Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 Aðalfundur Skógræktarfélag’s íslands Landgræðsluskógar og endurheimt birkiskóga Söfnun birki- fræs verður endurtekin AÐALFUNDUR Skógræktarfé - lags íslands var, auk venjulegra aðalfundarstarfa, helgaður und- irbúningi að 60 ára afmæli fé- lagsins árið 1990 en ákveðið hef- ur verið að skógræktarfélagið ásamt Landgræðslu ríkisins og landbúnaðarráðuneytinu sam- einist það ár um átak til að klæða landið skógi með sérstaka áherslu á svokallaða land- græðsluskóga. Af því tilefni flutti Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri erindi um land- græðsluskóga og Andrés Arnalds beitarþolsfræðingur hjá Land- græðslu ríkisins fjallaði um end- urheimt birkiskóga og gerði um leið grein fyrir afrakstri fræ- ' söfnunarinnar síðastliðið haust. Hún þótti takast með afbrigðum vel og hefur verið ákveðið að standa að samskonar söfnun á þessu ári. I erindi Sveins Runólfssonar kom fram að vel væri við hæfi að koma á sérstöku átaki í plöntun land- græðsluskóga nú á þessum tímum þegar umræða í þjóðfélaginu er jafn mikii og raun ber vitni um land- græðslu, gróðurvernd og gróður- eyðingu. Hugtakið landgræðslu- skóga vildi hann skilgreina sem all- ar landgræðslu- og gróðurvemdar- aðgerðir er leiða til þess að landið verði skógi eða kjarri vaxið. Hann vék síðan að stöðu landgræðslu skógræktar í dag og sagði að mest- ur hluti skóganna, það er náttúru- legt birki og víðikjarr, væri utan girðinga og því oftast undir stjóm- lausu beitarálagi og ástand þeirra í samræmi við það. Unnið er að kortlagningu allra birkiskóga á landinu og mun því verki væntan- lega verða lokið árið 1990, en lítið er vitað um útbreiðslu á víði- og birkikjarri sem víða er í eyðingar- hættu. Brýnt að efla fræðslu „Eitt af megin markmiðum þessa átaks,“ sagði Sveinn, „hlýtur að vera stóraukin fræðslu-, leiðbein- ingar- og kynningarstarfsemi á sviði landgræðslu og skógræktar. Þess vegna er brýnt að efla fræðslu um landgræðslu og skógrækt í grunnskólum og framhaldsskólum og ekki hvað síst í bændaskólum og Garðyrkjuskólanum. Þá verður að stuðla að aukinni þátttöku al- mennings í uppgræðslu og gróður- vemd með ráðgjöf og Ieiðbeiningum og kemur til greina að ráða sér- stakan starfskraft til þess. Þetta tel ég vera þýðingarmest til undir- búnings að fyrirhuguðu átaki og nánast forsenda þess að vel takist til.“ Sagði hann að í starfssamningi núverandi ríkisstjómar væru skýr ákvæði sem tengjast landgræðslu og skógrækt og gæfu þau all glæst fyrirheit, sem að vísu eru ekki orð- in að veruleika. „En hið opinbera er þó eigandi að geysistóm landi, eða um 900 til 1.000 jörðum," sagði Sveinn. „Ekki veit ég hvort kirkju- jarðir era þar með taldar, en þær virðast ekki vera auðfengnar né ódýrar til skógræktar. Þó að marg- ar ríkisjarðir séu byggðar þá ætti ekki að skorta landrými til plöntun- ar, því bæjar- og sveitarfélög hafa umtalsvert land til umráða og Land- græðslan og Skógrækt ríkisins eiga mikið land. Það þarf því að gera ítarlega áætlun um hvaða land- svæði verða tiltæk almenningi til Morgunblaðið/Davíð Pétursson Fulltrúar og gestir á aðalfundi Skógræktarfélags íslands fóru í skoðunarferð um Borgarfjörð og skoð- uðu meðal annars skógræktina í Skorradal í boði Skógræktar rikisins. Að var í skóginum þar sem bomar vom fram veitingar. plöntunar á landgræðslutijám árið 1990 til þess að hægt verði að sinna óskum og þörfum einstaklinga, starfsmannafélaga og félagasam- taka hvað varðar land og aðgang að landi. Hugarfarsbreytingin þýðingarmikil Mér fínnst það einnig skylda opinberra aðila að sjá til þess að árið 1990 verði mikið magn af ódýr- um úrvalsplöntum tiltækt handa fúsum sjálfboðaliðum. Við þurfum að setja okkur takmark um fjölda plantna sem plantað verður fyrir tilstuðlan þessa átaks og miða þá við tiltekinn fjölda á hvem íslend- ing. En við megum ekki meta ár- angurinn af átakinu eingöngu í fjölda plantna sem plantað verður. Það er hugarfarsbreytingin hjá fólkinu í landinu og forráðamönnum þjóðarinnar sem er þýðingarmeiri." Sveinn vék síðan að undirbúningi á vegum Landgræðslu ríkisins og sagði að rannsóknaraðilar yrðu að taka höndum saman og finna leiðir til að gera plöntun landgræðslu- skóga öragga og einfalda. Það Ólafur Vilhjálmsson formaður stjórnaði fjöldasöng I Skorradal. