Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988
Arsskýrsla SIL:
Mikill vandi steðj-
ar að loðdýrarækt
NÚ eru starfandi hér á landi 236 loðdýrabú, en voru 249 um síðustu
áramót. Þá var refarækt stunduð á 169 loðdýrabúum, en þeim hefur
síðan fækkað um 18 það sem af er þessu ári, og eru nú 151 talsins.
Flest urðu refabúin 187 i fyrra, og hafa því 36 bændur hætt búskap
með refi frá því í ársbyrjun 1987. Minkabændum hefur fjölgað mjög
hér á landi, einkum undanfarin tvö ár, og eru þeir nú 163 talsins.
Af þeim stunda 80 eingöngu minkarækt, en 83 búa bæði með ref
og mink. Á landinu eru nú starfandi 13 loðdýraræktarfélög og 10
fóðurstöðvar, en þeim hefur fækkað um þijár frá því í fyrra. Kem-
ur þetta fram í ársskýrslu Sambands íslenskra loðdýraræktenda, sem
þeir Einar E. Gislason, formaður, og Jón R. Björnsson, framkvæmda-
stjóri, fluttu á aðalfundi SÍL, sem haldinn var á Hvanneyri í síðustu
viku.
Refastofninn var um 18.000 læð-
ur í ársbyijun 1987, en var rúmlega
16.800 um síðustu áramót, en það
svarar til um 7% fækkunar milli
ára. Minkastofninn var 23.900 læð-
ur í ársbyijun 1987, en var orðinn
53.150 læður um síðustu áramót.
Samsvarar það 122% aukningu
milli ára. Ekki liggja fyrir endanleg-
ar tölur um frjósemi á þessu ári,
NÚ eru starfandi hér á Iandi 10
fóðurstöðvar, sem selja ioðdýra-
bændum fóður, en nokkrir bænd-
ur framleiða sjálfir fóður fyrir
eigin bú. Áætluð framleiðsla fóð-
urstöðvanna á þessu ári er 21.000
tonn, og er framleiðsluverðmæt-
ið áætlað um 231 milijón krónur.
Fóðurframleiðslan á siðasta ári
var 15.500 tonn, og er aukningin
á milli ára um 35%. Minkaræktin
notar um 51% fóðursins og refa-
ræktin um 49%.
í ársskýrslu Samtaka fóðurfram-
leiðenda kemur fram að fjárhags-
staða fóðurstöðvanna er erfið, og
hefur vinna við fjárhagslega endur-
skipulagningu þeirra staðið yfír
undanfarna mánuði, en er hvergi
nærri lokið. Mikil óvissa ríkir um
framtíð fóðurframleiðslunnar á
næstunni, og veldur mjög erfíð
staða refabænda auk óvissu um
þróun loðdýraræktarinnar í heild
þar mestu.
Ríkisstjómin skipaði í vetur þing-
mannanefnd til að vinna að tillögum
til lausnar á vanda loðdýraræktar-
en um 80.000 refahvolpar munu
vera á fóðrum, og samsvarar það
um 6 hvolpum á paraða læðu.
Áætlaður fjöldi minkahvolpa er um
220.000, eða um 4,5 hvolpar á par-
aða læðu.
Uppbygging loðdýraræktarinnar
hefur verið mjög ör frá árinu 1980,
en þá hófst refarækt á ný hér á
landi, og hlaut hún mjög góðan
innar, og í framhaldi af því var
Byggðastofnun falið að gera fjár-
hagslega og tæknilega úttekt á
hverri fóðurstöð. Þá skyldi lánum
fóðurstöðvanna hjá Byggðastofnun
breytt i hlutafé, sem stofnunin
gæti síðan selt nýjum aðilum í loð-
dýrarækt, og auk þess var stofnun-
inni falið að taka 30—50 milljón
króna lán til að leggja fram sem
viðbótarhlutafé, eða til að endur-
lána eftir atvikum.
Athuganir Byggðastofnunar
leiddu í ljósað um 80 milljónir króna
þyrfti til viðbótar til að breyta
lausaskuldum fóðurstöðvanna í föst
lán, og fól ríkisstjómin stofnuninni
að taka þetta fé að láni og endur-
lána síðan fóðurstöðvunum. í árs-
skýrslu Samtaka fóðurframleiðenda
segir að Byggðastofnun hafí enn
ekki afgreitt þessi mál fóðurstöðv-
anna. Skapi þetta mikla óvissu um
framtfðina, auk þess sem fjárhags-
staðan versni stöðugt hjá fóður-
stöðvunum og bændum vegna fjár-
magnskostnaðar.
stuðning hins opinbera og vom
miklar vonir við hana bundnar.
