Morgunblaðið - 20.04.1988, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 20.04.1988, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL.1988 41 Sameinað þing: Ráðstöfunarfé til vegamála aukið um 16% frá fyrra ári MATTHIAS A. Mathiesen sam- gönguráðherra hefur lagt fram í Sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um vegaáætlun fyrir árin 1987-1990. Ekki er enn komið að reglulegri endur- skoðun vegaáætlunar, en vegna breyttra forsendna eru lagðar til breytingar sem felast í auknu fé til vegaframkvæmda og áherslu á tvö stór verkefni; jarðgöng í Ólafsfjarðarmúla og vegagerð á höfuðborgarsvæð- inu. Heildarráðstöfunarfé til vegamála eykst um 16% frá 1987 og 6% frá fyrri áætlun um árið 1988. í ræðu samgönguráðherra kom fram að það er aðallega tvennt sem veldur því að ekki verður komist hjá endurskoðun vega- áætlunar; þróun verðlags hefur orðið önnur en reiknað var með í núgildandi vegaáætlun og mark- aðar tekjur hafa aukist umfram áætlun. í núgildandi áætlun var miðað við kostnaðarvísitölu 2100 á miðju ári 1987 og síðan 6% hækkun til 1988 og hún yrði þá 2226. í reynd hækkaði kostnaðarvísitala örar á árinu 1987 og var komin í 2226 um mitt það ár (26% hækkun frá 1986). Við endurskoðun nú er hins vegar reiknað með 15% hækkun milli áranna 1987-88 og þá miðað við spá Þjóðhagsstofnunar. í áætlun er miðað við að bensín- gjald og þungaskattur haldist óbreytt. Heildartekjur af mörkuð- um tekjustofnum voru áætlaðar 2353 milljónir kr. í gildandi vega- áætlun, en eru í hinni nýju áætlun 2990 milljónir, sem skýrist af fHÞMGI aukinni bensínsölu og hækkun bensíngjalds og þungaskatts um síðastliðin áramót. Heildarútgjöld til vegamála urðu 160 milljónum krónum minni árið 1987 en sem nam tekjum af mörkuðum tekjustofnum. Þessi umframfjáröflun verður að sögn samgönguráðherra færð yfir á árið 1988 og verða því 3.150 mill- jónir til ráðstöfunar 1988. Þetta fjármagn mun þó ekki allt verða notað 1988, heldur verða 285 milljónir geymdar til ráðstöfunar á árinu 1989. Samgönguráðherra gerði ekki tillögu um skiptingu viðbótarfjár- magnsins milli einstakra verk- efnaflokka, en vék hins vegar að tveimur stórum verkefnum, sem taka þyrfti tillit til; jarðganga í gegnum Ólafsfjarðarmúla og vegagerðar á höfuðborgarsvæð- inu. Til fyrra verkefnis þyrftu að renna 130-140 milljónir á árinu 1988, ef takast ætti að standa við samþykktir Alþingis. Um siðara verkefnið sagði Matthías að í það þyrftu að renna 1.800 til 1.900 milljónir á næstu fimm árum, ef vænta ætti einhvers bata fyrir umferðina. Lét samgönguráð- herra þess getið að þar eð bygg- ing Suðurlandsvegar frá Rauða- vatni að Vesturlandsvegi við Graf- arvog og breikkun Vesturlands- vegar í fjórar akreinar þaðan og að Höfðabakka væru nauðsynleg- ar og óumflýjanlegar fram- kvæmdir, hefði hann ritað vega- málastjóra bréf og falið honum að hefja hönnun þessara fram- kvæmda, þannig að kostnaðar- áætlun fyrir þær gæti legið fyrir við endurskoðun vegaáætlunar á næsta ári. Skúli Alexandersson (Abl/Vl) gagnrýndi þingsályktunartillögu samgöngumálaráðherra, þar eð haldið væri áfram að skerða fyrir- heit í sambandi við langtímaáætl- un í vegamálum um 2,4% af vergri þjóðarframleiðslu til vegamála. Einnig taldi þingmaðurinn það rétt með tilliti til svikinna loforða um vegaframkvæmdir úti á landi, að vegaframkvæmdir á höfuð- borgarsvæðinu biðu betri tíma. Pálmi Jónsson (S/Nlv) sagði það vissulega rétt að áform langtímaáætlunar í vegamálum um hlutfall af vergri þjóðarfram- ieiðslu hefðu verið skert, en rétt væri að geta þess einnig að langtímaáætlun hefði u.