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Skógræktarfélags Hafnarfjarðar væri fátt sem dræpi jafn fljótt áhug- ann eins og lélegur árangur í starfí. Leitað nýrra leiða í erindi Andrésar Amalds, End- urheimt birkiskóga, kom fram að Landgræðsla ríkisins leiti nú nýrra leiða að markvissu starfi og þá ekki hvað síst með það í huga að geta mætt sívaxandi kröfum þjóð- arinnar um fjölbreyttan og aðlað- andi gróður til margskonar nota. „Ein af þeim tegundum gróðurríkis- ins, sem höfðar hvað mest til þjóðar- innar er íslenska birkið," sagði Andrés. „Birkið er samofíð sögu íslensku þjóðarinnar og skógamir vora undirstaða þeirrar velmegunar sem hér ríkti til foma. Á okkar dögum flykkist fólk sér til afþrey- ingar í þær fátæklegu skógarleifar, sem enn tóra, en þær era bæði fáar og smáar." Sagði hann það verðugt verkefni og löngu tímabært að fara að vinna skipulega að stórefldri útbreiðslu birkiskóga á íslandi og era margvísleg rannsóknar- og þró- unarverkefni hafín í þeim tilgangi. Hefur verkefnið af hálfu Land- græðslu ríkisins verið nefnt „End- urheimt birkiskóga". Lítíð vitað um íslenska birkið Birkiskógar þekja nú 1% af yfir- borði landsins og er mikill hluti þess skóglendis lítilfjörleg kjarrkræla. „Gróðursagan kennir okkur hins vegar, að á bilinu 25% til 40% lands hafí verið skógi vaxin er land var numið,“ sagði Andrés. Hann sagði það ekki raunhæft markmið að ætla sér að klæða allt það land birki sem áður var skógi vaxið, þar sem slíkt samræmdist ekki landnýtingarþörfum okkar nema að nokkra leyti. Það þyrfti því að skilgreina vel að hvaða land- nýtingu eigi að stefna á hverjum stað. Sagði hann að birkið hefði þann kost umfram aðrar tegundir í jurtaríkinu að það nemur land til- tölulega snemma í framvindu gróð- ursamfélaga, en myndar jafnframt það gróðurfar sem er í jafnvægi við ríkjandi gróðurskilyrði. Því má ætla að birkið sé ákjósanleg tegund til landgræðslu hér á landi. Staðreynd- in væri hins vegar sú að lítið væri vitað um íslenska birkið, en verið væri að bæta úr þeim þekkingar- skorti á vegum Tilraunastöðvarinn- ar á Mógilsá, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Landgræðslunn- ar. Niðurstöður þær, sem þegar hafa aflast lofa góðu en mikið rann- sókna- og þróunarstarf er enn fyrir höndum. Fræsöfnunin tókst vel „í fyrrahaust kom í ljós að fræ- myndun birkis var óvenju mikil víða um land,“ sagði Andrés. „Land- græðslan, Skógræktin og Rann- sóknastofnun landbúnaðarins tóku því höndum saman við skógræktar- félög, skóla og ótal fleiri aðila um handsöfnun á birkifræi. Skógrækt- Skógræktarfélagið Mörk: Yngsti félagimi eins árs Af rúmlega 600 íbúum á félagssvæði Skógræktarfélagsins Markar í A-Skaftafellssýslu eru 104 í félaginu, þar af 16 börn allt frá 1 árs til 16 ára. „Það eru tvö ár síðan við fórum að hug- leiða hvernig hægt væri að vekja áhuga unga fólksins og virkja það til starfa við skógrækt," sagði Ólafía Jakobsdóttir gjaldkeri félagsins og varamaður í stjórn Skógræktarfélags íslands, en á aðalfundi Skógræktarfélags íslands urðu nokkrar umræður um hvernig glæða mætti áhuga barna og unglinga á skógrækt. „Okkur datt þá í hug að með því að skrá bömin sem félaga og leyfa þeim jafnframt að taka þátt í félagsstarfi sem hæfði hveijum og einum fyndu þau frekar til ábyrgðar um leið og áhuginn glæddist. Við tókum upp sérstakt félagsgjald fyrir böm, sem er 50 krónur á ári og er það sama upp- hæð og félagið greiðir fyrir hvern félagsmann til Skógræktarfélags íslands. Þetta er allt á byijunarstigi hjá okkur ennþá en við höfum hugsað okkur að sinna þeim sérstaklega og mætti til dæmis hugsa sér að þau fengju sínar eigin plöntur sem þau mundu síðan planta í sér- stakan „barnaskóg". Þar ætti þá hver sínar plöntur sem hann bæri ábyrgð á. Þá mætti efna til skógarferða með grillveislu og fræðslu um skóginn. Ég tel það mjög mikil- vægt að bömum sé snemma kennt að planta tijám og hirða á meðan þau eru ung og móttækileg og hafa áhuga á að taka þátt í starfi okkar sem eldri eram en á ungl- ingsáram vill sá áhugi oft dvína. Reynsla sem þau þannig fá nýtist þeim seinna þegar þau fara sjálf að stofna heimili. Sjálf á ég 4ra ára bamabam, sem er félagi í skógræktarfélaginu og veit af því. Hún hefur meðal annars fylgst með og tekið þátt í að sá með mér birkifræi." Ólafía sagði að áhugi fyrir ræktun færi vaxandi og hefur félagið haft það fyrir sið að út- vega félagsmönnum plöntur til gróðursetningar. Þá hefur félagið tekið þátt í tilraun með skjólbelta- rækt á Stjómarsandi, austan við Kirkjubæjarklaustur, í samvinnu við Tilraunastöðina á Mógilsá. „Ræktun skjóibelta verðu ábyggi- lega framtíðarverkefni félagsins í samstarfí við bændur. Það má því segja að við séum þegar byijuð að rækta landgræðsluskóg," sagði Ólafía. „Ég hef setið fjóra aðla- fundi Skógræktarfélags íslands og aldrei hef ég fundið fyrir jafn mikilli bjartsýni og nú. Skógrækt virðist ekki vera neitt vandamál lengur, nú vantar einungis fé til að drífa þetta áfram."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.