Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 Styrkjum skólann, eflum foreldra sam- starf og fræðsluvarp eftirÁslaugu Brynjólfsdóttur Þá eru skólamir að taka til starfa og tugir þúsunda bama og ung- menna að hefja nám í skólum lands- ins. Her í Reykjavík einni verða um 14 þúsund nemendur á grunnskól- unum á komandi skólaári. Þar er iagður grunnur að mörgum mikil- vægustu þáttum í lífi bamanna og því mikilvægt að vel til takist. Umræða um skólann og starf hans er mikilvæg og má aldréi staðna. í þeim löndum, sem ég þekki til, bæði véstan hafs og mörgum Evr- ópulöndum, láta foreldrar allt skóla- starf sig miklu meir skipta en for- eldrar hér á landi. Einmitt nú þegar menntamála- ráðuneytið er að koma með nýja aðalnámskrá fyrir grunnskólann, er ærin ástæða til að almennari umræða skapist um þessi mál. í sjálfri námskránni er líka beinlínis lögð rík áhersla á kynningu skólastarfs fyrir forráðamenn bama. Skólinn, sem stofnun er að opn- ast og til hans eru gerðar aðrar og fjölþættari kröfur en áður, ekki hvað síst er uppeldishlutverkið varðar. Stundum heyrast þær raddir að skólinn sé ekki í nægum tengsium við umhverfið, nemendur hafi ekki næg kynni af atvinnulífí og starfs- greinum. Því heyrist jafnvel fleygt að böm og unglingar viti lítið um atvinnu eigin foreldra. Margir foreldrar búa að sjálf- sögðu yfir mikilli þekkingu og fæmi og í ýmsum löndum er lögð áhersla á það í vaxandi mæli að foreldrar séu ekki síður mikilvægir kennarar bömum sínum en skólakennarinn. Foreldrar þekkja hæfileika og þroska bama sinna oftast betur en aðrir. Það gefur því auga leið, að mjög mikilvægt er að samræður og gagnkvæmur skilningur ríki milli kennara bamsins og foreldra. Grunnskólinn þarf að geta sjálfur skipulagt leiðir að markmiðum náms og kennslu og sinnt betur ýmsum félags- og tilfinningaþátt- um, sem nauðsynlegt er að taka tillit til. Því ber að fagna að nú skuli rætt um aukið sjálfstæði skóla og að skólar geri sínar eigin nám- skrár. En samhliða auknu sjálfstæði skóla þarf að stórefla samvinnu skólans og foreldra, en jafnframt þurfa fræðsluyfirvöld að efla fag- lega leiðsögn eða kennsluráðgjöf og eftirlit með öliu skólastarfí. Sjálfstæði skóla Rétt eins og sjálfstæði heimila byggist á því að þau geti sjálf ákveðið hvemig þau ráðstafa fjár- munum, þurfa skólamir að hafa mun meira fjárhagslegt sjálfstæði, ef þeir eiga í raun og sannleika að geta verið sjálfstæðar stofnanir. Skólamir ættu að þurfa að gera sínar eigin áætlanir um ijárþörf varðandi rekstur, búnað, tæki, námsgögn, ræstingu o.fl., en einnig að gera sem nákvæmastar áætlanir um kennslumagn, sem hlýtur að miðast við ákveðinn staðal (norm), nema um sé að ræða sérstök verk- efni eða tilraunastarf. Síðan ættu þeir á eigin spýtur að ákveða hvem- ig það muni nýtast á sem hag- kvæmastan máta, spara á einum stað ef þeir telja nauðsyn að veija meira fé á öðru sviði. Nú er rætt um að skólamir geri sína eigin námskrá, sem sé innan ramma eða í samræmi við aðalnám- skrá. Þessu ber að fagna, en með því hlýtur samvinna og samstarf kenn- ara að aukast og knýr jafnframt á um meira samstarf við foreldra, sem skólinn verður að hafa með í ráðum. Með því að skólinn sjálfur þarf að skilgreina til hlítar markmið skólastarfsins og eftir hvaða leiðum hann hyggst ná þeim, eru líkur á að kennarar geri sér betur grein fyrir þeim, en samhliða þurfa þeir að kynna slíkar áætlanir vel fyrir foreldrum. En með auknu samstarfi og betri kynningu á starfi skólans frá upp- hafi, yrði komið í veg fyrir ósam- ræmi í störfum og kröfum, sem gerðar yrðu til bamsins á heimili þess annars vegar og hins vegar í skóla. í sumum tilfellum þyrftu kennarar að gera einstaklings- bundnar