Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 Akureyrarmót í sjóstangaveiði ÁRLEGT sjóstang'aveiðimót Sjó- stangaveiðifélags Akureyrar fer fram dagana 2. og 3. september nk. og taka 72 keppendur þátt I mótinu hvaðanæva af landinu. Mótið tengist sjóstangaveiðimóti - í Vestmannaeyjum, sem fer ávallt fram um hvitasunnuna, og móti á ísafirði sem haldið er í júlímánuði ár hvert. Aðeins þijú sjóstangaveiðifélög eru starfandi hérlendis og standa þau að mótum þessum. Júlíus Snorrason formaður Sjóstanga- veiðifélags Akureyrar sagði í sam- tali við Morgunblaðið að mótið færi nú fram fyrir norðan í 24. sinn og yfirleitt væru það sömu keppend- umir sem mættu. Róið verður frá Dalvík kl. 7.00 báða morgnana og komið að landi aftur kl. 15.00. Kaupfélag Eyfírðinga er styrktar- aðili mótsins að þessu sinni og gef- ^ur öll verðlaun til keppninnar. Veitt eru verðlaun fyrir mestan afla, flestar tegundir og stærstu fiskana í hverri tegund auk þess sem veitt eru verðlaun aflahæstu sveitarinn- ar. Sextán bátar af Eyjafjarðar- svæðinu verða notaðir til keppninn- Kaupfélag Eyfírðingæ Magnús ráðinn MAGNÚS Gauti Gautason hagfræðingur hefur verið ráðinn i stöðu aðstoðarkaup- félagsstjóra Kaupfélags Ey- fírðinga frá og með nk. fimmtudegi, 1. september. Magnús Gauti hefur síðustu ár starfað sem fulltrúi kaup- félagsstjóra á skipulags- og hagsviði og sem Qármálastjóri. Starfssvið Magnúsar Gauta verður óbreytt í hinni nýju stöðu að því viðbættu að í fjar- veru kaupfélagsstjóra verður hann staðgengill hans á öllu rekstrarsviði félagsins. ar og má búast við að veitt verði á svæðinu í kringum Hrísey og út að „fjarðarkjafti". Hver keppandi má hafa þijá öngla. Veitt er á gúmmí og flugur og eru flugumar þeirra heimatilbúnar, hálfgerð leynivopn sjóstangaveiðimannsins, eins og Júlíus komst að orði. „Mér sýnist að veðrið ætli að verða okkur hag- stætt. Norðanáttin á að ganga nið- ur á fimmtudag og við förum út á föstudagsmorgunn. Óskaveður okk- ar sjóstangaveiðimanna er logn og sólskin svo við verðum laus við alla sjóveiki," sagði Júlíus. Morgunblaðið/Rúnar Þór Tveir bílar rákust á á Svalbarðseyrarvegi síðdegis á sunnudag eftir framúrakstur annars þeirra. Árekstur eftir framúrakstur RÓLEGT var hjá Iögreglunni á Akureyri um helgina. Umferð- aróhapp varð þó á Svalbarðs- eyrarvegi kl. 16.40 á sunnudag er tveir fólksbílar rákust á. Tildrög árekstursins vom þau að annar fólksbíllinn var að taka fram úr bíl á Svalbarðseyrarveg- inum. Ökumaður bflsins sá ekki bíl er á móti kom með þeim afleið- ingum að þeir rákust á. Þrír vom í hvomm bíl og sakaði hvorki ökumenn né farþega, sem öll vom í bílbeltum. Bílamir em af gerð- inni Subam og Colt og vom mik- ið skemmdir, sérstaklega Coltinn. Hugmyndir um sölu bæjar- ins á hlut hans í Oddeyri hf. Samherji og K. Jónsson hafa forkaupsrétt á hlutabréfunum HUGMYNDIR eru uppi innan atvinnumálanefndar Akur- eyrarbæjar að selja hlut bæjar- ins í Oddeyri hf. og hefur Björn Jósef Amviðarson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formað- ur atvinnumálanefndar í hyggju að leggja fram tillögu í bæjar- stjórn þess efnis á næstunni. „Framkvæmdasjóður Akur- eyrarbæjar lagði fé i fyrirtækið á sínum tima og það fé varð til þess að fyrirtækið varð tíl. Nú þegar það er komið vel á veg, vil ég að losað verði um fjár- magnið og það nýtt i aðra at- vinnuuppbyggingu,“ sagði Björn Jósef í samtali við Morg- unblaðið. Hluthafar í Oddeyri hf. em þrír. Akureyrarbær á ellefu milljónir, Samheiji hf. á átta milljónir kr. og K. Jónsson á einnig átta millj- ónir. í lögum félagsins er kveðið á um að hluthafar hafi forkaups- rétt á þeim hlutabréfum, er kunna að verða til sölu og munu því K. Jónsson og Samheiji hafa for- kaupsrétt á hlutabréfum bæjarins, verði salan samþykkt í bæjar- stjóm. Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri Samheija hf. sagði að málið hefði ekki borið á góma í stjóminni og því gæti hann ekkert sagt um málið á þessu stigi. Hinsvegar fannst honum sjálfsagt að málið yrði skoðað ef bærinn myndi fara þessa leið. Kristján Jónsson sagðist engu geta svarað um hvort hann hefði áhuga á að nýta sér forkaupsréttinn. „Áhuginn fer vissulega eftir því hvemig kaupin gerast á eyrinni. Nýlega var haldinn aðalfundur í Oddeyri hf. og þar var ekki minnst á þetta einu orði þó ég viti að hugmyndin hafi skotið upp kollin- um við og við,“ sagði Kristján. Oddeyri hf. var stofnað fyrir um tveimur ámm í kringum kaup- in á Oddeyrinni EA sem smfðað var hjá Slippstöðinni á Akureyri. Félagið gerir Oddeyrina út og nýlega keypti fyrirtækið 150 tonna stálskip frá Siglufírði, Þor- lák Helga SI. Kaupin á Þorláki Helga em til komin svo tryggja megi Oddeyrinni EA aukinn kvóta. Ljóst er að ekki verður ráðinn mannskapur á skipið heldur er meiningin að hafa það bundið við bryggju svo tiyggja megi skipinu sem besta rekstrarhagkvæmni, eins og framkvæmdastjóri fyrir- tækisins komst að orði. Þorlákur Helgi er væntanlegur til Akur- eyrar í byrjun september. Ársk- vóti skipsins er 650 þorskígildi og 200 tonna rækjukvóti. Kvikmyndasamkeppni: Ákveðið að lengja skila- frest um fimmtán daga ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram- lengja skilafrest í kvikmynda- samkeppni í tengslum við kvik- myndahátíð á Akureyri um fímmtán daga. Skilafrestur er nú tíl 15. september, en var áður 31. ágúst. Hátíðin er haldin í til- efni af 80 ára afmæli Eðvarðs Sigurgeirssonar Ijósmyndara. Kvikmyndahátíðin, sem hlotið hefur nafnið „Myndvika á Akureyri 1988“, stendur yfír dagana 22.-29. október. Sýndar verða kvikmyndir eftir Elðvarð Sigurgeirsson og úrval leikinna íslenskra mynda, sem sýna þróun íslenskrar kvikmyndagerðar. Þeim þætti myndvikunnar lýkur með frumsýningu á Akureyri á nýrri íslenskri kvikmynd. Fyrstu verðlaun í samkeppninni eru 50.000 krónur og að auki verða veittar fjórar viðurkenningar, hver að upphæð 10.000 krónur. Efnið á að vera tekið upp á árinu 1988 og má ekki hafa verið sýnt opinberlega áður. Efnið á að vera á 8 mm kvik- myndafilmu eða V2 tommu mynd- bandi. Æskilegt er að hver mynd sé á bilinu 5 til 8 mínútna löng, þó ekki lengri en 15 mínútur. Afnot af íbúð í Davíðshúsi, Eins og áður hefur komið fram þá gefst fræðimönnum og lista- mönnum kostur á að sækja um 1 -6 mánaða dvöl í lítilli íbúð í Davíðshúsi til að vinna að fræðum sínum eða listum. Ákveðið hefur verið að frestur til að skila umsóknum um af- not af íbúðinni árið 1989 verði til 30. september nk. Umsóknir ber að senda til: Akureyrarbær, c/o IngólfurÁrmannsson, menningarfulltrúi, Geislagötu 9, 600Akureyri. Akureyrarkirkja: Franskur organisti FRANSKI orgelleikarinn Loic Mallié heldur tónleika i Akur- eyrarkirkju í kvöld, þriðjudags- kvöld, og hefjast þeir kl. 20.30. Organistinn er staddur hér á landi i boði Alliance francaise. Hann hélt tónleika i Prest- bakkakirkju á Siðu sl. sunnu- dag og heldur þriðju og síðustu tónleikana í Dómkirkjunni i Reykjavik nk. fimmtudags- kvöid. Mallié fæddist í La Baule við ósa Loire-fljóts í Frakklandi árið 1947. Hann stundaði nám í tónsmíðum og í píanó- og orgel- leik við tónlistarháskólann í París. Jafnframt lauk hann námi í lög- fræði. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna. Nú er Loic Mallié próf- essor við tónlistarháskólann í Ly- on þar sem hann er starfsbróðir Eddu Erlendsdóttur pianóleikara. Auk þess er hann orgelleikari við kirlgu heilags Péturs f Neuilly. Franski orgelleikarinn Loic Mallié.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.