Hámarki náði refaræktin á síðasta
ári og stunduðu hana þá 187 bænd-
ur, en meðalbústærðin var um 100
læður á hvert bú.
I ársskýrslu SÍL segir að bænd-
um hafí tekist að ná góðum tökum
á refaræktinni, og lífdýrastofninn
hafí verið bættur með innflutningi
lífdýra og kynbótastarfí. Gæði
framleiðslunnar séu nú svipuð því
sem best gerist á Norðurlöndum,
og bestu skinnin meðal þess sem
best þekkist erlendis.
Vandi refaræktar
Afkoma refabænda hefur verið afar
erfið undanfarin tvö ár, og verð á
blárefaskinnum hefur verið lélegt
undanfarin þijú ár. Uppistaða fram-
leiðslunnar hér á landi hefur verið
blárefaskinn, og hafa íslenskir refa-
bændur því í litlu notið hagstæðs
afurðaverðs, sem verið hefur á
blendingum og silfurref undanfarin
ár.
Forráðamenn SÍL segja í árs-
skýrslunni, að heimatilbúin vanda-
mál hafí leikið loðdýrarræktina illa.
Sé framleiðsluverðmæti refarækt-
arinnar athugað frá því hún hófst
árið 1980 og fram til framleiðslu-
ársins 1987-1988, þá komi í ljós
að á því tfmabili hafi verið fram-
leiddir um 290.000 refahvolpar, en
framleiðsluverðmæti þeirra á verð-
lagi í febrúar á þessu ári er um 660
milljónir króna. Ef gengi hefði hins
vegar fylgt verðbólgu þennan tíma
hefði framleiðsluverðmætið verið
855 milljónir króna. Misgengi hafí
því valdið um 23% tekjutapi að
meðaltali hjá refabændum á þessu
tímabili, og hafí þeir þurft að greiða
um 195 milljónir króna í kostnað,
sem ekki kom inn í verðlagningu
afurðanna. Innlendar, heimatilbún-
ar aðstæður hafi þannig að miklu
leyti skapað þann vanda sem refa-
bændur eiga við að glíma í dag,
og valdið stórfelldri eignaupptöku
hjá þeim sem hætt hafa sér út í
þessa atvinnugrein.
Heimsframleiðsla á refaskinnum
hefur vaxið ört undanfarin ár, og
virðist hún nú vera um 20—25%
umfram eftirspum. Gengi dollars,
verðbréfahrun og minni áhugi á
langhærðum skinnum eru taldar
helstu orsakir verðfalls á refaskinn-
um. Erfiðleikar eru einnig til staðar
annars staðar á Norðurlöndum, og
Samband fóðurframleiðenda:
Vandi fóðurstöðv-
anna óleystur enn
Morgunblaðið/Hallur
Stjórn Sambands Sslenskra loðdýraræktenda. Talið frá vinstri: Emil Sigurjónsson, Arvid Kro, Jón R.
Björnsson, framkvæmdastjóri, Einar E. Gíslason, formaður, Ágúst GSslason og Jónas Jónsson.
þykir samdráttur í framleiðslunni
því vera óhjákvæmilegur. Er áætlað
að hvolpum muni fækka um
20—25% frá síðastliðnu ári, og sam-
kvæmt því ætti framboð á refa-
skinnum að verða svipað og á
sSðastliðnu ári, en um það bil 30%
af framleiðslu síðasta árs er enn
óselt.
Hjálparaðgerðir hafa
gengið seint
í ársskýrslunni segir, að langan
tíma hafí tekið að ákveða hjálparað-
gerðir fyrir refabændur vegna hins
mikla vanda þeirra, og enn sé ekki
að fullu frá þeim gengið. Hafí þetta
skapað mikla óvissu og óöryggi hjá
refabændum, sem almennt hafi
staðið vel að sínum rekstri, skapað
umtalsverðar gjaldeyristekjur, létt
á vandamálum hefðbundinna bú-
greina og þorað að fara ótroðnar
slóðir í atvinnuuppbyggingu. Það
sé því kaldhæðni örlaganna að þetta
fólk verður fómarlömb vandamála,
sem að miklu leyti séu heimatilbúin
og hafa kippt flestum stoðum undan
afkomu þess, og þar með framtíð
loðdýraræktar á íslandi.
Fjárfestingin nálægt 2
milljörðum
Fjárfesting í loðdýrarækt nemur
nú um 1.9 milljarði króna, og skipt-
ist þannig að í refaræktinni er hún
um 700 milljónir, í minkaræktinni
um 800 milljónir, og í fóðurstöðvun-
um nemur fjárfestingin um tæplega
400 milljónum króna.
