Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 62
62 MQRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 Tilgerðar- laust rokk John Hiatt hefur staðið í plötugerð í ein 14 ár. Það hefur þó ekki gefið af sór neinn af- rakstur sem ástœða er til að minnast, enda hefur tilgerð og ófrumleiki staðið f vegi fyrir því til þessa. Nýjasta plata Hiatts, Bring the Family, er blessunarlega laus við alla tilgerð og þá fyrst kemur í Ijós hvern mann hann hefur að geyma. Þar er ef til vill um að kenna langtíma sam- starfi Hiatts við Ryland P. Cood- er, sem lagt hefur gjörva hönd á margt. Ry er og gestur á þess- ari plötu, leikur þar á gítara og sítar, en Hiatt semur öll lög og texta. Þegar Hiatt tekst vel upp, eins og í rokkurunum Memphis in the Meantime og Your Dad Did, sem státar auk þess af skemmtilegum texta, og rólegu lögunum l’m Alone in the Dark, Tip of my Tongue, I Stood Up og Learning How to Love You, ná smekkvís gítarleikur Ry og samsetning Hiatts að móta lög sem eru eins og best verður á kosið. Það skipar plötunni á bekk með bestu plötum ársins 1987, þó ekki hafi hún komið hingað til lands fyrr en á þessu ári. Lagið l’m Alone in the Dark verður og að teljast eitt af bestu lögum ársins. — ♦ -------- Popp og hvað með það? Þær eru fáar plöturnar sem látið hefur verið meira með en platan Steve McQueen sem Prefab Sprout sendi frá sér fyrir einhverjum árum. Platan sú varð og ein af sölu- hærri erlendum plötum hér á landi hin seinni ár og gagnrýnendur kepptust við að tjúka á hana lofs- orði. Þó var ekki á henni neitt að heyra sem greindi hana frá öðrum tilgerðarlegum poppplötum; á plötunni var að finna dæmigerða væmna vellutexta og tónlist sem aldrei náði að komast úr tilgerð- inni: dæmigert miðjumoð sem allt er á yfirborðinu. Á nýjustu plötu Prefab Sprout er barið í brestina og það kom því þægilega á óvart að heyra að hljómsveitin er hætt að sýnast og platan er hin áheyrilegasta popp- plata, sem ristir ekki dýpra en poppplötur eiga að gera. Textarnir ganga betur upp á þessari plötu en þeirri sem getið var og eru hæfilega innihaldslausir. Lík'asttil verða þeir sem töldu að framtíð framsækinnar rokk/popptónlistar væri í höndum Prefab Sprout fyrir vonbrigðum, en þeir sem hafa gaman af fágaðri popptónlist geta glaðst að sama skapi. Yfirbragð plötunnar er allt hið dægilegasta og bestu lögin, The King of Rock ’n’ Roll og Cars & Girls, eru dægur- flugur eins og þær gerast bestar og ekki verður farið fram á meira af Paddy McAloon og félögum. Vísað fram veginn Plata Sinéad O'Connor, The Lion and the Cobra, vakti mikla athygli f Bretlandi og vfðar, enda kom þar fram á sjónarsviðið söngkona og lagasmiður sem með sinni fyrstu plötu skipaði sór í sveit með fremstu rokktónlistar- mönnum Breta. Það sem vekur kannski mesta athygli við plötuna er breiddin sem á henni er án þess þó að platan verði sundurlaus. Eftir að hafa hlustað á grúa af plötum sem allar eru eins og steyptar í sama mót, er það kærkomin tilbreyting að heyra plötu sem er jafn persónuleg og sérstök eins og Lion and The Cobra. Fátt virðist vera líkt með lögunum á yfirborðinu t.d. með Mandinka, eins besta popplags seinni ára, og Troy, sem seint verður kallað dæmigert popp. Það sem tengir lögin þó saman er rödd Sinéad og