Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
196. tbl. 76. árg. ,
ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Skrifstofa PLO í New York:
Stjómin hyggst ekki
áfrýja úrskurðinum
Washington. Reuter.
Bandaríska dómsmáiaráðu-
neytið tilkynnti í gær að Banda-
ríkjastjórn hygðist ekki áfrýja
úrskurði bandarísks dómstóls
sem heimilaði Frelsissamtökum
Palestinumanna, PLO, að starf-
rækja áfram skrifstofu í New
York-borg.
Indland:
Kona hljóp
5.000 km yfir
Himalajafjöll
Shrinagar. Reuter.
51 ÁRS bandarísk kona kom
með hundi sinum til borgar-
innar Shrinagar í Norðvest-
ur-Indlandi í gær eftir að
hafa hlaupið 5.000 kílómetra
leið yfir Himalajafjöll.
Konan heitir Mary Margaret
Goodwin og lagði af stað þann
11. mars frá Daijeeling í norð-
austurhluta Indlands. Farooq
Abdullah, forsætisráðherra
Kashmir-ríkis, tók á móti henni
í Shrinagar og sagði: „Nú vitum
við að hið ómögulega er ger-
legt.“
Goodwin sagði við frétta-
menn að verst hefði henni liðið
í afskekktu þorpi þar sem fólk
hefði kastað steinum og sigað
hundum að henni. Hún sagðist
hafa rekist á snáka, fíla og úlfa
og lent í gífurlegum hitabylgj-
um, rigningum og kuldum í
ferðinni. Verst hefði þó verið
að verða fyrir barðinu á smá-
smygli indverska kerfísins.
Landamæraverðir hefðu ekki
viljað leyfa henni að koma aftur
til Indlands frá Nepal og því
hefði hún þurft að bíða í tvær
vikur eftir skriflegri heimild frá
Nýju-Delhí.
Dómsmálaráðuneytið hafði höfð-
að mál í umdæmisdómstólinum í
Manhattan í mars og krafíst þess
að skrifstofu Frelsissamtaka Pal-
estínumanna yrði lokað vegna
ákvæða bandarískra laga gegn
hryðjuverkastarfsemi sem tóku
gildi árið 1987. Dómstóllinn úr-
skurðaði hins vegar fyrir tveimur
mánuðum að ráðuneytið gæti ekki
lokað skrifstofunni.
í yfírlýsingu frá dómsmálaráðu-
neytinu segir að ákveðið hafí verið
að áfíýja ekki úrskurðinum eftir
ítarlega athugun. Þar hafí meðal
annars verið tekið tillit til utanríkis-
stefnu Bandaríkjastjórnar og hlut-
verks Bandaríkjamanna sem gest-
gjafa Sameinuðu þjóðanna.
Reuter
Verkfallsmenn í Lenín-skipasmiðjunni í Gdansk stóðu í biðröðum á sunnudag til að geta skriftað eftir
messu sem prestar sungu í smiðjunni. Allt frá því starfsmenn Lenín-skipasmiðjunnar í Gdansk tóku
forystu í verkfallsbaráttunni í Póllandi fyrir átta árum hafa þeir leitað halds og trausts i trú sinni og
hjá kaþólsku kirkjunni.
Lech Walesa um verkföllin í Póllandi:
Hættum ekki fyrr en deilan
um Samstöðu verður leyst
Háttsettur embættismaður hersins varar við frekari verkföllum
Gdansk. Reuter.
LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu, hinna ólöglegn pólsku verkalýðssam-
taka, lýsti yfir því f gær að verkföllin í Póllandi myndu halda áfram
þar til stjórnvöld væru tilbúin að ræða deiluna um Samstöðu. Háttsett-
ur embættismaður innan hersins sagði hins vegar að verkföll í stáliðju-
veri skammt frá Varsjá og skipasmiðju í Gdansk yrðu ekki Iátin við-
gangast því framleiðsla þeirra væri afar mikilvæg fyrir herinn.
Wojciech Jaruzelski, leiðtogi
Póllands, staðfesti á sunnudag að
pólska stjómin væri tilbúin að
ganga til viðræðna um verkalýðs-
ólgfuna í landinu og sagðist vilja
sættast við þá sem viðurkenndu
stjómarskrá landsins. Talsmaður
Stórslys íRamstein
Reuter
Fjöldi vestur-þýzkra, bandarískra, franskra og brezkra herflug-
véla hefur brotlent í lágflugi yfir Vestur-Þýzkalandi á árinu.
Varð það m.a. til þess að háværar kröfur voru á lofti um að
hætt yrði við flugsýninguna í bandarísku herstöðinni í Ramstein,
þar sem að minnsta kosti 43 manns biðu bana í flugslysi á sunnu-
dag. Sýnir myndin hjúkrunarlið gera að sárum fólks í Ramstein.
