Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Staða einkavæðing- ar á Islandi AF INNLENDUr VETTVANGI eftir STEINGRIM SIGURGEIRSSC Átta þúsund bíða m lánum hjá Húsnæðiss Kaupsamningur sá sem í gær var undirritaður milli borgar- yfirvalda annarsvegar og Hvals hf., Fiskveiðihlutafélagsins Ven- usar, Hampiðjunnar hf. og Sjóvá- tryggingarfélags íslands hf., felur um margt í sér merk tímamót í sögu íslenskar einkavæðingar. Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki borg- arráðs en hér er um að ræða stærstu sölu á opinberu fyrirtæki til einkaaðila. Ríkisstjómir margra vestrænna ríkja hafa á undanfömum árum unnið hörðum höndum að því að seija ríkisfyrirtæki úr eigu hins opinbera. Markmiðið með slíkum aðgerðum hefur verið að losa ríkið úr samkeppnisrekstri og það grundvallarsjónarmið hefur legið að baki að rekstur fyrirtækja sé betur kominn í höndum einkaaðila en hins opinbera. Einkarekstur skili meiri tekjum í þjóðarbúið og almenningi betri þjónustu. Hér á iandi hefur þetta sjónarmið átt vaxandi fylgi að fagna sem meðal annars má sjá á því að fyrir nokkr- um árum vora bæjarútgerðir al- gengar en nú hafa hlutafélög alls staðar tekið við rekstri slíkra út- gerða. Hins vegar hefur ekki komizt mikil hreyfing á sölu opin- bezra fyrirtækja. I tíð síðustu ríkisstjómar gætti nokkurrar viðleitni í þá átt að draga úr umsvifum ríkisins í sam- keppnisrekstri. Ríkisfyrirtækin Landssmiðjan og Sigló sfld vora seld einkaaðilum og auk þess los- aði ríkið sig við hlutabréf sín í Flugleiðum, Eimskip og Iðnaðar- bankanum. Svo virðist hins vegar sem vera- lega hafí hægt á þessari þróun á síðustu misseram þó að í starfs- áætlun ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar segi að unnið verði að því „að bjóða ríkisfyrirtæki og hlutafé ríkisins í fyrirtækjum, sem stunda atvinnurekstur, almenningi til kaups þar sem henta þykir". Skömmu fyrir þinglok í vor samþykkti Alþingi frumvarp frá Matthíasi Á. Mathiesen, sam- gönguráðherra, um sölu á tveimur þriðju af hlutafé ríkisins í Ferða- skrifstofu ríkisins og verður það fyrsta opinbera fyrirtækið sem selt verður að frumkvæði núver- andi ríkisstjómar. Stofnfundur hins nýja félags verður 7. septem- ber nk. en enn hefur ekki verið gengið endanlega frá sölu bréf- anna. Sú stefna var tekinn að selja starfsmönnum fyrirtækisins bréfín og rennur frestur þeirra til að nýta sér þann rétt út um næstu mánaðamót. Ef forkaupsrétturinn verður ekki nýttur munu hluta- bréfín væntanlega verða seld á almennum markaði. Framvörp um að breyta ríkis- prentsmiðjunni Gutenberg og Sementsverksmiðju ríkisins í hlutafélög vora einnig lögð fram í ríkisstjóminni síðastliðinn vetur en komu ekki til kasta Alþingis. Má búast við, að þau verði lögð þar fram í haust. Yfírlýsing Matt- híasar Á. Mathiesen þess efnis að til greina komi, að ríkið hætti rekstri Skipaútgerðar ríkisins vek- ur einnig athygli. Eins og kom fram í nýlegri skýrslu Ríkisendur- skoðunar á rekstri Ríkisskipa hef- ur fyrirtækið verið veralegur baggi á ríkissjóði og ætti það því að vera