! Sveítapilturinn Cullen, (Dillon), kastar nettar teningum en aðrir í nágrenninu. Hvattur af gömlum fjárhættuspilara heldur hann í leit að skjótteknum auði og frægð í næstu stórborg — Chicago. Þar rúlla teningamir mun hraðar og Cuilen græðir á tá og fíngri. Kemst í kynni við ástina; hina mannskæðu Lomu Dane, (Diane Lane) og andstæðu hennar, hina öllu fastgyrtari Aggie, (Suzy Am- is). Glæponar og gleðikonur, mislit- ir næturhrafnar Chicago-borgar á fimmta áratugnum. Þykist að lok- um góður með að sleppa lifandi frá öllu saman. Hér hefur ýmislegt farið úr skorðum. Það er ótrúlegt að fær, ’ virtur og langsjóaður framleiðandi og Ransohoff láti jafn augljós mis- tök framhjá sér fara og Stórborg- ina. Ekki skortir skotsilfrið og fjöl- margt hæfileikafólk að fínna í hlut- verkunum. Þar ægir reyndar saman svo ólíklegum manngerðum að það eitt gerir Stórborgina forvitnilega. Sveitadrengur að leggja uppi stórborgarreisu. Matt Dillon þigg- ur lukkupening af fóstra sinum. Úr Stórborginni. Það er einkum handritið sem bregst, langdregið og einum um of lygilegt fyrir óbijálaða áhorfendur, því þetta á jú að vera blákaldur raunvemleikinn. Og það hefur varla dugað á fímmta áratugnum frekar en í dag fyrir fákunnandi sveita- strákling, að mala gull af misindis- lýð með snoppufríðleika og kast- lagni eina að vopni. Að m'aður tali nú ekki um að halda líftórunni eft- ir að hafa hlunnfarið morðhund og mafíósa, (Jones), í peningaspili. Peð einsog Cullen eru nefnilega ekki túskildingsvirði í augum slíkra manna. Þá eru persónumar ansi óglöggar og gera handritið tilfínn- ingasnautt. Þær birtast á sviðinu án fortíðar að heitið getur. Sem fyrr segir er leikhópurinn athyglisverður. Dillon hefur útlitið Öryrkjabandalag íslands: Undanþága frá söluskatti af bifreiðatryggingum STJÓRN Öryrkjabandalags ís- lands hefur sent fjármálaráð- herra ályktun, þar sem skorað er á ráðherra að beita sér fyrir því að bótaþegar Trygginga- stofnunar ríkisins, sem eiga bif- reiðar, verði undanþegnir sölu- skatti af iðgjöldum bifreiða- trygginga. Iályktúninni er bent á að: „Með því að leggja söluskatt á iðgjöld bifreiðatrygginga er f raun um tvísköttun að ræða þar sem trygg- ingafélögin greiða söluskatt af þeirri þjónustu er þau kaupa vegna bifreiðaviðgerða, svo sem af vara- hlutum og viðgerðarþjónustu. Samkvæmt áreiðanlegum upplýs- ingum era sambærilegir skattar ekki lagðir á iðgjöld bifreiðatrygg- inga á öðram Norðurlöndum. Margir öryrkjar geta ekki án bifreiðar verið þar sem samfélagið. kemur að litlu leyti til móts við þá með almenningssamgöngum. Þá eru iðgjöld bifreiðatrygginga að viðbættum söluskatti umtals- verður hluti tekna fjölda þeirra sem fá bætur frá Tiyggingastofnun ríkisins og er þeim gert ókleift með þessu fyrirkomulagi að starf- rækja eigin bifreið. Að lokum skal bent á að iðgjöld auk söluskatts geta numið hærri upphæð en nem- ur bensíneyðslu á ári, þar sem margir öryrkjar verða vegna fötl- unar sinnar að hafa til umráða rúmgóðar bifreiðar, en af þeim þarf að greiða hærri iðgjöld en af smábifreiðum.