Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988' Ólafsdóttur frá Flatey á Breiðafirði, dóttur Ólafs Jóns Jónassonar Márus- sonar, sjómanns, sem ættaður var frá Kársstöðum á Skógarströnd, og Ólínar Jóhönnu Pétursdóttur Haf- liðasonar frá Svefneyjum á Breiða- fírði. Þau Óskar hófu búskap sinn á Frakkastíg 19, en fluttu fljótlega á Frakkastíg 12, þar sem þau áttu heima til ársins 1939, er þau fluttu á Þorfinnsgötu 14, þar voru þau síðan í 15 ár eða þar til þau fluttu árið 1954 í fallega húsið sitt í Rauða- gerði 65, þar sem þau hafa búið fram til þessa dags. Sigríður bjó manni sínum myndarlegt og fallegt heimili og voru þau hjón alla tíð stoð og stytta ættingja og vina. Segja má að heimili þeirra hafi verið eins konar miðdepill í lífi barna þeirra, bamabama og fjölmargra ættingja sem sóttu þangað vináttu, hlýju og holl ráð í margvíslegum vanda lífsbaráttunnar. Þau hjónin eignuðust fimm böm, níu bamaböm og einn langafason; börn þeirra em: Signý Þórkatla, fædd 19. maí 1930, fóstra og for- stöðukona bamaheimila í Reykjavík, er nú við eftirlit með dagmæðmm í Reykjavík; fyrri maður hennar var Geir Guðlaugur Jónsson, vélstjóri hjá Landhelgisgæslunni um árabil, en hann lést 18. febrúar 1975, þau eignuðust þijú böm, tvær dætur og son; sambýlismaður hennar er Aðal- steinn Helgason, húsgagnasmiður og umsjónarmaður með byggingum Æfíngadeildar Kennaraháskóla ís- lands; Ólafur Haraldur, f. 17. mars 1933, skólastjóri Valhúsaskóla á Seltjamamesi; fyrri eiginkona hans var Elína Anna Sigurðardóttir, heilsuvemdarhjúkrunarkona, síðast deildarstjóri hjá bamadeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur, en hún lést 20. september 1980; eiginkona hans er Ingibjörg Bjömsdóttir, full- trúi í Norræna húsinu í Reykjavík; Anna Hansína, f. 2. ágúst 1942, starfsmaður að Tjaldanesi í Mosfells- bæ, eiginmaður hennar er Þorgrímur Ólafsson, farmaður hjá Eimskipafé- lagi íslands um árabil, þau eiga tvo syni; Guðrún Fanney, f. 17.júní 1947, kennari við Fellaskóla í Reykjavík, eiginmaður hennar er Þráinn Sigurbjömsson, starfsmaður Kassagerðar Reykjavíkur, þau eiga tvo syni; Skarphéðinn Pétur, f. 20. október 1951, matvælafræðingur og kennari við Menntaskólann I Reykjavík, eiginkona hans er Val- gerður Bjömsdóttir, kennari við Oskjuhlíðarskóla, þau eiga tvær dætur. Óskar hafði lifandi hug á því að búa fjölskyldu sinni fallegt heimili og góða aðstöðu í hvívetna. Hann var góður smiður, vandvirkur og útsjónarsamur. Var þá sama hvort um var að ræða bygging íbúðar- húss, sumarbústaðar, húss við kartö- flugarðinn, leiktæki fyrir bömin og bamabömin eða smærri leikföng og áhöld. Held ég að Ásta systir hans hafí best lýst þessum hæfíleikum hans þegar hún sagði eitt sinn við mig, stolt af bróður sínum: „Hann Óskar bróðir getur allt.