skattgreiðendum mikið kappsmál að honum verði hætt, ef tryggt er að landsbyggðinni verði sinnt á viðunandi hátt eftir sem áður. Einkavæðing á íslandi hefur hingað til einungis náð til mjög fárra ríkisfyrirtækja af smærri gerðinni þó að af nógu sé að taka bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Þeirri hugmynd hefur til dæmis verið hreyft í ríkisstjóminni að tímabært sé að breyta ríkisbönk- unum, Landsbankanum og Búnað- arbankanum, í hlutafélög og selja hlutafé ríkisins smám saman. Það getur vissulega verið hægara sagt en gert að selja stórfyrirtæki á borð við Landsbankann miðað við núverandi forsendur. Það verður að hafa hugfast, Ögar rætt er um einkavæðingu á andi, að hér á landi er enn ekki til staðar hlutabréfamarkaður. Sú staðreynd hefur í för með sér margvíslega erfíðleika þegar selja á ríkisfyrirtæki. Hvemig á til dæmis að meta á hlutlausan hátt verðgildi þeirra bréfa sem til sölu era þegar markaður fyrir hluta- bréf er ekki til staðar? Þegar tek- in era dæmi af einkavæðingu í löndum á borð við Bretland og Frakkland, þar sem veralegur árangur hefur náðst í sölu opin- berra fyrirtækja, verða menn að muna að í þessum löndum er til staðar löng og gróin hefð fyrir verðbréfaviðskiptum. Slík hefð er ekki enn fyrir hendi á íslandi. Stofnun hlutabréfamarkaðar fer að verða eitt brýnasta mál íslensks efnahagslífs eins og stað- an er í dag. Hann myndi veita almenningi kost á aukinni aðild í efnahagslífínu og fyrirtækjum möguleika á að sækja eigið fé með hlutafjárútboðum í stað lánsfjár. Þegar hlutabréfamarkaður hef- ur verið stofnaður hér á landi og misræmi í skattlagningu spamað- ar í formi hlutaíjárkaupa og ann- ars spamaðar verið útrýmt, verður mun einfaldara að selja umfangs- mikil fyrirtæki í eigu ríkisins. Slík sala fæli þar að auki í sér mikil- vægt skref til að koma ungum hlutabréfamarkaði almennilega á skrið. að húsnæðiskerfí sem nú er við lýði tók gildi haustið 1986 eftir að samkomulag náðist í al- mennum kjarasamningum, sem ríkisstjómin féllst á, um nýja lög- gjöf um Húsnæðisstofnun ríkisins. Lögunum hefur tvívegis verið breytt síðan. Helstu einkenni hinna nýju laga era þau að til þess að vera lánshæfur þurfti umsækjandi að hafa greitt iðgjöld í lífeyrissjóð í 20 af síðustu 24 mánuðum. Lífeyr- issjóður viðkomandi þarf einnig að hafa keypt skuldabréf af Húsnæðis- stofnun fyrir 20-55% af ráðstöfun- arfé sínu. Þegar nýju lögin tóku gildi var byggingarsjóðunum samtímis veitt til muna aukið fjármagn með aukn- um skuldabréfakaupum lífeyris- sjóðanna. Húsnæðisstofnun samdi við lífeyrissjóðina um skuldabréfa- kaup til tveggja ára í senn hið skemmsta og skyldu kjör á lánum lífeyrissjóðanna fylgja því sem ríkis- sjóður byðý almennt á fjármagns- markaði. Útlánageta Byggingar- sjóðs ríkisins jókst stórlega og var verðmæti útlána næstum því tvö- faldað miðað við árið 1985. Lánsfjárhæðir voru hækkaðar til muna og festar í Iögum. Lánaregl- um var breytt veralega og endur- greiðslutími lána var lengdur. Ný- byggingarlán vora lengd úr 31 ári í 40 og greiðslutími lána til