Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988
Kaupfélag Árnesinga:
Kaupfélag Vestmanna-
eyja verður deild í KA
Selfossi.
STJÓRN Kaupfélags Árnes-
inga hefur gert samkomulag
við stjórn Kaupfélags Vest-
mannaeyja um að KA kaupi
jafna hluta eigna og skulda KV
miðað við bókhaldslegt uppgjör
31. ágúst. Allt starfsfólk KV
verður með samþykki þess ráð-
ið til starfa hjá KA. Frá og með
1. september verður KV rekið
sem deild í KA og stefnt er að
því að formleg sameining kaup-
félaganna tveggja og Kaup-
félags V-Skaftfellinga fari
fram með samþykkt aðalfunda
þeirra vorið 1989. Með yfirtöku
KÁ á rekstri KV og KVS eru
450 manns nú á launaskrá hjá
Kaupfélagi Árnesinga. Kaup-
félag Rangæinga hafnar þátt-
töku í einu stóru kaupfélagi á
Suðurlandi.
Það var 24. mars sem stjóm
Kaupfélags Vestmannaeyja ósk-
aði eftir beinum viðræðum milli
félaganna um aukna samvinnu
eða sameiningu. Eftir fjölþætta
athugun á því með hvaða hætti
samvinnurekstur í Vestmannaeyj-
um gæti tengst stækkaðri félags-
heild staðfestu stjómir félaganna
samninga sín á milli 19. ágúst.
Kaupfélag Ámesinga var rekið
með nokkru tapi á síðastliðnu ári
en til að fjármagna kaup sín á
eignum Kaupfélags yestmanna-
eyja hefur KÁ selt SÍS hluta af
löndum sem voru í eigu kaup-
félagsins á Selfossi og nágrenni.
Helstu breytingar á starfsemi
kaupfélaganna eru þær að skrif-
stofíihald og yfirstjórn mun fær-
ast til skrifstofu KÁ á Selfossi.
Guðmundur Búason kaupfélags-
stjóri KV mun starfa við skrif-
stofu KÁ á Selfossi og annast þar
daglega fjármálastjóm og bók-
hald tengt því.
„Þetta er nú nánast á verslun-
arsviðinu, þó er að auki í Vestur
Saftafellssýslu trésmíðaverk-
stæði, lítið hótel og flutningasvið-
ið þar,“ sagði Sigurður Kristjáns-
son kaupfélagsstjóri KA um sam-
eininguna. „Við gerum okkur von-
ir um að ná hagstæðari vörukaup-
um með þessu. Skrifstofuhald,
bókhald, innheimta og önnur yfir-
stjóm verður auk þess hagstæð-
ari,“ sagði hann ennfremur.
Stjóm Kaupfélags Rangæinga
hefur hafnað sameiningaráform-
um en tjáð sig fúsa til samvinnu
og samstarfs sjái hún hag í því
fyrir kaupfélagið.
„Við hefðum talið heppilegra
að þeir væru með en vonum að
þeirra mál gangi upp eins og þeir
óska,“ sagði Sigurður kaupfélags-
Vöruhús KÁ er stærsta verslunarhús á Suðurlandi og þar verður miðstöð verslunarrekstrar hins
sameinaða kaupfélags á Suðurlandi.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Sigurður Kristjánsson kaup-
félagsstjóri á Selfossi.
stjóri.
Ólafur Ólafsson kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Rangæinga
sagði þá hafa tekið þátt í viðræð-
um milli kaupfélaganna í byijun
en við ákvörðun um framhald við-
ræðna hefði stjóm Kf. Rangæinga
neitað sameiningu. Aðalfundur
kaupfélagsins hefði verið sama
sinnis.
„Rangæingar ætla að reka sitt
kaupfélag eins og það er. Við er-
um ekki tilbúnir að taka á okkur
bagga frá öðrum kaupfélögum.
Við viljum hafa aðalstöðvarnar í
héraðinu og sjáum ekki að það
sé betra að reka stórt félag en
félag af miðlungsstærð;." sagði
Ólafur Ólafsson kaupfélagsstjóri.
Varðandi það að stórt félag næði
hagstæðum innkaupum sagði
Ólafur að SÍS hefði verið stofnað
til að kaupfélögin næðu hagstæð-
um innkaupum og þar sætu allir
við sama borð.
