Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 74
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAQUR 3Q. Á,GÚST 1988 Versta veður sumarsins Emumof hár STARFSMENN Eimskipafé- lagsins hafa nú hafist handa við að tæma innan úr Kveld- úlfshúsunum við Skúlagötu og var þessi vöruflutningabíll notaður við það verk. Hann var á ferð um Skúlagötu í síðdegisumferðinni á föstudag. Samkvæmt umferðarlögum má mesta hæð ökutækis vera 3,8 metrar en hæð gámanna á bflnum nálgast fimm metra. Ekki hafði verið beðið um lög- reglufyigd með bílnum, eins og vera ber þegar vikið er frá þess- um ákvæðum, og hafði lögreglan tal af ökumanninum og veitti honum áminningu. Tlóð og skriðu- föll á Ströndum landinu norðanverðu um helg- ina. Skriður féllu á Ströndum norðan Bjarnarfjarðar, Ólafs- fjarðarmúli lokaðist og Siglu- fjarðarleið, norðarlega, var lok- að. Lægðinni fylgdi óvenju slæmt veður miðað við árstíma og það versta sem komið hefur í sumar að sögn Braga Jónsson- ar veðurfræðings. Innanlands- flug Flugleiða fór úr skorðum vegna illviðrisins og nauðsyn- legt reyndist að fella niður fjórtán flug. Flugleiðir gátu flogið tvisvar til Akureyrar á sunnudaginn, tvisvar til Egilsstaða og eitt flug til Homafjarðar. Annað flug Flug- leiða innanlands þurfti að fella niður. Látlar sem engar breytingar urðu á innanlandsáætlun Amar- flugs á sunnudag. Ekkert flug féll niður en lent var á Ísafírði í stað Flateyrar. Stefnt var að því hjá Vegagerð- inni að ljúka viðgerð í gær á Ströndum og Siglufjarðarleið við Hrólfsvallaá þar sem runnið hafði úr veginum. Mikil rigning og hvas- sviðri var á norðanverðu landinu á sunnudag en þurrt að sunnan- verðu og gekk á með hvassviðris- hryðjum. Vindhraði á landinu var á bilinu sjö til níu vindstig. Þessu olli 980 millibara djúp lægð við austurströnd landsins í samvinnu við hæð yfir Grænlandi að sögn Braga Jónssonar. Hún hafði grynnst mikið í gær en búist var við annarri álíka djúpri lægð með hvassviðri á öllu landinu að- faranótt þriðjudags. Gert er ráð fyrir norðanátt það sem eftir er vikunnar, þurrviðri á sunnanverðu landinu en skýjaveðri og vætu norðantil. Laugarhóli. Bjarnarfirði. STÓRFLÓÐ og skriðuföll voru vítt og breitt um Strandir um síðustu helgi. Bjamarfjarðará og Hallá flæddu hátt yfir bakka sína og aurskriður féllu víða. Vegurinn í Norðurfjörð Iokaðist á tveimur stöðum og var áætl- unarbifreið frá Guðmundi Jón- assyni innilokuð á milli þeirra staða. Tók veginn í sundur í Vatnsleysufirði við brúna og . -Jenti þar bíll ofan i ánni. Við * Kaldbak féllu skriður yfir veg- inn svo fjallshlíðin er slétt eins og þar hafi aldrei verið vegur. Á laugardagskvöld var haldin bændahátíð Strandamanna á Laugarhóli með mikilli þátttöku og við góða skemmtan, meðan vatnsveðrið hamaðist. Tókst bif- reið frá Guðmundi Jónassyni að koma bændum úr Norðurfirði heim að skemmtuninni lokinni, en í bakaleiðinni komst hún ekki nema í Kaldbaksvík vegna skriðu- fallanna úr fjallinu. Varð bílstjór- inn síðan að ganga og var farið í fl á móti honum. 