Slys hafa verið tíð á flugsýningum i Evrópu í ár.
Sjá frásögn af flugslysinu i Ramstein á bls. 36.
pólsku stjómarinnar, Jerzy Majka,
sagði að Walesa gæti tekið þátt í
viðræðunum, en ekki sem leiðtogi
ólöglegra samtaka og þátttakandi
í ólöglegum verkföllum.
í yfírlýsingu Walesa, sem gefín
var út frá Lenín-skipasmiðjunni í
Gdansk, er ítrekað að hann vilji
ræða við stjómvöld án skilyrða.
„Þegar útlit er fyrir að viðræðum-
ar verði til þess að vandamál okk-
ar leysist, og þá sérstaklega déilan
um Samstöðu, verður verkföllun-
um hætt,“ segir í yfírlýsingu leið-
togans.
Verkföll héldu áfram í kola-
námu og stáliðjuveri í suðurhluta
landsins svo og í Gdansk og Stett-
in. Ahrifamikill maður innan Sam-
stöðu í Gdansk, Bogdan Borosi-
ewicz, sagði að verkfallsmennimir
gætu ekki hætt verkföllunum án
þess að gengið yrði að kröfum
þeirra. Námamenn í Lipcowy-
námunni í Jastrzebie, þar sem
fyrsta verkfallið í þessari verk-
fallabylgju hófst, hvikuðu ekki frá
kröfum sínum um að Samstaða
yrði viðurkennd og laun hækkuð.
Andófsmenn sögðu að nokkur
þúsund verkamanna hefðu gengið
til liðs við verkfallsmenn í Stalowa
Wola-stáliðjuverinu, skammt
sunnan við Varsjá, og em rúmlega
5.000 verkamenn taldir vera í
verkfalli þar. Yfírmenn skipa-
smiðja í Gdansk sögðu verka-
mönnum sem ekki vom í verkfalli
að taka sér tveggja daga frí og
er talið að þannig hafí þeir viljað
koma í veg fyrir að verkamennim-
ir myndu taka þátt í mótmælum
verkfallsmanna.
Mieczyslaw Laskowski ofursti
sagði í pólska sjónvarpinu að verk-
föllin í Stalowa Wola-stáliðjuver-
inu og skipasmiðju í Gdansk
stefndu öryggi Póllands í hættu.
„Verkföll í þessum fyrirtækjum
er ekki hægt að láta viðgangast
til lengdar," sagði hann.
Búrma:
Stjómarandstæðing-
ar mynda bandalag
Rangoon. Reuter.
BÚRMÍSKIR stjórnarandstæðingar, þeirra á meðal U Nu, síðasti forsæt-
isráðherra Búrma eftir lýðræðislegar kosningar, mynduðu í gær fyrsta
bandalag stjóraarandstæðinga i landinu í 26 ár. Bandalagið hyggst
beita sér fyrir lýðræði og friði í landinu.
Lýðræðis- og friðarbandalagið var
myndað á sama tíma og fjöldi manna
krafðist þess á götum Rangoon-
borgar að bráðabirgðastjóm, sem
þjóðin gæti sætt sig við, yrði mynduð
til að koma á Iýðræði í landinu.
Talsmaður bandalagsins, Khaung
Nyunt, sagði að leiðtogi þess yrði U
Nu, sem var fyrsti forsætisráðherra
Búrma eftir að landið hlaut sjálf-
stæði frá Bretlandi árið 1948 og sá
síðasti áður en Ne Win, fyrrum þjóð-
arleiðtogi, komst til vaída árið 1962.
Haft er eftir Búrmamönnum að sögu-
sagnir hafí enn komist á kreik um
að Ne Win hafi flúið land eða sé að
undirbúa flótta. Þær hafa þó ekki
fengist staðfestar og fyrri sögusagn-
ir í þessa veru hafa reynst tilhæfu-
lausar.
Heimildarmenn, sem tengdir eru
Lýðræðis- og friðarbandalaginu,
sögðu að í því yrðu fulltrúar minni-
hlutahópa sem hafa barist í 40 ár
við landamæri landsins. Stjómarer-
indreki sagði að stofnendur banda-
lagsins, 21 að tölu, væru af eldri
kynslóðinni, í engum tengslum við
Ne Win og virtust ekki leita eftir
persónulegum frama í stjómmálum.
Hann sagði ennfremur að með mynd-
un bandalagsins fengi ríkisstjóm
landsins tækifæri til að víkja með
sæmd.
4.806 fangar voru leystir úr haldi
um helgina eftir óeirðir og harða
skotbardaga í fangelsi í Rangoon.
Yfirvöld segja að 57 hafi fallið og
106 særst. Tælenskir fangar, sem
sneru til föðurlandsins eftir að hafa
verið sleppt úr fangelsinu, segja hins
vegar að fangaverðir hafí skotið
hundruð fanga til bana.