Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988
gt v
—|
Slökkviliðsmenn að störfum í hlíðum Þorbjarnar.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Grindavík:
Tjón á lynggróðri í sinubruna
Grindavík. ^
MIKIÐ tjón varð í gær á Iyng-
gróðri á stóru svæði í fjallshlíð
Þorbjamarins, sem snýr að
Grindavik, af völdum sinu-
bruna sem þrir ungiingspiltar
eru grunaðir um að hafa
kveikt. Slökkvilið Grindavíkur
og lögreglan voru fyrst kölluð
út klukkan 14.30 og síðan 16.30
og var verið að beijast við sinu-
bruna framundir kvöldmat.
Alvarlegasti bruninn var í
fjallshlíðinni þar sem mikill lyng-
gróður brann og á tímabili voru
rafmagnsstaurar í hættu, sem
halda uppi raflínum í endurvarps-
stöðvar í fjallinu. Þegar slökkvi-
starflnu lauk var byijað að ijúka
úr sinubruna uppi á fjallinu og
var ljóst að unglingamir ætluðust
til hasars. Þeir voru hins vegar
handteknir og sendir í yfírheyrslu
til lögreglunnar í Keflavík.
Einnig var kveikt í sinu -í
Svartsengi og er fjallshlíðin þar
mikið brunnin. Lögregla í
Grindavík vill vekja athygli á því
að Selsskógur, sem er í fjallinu
Þorbimi gegnt orkuverinu í
Svartsengi er í stórhættu ef slíkur
leikur heldur áfram.
— Kr.Ben.
„Að vandlega athuguðu máli
taldi ég óhjákvæmilegt að Ingvi
Hrafn Jónsson léti af störfum sem
fréttastjóri Sjónvarpsins, með til-
liti til hagsmuna Rikisútvarpsins
i heild og einkanlega fréttastofu
Sjónvarps,“ sagði Markús Öm
Antonsson útvarpsstjóri i samtali
við Morgunblaðið i gær, eftdr að
hann hafði sent fréttastjóra Sjón-
varps uppsagnarbréf. Markús
Öm sagði að ástæðan fyrir upp-
sögninni væri röð atvika, sem
gerst hefðu á því tímabili, sem
Ingvi Hrafn gegndi störfum
fréttastjóra. Útvarpsstjóri sagði
ennfremur að h«nn hefði gengið
frá skipun þriggja manna nefndar
til að gera úttekt á stjóra og
rekstri fréttasto funnar, meðal
annars með tilliti til siðareglna
og breytinga á starfsháttum.
Ingvi Hrafn Jónsson sagði I sam-
tali við Morgunblaðið í gær að á
þessum timamótum liti hann hik-
laust með stolti yfir farinn veg
og gleddist yfir þvi trausti sem
fréttastofa Sjónvarpsins nyti, þótt
stundum hafi gefið á bátinn. Hann
kvaðst myndu snúa sér af krafti
að nýjum verkefnum, en vildi
ekki á þessu stigi greina nánar
frá hver þau era. Morgunblaðinu
er kunnugt um að útvarpsstjóri
gaf Ingva Hrafni kost á að segja
upp eða ella verða sagt upp og
valdi Ingvi Hrafn síðari kostinn.
FVamkvæmdastjóm Ríkisútvarps-
ins hélt fund á mánudag, þar sem
meðal annars var rætt um mál
fréttastjórans, en að sögn Markúsar
Amar tók framkvæmdastjómin
enga formlega afstöðu til uppsagn-
arinnar, enda ekki á hennar valdi
að taka ákvörðun um uppsagnir
starfsfólks. „Þetta er eingöngu
ákvörðun útvarpsstjóra, og það var
rækilega undirstrikað á þessum
fundi. Ég hef hins vegar viljað ráðg-
ast við ýmsa aðila um þessi mál, þar
á meðal framkvæmdastjóm, og þar
af leiðandi beið ég með að taka end-
anlega.ákvörðun í þessu máli þar til
að loknum þessum fundi," sagði
Markús Öm.
Útvarpsstjóri sagði að Ingvi Hrafn
hefði haft ráðningarsamning sem
var uppsegjanlegur með þriggja
mánaða fyrirvara og hefði honum
verið sagt upp með samningsbundn-
um uppsagnarfresti og jafnframt
tekið fram að ekki væri óskað eftir •
að hann gegndi störfum á uppsagn-
artíma. „í sjálfu sér þarf ekki að
fara mörgum orðum um ástæðuna
fyrir því að þess var ekki óskað.
