Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 9 AUTTIL FOAVARNA B.B. BYGGINGAVÖKUR HE Suöurlandsbraut 4, Slmi 33331 og Nethyl 2, Ártúnsholti. Slmi 671440 Vinningstölurnar 27. ágúst 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 3.980.808,- 1. vinningur var kr. 1.994.970,- Aðeins einn þátttakandi var með5réttartölur. 2. vinningur var kr. 597.000,- og skiptist hann á milli 200 vinningshafa, kr. 2.985,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.388.838,- og skiptist á milli 5.739 vinn- ingshafa, sem fá 242 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 födtóáaEs? Hvað kemur okkur við? Námsgagnastofnun hefur gefið út kennslu- efni handa 11-15 ára börnum um „ástandið í heiminum í dag“ eins og það var orðað í fréttatilkynningu, sem birtist í Morgunblað- inu síðastliðinn miðvikudag. „Kemur mér það við?“ heitir bæklingurinn, sem um er að ræða. Hugmyndina að útgáfunni átti Félag Sameinuðu þjóðanna á íslandi og það beitti sér fyrir því að til hennar fengist styrk- ur frá Norræna menningarmálasjóðnum. Það skiptir auðvitað miklu máli, hvernig börnum og unglingum er kynnt ástandið í heimsmálum í bæklingi, sem opinber stofn- un gefur út. í Staksteinum í dag er fjallað lítillega um þennan bækling. Heimsmyndin í formála bœklingsins „Kemur mér það við?“ beinir höfundurinn, Bjom Ferde, orðum sinum til bamanna: „Þessi litla bók er skrifuð fyrir ykkur þvi ég held að þið hafið áhuga á fleiru en ykkar eigin nafla. Og ef ekki þá vona ég sannarlega að þið fáið áhuga. Þvi það er svo margt i heiminum sem mér flnnst að þið ættuð að velta svolitið fyrir ykkur.“ Það er athyglis- vert hvemig ástandið i heiminum er sett upp i bæklingi Námsgagna- stofnunar. í fyrsta kafla er heims- ástandinu lýst: „Þú sest fyrir framan sjónvarpið. Þú flettir dagblaði. Þú hlustar á fréttir í útvarp- inu. Og að hveiju kemstu? Að strfðið í Miðaustur- löndum geisar enn. Að flóttamenn frá Iran og Sri Lanka knýja dyra hjá okkur. Að böm í Afriku svelta enn.“ Nokkm siðar er fjallað um einræði i mörgum löndum. Þar segir m.a.: „Á undanfömum 25-30 árum hafa næstum allar nýlendur öðlast sjálf- stæði. íbúamir í löndum Suður-Ameríku, Afríku og Asíu þurfa ekki leng- ur að hlýða skipunum, sem koma frá einhverri höfuðborg i Evrópu. En í mörgum löndum verða íbúamir að hlýða skipun- um frá forseta, sem þeir hafa ekki átt þátt i að kjósa. Forseta, sem hefur náð völdum með her- valdi. Slikur forseti er kallaður einræðisherra. Stjóm hans er kölluð ein- ræðisstjóm. Til aðgrein- ingar frá lýðræði, þar sem þjóðin kýs leiðtoga sinn. I einræðisríkjum er fólk ekki aðeins hijáð af þvi, að það hafi ekkert tíl að lifa fyrir. Það líður líka fyrir skort á frelsi tíl að hugsa og tala eins og það vill. Að hafa aðra skoðun en einræðisher- rann getur verið lifshættulegt." Hverju er sleppt? Það er mikill vandi að semja efni af þessu tagi fyrir böm og unglinga. Það verður að gera á þann hátt, að höfundur — og útgefandi — verði ekki sakaður um póli- tiska áróðursstarfsemi. Foreldrar hafa t.d. skoð- im á þvi, hvað þeir telja eðlilegt námsefni fyrir böm sín. Þeir gera ákveðna kröfu um að fyllsta hlutleysis sé gætt í þvi kennsluefni, sem i boði er. Það er hægt að reka áróður bæði með þvi sem sagt er og líka með þvi sem látíð er ósagt. í ofan- greindum tilvitnunum, þar sem fjallað er um einræði og kúgun o.fl. er altt rétt, sem sagt er — út af fyrir sig — en það