Sig. Jóns.
Saumar
f öt eftir
pöntunum
FATAHÖNNUÐURINN Mic-
hael Franklinson hefur opnað
saumastofu við Hringbraut 46
í Reykjavík. Hann hannar fatri-
að eftir óskum hvers og eins
auk þess sem hann gefur við-
komandi tækifæri á að taka
þátt í hönnuninni.
Michal Franklinson er af skosk-
um ættum, en ólst upp í Suður-
Afríku. Hann lagði stund á mynd-
list og höggmyndalista í Bret-
landi, en hefur eingöngu fengist
við fatahönnun sl. 8 ár. Árið 1986
fékk hann viðurkenningu frá Mar-
ianne Fassler, breskum fatahönn-
uði.
Michael hefur opnað eigin
saumastofu við Hringbraut 46 í
Reykjavík. Þar saumar hann fatn-
að eftir óskum hvers og eins.
Fatnaður hannaður af Michael.
| smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar |
r þjónusta : Pipulagningavinna, s. 675421. Hilmar Foss lögg. skjalaþ. og dómt. Hafnarstræti 11, símar 14824 og 621464. ; félagslíf l /gj\ FERDAFÉLAG tíSSJ ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir Ferðafélags- ins 2.-4. sept. 1. Þórsmörk - Fimmvörðu- háls. Gengið frá Þórsmörk yfir Fimm- vörðuháls að Skógum og þar bíöur billinn. Fararstjóri: Dag- björt Óskarsdóttir. Gist í Skag- fjörðsskála/Langadal. 2. Þórsmörk. Gönguferöir um Mörkina. Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. 3. Landmannalaugar - Eldgjá. Gist i sæluhúsi F.L í Laugum. Brottför i feröirnar er kl. 20.00 föstudag. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.[„ Oldugötu 3. Ath.: Helgina 9.-11. sept. verður helgarferð f Landmannalaugar og Jökulgll. Ferðafélag íslands.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar |
| tiíboð — útboð |
E LAHDSVIRKJUN
Útboð
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í
að steypa upp og fullgera aðveitustöðvarhús
sem reisa á við 220 ky. háspennulínu Lands-
virkjunar til álversins í Straumsvík, móts við
Hamranes sunnan Hafnarfjarðar. Verkinu til-
heyra einnig ýmsir aðrir verkþættir svo sem
gerð undirstaða fyrir stálmöstur og spenna.
Utboðsgögn verða afhent frá og með þriðju-
deginum 30. þ.m. á skrifstofu Landsvirkjun-
ar, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óaftur-
kræfu gjaldi að upphæð kr. 3000.-.
Helstu kennitölur í verkinu eru:
Flatarmál húss: 614 m2.
Rúmmál húss: 3160 m3.
Steypa: 1015 m3.
Mótafletir: 4170 m2.
Steypustyrktarjárn: 92 tonn.
Miðað er við að verkið geti hafist 23. sept-
ember nk. og að verklok verði sem hér segir:
Húsiðfokhelt 31. desember 1988.
Steypt mannvirki utanhúss 15. aprfl1989.
Heildarverklok 15. maí1989.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjun-
ar 9. september 1988 fyrir kl. 10.30, en til-
boðin verða opnuð þar sama dag kl. 11.00
að viðstöddum bjóðendum.
Reykjavík 28. ágúst 1988.
$ ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h.
Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í
búnað fyrir snúningsgólf í útsýnishús á
Öskjuhlíð.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri
á Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku-
daginn 28. september nk. kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
| tilkynningar \
Yogastöðin Heilsubót,
Hátúni 6a, auglýsir
Konur og karlar athugið!
Starfsemin hefst mánud. 29. ágúst. Mjög
góðar alhliða æfingar sem byggðar eru á
HATHA-YOGA til viðhalds þrótti, mýkt og
andlegu jafnvægi. Nýr Ijósalampi og gufa.
Morgun-, dag- og kvöldtímar.
Byrjunartímar.
Visa - Eurokortaþjónusta.
Yogastöðin Heilsubót,
Hátún 6a,
sími 27710.
Hef opnað lögmannsstofu
í Borgartúni 28, 4. hæð, sími 62 40 61.
Tek að mér öll venjuleg lögmannsstörf.
Kjartan Ragnars,
hæstaréttarlögmaður.