þ.b. tekist að halda að því er framkvæmda- hraða varðaði og væri það vissu- lega lofsvert að sama verk væri unnið fyrir minna fjármagn. Egill Jónsson (S/Al) taldi framkvæmdum í vegamálum hafa miðað vel áfram, en ljóst væri hins vegar að aukið fé þyrfti til Ólafsfjarðarmúla og vegafram- kvæmda á höfuðborgarsvæðinu umfram áætlun næsta árs ef tak- ast ætti að ljúka framkvæmdum á áætlun. Alexander Stefánsson (F/Vl) taldi tímabært að marka stefnu um ráðstöfun geymslufjár milli Matthías Á. Mathiesen ára; væri eðlilegt að skipta því milli kjördæma, svipað og öðru fé. ítrekaði þingmaðurinn það að hvorki ríkisstjómin né ráðherra gætu ráðstafað þessu fé í annað. Frumvarp í efri deild: Rýmkuð skoðunarheim- ild Ríkisendurskoðunar LAGT hefur verið fram frumvarp í efri deild Alþingis sem gerir ráð fyrir rýmkuðum heimildum til handa Ríkisendurskoðun til skoð- unar gagna er snerta greiðslur ríkissjóðs til einstaklinga, félaga og stofnana, á grundvelli laga, verksamninga eða gjaldskrársamninga. Enn fremur er Ríkisendurskoðun í frumvarpinu veitt heimild til þess að skjóta ágreiningsmálum um skoðunarheimild til úrskurðar sakadóms. Þorvaldur Garðar Kristjáns-' son, forseti Sameinaðs þings, er flutningsmaður frumvarpsins ásamt þeim Karli Steinari Guðna- syni, forseta efri deildar, og Jó- hanni Einvarðssyni, öðrum vara- forseta Sameinaðs þings. í framsögu með frumvarpinu síðastliðinn miðvikudag sagði Þor- valdur að frumvarpið væri lagt fram eftir ábendingar Ríkisendurskoðun- ar í lqölfar innsetningarmáls er tap- aðist. Innsetningarmál þetta snerist um heimild Ríkisendurskoðunar til að skoða sjúkrabókhald Heilsu- gæslustöðvarinnar í Árbæ. „Við setningu laganna um Ríkisendur- skoðun var gert ráð fyrir að heim- ild til handa stofnuninni væri tæm- andi til þess að hún gæti gegnt hlutverki sínu. Annað hefur komið í ljós og er það að mati Ríkisendur- skoðunar óviðunandi ástand og eru flutningsmenn sammála því mati,“ sagði Þorvaldur. Svavar Gestsson (Abl/Rvk) taldi núverandi ástand vera óviðunandi, en hins vegar taldi hann að eðli- legra hefði verið að laga þetta með breytingum á almannatrygginga- lögum. Lagði hann og áherslu á að ekki mætti bera skugga á trúnaðar- samband læknis og sjúklings. Taldi hann þá leið líklega viðunandi að læknar á vegum Ríkisendurskoðun- ar yfirfæru bókhaldið. Guðmundur Ágústsson (B/Rvk) kvaðst ekki vera sammála þessu frumvarpi, þar eð hann teldi það stangast á við grundvallarregl- ur stjómarskrárinnar. „Ég tel að Ríkisendurskoðun eigi að vera hlut- laus stofnun án rannsóknarvalds, því allt sem má telja til rannsóknar- válds ber undir framkvæmdavaldið en ekki löggjafarvaldið. Benti Guð- mundur og á að ekkert í lögunum um Ríkisendurskoðun né greinar- gerð benti til þess að stofnuninni væri ætlað að hafa með höndum rannsóknarvald. „Slíkt vald ber Tryggingastofnun ríkisins í þessu tilviki." Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/Rvk) vakti athygli á því að yfirstandandi væru samningar á milli Tryggingastofnunar og Læknafélags íslands um eftirlit með sjúkrabókhaldi. Almennur vilji væri meðal lækna um að eftirlitið væri virkt og taldi Guðrún eðlileg- ast að eftirlitið væri í höndum Tryggingastofnunar. Karl Steinar Guðnason (A/Rn) benti á að frumvarpið fy'allaði ekki sérstaklega um lækna, heldur væri hér um að ræða almenna heimild sem snerti alla þá er viðskipti hefðu við ríkissjóð. Framhaldsskólafrumvarpið í neðri deild: Menntamálanefnd þrí- klofnar í afstöðu sinni FRUMVARP að lögum um framhaldsskóla var í gser til annarrar um- ræðu i neðri deild Alþingis eftir að menntamálanefnd neðri deildar hafði skilað áliti sfnu og breytingartillögum. Nefndin skiptist í þijá hluta og skiluðu fulltrúar stjómarflokkanna