Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988
33
Bretland:
Ágreiningur um heilaskurði
vegna Parkinsons-veiki
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
TVEIR menn hafa þegið heila-
frumur úr fóstrum, sem fjarlægð
voru úr mæðrum sínum, til að
vinna gegn áhrifum Parkinsons-
veiki. Þetta var gert opinbert
siðastliðinn laugardag og vakti
þegar í stað deilur.
EMward Hitchcock, prófessor í
heilaskurðlækningum við háskól-
ann í Birmingham, sagði í yfírlýs-
ingu á laugardag, að þessi aðgerð
hefði verið framkvæmd á sextugri
konu og 41 árs gömlum manni 3.
mars og 7. apríl síðastliðinn á
sjúkrahúsi í Birmingham. Bæði
voru haldin Parkinsons-veiki, sem
hefur þau einkenni, að einstakling-
urinn missir smám saman vald yfir
hreyfíngum sínum. Læknirinn
sagði, að þau hefðu sýnt greinileg
batamerki og væru nú útskrifuð af
sjúkrahúsinu.
Orsök sjúkdómsins er talin vera
skortur á boðefninu dópamín í
hreyfísvæðum heilabarkarins. Að-
gerðin, sem læknirinn fram-
kvæmdi, felst í því, að teknar eru
frumur úr lifandi fóstri, sem fram-
leiða dópamín, og græddar í heila
sjúklingsins. Vonast er til þess, að
heilinn hafni ekki þessum frumum
og þær framleiði nægilegt dópamín
til að draga úr eða eyða einkennum
sjúkdómsins.
Þessi aðferð til að lækna Parkin-
sons-veiki er ný. Vitað er, að henni
hefur verið beitt við tvo sjúklinga
í Svíþjóð og sömuleiðis tvo í Mex-
íkó. Þessar tilraunir hafa farið
hljóðlega til að koma í veg fyrir að
vekja of miklar vonir um, að lækn-
ing sé á næsta leiti. Tilraunir með
dýr benda til þess, að aðgerðir af
þessu tagi geti verið mjög áhrifarík-
ar.
Deilumar um þessar aðgerðir
snúast annars vegar um, hvort þær
beri tilætlaðan árangur. Andmæl-
endur þeirra segja, að gera þurfí
frekari tilraunir, sérstaklega á öp-
um, og í tilraunum með rottur hafí
komið í ljós ýmsir erfíðleikar, sem
ekki hafí verið skýrðir enn. Frekari
tilraunir verði að gera, áður en rétt-
lætanlegt sé að framkvæma þessa
aðgerð á mönnum.
Siðleysi?
Hins vegar telja andmælendur,
að siðferðileg rök mæli gegn henni.
Fóstureyðingar eru umdeildar á
Bankar opnaðir
í Panama:
Viðskipti
fóru frið-
samlegafram
Panamaborg, Reuter.
BANKAR f Panama voru opnaðir
á mánudag til að viðskiptavinir
gætu lagt inn á reikninga sína.
Bankastjórar höfðu óttast að við-
skiptavinir myndu fjölmenna i
bankana til að krefjast reiðufjár
en ekki kom til mótmæla.
Allt að þijátíu manna biðraðir
mynduðust fyrir utan nokkra banka
fyrir opnun um morguninn, en þeir
fáu sem lögðu inn á reikninga sína
sýndu stillingu. Tveir alþjóðlegir
bankar tilkynntu að 15 til 20 við-
skiptavinir hefðu lagt ávísanir inn á
reikninga sína. „Leggi þeir að
minnsta kosti inn ávísanir finnst
þeim einhver hreyfíng í viðskiptun-
um,“ sagði starfsmaður bankans.
_/\uglýsinga-
siminn er 2 24 80
Bretlandi. Það vakna spumingar
um, hvað leyfílegt sé að gera við
vefi úr fóstrum, sem hafa verið fjar-
lægð úr móðurkviði. Þarf móðirin
að gefa leyfí til notkunarinnar?
David Alton þingmaður, sem bar
fram frumvarp á síðastliðnum vetri
um styttingu leyfílegs tíma til fóst-
ureyðinga, telur, að aðgerðir af
þessu tagi geti verið slæmt fordæmi
þess að nota óæskileg böm sem
varahluti í annað fólk.
Siðanefnd breska læknafélagsins
hefur látið semja reglur um þessa
tegund aðgerða og mun ræða þær
á fundi sínum í næsta mánuði.
Sænskir læknar hafa samþykkt
reglur af þessu tagi. í þeim er kveð-
ið á um þrennt: Að fóstrið sé látið;
að sjúklingamir séu aðgerðinni ekki
mótfallnir; og að ekkert samband
sé á milli frumugjafans og þess, sem
fær frumumar. Þetta síðasta er til
að koma í veg fyrir, að fóstur verði
sérstaklega sköpuð til að framleiða
frumur.
tjaldabaki
„Ungfrú
Moskva“, fyrsta
fegurðarsam-
keppnin, sem
haldin er í Rússl-
andi, fórframi
fyrrakvöld og
eins og gengur er
aðeins ein útvalin
þótt margar séu
kallaðar. Þessi
stúlka varð að
bita i það súra
epli að komast
ekki í úrslita-
keppnina og tók
hún þvi heldur
þunglega eins og
sjá má.
essemm/sf