“ með sér en handritið gerir hann alltof ósennilegan. Mann með slíkan gullarm hefði sérhver heilvita glæpahöfðingi tekið uppá arma sína og veitt fullkomið öryggi. Þess í stað vafrar piltur, nýkembdur og strokinn, um rökkurstigu glæpa- borgarinnar líkt og þar væri Disn- eyland. Hann nær aldrei trúnaði og samúð áhorfandans. Hvað hefur komið fyrir feril Brace Dern? Á röskum áratug, (þegar Nicholson sagði að Dem væri sá eini í Holly- wood sem veitti sér samkeppni), hefur hann horfíð úr athyglisverð- um stjömuhlutverkum niður í ómerkileg smáhlutverk sem veita honum varla slátur útí vellinginn, að maður tali ekki um metnaðinn. Synd og skömm því á góðum degi var Dem stórkostlegur, (Coming Home, The Great Gatsby og einkum og sérflagi The King Of Marvin Gardens). Það er mesta furða hvað honum tekst að gera úr hlutverki sínu hér, sem er gjörsamlega útí loftið. Sömu sögu að segja um Lee Grant og Tom Skerritt, ágætis skapgerðarleikara. Suzy Amis vek- ur hinsvegar hjá manni örlitla sam- úð og Diane Lane túlkar af innlifun slæmu stelpuna, merina. Á smá- kafla tekst henni jafnvel að vekja örlitla “fílm noir“ stemmningu. Og ekki vildi ég mæta Tommy Lee Jones illum með víni í öngstræti! Meingölluð, hvorki fugl né fískur, en forvitnileg og aldrei beint leiðin- leg. Jómfrúræða Elinar Jóhannsdóttur: Úrbætur í dagvistar- málum fatlaðra bama HÉR fer á eftir jómfrúræða Elín- ar Jóhannsdóttur 2. varaþing- manns Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi: _ Hæstvirtur forseti. Ég leyfi mér að mæla hér fyrir tillögu til þings- ályktunar á þingskjali sem ég flyt ásamt háttvirtum þingmönnum Valgerði Sverrisdóttur, Ragnhildi Helgadóttur, Ólafí Þ. Þórðarsyni og Karli Steinari Guðnasyni. Tillag- an er um dagvistarmál fatlaðra barna og hljóðar svo, með leyfí herra forseta: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta gera könnun á þörfum fatlaðra barna fyrir dagvist- un og hvaða úrræða og úrbóta er þörf í þeim málaflokki. Sérstaklega skal að því hugað hver eigi að bera ábyrgð á og kosta uppbyggingu þjónustunnar og rekstur hennar. Jafnframt skal leitað Ieiða til að tengja sérdeildir dagvistarstofnana svo sem framast er unnt við al- mennar deildir þeirra sem og leita leiða til að fötluð böm geti flust af sérdeildum yfír á almennar deild- ir. Lög um aðstoð við þroskahefta 1979 og síðan lög um málefni fatl- aðra. 1983 ollu straumhvörfum í lífí fatlaðra á íslandi. Horfið var frá einangranarstefnu sem ríkt hafði í málefnum fatlaðra og tekin upp ný stefna, aðlögunarstefna, sem hafði að markmiði að gera fötluðum kleift að taka þátt í þjóðlífínu á öllum sviðum þess. Það skyldi m.a. gert með skipulagðri og markvissri upp- byggingu á þjónustu miðað við fötl- un. Böm skyldu ekki lengur vistuð á sólarhringsstofnunum heldur njóta þeirra sjálfsögðu mannrétt- inda að alast upp hjá foreldram og systkinum en jafnframt séð fyrir nægilegri þjónustu að hálfu hins opinbera og þeim tryggður með lög- um aðgangur að dagvistarheimilum bama. Foreldrar hafa tekið fullan þátt í þessum breytingum svo nú heyrir til undantekninga ef fötluð böm eru vistuð á sólarhringsstofnunum. Verr hefur gengið hvað þjónustuna að hálfu-hins opinbera varðar, þeg- ar leita skal úrlausna vísar hver á annan. Samkv. 