útsetningar, sem eru oft á tíðum við jaðar þess að vera hrein popptónlist eða hrein fram- úrstefna. Söngurinn er svo kapít- uli út af fyrir sig. Ekki verður fjölyrt hér um fortíð Sinéad O’Connor en fullyrða má að framtíð hennar sem tónlistar- manns verður að teljast björt í Ijósi hennar fyrstu plötu sem sameinar það besta úr bresku nýbylgjunni og breska poppinu. Bestu lög eru Jackie, Mandinka, Jerusalem, I Want Your (Hands on Me) og Drink Before the War; öll eins og hvert úr sinni áttinni, en samt öll með sama persónuiega yfirbragðið. The Smithereens eins og sveitin hefur verið skipuð sfðastliðin átta ár, frá vinstri: Dennis Diken, Mike Mesaros, Jim Babjak og Pat DiNizio. Komum til íslands íseptember Pat DiNizio spurður um Green Thoughts Bandaríska hljómsveitin Smit- hereens er fslenskum rokkáhuga- mönnum að góðu kunn, enda hélt sveitin hér tvenna tónleika fyrir fullu húsi f Óperunni og sfðasta plata sveitarinnar, Espec- ially for You, komst f efsta sæti sölulista DV. Sveitin hefur nú starfað í átta ár án mannabreytinga og það tók hana sjö ár að fá gefna út stóra plötu, plötuna Especially for You, sem áður var getið. Á átta ára afmæiinu í febrúar síðastliðnum sendi sveitin frá sér aðra plötu, plötuna Green Thoughts, og því hefur verið fleygt að sveitin sé væntanleg til íslands til tónleika- halds. Rokksíðan náði tali af Pat DiNizio, sem er lagasmiður hljóm- sveitarinnar, söngvari og rytmagít- arleikari. Pat, platan Green Thoughts kemur út á átta ára afmæli Smit- hereens. Telurðu að hún marki vatnaskil í sögu hennar? Ég veit ekki hvað skal segja. Markmið okkar var að gera plötu sem við værum hreyknir af, en ekki er gott að segja hvað áheyr- Eins konar leiðindi Morrissey, þessi fullkomni full- trúi bölsýnnar æsku breskrar, hefur sent frá sér sfna fyrstu sólóplötu með dyggri aðstoð Stefáns Street. í heild er platan vel gerð — en leiðinleg. Sumar af útsetningum Streets eru góðar, meira að segja áhuga- verðar; þar get ég nefnt t.d. lögin „Alsatian Cousin” og „I Don’t Mind If You Forget Me". En lagasmíðar hans eru fremur lágsigldar. Hann veit ekki almennilega í hvorn fótinn hann á að stíga: hvort sé betra að stæla Johnny Marr eða fara bara að eigin höfði, reynir gjarna að gera hvort tveggja í einu og mistekst hrapallega. Morrissey sjálfum tekst betur upp. En samt sem áður er hann fremur textasmiður en Ijóöskáld, og án réttrar tónlistar er hann ekki nema hálfur maður. Viðfangs- efni hans hafa lítið breyst: söknuð- ur, sjálfsmorð, ást og einmana- kennd unglingsins, biturt stjóm- málaháð. Ekkert sérlega frumlegt, en einlægt og tæknilega betra en margt sem Morrissey hefur gert áður. Þó held ég ekki komist nema endum finnst. Við erum ánægðir með plötuna en kaupandinn hefur lokaorðið. Hvað finnst þér um plöt- una? Mér Ifkar hún og mér finnst hún fylgja vel í fótspor Especially for You. Eg tek undir það, en þó finnst mér hún vera betri en Especially for You. Textalega finnst mér hún áhugaverðari og lögin eru skemmtilegri og betur upptekin. Ég hef þó ekki haft mikinn tíma til að íhuga plötuna, enda er svo skammt um liðið síðan hún var unnin. Lögin samdi ég öll í nóv- ember síðastliönum og upptökur og hljóðblöndun tóku sextán daga. Það má því segja að platan hafi öll verið gerð á svo