4 Sunnudaginn 28. var svo áætl- un úr Norðurfírði og var sendur bfll með farþega þaðan. Vegurinn við ána í Veiðileysufírði brast svo undan honum og skreið bíllinn ofan í ána. Varð að selflytja far- þegana í Laugarhól. Þá hafa flóðin hér í Bjamarfírði síst verið minni en í fýrrahaust. Fljóta ámar hátt yfír bakka sína 4^g em hólar aðeins hér og þar upp 1 ur vatnselgnum. Að vísu er lítið um óslegin tún en þau em líka undir vatni. Er heyskap hér ekki að fullu lokið. Á mánudagsmorgun var svo sendur veghefíll norðureftir til að laga veginn og losa bflana úr sjálf- Alþjóðavinnumálastofnunin: Umsögn um kæru ASÍ KÆRA Alþýðusambands íslands á hendur ríkisstjórninni vegna meintra brota á alþjóðasam- þykktum um frjálsan samnings- rétt kemur hugsanlega fyrir fund sérstakrar nefndar Al- ^jóðavinnumálastofnunarinnar í nóvember næstkomandi. Um- sagnar nefndarinnar er hins veg- ar ekki að vænta fyrr en á næsta ári, líklega í mars, að sögn Bert- ils Bolins, varaforstjóra alþjóða- vinnumálaskrifstofunnar í Genf. Bolin sagði á fréttamannafundi í gær, mánudag, að ekki væri hægt að segja fyrir um niðurstöðu nefnd- arinnar, þar sem samskonar mál hefði ekki_ komið til kasta hennar áður. ASÍ kærði bráðabirgðalög ríkisstjómarinnar í júní á þeim for- sendum að þau bönnuðu frjálsan samningsrétt og stríddu þar af leið- andi gegn alþjóðasamþykktum sem ísland hefði skrifað undir. Bolin var spurður hvort það veikti ekki stofnuuina og ábendingar hennar að ríki án fijálsra samtaka verkalýðs og vinnuveitenda ættu ánæstaárí aðild að henni. Bolin sagði að það ylli vissulega erfíðleikum og nefndi sem dæmi stirt samband við pólsku stjómina vegna banns henn- ar á frjálsum verkalýðsfélögum. Hann sagði samþykktir stofnunar- innar byggðar á grundvallarsjónar- miðum vestrænna lýðræðisríkja. Eina „refsingin" sem stofnunin réði yfír væri sú athygli sem umsögn hennar vekti og sagði Bolin að í 90% tilvika færu ríkisstjómir eftir ábendingum stofnunarinnar. heldunni milli skemmdanna á leið- inni. Fundað var um íjallskil á sunnu- dagskvöld og var ákveðið að rétta í Skarðsrétt laugardaginn 17. september. Verður þá heimasmöl- un að mestu lokið fyrr í vikunni. Haustsmölun og töðugjöld munu því falla saman að þessu sinni. - SHÞ Bertil Bolin, varaforseti Alþjóðavinnumálaskrifstofunnar i Genf, hitti félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, að máli í heim- #hkn sinni hér á landi, en átti að auki fundi með fulltrúum ASÍ og VSÍ. DJÚP lægð sunnan úr höfum olli miklu tjóni -á vegum á TVENN hjón ásamt fjórum ung- um börnum eru strandaglópar í Héðinsfirði, sem liggur á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Engar samgöngur eru landleið- ina i Héðinsfjörð, og vegna veð- ursins er ekki hægt að ná í fólk- ið sjóleiðina. Að sögn Friðriks Ásgrimssonar á Siglufirði, sem flutti fólkið inneftir á föstudag- inn, var farið að flæða nokkuð að kofanum, sem fólkið hefst við í, i fyrradag þegar hann náði sambandi við hópinn í farsíma. Stjórn björgunarsveit- arinnar Stráka á Siglufirði kom saman í gærkvöldi til að meta aðstæður. Að sögn Sævars Björnssonar, lögreglumanns á Siglufirði, komst hún að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa kann- að málið, að ekki væri ástæða til að koma fólkinu til hjálpar að svo stöddu. Vóg þar þyngst, að það hafði sagt áður en það hélt í ferðina, að það mundi hafa slökkt á farsímanum og aðeins nota hann ef eitthvað kæmi upp á. Reyna á að ná sam- bandi við fólkið á morgun og ákveða með aðgerðir