7. gr. laga um málefni fatlaðra er fötluðum bömum tryggður lagalegur réttur til að njóta dagvistar á almennum dag- vistarheimilum bama og deildum tengdum þeim. Þessi réttur er fötl- uðum bömum afar mikilvægur, aðallega vegna þess að á dagvistar- heimilum fá fötluð og ófotluð böm að kynnast og blandast í leik og starfi í viðurkenndu bamaumhverfí. Jafnframt er fötluðum bömum veitt sérhæfð meðferð, sem þau þarfnast vegna fötlunar. Með skilvirkri tilkýnningarskyldu ungbamaeftirlits, heilsugæslu- lækna og með tilkomu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins hefur þeim bömum ijölgað, sem beðið er um meðferðarþjónustu fyrir á dag- vistarstofnunum. Jafnframt færast aldursmörkin æ neðar enda talið mikilvægt að hefja meðferðarvinnu með fötluð böm sem allra fyrst, helst frá eins árs aldri. Áætlað er að rúmlega 10% bama úr hveijum aldurshópi þurfí á að- stoð að halda einhvem tíma á upp- vaxtaráranum vegna einhvers kon- ar hömlunar. Þar af er áætlað að rúmlega þriðjungur þess hóps þurfí á greiningarvinnu að halda í Grein- Elín Jóhannsdóttir jngarstöð vegna fötlunar sinnar eða um það bil 140 böm úr hveijum árgangi. Veralegur biðlisti hefur myndast á undanfomum áram eftir þjónustu Greiningarstöðvarinnar. Ætla má að um 50 til 60 „ný“ böm séu á biðlista á hveijum tíma. Einnig er álíka stór hópur sem bíður eftir að komast að vegna endurmats, það er að segja þegar taka þarf afstöðu til skólagöngu og námsgetu þeirra bama er áður hafa verið greind. Þessi biðlisti kemur fram í löngum biðtíma, allt frá nokkrum mánuðum fyrir forgangshópa upp í eitt og hálft ár fyrir þau er ekki njóta for- gangs. Þó að vandamál Greiningarstöðv- arinnar skapist mikið af því að stöð- in er of lítil miðað við þörfina era vandamálin meiri vegna skorts á viðunandi vistunar- og meðferðar- úrræðum fyrir skjólstæðinga henn- ar að lokinni greiningu og ráðgjöf til foreldra. Þetta hefur leitt til þess að Greiningarstöðin hefur orðið að axla meiri ábyrgð við meðferð og þjálfun. Þama hefur verið unnið óeigingjamt starf af hálfu starfs- fólksins og er ánægjulegt til þess að vita að framundan era bjartari tímar hvað húsnæðismálin varðar því eins og kunnugt er, mun Grein- ingarstöðin flytjast í nýtt og rýmra húsnæði á þessu ári í Kópavogi. En það leysir ekki dagvistæroál- in. Dagvistarheimili bama á fslandi era flest byggð fyrir ófötluð böm og er starfsemi þeirra skipulögð með þarfír ófatlaðra í huga, illa hefur gengið að fá viðkomandi að- ila til að viðurkenna lagalegan rétt til dagvistunarþjónustu við fötluð böm, er hann í raun óvirkur ef ekki er tekið mið af þörfum fatl- aðra bama þar: Taka verður tillit til: 1. Aðgengis fatlaðra við hönnun húsnæðis og lóða dagvistar- heimila. 2. Rýmis sem bíður upp á aðstöðu til einstaklingsþjálfunar og hóp- þjálfunar. 3. Þarfar fyrir þjálfunargögn og hjálpargögn. 4. Sérhæfðrar þekkingar s.s. þroskaþjálfunar, talkennslu og sjúkraþjálfunar. Dagvistun fyrir fötluð böm verð- ur að vera til reiðu þegar þörfin krefur, þannig að einstaklingurinn og fjölskylda hans þurfí ekki að búa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.