Morgunblaðið - 30.08.1988, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 30.08.1988, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 Kaupfélag Árnesinga: Kaupfélag Vestmanna- eyja verður deild í KA Selfossi. STJÓRN Kaupfélags Árnes- inga hefur gert samkomulag við stjórn Kaupfélags Vest- mannaeyja um að KA kaupi jafna hluta eigna og skulda KV miðað við bókhaldslegt uppgjör 31. ágúst. Allt starfsfólk KV verður með samþykki þess ráð- ið til starfa hjá KA. Frá og með 1. september verður KV rekið sem deild í KA og stefnt er að því að formleg sameining kaup- félaganna tveggja og Kaup- félags V-Skaftfellinga fari fram með samþykkt aðalfunda þeirra vorið 1989. Með yfirtöku KÁ á rekstri KV og KVS eru 450 manns nú á launaskrá hjá Kaupfélagi Árnesinga. Kaup- félag Rangæinga hafnar þátt- töku í einu stóru kaupfélagi á Suðurlandi. Það var 24. mars sem stjóm Kaupfélags Vestmannaeyja ósk- aði eftir beinum viðræðum milli félaganna um aukna samvinnu eða sameiningu. Eftir fjölþætta athugun á því með hvaða hætti samvinnurekstur í Vestmannaeyj- um gæti tengst stækkaðri félags- heild staðfestu stjómir félaganna samninga sín á milli 19. ágúst. Kaupfélag Ámesinga var rekið með nokkru tapi á síðastliðnu ári en til að fjármagna kaup sín á eignum Kaupfélags yestmanna- eyja hefur KÁ selt SÍS hluta af löndum sem voru í eigu kaup- félagsins á Selfossi og nágrenni. Helstu breytingar á starfsemi kaupfélaganna eru þær að skrif- stofíihald og yfirstjórn mun fær- ast til skrifstofu KÁ á Selfossi. Guðmundur Búason kaupfélags- stjóri KV mun starfa við skrif- stofu KÁ á Selfossi og annast þar daglega fjármálastjóm og bók- hald tengt því. „Þetta er nú nánast á verslun- arsviðinu, þó er að auki í Vestur Saftafellssýslu trésmíðaverk- stæði, lítið hótel og flutningasvið- ið þar,“ sagði Sigurður Kristjáns- son kaupfélagsstjóri KA um sam- eininguna. „Við gerum okkur von- ir um að ná hagstæðari vörukaup- um með þessu. Skrifstofuhald, bókhald, innheimta og önnur yfir- stjóm verður auk þess hagstæð- ari,“ sagði hann ennfremur. Stjóm Kaupfélags Rangæinga hefur hafnað sameiningaráform- um en tjáð sig fúsa til samvinnu og samstarfs sjái hún hag í því fyrir kaupfélagið. „Við hefðum talið heppilegra að þeir væru með en vonum að þeirra mál gangi upp eins og þeir óska,“ sagði Sigurður kaupfélags- Vöruhús KÁ er stærsta verslunarhús á Suðurlandi og þar verður miðstöð verslunarrekstrar hins sameinaða kaupfélags á Suðurlandi. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Sigurður Kristjánsson kaup- félagsstjóri á Selfossi. stjóri. Ólafur Ólafsson kaupfélags- stjóri Kaupfélags Rangæinga sagði þá hafa tekið þátt í viðræð- um milli kaupfélaganna í byijun en við ákvörðun um framhald við- ræðna hefði stjóm Kf. Rangæinga neitað sameiningu. Aðalfundur kaupfélagsins hefði verið sama sinnis. „Rangæingar ætla að reka sitt kaupfélag eins og það er. Við er- um ekki tilbúnir að taka á okkur bagga frá öðrum kaupfélögum. Við viljum hafa aðalstöðvarnar í héraðinu og sjáum ekki að það sé betra að reka stórt félag en félag af miðlungsstærð;." sagði Ólafur Ólafsson kaupfélagsstjóri. Varðandi það að stórt félag næði hagstæðum innkaupum sagði Ólafur að SÍS hefði verið stofnað til að kaupfélögin næðu hagstæð- um innkaupum og þar sætu allir við sama borð. Sig. Jóns. Saumar f öt eftir pöntunum FATAHÖNNUÐURINN Mic- hael Franklinson hefur opnað saumastofu við