kaupa á eldra húsnæði var lengdur úr 21 ári í 40 ár. Lánsfjárhæðir og lánsréttur Samkvæmt lögum um Húsnæðis- Fyrir nokkru var sett á laggirn- ar Ráðgjafarstöð Húsnæðisstofn- unar rikisins sem á að gefa fólki góð ráð varðandi kaup á húsnæði. Að sögn Grétars Guðmundssonar, forstöðumanns ráðgjafarstöðvar- innar, hefur helsti árangurinn af rekstri stöðvarinnar verið sá að komið er upphaf að þvi að fólk skoði vandlega greiðslugetu gagn- vart greiðslubyrði áður en ráðist er í fjárfestingar. „Okkar ráðleggingar ganga út á að hvetja fólk til að hefíast ekki handa fyrr en það hafi eitthvað á milli handanna," sagði Grétar þegar stofnun ríkisins á að senda umsækj- anda svar um það hvort hann upp- fylli skilyrði um lánsrétt innan fjög- urra mánaða eftir að umsókn hefur verið" lögð inn. Þetta bréf segir ein- ungis til um hvort umsækjandi sé lánshæfur samkvæmt gildandi lög- um og felur ekki í sér bindandi lof- orð um lán. Lánsijárhæð fer síðan eftir skuldabréfakaupum lífeyris- sjóðs umsækjanda, hvort umsækj- andi sé að kaupa í fyrsta sinn eða á húsnæði fyrir og hvort keypt sé eldra húsnæði eða nýtt. Eins og stendur era hámárkslán til þeirra sem era að kaupa sína fyrstu íbúð 3,259 milljónir ef um nýbyggingu er að ræða en 2,281 milljón ef keypt er notað húsnæði. Ef umsækjandi á húsnæði fyrir era hámarkslán 2,281 milljón ef um nýbyggingu er að ræða en 1,597 milljón ef keypt er notað húsnæði. Lánsupphæðin verður aldrei hærri en 70% af kaup- verði og lánað er til 40 ára með breytilegum vöxtum. Þessa stund- ina eru vextir 3,5% auk verðtrygg- ingar. Einu ári áður en húsnæðislán kemur til afgreiðslu er sent út bréf sem heitir tilkynning um afgreiðslu láns, oft nefnt lánsloforð. Eftirspumin eftir lánum varð mun meiri en menn höfðu áætlað og hjálpaðist þar margt að: Hag- stæðir niðurgreiddir vextir, mikil hækkun lána, batnandi efnahags- ástand, og sú lægð sem hafði verið í fasteignaviðskiptum og nýbygg- ingum um nokkurt skeið. Það myndaðist því mikil biðröð eftir lán- um strax fyrstu mánuðina eftir að hann var spurður að því hvaða for- sendur þyrftu að vera til staðar áður en ráðlegt væri að kaupa húsnæði. „Þumalfíngursreglan sem við styðj- umst við er að venjulegt fólk verði að geta lagt 25-30% af brúttólaunum sínum í afborganir allra lána og greiðslna. Þetta þarf að vera út- gangspunkturinn að okkar mati. Það er líka mikilvægt að fólk geri sér hugmynd um greiðslubyrðina á mánuði miðað við það ijármagn sem það hefur í upphafí. Ef við tökum dæmi af hjónum sem ætla að kaupa tveggja herbergja íbúð og gefum okkur að hún kosti 3,5 milljónir og lögin komu til framkvæmda. Þessi mikla eftirspum hafði áhrif á fast- eignaverð og munurinn á almennum ' vaxtakjörum og vaxtakjöram Hús- næðisstofnunar hélt áfram að vaxa. Kerfinu lokað 1987 Þann 12. mars 1987 hætti Hús- næðisstofnun að senda útlánsloforð þar sem stofnunin var þá búinn með þá fjármuni sem hún hafði til ráðstöfunar fyrir árið 1988. í upp- hafí þessa árs var byijað að senda út lánsloforð að nýju fyrir árið 1989. Frá því að kerfinu var lokað og