“ Eg minnist þessa vegna þess að mér fínnst ég hafa best kynnst frænda mínum þegar ég fékk að fylgjast með honum t.d. við smíði á fallegu garðhúsi ekki langt þar frá, sem nú stendur Fé- lagsheimili Fram við Safamýri og vönduðum sumarbústað sem stóð á lóð nærri þeim stað sem kirkjan í Árbæjarhverfí stendur nú. Þá em ótaldar allar góðu minningamar frá sumarbústaðnum við Þingvallavatn. Árið 1968 mynduðu fjolskyldur systkinanna Óskars og Astu eins konar „gönguklúbb" sem varð til þess að margir ættingjanna hittust vikulega að vetrinum. Þar fékk ég mörg kærkomin tækifæri til þess að ganga með Óskari, ræða við hann og kynnast skoðunum hans og hug- myndum um lífíð og tilveruna. Fann ég þá betur en áður hve Óskari var umhugað, ekki aðeins um sína nán- ustu heldur einnig um hag og vel- ferð þjóðarinnar og borgarinnar sem hann hafði búið í alla ævi. Við fráfall Óskars minnast hans fjölmargir vinir og ættingjar með virðingu og þakkæti, og votta Sigríði, bömum þeirra, tengdaböm- um og bamabömum einlæga samúð. Minning um góðan dreng sem öllum vildi vel gefi þeim styrk á þessari kveðjustundu. Reynir G. Karlsson 6S Minning: Lára Loftsdóttir Fædd 30. ágúst 1923 Dáin 29. mars 1988 í dag hefði hún elsku mamma mín orðið sextíu og fimm ára. En síðastliðinn febrúar veiktist hún skyndilega. Hún var lögð inn á sjúkrahús og dó þar mánuði síðar. Allt í einu var hún, sem var mið- punktur fjölskyldunnar, farin frá okkur. Sorgin tók völdin og mun eiga heima hjá okkur öllum eftir þetta. I fyrstu streitist maður á móti sorginni. Biturleiki, hræðsla og reiði halda þeim er sorgir hijá oft í heljargreipum. En tíminn vinnur með manni, smátt og smátt lærist að lifa með sorginni í sátt og samlyndi og yndislegar minn- ingar um góða móður fylla að hluta upp í það tóm sem missirinn veldur. Það lýsir best þeim kjarki, bjartsýni og trú sem mamma átti, að þann tíma sem hún vissi dauð- ann nálgast örvænti hún aldrei eða kvartaði heldur hélt áfram að miðla okkur af elsku sinni og kærleik og hughreysti okkur á allan hátt. Hún var þriðja yngst í ellefu systkina hópi, frá Böggvisstöðum í Svarfaðardal. Faðir hennar, Loft- ur Baldvinsson, dó þegar hún var sextán ára. Samt lærði ég margt um þennan afa minh, því mamma talaði oft um hann við mig og það var auðheyrt að henni hafði þótt mjög vænt um hann. Það var líka mikill kærleikur milli mæðgnanna, mömmu og ömmu minnar, Guð- rúnar Friðfinnsdóttur, en hún lést 1984. Oft var mamma búin að dvelja í ömmuhúsinu á Dalvík, sem við kölluðum svo, og spjalla um gamla og nýja daga við gömlu konuna og systur sínar og bræð- ur. Það voru góðar stundir og munu alltaf verða minnisstæðar. Mamma var dugleg kona og hvatti aðra óspart til þess að nota þann dug og kjark sem þyrfti til að ná fram óskamarkmiðum sínum í lífinu. Sjálf sótti hún söngtíma en sá eftir að hafa ekki bytjað fyrr. Eins og hún hafði unun af að hlusta á góðan söng, mat hún góða leiklist og alltaf studdi hún áhuga pabba og vinnu hans við leikhúsið. Mamma var ekki langskóla- gengin en lífsspekin sem hún miðl- aði var ekki minna virði fyrir það. Hún hafði lag á að tala um hlutina þannig að allt varð skemmtilegra og auðveldara, átti óþijótandi þol- inmæði og umburðarlyndi og ein- stakt jafnaðargeð. Barnabörnin hennar mömmu hafa misst mikið, hún átti eftir að segja þeim svo margt og eins og við hin gátu þau alltaf farið tii hennar og sótt til hennar svör og ráð. Það er sárt að sjá á eftir yndislegri