Hringbraut 46 í Reykjavík. Hann hannar fatri- að eftir óskum hvers og eins auk þess sem hann gefur við- komandi tækifæri á að taka þátt í hönnuninni. Michal Franklinson er af skosk- um ættum, en ólst upp í Suður- Afríku. Hann lagði stund á mynd- list og höggmyndalista í Bret- landi, en hefur eingöngu fengist við fatahönnun sl. 8 ár. Árið 1986 fékk hann viðurkenningu frá Mar- ianne Fassler, breskum fatahönn- uði. Michael hefur opnað eigin saumastofu við Hringbraut 46 í Reykjavík. Þar saumar hann fatn- að eftir óskum hvers og eins. Fatnaður hannaður af Michael. | smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar | r þjónusta : Pipulagningavinna, s. 675421. Hilmar Foss lögg. skjalaþ. og dómt. Hafnarstræti 11, símar 14824 og 621464. ; félagslíf l /gj\ FERDAFÉLAG tíSSJ ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir Ferðafélags- ins 2.-4. sept. 1. Þórsmörk - Fimmvörðu- háls. Gengið frá Þórsmörk yfir Fimm- vörðuháls að Skógum og þar bíöur billinn. Fararstjóri: Dag- björt Óskarsdóttir. Gist í Skag- fjörðsskála/Langadal. 2. Þórsmörk. Gönguferöir um Mörkina. Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. 3. Landmannalaugar - Eldgjá. Gist i sæluhúsi F.L í Laugum. Brottför i feröirnar er kl. 20.00 föstudag. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.[„ Oldugötu 3. Ath.: Helgina 9.-11. sept. verður helgarferð f Landmannalaugar og Jökulgll. Ferðafélag íslands. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar | | tiíboð — útboð | E LAHDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í að steypa upp og fullgera aðveitustöðvarhús sem reisa á við 220 ky. háspennulínu Lands- virkjunar til álversins í Straumsvík, móts við Hamranes sunnan Hafnarfjarðar. Verkinu til- heyra einnig ýmsir aðrir verkþættir svo sem gerð undirstaða fyrir stálmöstur og spenna. Utboðsgögn verða afhent frá og með þriðju- deginum 30. þ.m. á skrifstofu Landsvirkjun- ar, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óaftur- kræfu gjaldi að upphæð kr. 3000.-. Helstu kennitölur í verkinu eru: Flatarmál húss: 614 m2. Rúmmál húss: 3160 m3. Steypa: 1015 m3. Mótafletir: 4170 m2. Steypustyrktarjárn: 92 tonn. Miðað er við að verkið geti hafist 23. sept- ember nk. og að verklok verði sem hér segir: Húsiðfokhelt 31. desember 1988. Steypt mannvirki utanhúss 15. aprfl1989. Heildarverklok 15. maí1989. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjun- ar 9. september 1988 fyrir kl. 10.30, en til- boðin verða opnuð þar sama dag kl. 11.00 að viðstöddum bjóðendum. Reykjavík 28. ágúst 1988. $ ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í búnað fyrir snúningsgólf í útsýnishús á Öskjuhlíð. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri á Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 28. september nk. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 | tilkynningar \ Yogastöðin Heilsubót, Hátúni 6a, auglýsir Konur og karlar athugið! Starfsemin hefst mánud. 29. ágúst. Mjög góðar alhliða æfingar sem byggðar eru á HATHA-YOGA til viðhalds þrótti, mýkt og andlegu jafnvægi. Nýr Ijósalampi og gufa. Morgun-, dag- og kvöldtímar. Byrjunartímar. Visa - Eurokortaþjónusta. Yogastöðin Heilsubót, Hátún 6a, sími 27710. Hef opnað lögmannsstofu í Borgartúni 28, 4. hæð, sími 62 40 61. Tek að mér öll venjuleg lögmannsstörf. Kjartan Ragnars, hæstaréttarlögmaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.