Þegar mál gerast með þessum hætti
þá er það báðum aðilum fyrir bestu
að af starfsslitum geti orðið hið
fyrsta," sagði Markús Öm. Hann
sagði að starf fréttastjóra Sjónvarps
yrði auglýst laust til umsóknar og
myndi varafréttastjóri innlendra
frétta, Helgi H. Jónsson, gegna
starflnu á meðan eins og starfsregl-
ur fréttastofu Sjónvarpsins kveða á
um.
Ingvi Hrafn Jónsson hafði þetta
um málið að segja: „Á þessum tíma-
mótum lít ég hiklaust með stolti
yfír farinn veg og gleðst yfír því
trausti sem fréttastofa Sjónvarpsins
nýtur, þrátt fyrir að stundum hafí
gefíð á bátinn eins og verða vili. Ég
óska stofnuninni alls góðs, eins og
ég hef ávallt gert í störfum mínum
sem fréttastjóri. Ég hefði að vísu
viljað, að starfsferli mínum við stofn-
unina hefði lokið með öðmm hætti.
En nú er bara að snúa sér af krafti
að nýjum verkefnum.“
Inga Jóna Þórðardóttir, formaður
útvarpsráðs, kvaðst í samtali við
Morgunblaðið engin afskipti hafa
haft af þessu máli, né öðrum varð-
andi starfsmannahald á Ríkisútvarp-
Aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds:
Hart deilt á opnum
fundi í Kópavogi
Á TÆPLEGA 100 manna borgarafundi í Kópavogi í gærkvöldi, sem
Framsóknarfélag og Sjálfstæðisfélag bæjarins efndu til, kom fram
mikil óánægja með frumvarp um aðskilnað dómsvalds- og*umboðs-
valds í héraði, sem Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra lagði fram á
Alþingi i gær. Fundarmenn, sem tóku til máls, töldu ákvæði frum-
varpsins um að flytja dómsvald úr höndum bæjarfógetaembættisins í
Kópavogi til héraðsdóms í Hafnarfirði, ógna sjálfstæði sveitarfélags-
ins. Undir þetta tóku bæjarstjórinn í Kópavogi, Kristján Guðmunds-
son, og bæjarfógetinn, Ásgeir Pétursson.
„Við búum í stærsta kaupstað „Við erum að tala um að efla sýslu-
landsins en það á að taka af okkur mannsembættið í bænum til þess
vamarþingið," sagði einn fundar-
manna. „Það á að færa dómsvaldið
frá bæjunum og reglugerð ráðherra
á svo að ráða því hversu miklu verði
skilað. Ég óttast það að þetta muni
þýða að Kópavogsbúar muni búa við
enn skerta opinbera þjónustu og er
hún nógu slæm fyrir.“
Jón Sigurðsson dómsmálaráð-
herra var einn fmmmælenda á fund-
inum. „Hver er aðförin að Kópa-
vogi? “ sagði Jón í lokaræðu sinni.
þess að þjónusta við þegnana verði
meiri og nær þeim og að hingað
verði færð verkefni sem nú séu í
Reykjavík. Það verður formbreyting
á dómskerfínu þannig að hér verði
dómþinghá en ekki sjálfstæður dóm-
stóll, enda er hann það ekki nú,
hann er hluti af fógetaembættinu."
Sjá ennfremur frétt af blaða-
mannafundi dómsmálaráð-
herra á bls. 31.
Útvarpsstjóri um uppsögn fréttastjóra Sjónvarps:
Óhjákvæmilegt með til-
liti til hagsmuna útvarpsins
Lít með stolti yfir farinn veg, segir Ingvi Hrafn Jónsson
inu. „Þetta er alfarið ákvörðun út-
varpsstjóra og annað hef ég ekki
um málið að segja," sagði Inga Jóna.
Aðspurð um álit sitt á samþykkt
útvarpsráðs um vantraust á frétta-
stjórann á sínum tíma sagði Inga
Jóna að hún teldi þá samþykkt út
af fyrir sig óeðlilega þar sem hún
fjallaði um mál sem ekki væri á
valdsviði útvarpsráðs.
Útvegsbanki íslands hf:
Bankaráðsmaður
segir af sér vegna
afskipta ráðherra
Á FYRSTA fundi nýkjörins bankaráðs Útvegsbanka íslands í gær
var Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri kjörinn formaður ráðsinsj
en Gísli Olafson forstjóri gegndi áður formennsku I bankaráðinu. I
bréfi til bankaráðsins í gær segir Gísli af sér sem bankaráðsmaður.
Bréf Gísla Ólafsonar til banka-
ráðsins fer í heild hér á eftir:
„Er ég tók sæti í bankaráði Út-
vegsbanka íslands hf., á stofnfundi
hans 7. apríl 1987, var ég fullviss-
aður um að pólitískum þrýstingi
yrði ekki beitt um þær ákvarðanir,
sem bankaráð fjallaði um.