knöppum tima að ég get ekki séð hana í sam- hengi ennþá. Nú hafið þið verið mikið á ferð- inni um heim allan sfðasta árið; meira en nokkru sinni sfðan hljómsveitin var stofnuð fyrir átta árum. Finnst sér sem hinn aukni hljómgrunnur sem sveitin fær hafi breytt henni? Nei, afstaða okkar til hljómsveit- einn texti af plötunni í hóp hans bestu: „Break Upthe Family", sem er frábrugðinn flestu sem Morriss- ey hefur samið hingað til að því leyti að hann fjallar um þroska og nýja visku í stað hinnar gamal- kunnu einföldu svartsýni. Morrissey hefúr lýst því yfir að hann hafi engan áhuga á því að þroskast sem listamaður. En ef hann ætlar að gera eitthvað úr þessum sólóferli sínum beinlínis verður hann að breytast, og þá um leið sú tónlist sem hann syng- ur við. Einn og sér getur hann aldr- ei gert betur en Smiths, og meðan enn er einhver Smiths-keimur af verkum hans hlýtur maður að bera þau saman við þá hljómsveit — og finnast þau álfka hálfbökuð, kraftlaus og leiðinleg og Viva Hate. Baldur A. Kristinsson arinnar hefur ekki breyst síðan við hófum að leika saman 1970, mark- miðið er alltaf það sama: að setja saman góð lög og senda frá okkur góðar plötur. Ég vil þó ekki taka fyrir það að sem tónleikasveit hef- ur Smithereens breyst. Hljóm- sveitin er orðin rokkaðri, harðari og ákveðnari, sem kannski er eðli- leg afleiðing þess að leika á tón- leikum sex daga vikunnar, þrjá tíma í senn. Líklega er það eðlileg þróun hjá hverri hljómsveit. Mér finnst aftur að Green Thoughts spegli vel hljómsveitina í hljóðveri. Nú náði Especially foryou ofar- lepa á Billboardlistann yfir sölu- hæstu plötur f Bandarfkjunum. Hvaða væntingar gerir þú þér með Green Thoughts? Mér finnst sem Green Thoughts muni ná hærra á lista en Espec- ially for you. í því bind ég nokkrar vonir við það að við erum nú á vegum Capitol útgáfufyrirtækisins og eigum því meiri möguleika á að ná eyrum kaupenda. Green Thoughts er unnin með Don Dixon, líkt og Especially for you. Hvernig gekk samstarfið að þessu sinni? Það gekk vel í alla staði. Don þekkir okkur frá fyrri tíð og veit hverju við viljum ná fram og það tók okkur ekki langan tíma. í fréttatilkynningu sem útgáfu- fyrirtæki ykkar, Enigma, sendi frá sér kemur fram að Especially for you hafi komist á topp vinsælda- lista f tveimur löndum; á fslandi og f Uruguay. Sennilega voru það tónleikar ykkar á íslandi sem riðu baggamuninn hér og f framhaldi af þvf má spyrja hvort fyrirhuguð sé önnur íslandsheimsókn til að koma Green Thoughts á toppinn. Við höfum lagt drög að tónleika- haldi á Islandi með haustinu. Við byrjum tónleikaferð um Bandaríkin 15. apríl og verðum í þeirri ferð fram eftir sumri. I september er svo fyrirhuguð ferð til Bretlands, fslands og itieginlands Evrópu. Annars er það undir vinum okkar á fslandi hvort platan kemst á toppinn frekar en okkar. Nú eru öll lög á plötunni samin af þér, er þetta þfn plata fyrst og fremst? Nei, hljómsveitin á öll þátt í að móta þa tónlist sem við leikum þó ég setji saman lögin. Það er víst að útkoman yrði töluvert öðruvísi ef ég hefði gert þess plötu einn með aðstoð einhverra annarra undirleikara. Þetta er því fyrst og fremst plata Smithereens sem heildar, en ekki plata Pat DiNizio,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.