er margt látíð ósagt. Hveraig er t.d. hægt að fjalla um einræði i mörg- um löndum án þess að geta þess, að i nálægum ríkjiun ríkir einræði, þ.e. í Austur-Evrópu. Hvað veldur þvi, að þau em hvergi nefnd á nafn í þessu kennsluefni fyrir böm og unglinga um heimsástandið. Jafnvel stjómarherramir i Moskvu viðurkenna nú það, sem á máli sósialista hér á íslandi hét áður fyrr Morgunblaðslygi. í Austur-Evrópu hefur hervaldi verið beitt hvað eftír annað til þess að beija niður frelsishreyf- ingar alþýðu manna. Eiga slíkar upplýsingar ekki heima i kennsluefni fyrir böm á aldrinum 11-15 ára? Er það ein- ungis einræði i öðrum heimshlutum, sem á er- indi í þennan bækling? í þessum bæklingi er minnst á Afríku 16 sinn- um, Suður-Afríku 10 sinnum, Asíu 6 sinnum og Suður-Ameríku 7 sinnum. Afganistan einu sinni. Víetnam? Pólland? Tékkóslóvakiu? Rúm- eniu? Búlgariu? — Aldrei. Það gleymist alveg að segja frá fátækt, skoð- anakúgun, arðráni og óréttlætí í Austantjalds- ríkjunum. Þar er raunin sú að tekið er við skipun- um frá „höfuðborg í Evr- ópu“ — Kremlveijum í Moskvu. Frá þvi er ekki sagt. í bæklingnum er mildð fjallað um kyn- þáttamisrétti í Suður- Afríku og kúgun minni- hlutahópa i Burma, Bangladesh, Brasiliu, Bóliviu og Botswana. En Krimtatarar? Eistlend- ingar, Lettar, Litháar? Ungversld minnihlutinn i Rúmeníu? — Ekki stafur. „Sumir hafa gripið tíl þess ráðs að hætta að kaupa vörur frá Suður- Afriku. Þú getur velt þessum möguleika fyrir þér þegar þú ferð að versla með foreldrum þinum. Það eru nefnilega margar verslanir sem selja ávextí og niðursuðu- vörur frá Suður-Afríku," segir í „námsefninu". I hinum vestræna heimi — ekki sízt á Norð- urlöndum — hefur við- gengizt ákveðinn hrá- sldnnaleikur. Norður- landaþj óðimar, sumar hveijar, hafa verið I for- ystu fyrir þeim þjóðum, sem hafa viijað setja við- skiptabann á Suður- Afriku — en sejja þeim svo vopn í stórum stil á laun! Er ástæða tíl þess að koma þessari hræsni á framfæri við böm og ungiinga? Er þá a.m.k. ekki rétt að segja þeim alla söguna? Segja þeim söguna um Svíana, sem vilja banna innflutning á appelsínum frá Suður- Afríku en græða á þvi að selja þeim vopn!? Fullkomið náms-og kennslugagn? í lögum um Náms- gagnastofnun segir að henni beri að „sjá grunn- skólum fyrir sem bestum og fullkomnustum náms- og kennslugögnum". Bæklingurinn „Kemur mér það við?“ getur tæp- ast talist „fullkomið náms- og kennslugagn**. Foreldrar gera miklar kröfur til skóla, kennara og þeirra, sem útbúa kennslugögn fyrír böm og unglinga. Þessir aðil- ar mega ekki láta það koma fyrir, að dreift sé kennslugögnum, sem orka tvímælis. Þessi bæklingur, sem hér hef- ur verið gerður að um- talsefni, orkar tvímælis, ekki aðallega vegna þess sem í honum er heldur vegna hins, sem hefur veríð sleppt, þannig að bömin og unglingamir fá ekki sæmilega yfirsýn yfir það, sem hefur verið að gerast i veröldinni á undanfömum árum. ERy STOR ÚTGJÖLD Á NÆSTUNNI? Þarft þú að ávaxta peninga í stuttan tíma? Sjóðsbréf 3 geta verið rétta lausnin fyrir þig. Þú getur keypt fyrir hvaða upphæð sem er, fengið greitt út þegar þú óskar þess og án alls kostnaðar. Aætluð ávöxtun yfirverðbólgu er9-10% eðaum59% m.v. verðbólgu síðustu 3ja mánaða. Kynntu þér kosti Sjóðsbréfa 3 í dag eða á morgun hjá starfsfólki VIB. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími68 15 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.