til síðustu áramóta bárast stofnuninni um 5.800 umsóknir. Að sögn Hilm- ars Þórissonar, skrifstofustjóra Húsnæðisstofnunar ríkisins, hefur stofnunin undanfarið verið að senda út lánsloforð til þeirra sem era í forgangshóp, þ.e. eiga ekki íbúð fyrir, og lögðu inn umsókn á tíma- bilinu 13. mars 1987 til 6.júlí 1987. Samkvæmt áætlunum Húsnæðis- stofnunar munu þeir fá lán á næsta ári sem eru í forgangshóp og sóttu um frá 13. mars til 16. október 1987. Þeir sem eiga íbúð fyrir og sóttu um lán á tímabilinu 13. mars til 6. júlí 1987 munu einnig fá lán 1989. Aðrir munu fá lán síðar. „Hvenær vitum við ekki,“ sagði Hilmar. Biðtími að verða 3-4 ár í byrjun næsta árs mun Hús- næðisstofnun heijast handa við að semja áætlun fyrir árið 1990 en það er ekki hægt að gera fyrr þar sem ekki Iiggja fyrir upplýsingar um framlög ríkissjóðs og skuldabréfa- kaup lífeyrissjóðanna. „Maður sem Iagði inn umsókn síðar en október 1987 og er í forgangshóp ætti að vera með þeim fyrstu sem fá lán 1990 en þá hefur hann þurft að bíða í rúm 2 ár,“ sagði Hilmar. „í hveijum mánuði berast stofnuninni að jafnaði um 430 umsóknir en undanfama mánuði höfum við sent út 250 lánsloforð á mánuði. Sam- j tals munum við senda út 3.400 láns- loforð fyrir árið 1989 en fyrir 1988 vora send út 2.200 lánsloforð.“ Ástæða þess að fleiri lánsloforð era send út fyrir 1989 en 1988 er sú að þau eigi 400.000 kr. myndi ég segja að greiðslubyrðin yrði 33.000 kr. á mánuði fyrstu árin. Þá þyrftu launin að vera 100.000-120.000 til þess að standa undir fjárfestingunni. Ef hjónin þyrftu að taka allt að láni yrði greiðslubyrðin um 40.000 sem krefðist um 130.000 króna brúttó- tekna á mánuði. Ef í staðinn væri um að ræða 5 milljóna króna íbúð og fjármagnið í upphafí væri einnig 400.000 kr. verð- ur greiðslubyrðin 60.000 kr. að jafn- aði á mánuði fyrstu árin, sem krefst rúmlega 200.000 króna brúttótekna. Ef þetta er mjög bjartsýnt fólk og ekkert íjármagn er til staðar yrði FÁIR málaflokkar snerta hinn almenna borgara jafn mikið og hús- næðismálin. Einhvern tímann kemur að því að allir þurfa að velta þeirri spurningu fyrir sér hvernig þeim eigi að takast að koma þaki yfir höfuðið fyrir sig og fjölskyldu sína. Rétturinn til húsnæðis er eitt helsta mannréttindamál okkar tíma, ekki síður mikilvægur en rétturinn til atvinnu. Það ætti því ekki að koma á óvart að húsnæðis- málin eru eitt viðkvæmasta pólitíska deilumálið í dag sem endra- nær. En hvernig er staðan á húsnæðismarkaðinum í dag? Hvernig fer fólk að því að eignast sitt fyrsta húsnæði? Hvaða hugmyndir eru uppi um framtíðarskipan húsnæðismála? í hveijum mánuði streyma 430 umsóknir um húsnæðislán inn til Húsnæðisstofnunar ríkisins og annar hún engan veginn eftirspurn. Þessi mikla eftirspurn veldur þvi að biðtími eftir húsnæðislánum er nú orðinn 3-4 ár og eru um 8.000 manns á biðlista hjá Húsnæðisstofnun. Ráðgjafarstöð Húsnæðisstofnunar: Best að hefja ekki framk nema hafa eitthvað milli h: Um 2000 fjölskyldur eiga í miklum erfiðleikum vegm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.