móður en við börnin hennar, elsku pabbi og öll ömmu- bömin munum ávallt eiga fallega minningu sem verður alltaf ljós í lífí okkar. Guðrún NÝ SJÓÐSBRÉF: SKAMMTÍMABRÉF VIB! SJÓÐSBRÉF1 VI Jfc8Ji*KJ3 XUVÖKSJWP*. I K T. KllWfrWW, (UtM Ý'J v.awitótiix'wic m:r. StlthptiÍXÚiíA Jlt'lir 'Viwp. HJlBlt' SJÓÐSBRÉF 2 ■oHn atfn'Min þwwm •uom: it.uun uö ctjgiuflti i4. ■ flfrKLrik lituu1 OMMÍ llUWWÖM'O- ■i kHink»- iMiAHR&mi ‘i ÍÍuiti r V (it rpfls.n* i játuian ÍT\ iuna*ww#ipHÍ-ufr fcLdUíiAwdiirunu mik ii*o4rvjtfn wsreSiriribnc’ji •iksiJblai í'.ii dii^uHi intaa* 'ftt.oiU'Io :*ui<rnuua mtáictnvm- raoÁM (65 -nj; 'rvtnhn gjiíift 3 Jiraoj.-r L iIRhv * ' HWIU I;|( fca-3 • Ilikli j»?iin«inur«rvhnui<t 11 fvNM tiaú,- • ; witáiKX. <fmriírvm*iO’ 3 j bi rvþum ‘aru XmUiK MÍIJWÍíUMt.UUL *urul •npriú'iin;n:uBi Autna) * ■ornp <r.uLu £ ?»;M»i 1. anir.u iMvra » su&t.« Sijui . KnuyiiHnig' <r. » cx»r< irámmgjHnfc m .tAuúiinii kuirtu’jrnri '':!ý mi&uxgmib*. : VtjrlitirilittMiuAaÞ' Uln. : §*ri JirxiB jA 1*01111 Hna iijítm 5 m ; 'ói'úavráthfco ■;< wil wtiMSBmmmaBiSBms&m SJÓÐSBRÉF3 Ktt. •Æl'iiat.-FA'iK. AaCHfótuX Z; 'm «Pr*gS.\Vt'IIÉ, KéMflnt. HMmK Öi win inrau ai«jrj!«i iftuáAofotó ^inr.l imtö Dwki dfDmiu I SpáKi S„ «»• kesett.1 iftnftl mu * VVwJftmrkU»j»Aj»1iv Jftjttfcvirk Il-**irv moKv nrfel: I 'iW.,- iðtpfc ;»iíi5 h*A il tjunieiOLi f ■ WtVVIRWlS.VXH.W)i lif ■ I-V 7. Mfc < mj» AOíKl ua\ dmsjútm fcKtiAvjnai ■JUnáu'hnfe fwm V ut. Au ti laff h'Oiií-4-MÍMKBt Mak* i Spfc *x *»> ItéKAjitt. j mkl.i.i itii-zhiitMu. Wiiftiia. ».SuA .1 ;' tA&..afl!iir£Kl.‘Íc túfltv.rtukltiirttrt-n ! ',ki*v AvxcjHa «t«(. ;. MÍUrfltiuAfcMni.ÚMfl- . -Í.VAIlVl !V Vjil* aW ****-"> t 'JMSi (oriíi i i/ikNn S 'ittx SjKW J n ■'<* * tav>ui vv»iv vkriuii kl •ÁluMhíílvk rk w»*r« uau Wm- " >«4 AMjlíi \ S ‘V t «< ; -UnkHt «• ' *■« ÍMífcmkvÁM I‘V- . w tfm*kilw> Mu* :y bnncrati <*• V5 vim* ** iti.i ■ ;«V 2 vW’hu’ onfcH 'lrt iti.<ki) rfvt ukr- Vii «> ítiuirrtiiil lAiitókl** t iLrannV-la-fct *s*c V-vniJCoí: *VfcU**rtKÍ )*»v» fcjxuJ íi jHfcjÁn '■•/«■>« hxt ► úm i> «*h Vn.VtfÚwiWu. I.W< ■ óttOUK «Jl þvJkUrtv htu SjrtX i +rm UoJ þ*| ‘ fci-Tt 11 •> ÍKkv)'1 *• vtAxrtj tÍQii* Í i I* { Xm'.i vtAifcv**. VttMb ( JhWk.mnij.tif* VI v.l'kífk <*1 t bavi 4JM* K n* «Í*kl«t *>VS f rtr-y tp, 1 £ s*.«*. SUAf ttkWulHtVlrti }** Örugg skammtímaávöxtunl VIB, Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans, kynnir ný skammtímabréf, Sjóðsbréf 3. Kjörin á þessum nýju bréfum eru afar hagstæð fyrir þá sem vilja varðveita fjármuni sína og ávaxta á óvissutímum. Verðbólgan brennir upp fé á skömmum tíma og því má enginn tími líða eigi það ekki að rýrna. Búist er við að ávöxtun af nýju skammtímabréfunum frá VIB verði 9-11% yfir verðbólgu. Innlausn þeirra er einföld, fljót- leg og endurgjaldslaus. Sjóðsbréf 3 eru því sann- arlega hyggilegur valkostur fyrir sparifjáreig- endur. Gerðu vaxtasamanburð og miðaðu við öryggi! VIB - verðbréfamarkaður fyrir alla. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR HDNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavík. Simi681530
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.