Áætlað er að framleiðsluverð-
mæti loðdýraræktarinnar verði um
430 milljónir króna á þessu ári.
Verðmæti minkaframleiðslunnar á
skinnaverði er áætlað um 300 millj-
ónir og refaframleiðslunnar um 130
milljónir.
Af loðskinnaframleiðslu ársins
1987 voru flutt út um 60.400
minkaskinn og 72.300 refaskinn.
Af skinnum sem seld voru á upp-
boðum í Danmörku, þar sem mikill
meirihluti skinnanna var seldur,
hafa 79% refaskinnanna selst og
69% minkaskinnanna. Meðalverðið
á minkaskinnunum var 1.226 krón-
ur, og er það 34% lægra verð en
fékkst árið áður. Meðalverð refa-
skinnanna var tæplega 1400 krón-
ur, en það er um 38% lægra verð
en fékkst árið áður.
Óvissa ríkir varðandi
framtíðina
Forráðamenn SÍL segja í árs-
skýrslunni að erfitt sé á þessari
stundu að hafa mikla framtíðarsýn
varðandi loðdýraræktina. Mestur
tími samtakanna undanfama mán-
uði hafí farið í að leita lausnar á
þeim vandamálum sem við er að
etja, og því lítið tækifæri gefíst til
að gera framtíðaráætlanir, enda sé
það erfitt þegar ekki liggi fyrir
fullnaðarúrlausn aðsteðjandi
vandamála. _ Orðrétt segir í árs-
skýrslunni: íslensk loðdýrarækt er
samkeppnishæf við það sem gerist
erlendis. Hins vegar þarf lítið að
velta fyrir sér framtíð loðdýrarækt-
ar á íslandi ef efnahagslegar for-
sendur breytast ekki. Loðdýrarækt
getur ekki frekar en aðrar atvinnu-
greinar staðist verðbólgu með föstu
gengi og íjármagnskostnað með því
hæsta í heimi.
Samband íslenskra loðdýraræktenda:
Mikill taprekst-
ur á síðasta ári
REKSTUR hagsmunasamtaka
íslenskra loðdýraræktenda, SÍL,
kom til umfjöllunar á aðalfundi
samtakanna, en á síðasta ári varð
nærri 2.4 mil^óna króna tap á
honum. Eiginfjárstaða samtak-
anna var þá orðin neikvæð um
rúmlega 5 milljónir króna, og f
áritun kjörinna endurskoðenda
með ársreikningum SÍL segir að
reksturinn sé kominn í greiðslu-
þrot og stefni f gjaldþrot.
Á aðalfundinum voru lagðar fram
rekstraráætlanir fyrir árin 1988 og
1989, og samkvæmt rekstraráætl-
uninni þessa árs, sem byggð er á
upplýsingum úr bókhaldi fyrstu 7
mánuði ársins, kom fram að tekist
hefur að rétta reksturinn nokkuð
af, og lfkur eru taldar á að hann
verði hallalaus á árinu.
Um síðustu áramót setti land-
búnaðarráðuneyið sérstakt kjarn-
fóðurgjald á innflutning kolvetna-
fóðurs, og nemur það nú 2 krónum
á hvert innflutt kíló. Samtök fóður-
framleiðenda fá 1,20 kr. af þessu
gjaldi til starfsemi sinnar, en 80
aurar fara til starfsemi SÍL, og er
áætlað að heildarupphæð kjarnfóð-
urgjaldsins, sem rennur til SÍL á
þessu ári, verði rúmlega ein og
hálf milljón króna.
Á aðalfundi SÍL var samþykkt
tillaga um að hækka þetta gjald
um helming frá og með næstu ára-
mótum, og jafnframt að binda það
við lánskjaravísitölu miðað við 1.
september á þessu ári. Ætti kjarn-
fóðurgjaldið samkvæmt þessu að
skila rúmlega 3 milljónum króna til
rekstrar SIL á næsta ári, og sam-
kvæmt rekstraráætlun ætti með því
að nást hallalaus rekstur á árinu.
Miklar umræður urðu á aðalfund-
inum vegna tillögunnar um hækkun
kjarnfóðurgjaldsins, og fannst
mörgum fulltrúum ekki veijandi að
samþykkja hækkun gjalds, sem
leiðir til hækkunar á verði loðdýra-
fóðurs, á sama tíma og farið væri
fram á aðstoð frá opinberum aðil-
um, sem stuðla ætti að lækkun fóð-
urverðs.