í fram- haldi af því. Friðrik flutti fólkið á báti inn í Héðinsfjörð síðastliðinn föstudag og sagði hann í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi, að það hefði ætlað sér að vera í viku í veiði- húsi sem þar er. Hann náði sam- bandi við það í fyrradag í gegnum farsíma og þá leið öllum vel. Það hefur nægar vistir og engin hætta er á að skriður falli á kofann, að sögn Friðriks. Matthías Jóhanns- son, fréttaritari Morgunblaðsins á Siglufírði, sagði í gærkvöldi, að ekki væri ólíklegt að skriður hefðu fallið í Héðinsfírði, eins og á Siglu- fírði og Ólafsfirði, en sagði eins og Friðrik, að engin hætta væri á því að þær næðu til veiðihússins. „Það hafa engar sérstakar ráð- stafanir verið gerðar svo ég viti. Það er bara að bíða eftir að veðr- inu sloti. En núna er vonlaust að ætla sér að ná í hópinn," sagði Friðrik aðspurður. Hann sagði að erfítt væri að lenda í fjörunni í Héðinsfírði og selflytja þyrfti fólk og vistir f land. í einni ferðinni milli báts og lands á föstudaginn hafí eitthvað af vistum skolað út- byrðis, en það lítið að það hafí ekki komið að sök. Eins og áður sagði eru tvenn hjón í hópnum með fjögur böm. Tvö þeirra eru þriggja ára og svo sjö og ellefu ára. Haft var sam- band við móður annarrar konunn- ar í gærkvöldi og sagðist hún ekki hafa heyrt neitt í þeim síðan þau fóru. Ekki tókst að ná í fólkið sjálft í gærkvöldi, þar sem það hefur lokað fyrir farsímann í því skyni að spara rafhleðsluna. Auk farsí- mans er neyðartalstöð í veiðihús- inu og skýli Slysavamafélagsins, sem er í Héðinsfírði, þannig að fólkið ætti án erfíðleika að geta náð sambandi til byggða, að sögn lögreglunnar á Siglufirði. Mikíð um óhöpp í helgarumferðimii MIKIÐ var um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu um helgina. BUvelta varð á Krísuvikurvegi um klukkan 11 í gærmorgun. Tvennt var í bílnum, piltur og stúlka innan við tvítugt. Þau slös- uðust nokkuð og voru flutt á slysadeild með sjúkrabifreið. Bíllinn skemmdist mikið. Tvennt var flutt á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bíla á mótum Laugavegar og Rauðar- árstígs um klukkan hálfníu á laug- ardagskvöld. Bílamir urðu báðir óökufærir. Umferðarslys varð á Suður- landsvegi við Rauðavatn um há- degi á laugardag. Fólksbifreið var ekið norður Ofanbyggðaveg og beygt. inn á Suðurlandsveg í veg fyrir jeppa sem kom þar að. Áreksturinn varð harður og var ökumaður fólksbifreiðarinnar fluttur á slysádeild talsvert slasað- ur. Fólksbíl var ekið á ljósastaur á Vesturlandsvegi við Smálönd snemma að morgni laugardagsins. Ökumaður var færður á slysadeild. Talið er að hann hafí dottað undir stýri. Harður árekstur varð við Bíldshöfða 2, laust eftir 8 á mánu- dagsmorgun. Enginn slasaðist en bílamir tveir vom óökufærir á eft- ir. Tveir bílar lentu í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi undir Múlafjalli á fimmtudag. Bílamir skemmdust mikið og annar öku- maðurinn var fluttur á slysadeild. Bíll valt á Kringlumýrarbraut við brúna yfír Bústaðaveg að- faramótt sunnudagsins. Lögregla aðstoðaði ökumanninn við að komst á slysadeild vegna lítils- háttar áverka sem hann hlaut. Hópur fólks emangraður / • > • / TT/ X • /!• X • í veioihusi í Heðinsfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.