áætlanir fyrir þá nemend- ur, sem þurfa e.t.v. aðrar leiðir til að geta betur fylgt eftir skólanám- skrá. Slíkar áætlanir er nauðsynlegt að gera í nánu samstarfí við for- eldra. í þessu sambandi þarf að leggja áherslu á mikilvægi starfs umsjón- arkennara, bæði á yngri og eidri stigum grunnskólans og skilgreina hlutverk hans nánar. Umsjónar- kennari ætti/verður að hafa mikið og náið samband við foreldra og ýmsa aðra aðila, svo sem sérgreina- kennara, heilsugæslu og sálfræði- þjónustu og ætti því aldrei að þurfa að hafa umsjón með nema einni bekkjardeild eins og tíðkast í flest- um öðrum löndum. Umsjónarkenn- ari þarf að hafa heildarsýn yfir stöðu sinna nemenda á öllum svið- um og hver nemandi þarf að eiga sér stoð innan skólans, sem hann getur treyst og leitað til, ef eitthvað bjátar á. Kennsluráðgjöf og eftirlit Samfara auknu sjáfstæði skóla, þarf að bæta og auka allt eftirlit með skólastarfi. Fylgjast þarf með að meginmarkmiðum aðalnámskrár sé fylgt. Það er nauðsynlegt og æskilegt fyrir skóla og kennara að fylgst sé með störfum þeirra. Ekki hvað síst til að taka eftir þar sem frábært og ftjótt starf er unnið. En síðan þyrfti að leitast við að kynna og koma því til annarra með ráðgjöf og leiðbeiningum. Fræðsluyfirvöldum er nauðsyn- Áslaug Bryiyólfsdóttir „ ... hver bekkjardeild, ein eða f leiri, taki sam- an dagskrá um eitt- hvert efni t.d. náttúru eða umhverf isvemd, — varðveislu móðurmáls- ins, — skógrækt, — sögulega atburði, — heilsuvernd eða hvað sem væri, þar sem hver og einn nemandi kæmi fram og gerði eitthvað. Samkoma með tilheyr- andi dagskrá yrði síðan fyrir foreldra eða afa, ömmur eða eldri systk- ini og aðgangur seldur t.d. eins og á kvik- myndasýningu.“ legt að hafa eftirlit með skóla- starfí. Hafa þarf meiri tengsl við skólana, m.a. með heimsóknum. Þá þurfa að vera til samræmd könnunarpróf á öllum mögulegum sviðum, sem lögð væru fyrir nem- endur á mismunandi aldursstigum. Þau eru nauðsynlegt, bæði fyrir nemendur og kennara, til að fá mat á því hvort námsmarkmiðum hefur verið náð. Samræmd könnunarpróf eru einnig nauðsynleg fyrir skólann sjálfan tilað fá vitneskju um sína eigin stöðu miðað við aðra skóla. Foreldrasamstarf Með tilkomu skólanámskrár og áætlana um einstaklingsbundið nám í vissum tilfellum er einmitt komið að kjarna í foreldrasam- starfi, þ.e.a.s. að beina vilja og áhuga foreldra að námi og kennslu í skólanum. Einnig þurfa foreldrar að gera sér grein fyrir markmiðum skólans á öðrum sviðum, bæði hvað varðar uppeldi og félagslíf. Þá er nám ekki aðeins bundið bókum eða fræðslu í skólastofunni. Fræðsla um nánasta umhverfi og náttúru er oft á tíðum best á vettvangi. Hér er kjörið viðfangsefni fyrir skóla og foreldra að vinna saman. í byijun hver skólaárs þyrfti að vera kynningarfundur fyrir foreldra hvers aldurshóps eða bekkjar, þar sem námsefni og vinnubrögð og annað starf yrði kynnt. Einnig gætu foreldrar rætt ýmis sameigin- leg mál, útivistartíma bama, vasa- peninga, félagslíf, svo fátt eitt sé nefnt. Foreldrafélög skólanna gætu staðið fyrir ýmsu er tengist námi og skóla, svo sem fundum eða nám- skeiðum fyrir foreldra um kennslu- efni. Mjög æskilegt er að hafa að baki stjómum foreldrafélaganna fulltrúaráð, þar sem væru a.m.k. Vettvangsferð í Elliðaárdalnum, kjörið viðfangsefni foreldra og skóla. Nemendur þjálfast f framsögn og framkomu með því að koma fram á sviði. Hér er dagskrá um Kína, leikin og lésin. Úr slíkum dagskrám má velja efni í fræðsluvarpið. Merkisatburðir úr sögunni festast betur í nemendum, ef þeir sjálfir hafa tekið saman leikrit og gert leikmynd, eins og hér sést um kristnitökuna árið 1000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.