Það hefur ekki verið gert fyrr
en nú, er bankaráð skiptir með sér
verkum, að ég hef vissu fyrir því
að viðskiptaráðherra fór fram á það
við ákveðna bankaráðsmenn að þeir
greiddu atkvæði með ákveðnum
hætti.
Samkvæmt 30. gr. samþykkta
bankans skiptir bankaráð sjálft með
sér verkum. Afskipti ráðherra tel
ég vera slæmt fordæmi fyrir starf-
semi bankaráðsins og andstætt því
er segir í upphafí bréfs þessa.
Af þessum ástæðum segi ég hér
með af mér sem bankaráðsmaður,
en tek jafnframt skýrt fram að af-
sögn mín snertir ekki á neinn hátt
formann bankaráðsíns.
Ég óska Útvegsbanka íslands hf.
alls velfamaðar í störfum sfnum.
Það er ósk mín að bréf þetta
verði bókað í fundargerðarbók
bankaráðsins."
„Gísli Ólafson nýtur fulls trausts
af minni hálfu til setu í bankaráð-
inu,“ sagði Jón Sigurðsson ráðherra
bankamála í samtali við Morgun-
blaðið. „Ég stakk upp á honum og
kaus hann með atkvæðum ríkisins.
Það er hins vegar bankaráðið sem
skiptir með sér verkum og hann
verður að eiga það við sig og félaga
sína í ráðinu ef hann telur for-
mennsku forsendu setu sinnar þar.
Það er ekkert í málinu sem á undan
fór sem gat tryggt einum eða nein-
um formannsstöðuna."
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍU, var á fundinum í gær kjörinn
varaformaður bankaráðsins og
Baldur Guðlaugsson hrl., sem sæti
átti í varastjóm, tók sæti Gísla
Ólafsonar sem varamaður. >.
Jón H. Bergs segir upp
starfi sem forstjóri SS
Ástæðan ágreiningnr um framtíðarstefnu fyrirtækisins
JÓN H. Bergs sagði á mánudag
lausu starfi sinu sem forstjóri
Sláturfélags Suðurlands og sama
dag var Steinþór Skúlason ráð-
inn forstjóri. Jón segir að ástæð-
an fyrir uppsögninni hafi verið
ágreiningur um framtíðarstefnu
félagsins. PáU Lýðsson stjómar-
formaður SS segir að fyrir-
hugaðar séu ýmsar áherslubreyt-
ingar í rekstri félagsins. Aðal-
fundur félagsins verður haldinn
á Hvolsvelli 28. apríl.
Jón H. Bergs sagði við Morgun-
blaðið að hann hefði sagt starfí sínu
Iausu á mánudag og ástæðan væri
skoðanaágreiningur en vildi ekki
skýra hann nánar. Páll Lýðssop
sagði að um væri að ræða ágreining
um áherslur í rekstri félagsins.
Hann vildi ekki upplýsa um hvort
langur aðdragandi hefði verið að
uppsögn forstjórans, en vísaði á
Jón H. Berga, frá-
farandi forsljóri
SS.
Steinþór Skúla-
fton, nýráðinn for-
stjóri SS.
aðalfund SS sem er eftir rúma viku.
Undanfarið ár hefur rekstrarráð-
gjafí frá dönsku ráðgjafarfyrirtæki
skoðað stjómskipulag Sláturfélags
Suðurlands, en þetta ráðgjafarfyrir-
tæki hefur tekið fleiri íslensk fyrir-
tæki út. Jón H. Bergs sagðist hafa
tekið um þetta ákvörðun sl. haust
þar sem hann hefði talið þörf á að
fara yfír verkaskiptingu í fyrirtæk-
inu. Hann sagði að uppsögn sín
væri ekki í tengslum við starf þessa
fyrirtækÍ8 enda væri vinnu dönsku
sérfræðinganna er ekki lokið.
Nýráðinn forstjóri Sláturfélags
Suðurlands heitir Steinþór Skúlason
og er 29 ára að aldri. Hann lauk
prófí í vélaverkfræði frá Háskóla
Islands 1982 og MS-prófi í iðnverk-
fræði frá Stanford-háskóla í Kali-
fomíu I Bandaríkjunum 1983. Eftir
nám 8tarfaði hann hjá Plastprent
hf. en hefur starfað sem fram-
leiðslustjóri Sláturfélags Suður-
lands frá 1984. Hann varð íslands-
mei8tari í svifflugi 1986. Sambýlis-
kona Steinþór3 er Hanna Kristín
Pétursdóttir.
Jón H. Bergs tók við starfí for-
stjóra Sláturfélags Suðuríands 1.
janúar 1957, þá 29 ára að aldri,
en hann hóf störf hjá fyrirtækinu
1951.