í nefndinni meirihluta- áliti, en fulltrúar Kvennalista og Alþýðubandalags skiluðu hvor sinu áliti. Meirihlutinn leggur fram nokkum fjölda breytingartillagna, en Guð- mundur G. Þórarinsson hafði fram- sögu fyrir meirihlutanum. Meðal þeirra helstu má geta þess að skýrar er kveðið á um skipan skólanefnda, en fjórir nefndarmanna skulu til- nefndir af viðkomandi sveitarfélagi og einn af menntamálaráðherra, en áður hafði verið gert ráð fyrir að þessum málum yrði skipað með reglugerð. Reglu um skólaráð er breytt nokkuð, að því leyti að menntamálaráðuneyti setur því regl- ur en ekki viðkomandi skólanefnd eins og upphaflega var gert ráð fyr- ir. Einnig leggur meirihluti nefndar- innar til að menntamálaráðuneytið setji reglur um almenna kennara- fundi og verksvið þeirra, en ekki skólanefnd. Sérstakri málsgrein er bætt inn í grein þá er fjallar um námsáfanga, þess efnis að þrátt fyr- ir skiptingu námsefnis í áfanga geti skólar þeir sem þess óski haft bekkja- kerfi. Sagði Guðmundur af þessu til- efni að hér væri verið að taka af öll tvímæli um að ekki væri verið að þröngva áfangakerfi upp á skóla með bekkjakerfí. Þórhildur Þorleifsdóttir hafði framsögu fyrir áliti fyrsta minni- hluta. I áliti hennar segir að frum- varpið sé um margt ágætt en að þar sé ýmislegt sem Kvennalistinn geti ekki sætt sig við og leggi hann því fram talsvert af breytingartillögum. Meginatriðið í tillögum Kvennalist- ans felst í því að þær vilja tiyggja sjálfsforræði skólanna með því að fela þeim er næst þeim standa mótun og þróun skólastarfsins. í nefndará- litinu segin „Tvær meginástæður liggja tilgrundvallar skoðun Kvenna- listans. í fyrsta lagi er það andstætt hugmyndum okkar um valddreifíngu að Htilli fimm manna nefnd, sam- settri af flórum pólitískt kjömum fulltrúum og einum skipuðum af menntamálaráðherra, sé veitt svo mikil völd og áhrif bæði um þróun skóla, innra starf, námsbrautir og rekstur. í öðru lagi þykja okkur fag- leg sjónarmið fyrir borð borin með þessu fyrirkomulagi." Segir enn- fremur í álitinu að skoðanir Kvenna- listans fari að þessu leyti saman við skoðanir skólafólks er skilað hafí álitsgerðum. Flestar breytingartil- lögur þingmanna Kvennalistans hníga í þá átt að draga úr valdi skóla- nefnda, en fela það skólaráðum, fag- greinafélögum, deildarstjómum og fleiri. Ragnar Amalds (Abl/Nlv) skilar séráliti og er það álit nokkuð í takt við frumvarp flokksins sem lagt var fram í byijun þessa þings. Um mun- inn á þessum tveimur frumvörpum segir í nefndarálitinu að hann felist aðallega i þrennu: í fyrsta lagi geri frumvarp Al- þýðubandalagsins ráð fyrir mun meiri valddreifingu en stjómarfrum- varpið; frá ráðuneytum mennta- og fjármála til lýðkjörinna fræðsluráða { hverju kjördæmi, til skólastjóma, kennara og nemenda. AUir þræðir liggi hins vegar um hendur mennta- málaráðherra í frumvarpi stjómar- innar. Ragnar Amalds. í öðm lagi er að sögn Ragnars þung áhersla lögð á það í frumvarpi Alþýðubandalagsins að draga úr brottfalli nemenda. Stefna eigi að þvi að laga framhaldsskólakerfið að þröskamöguleikum sem flestra, en það viðhorf sé ekki fyrir hendi í stjómarfrumvarpinu. Ragnar gagnrýnir stjómarfrum- varpið í þriðja lagi fyrir það að í því sé af litlum skilningi tekið á málefn- um minni skóla á landsbyggðinni og hafi skólameistarar í mörgum þess- um skólum bent á að þetta muni hafa i för með sér minnkun á náms- framboði. Einnig leggur hann fram breytingartillögur um þátt sveitarfé- laga í byggingarkostnaði við skóla, þannig að þáttur ríkisins verði 80% í stað 60%. Guðmundur G. Þórarinsson. Þórhildur Þorleifsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.